Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 36
„Eg skil ekki hvernig hœgt er ad hafa gaman af því ad horfa á 22 fullordna karlmenn eltast vid leður- tuðru. . Þaö er ekki úr vegi að vitna í þessi spöku orð sem fólk, líklega aðallega kvenfólk, hefur oft og einatt látið sér um munn fara uppá síðkastið. Náttúrlega lýsa þau engu öðru en skilningsleysi á hinni göfugu knatt- spyrnulist. Allan júnímánuð var sjónvarpið með beinar útsendingar frá knattspyrnulistahátíðinni í Mexíkó, og hefur þjóðin aðspurð staðfest að meirihluti hennar sat sem fastast fyrir framan skjáinn þennan tíma. Sannir knattspyrnu- aðdáendur létu sig að sjálfsögðu ekki muna um það að sjá alla leikina og til voru þeir sem lágu í vídeóinu og skoðuðu leiki á hálfum hraöa þá daga sem sjónvarpið stóð ekki sína plikt. En það voru bara þeir allra hörðustu sem einnig létu sig hafa það að standa úti í slagviðri júní- Tryggðin við félögin að mestu úr söqunni. Óhemjulegar kröfur gerðar til leikmanna í 1. deild. Metnaðarfullir leikmenn skipta um félög eftir hentugleikum. Er íslensk atvinnumennska á næsta leiti eða er hún þegar í burðarliðnum? mánaðar og fylgjast með leikjunum í 1. deildinni íslensku. Ný andlit Að venju eru vorverkin hjá áhorf- endum fólgin í því að bera kennsl á nýja leikmenn. ,,Ja, hann er bara nokkuð góður leikmaður þessi... ha . . . hvaðan kom hann?“ Eða ,,til hvers voru þeir að krækja sér í þennan, mér sýnist hann ekki geta neitt! Er þessi númer 11 annars ekki líka nýr?“ Aukin félagaskipti leikmanna síð- ustu ár hafa vakið athygli og hefur maður heyrt leikmenn fyrri tíma lýsa furðu sinni á þessu. Áður heyrði það undantekningum til að menn skiptu um félag oftar en einu sinni á ævinni, og voru þeir oft hrakyrtir fyrir vikið. Núna birta blöðin lista yfir félagaskipti á hverju vori og er um marga tugi leikmanna að ræða sem af einhverjum ástæðum sjá sig knúna til að færa sig um set. Af þessu má draga ýmsar ályktanir og einna augljósust er sú að eigin metnaður skiptir leikmenn meira máli núorðið en tryggð við félög. 1. deildarleikmenn leggja gífur- lega hart að sér við æfingar og und- irbúning leikja. Samkeppni um sæti í liðum hefur aukist og hjá stærstu félögunum hefja allt að 40 manns æfingar með meistaraflokki á vorin. Þegar haft er í huga að undirbúning- ur fyrir 1. deildarleikina hefst í byrj- un febrúar og stendur yfir í marga mánuði er ekki skrítið að leikmenn vilji sjá einhvern árangur erfiðisins, þ.e. að spila með aðalliðinu. Þjálfarinn ræður liðskipan og eru varamenn oft óánægðir með hlut- skipti sitt. Þetta endar jafnan með deilum milli þjálfara og einstakra leikmanna og afleiðingin er gjarnan sú að leikmaðurinn yfirgefUr félag- ið. Sérstaklega er þetta áberandi með yngri leikmenn sem hafa van- ist því að vera í fremstu röð alla yngri flokkana, en lenda í því að þurfa að berjast um sæti í liði þegar í meistaraflokk er komiö. Einn við- mælenda HPorðaði þetta svo: ,,Þeir eru vanir því að vera máttarstólpar í yngri flokkunum og gefast strax upp þegar þeir þurfa að berjast fyrir sæti. Ef þeim heppnast ekki að vinna sæti í liðinu er þjálfaranum kennt um allt, en þeir leita aldrei vandans hjá sjálfum sér. Síðan er rokið í að skipta um félag.“ Skiljanleg og illskýranleg félagaskipti En félagaskipti verða ekki ein- göngu vegna deilna og óþolinmæði leikmanna. Algeng ástæða er líka eigin metnaður, þ.e. leikmaður telur sig ekki geta náð þeim árangri sem hann óskar eftir með liði sínu. Þann- ig hafa margir ungir knattspyrnu- menn af landsbyggðinni gengið til liðs við stóru félögin á Reykjavíkur- svæðinu og sérstaklega þegar um drengja- og unglingalandsliðsmenn er að ræða. Aðrar tegundir af fé- lagaskiptum sem koma til vegna metnaðar eru nokkrar; þannig er al- gengt að lið sem fellur missi marga leikmenn sem telja sér ekki sam- boðið að leika í lakari deild. Og til eru mörg dæmi um leikmenn sem ganga í sterk félög einfaldlega vegna þess að þeir eru orðnir leiðir á því að standa í fallbaráttu. Trúlega er sú tegund félagaskipta, sem mest er um fjallað, þegar ís- lenskir leikmenn gerast atvinnu- menn með félögum erlendis. Slík fé- lagaskipti finnast mönnum eðlileg og segja sem svo: „Þetta er gott tækifæri, hann fer ekki að hafna þessu.“ Þarna er ekki spurt um tryggð gagnvart gamla félaginu, því allir sjá í hendi sér ávinning fyrir knattspyrnumanninn. Þó hefur þróunin hérlendis und- anfarin ár vakið menn til umhugs- unar og menn velta því fyrir sér hvort eðlismunur sé á því að skipta úr litlu liði yfir í stórt hvort sem það er innanlands eða milli landa. Og í framhaldi af þessu vaknar eðlilega spurning: „Hvað er í boði þegar menn skipta úr litlu landsbyggðar- liði í stórlið á fyrstudeildarsvæð- inu?“ Algengt er að heyra áhugamenn um knattspyrnu tala um að lið hafi ,,keypt“ tiltekinn leikmann og á áhorfendapöllum er skrafað um þessa menn. Og talað er um illskýr- anleg félagaskipti þessara leik- manna. Umtöluð félagaskipti Mark Duffield, frá K.S. til Víðis í Garði: Góður maður sagði í samtali við HP: „Mér er illskiljanlegt af hverju ungur og efnilegur landsliðs- maður flyst frá Siglufirði í Garðinn til að spila með liði í botnbaráttu 1. deildar. Hvað gerir svona leikmaður ef Víðir fellur? Það er fráleitt að hann, sem er efni í atvinnumann, komi sjálfum sér á framfæri með þessu liði. . .“ Sigurjón Kristjánsson, úr ÍBK til Vals: Einsog menn kannski muna stóð mikill styr útaf þessum skipt- um. ÍBK neitaði að skrifa undir fé- lagaskiptin og taldi Sigurjón skulda félaginu peninga. Sigurjón lýsti því yfir að hann gæti ekki sætt sig við leikskipulag þjálfarans. Knatt- spyrnusambandið gekk í málið og það var leyst í kyrrþey. Sigurjón er alinn upp í Breiðabliki, en gekk til liðs við IBK þegar hann sneri heim úr stuttri dvöl hjá pörtúgölsku 2. deildarliði. (Þá lék Breiðablik í 2. deild.) Helgi Bentsson, ÍBK-Víðir: Helgi hefur gert víðreist um landið undan- farin keppnistímabil. Hann hefur leikið með Breiðabliki, Þór á Akur- eyti, ÍBK og Víði. Útlendingaherdeildin á Selfossi, Jón G. Bergs, Tómas Pálsson og Sig- urður Halldórsson: Jón G. Bergs tók nú fram knattspyrnuskóna að nýju eftir nokkurt hlé. Hann er alinn upp í Val og lék með landsliði 21 árs og yngri. Eftir ágreining við Klaus Pet- er, þáverandi þjálfara Vals, fór hann í Breiðablik. Tómas Pálsson var einn sterkasti leikmaður ÍBV í 2. deild á síðasta sumri. Hann yfirgaf Eyja- menn þrátt fyrir að liðið hefði unnið sér rétt til að keppa í 1. deild í sumar. I staðinn kaus hann að leika með Selfossi sem kom upp úr 3. deild. Sigurður Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmiðvörður, hefur um árabil leikið með Völsungi á Húsavík þar sem hann þjálfaði einnig. Nú flutti hann sig um set til Selfoss og hefur styrkt liðið mjög. Þess má geta að Selfoss, sem spáð var botnbaráttu fyrir komu þessara manna, trónir nú á toppi 2. deildar. Leitin að týnda heimsmeistaranum KR hefur á undanförnum árum fengið til liðs við sig sterka leik- menn utan af landi; KA-leikmenn- ina Ásbjörn Björnsson og Gunnar Gíslason og Björn Rafnsson frá Snæfelli. Þeir Ásbjörn og Gunnar höfðu báðir leikið landsleiki meðan þeir voru í KA, en Björn hafði leikið með unglingalandsliðinu. Það er mál manna að mikil óþol- inmæði í Vesturbænum standi KR fyrir þrifum, því þetta fyrrum stór- veldi íslenskrar knattspyrnu hefur ekki unnið stóran titil síðan 1968. KR-ingar reyndu að fá til liðs við sig argentínsku leikmennina René og Marcello Housman fyrir þetta keppnistímabil. René þessi varð heimsmeistari með Argentínu 1978. Menn hristu góðiátlega hausinn yfir þessu uppátæki og einungis hörð- ustu KR-ingar lifðu í þeirri von að sjá suður-ameríska heimsmeistaratakta í Frostaskjólinu í sumar. Hingað kom hinn þybbni Marcello og lét mynda sig í KR-peysu, en fljótlega kom þó í ljós að hann var í engu lík- amlegu formi til að leika knatt- spyrnu. Hann hvarf fljótlega af landi brott, en eldri bróðirinn, heims- meistarinn sjálfur, kom aldrei í leit- irnar. Þess má geta að almennt er KR talið ríkasta félag landsins ásamt Fram, en athygli hefur vakið að at- vinnumaðurinn og Hafnfirðingur- inn Janus Guðlaugsson kaus að leika með Fram er hann sneri heim nú í sumar, en ekki sínu gamla fé- lagi, FH. Það er hægðarleikur að nefna fleiri leikmenn sem hafa lagst i fé- lagaflakk. Ársœll Kristjánsson hefur alið manninn hjá Þrótti, Fram, Þrótti aftur og nú síðast Val. Njáll Eiðsson lék fyrst með KA, þvínæst með Val, síðan með KA aftur og leikur nú með Einherja á Vopnafirði og þjálf- ar einnig liðið. Loftur Olafsson var fyrst hjá Fylki, fór þaðan í Breiða- blik, síðan í Þrótt og leikur nú með KR. Allt eru þetta menn sem hafa leikið með landsliði. Vitaskuld má nefna fleiri dæmi af þessu tagi og það er greinilegt að tryggðin við gamla félagið er ekki slík sem var. Strandhögg í neðri deildirnar Leikmenn sem leikið hafa með 1. deildarliðum og jafnvel landsliði hafa að sögn mikið upp úr því að þjálfa lið í 2., 3. og 4. deild. Þó eru laun þeirra enn hærri ef þeir leika jafnframt með liðunum. Upphæð- irnar sem hér er um að ræða geta skipt hundruðum þúsunda fyrir keppnistímabilið. Sumir af þessum mönnum fórna jafnvel landsliðs- frama og titlum fyrir vikið, einsog tildæmis Njáll Eiðsson sem gæti hæglega verið í landsliðshópnum. Siguröur Halldórsson þjálfaði og lék með Völsungi, Gústaf Björnsson leikur sama leikinn hjá K.S., Árni Stefánsson hjá Tindastóli, Óskar Ingimundarson hjá Leiftri og Magnús Jónsson hjá Þrótti á Nes- kaupstað. Allir þessir menn hafa leikið með 1. deildarfélögum og sumir þeirra gætu eygt von um landsliðssæti sem náttúrlega minnkar í útlegðinni í neðri deild- unum. Annars fá þjálfarar á íslandi al- mennt gott kaup og knattspyrnufé- lög greiða háar upphæðir fyrir uppi- hald og laun erlendra þjálfara. Þeir íslensku eru ekki alltaf eftirbátar er- lendra kollega sinna, og segja sumir að laun innlendra toppþjálfara séu jafnvel hærri en þeirra erlendu, en að sjálfsögðu sparast uppihald, íbúðir, bílar og annar kostnaður ef þjálfarinn er íslenskur. Það má stað- hæfa að þótt íslenskir þjálfarar vinni almenna vinnu á veturna og þjálfi á sumrin, þá sé þjálfunin iðulega aðal- starfið og vetrarvinnan aukageta. Til dæmis er sagt að Magnús Jóna- tansson, eftirsóttur þjálfari sem hef- ur farið með nokkur lið upp um deild, ætli a hætta kennslustörfum og snúa sér að þjálfun einni saman. Peningar Menn hafa ekki viljað taka svo djúpt í árinni að segja að hér sé að spretta vísir að atvinnuknattspyrnu. En því verður ekki neitað að margir telja að peningar séu farnir að spila býsna stórt hlutverk í íslenska fót- boltanum. Áður var algengt að mönnum væri útvegað ódýrt hús- næði og vinna sem féll vel að knatt- spyrnuiðkunum, en það er ekki fyrr en hin allrasíðustu ár að farið er að muldra um hreinar peningagreiðsl- ur umfram almenna fyrirgreiðslu. Þannig var því haldið fram meðal kunnugra að leikmaður sem fékk tilboð frá norsku félagi um að leika með liðinu hafi fengið hærra tilboð frá reykvísku félagi skömmu seinna. Hann hafnaði reyndar því reyk- víska. Og því hefur heyrst fleygt að góðir knattspyrnumenn hérlendis geti fengið frá 100 þús—250 þús. fyrir keppnistímabilið. Þetta hljómar kannski ævintýralega í eyrum margra, en miðað við þá orku sem menn leggja núorðið í æfingar og leiki, finnst öðrum svona upphæðir í hæsta máta eðlilegar. eftir Jón Óskar Sólnes 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.