Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 21
ég undir að konur eigi að hafa sömu starfsmögu- leika og karlmenn. En ég er eindregið þeirrar skoðunar að fólk eigi að skipta með sér heimilisstörfum. í þessu sambandi dettur mér þó oft í hug sagan af ný- ríku kerlingunni sem oft var sögð í stríðslok. Hún átti dóttur sem lenti í ástandinu, giftist ynd- islegum manni og flutti með honum til Ameríku. Hann vann eins og forkur og þegar hann kom heim á kvöldin baðaði hann börnin og annað í þeim dúr. Þetta fannst móðurinni stórfínt og taldi dótturina heldur betur hafa dottið í lukku- pottinn. Sonur þessarar sömu konu hafði aftur á móti verið svo „óheppinn" að giftast „einhverri gálu“ í Ameríku líka, sem krafðist þess að hann baðaði börnin og annað þegar hann kom dauðþreyttur heim úr vinnunni. Þetta mislíkaði kerlingunni móður hans hinsvegar stórlega! Þessi litla saga ætti að kenna okkur að á sérhverju máli eru a.m.k. tvær hliðar." Báðir fætur á jörðinni — Ertu rómantískur? „Kannski er ég það, á minn hátt. Ég er senni- lega fremur raunsær, en hef mjög mikið yndi af tónlist og leiklist. Ég hef líka gaman af að iesa góðar bækur og kvæði og því má e.t.v. segja að ég sé dálítið rómantiskur. En að hafa báða fætur á jörðinni hefur verið rauði þráðurinn í mínu lífi, enda er ég dæmigerður sporðdreki." — Uppáhöld? „Einar Ben. hefur verið mitt uppáhaldsskáld frá því að ég var ungur. Og sá tónlistarmaður sem ég hef hvað mest dálæti á er Fats Waller. Annars hef ég jafn gaman af klassískri tónlist, jazz og vísnatónlist, en kannski siður dægurlög- um.“ — Hvar stendurdu í pólitík? „Ég er ekki meðlimur í neinum pólitískum samtökum og hef aldrei verið. Ég vil fá að vera í friði fyrir slíku. En auðvitað hef ég mínar skoð- anir og kýs þann flokk sem ég treysti best til að sjá málum okkar farborða. Ég er afskaplega ánægður með þann flokk sem nú fer með stjórn brgarinnar, ég hef alltaf átt mjög gott samstarf við stjórn borgarinnar. Um landsmálapólitíkina vil ég helst ekki tjá mig.“ — Huerjir áttu mestan þátt í aö móta lífsskoö- anir þínar á uppuaxtarárunum? „Sem barn átti ég náttúrlega góða foreldra sem höfðu góð áhrif á mig. Nú eru margir minn- isstæðir vinir horfnir af sjónarsviðinu, eins og sá sem hafði hvað mest áhrif á mig, Runólfur Sveinsson, fyrrverandi skólastjóri á Hvanneyri. Þar var ég í sveit í fjögur sumur. Runólfur gaf sér alltaf tíma til að ræða við mig. Um tíma ætlaði ég mér að verða bóndi og það voru honum e.t.v. vonbrigði að ég skyldi ekki fara í nám í landbún- aðarfræðum. En hann sagði að aðalatriðið væri að læra það sem hugur manns stæði til.“ — Huaö hefur skipt þig mestu máli í lífinu? Rúnar hugsar sig um dágóða stund, segir síð- an: „Ég hef nú alltaf verið heilsugóður. Og það að hafa góða heilsu og sæmilega greind held ég að sé einhver mesta gæfa sem manni getur hlotnast." — Attu þér einhuer einkunnarorö? „Einni lífsreglu hef ég alltaf reynt að fylgja: að ætlast aldrei til meira af öðrum en sjálfum mér.“ — Finnst þér aö enn eigiröu eitthuaö mikil- uœgt ógert? „Ætli ég eigi ekki bara eftir að prófa það að verða garnall." Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjori i HP-viðtali Þrauka I fimm ár í viðbót — Hugsaröu mikiö um ellina? „Já, og ég lít eiginlega til hennar björtum aug- um. Ég held að eftir að hafa stundað erfitt nám og erfitt starf, þurft að leggja virkilega hart að mér, þá geti það verið mjög áhugavert að eiga rólegri stundir." Ég spyr Rúnar hvort hann hafi lesið De senec- tute, Um ellina, eftir Cicero í latínutímunum í Menntó, en sú bók varð mér tvítugri sönnun þess að eiginlega kæmi maður engu að ráði í verk fyrr en í ellinni. . . „Latínan var nú aldrei mín sterka hlið," segir Rúnar, „og ég fékk ekki verulegan áhuga á tungumálum fyrr en eftir stúdentspróf. Núna held ég að ég geti bjargað mér á fimm tungumál- um og tvö þeirra tala ég eins og innfæddur. En svo við höldum okkur við aldurinn sem færist yfir, þá hafði ég reyndar ekki hugsað mér að vera svona lengi í slökkviliðsstjórastarfinu. Tvívegis velti ég því fyrir mér að breyta til. Nú finnst mér það vera orðið of seint. Ég vil frekar þrauka í fimm ár í viðbót til að búa sem best í haginn fyrir eftirrennara minn. En ég játa að sá kraftur sem ég hafði í upphafi er ekki til staðar lengur. Snjallt væri að flytja til forstöðumenn innan borgarkerfisins á nokkurra ára fresti. Þeir yrðu áreiðanlega frjórri fyrir bragðið. En starfsemin hérna gengur vel, t.d. sjúkraflutningarnir sem hafa verið mér mikið baráttumál, og því finnst mér bara mannlegt að segja að þetta sé harla gott. Já, mér verður tíðrætt um sjúkraflutningana og þá dettur mér í hug atvik sem átti sér stað fyr- ir sex, sjö árum þegar sjúkraflutningabaráttan stóð sem hæst. Þá kom að máli við mig ungur blaðamaður á tímariti sem vildi fá ýmsa áhrifa- menn í þjóðfélaginu til að setja saman vísu um starf sitt. Ég bað hann um að hlífa mér því ég væri alls óhæfur til slíks. Síðan var ég búinn að steingleyma þessu og var að slá úti í garði þegar blaðamaðurinn birtist skyndilega og sagðist ekki hafa sig á brott fyrr en ég hefði sett saman vísu. Ég sá mitt óvænna og tókst þá að hnoða saman eftirfarandi: Almannavarnir eru mér áhyggjurnar mestu. Brunavarnir sem betur fer batnað hafa í flestu. Sjúkraflutninga fæ ei enn færi á að endurbæta, því að borgina byggja menn sem bara auranna gæta.“ Mikill gæfumaður „En varla hefði Einar Ben. orðið hrifinn af þessu hnoði,“ segir Rúnar hálffeimnislegur og bætir við: „Og ég veit svo sem ekki hvort þú átt nokkuð að vera að birta þetta því skömmu seinna fór viðkomandi tímarit á hausinn!" Og í þessum svifum ber Árna að með mynda- vélina og við ætlum að fara þess á leit við Rúnar að fá að mynda hann t fullum herklæðum. En áður en við vindum okkur í það spyr ég hann að lokum hvað hann telji mikilvægast í lífinu. „Ég tel mikilvægast hvað ég hef átt mikilli vel- gengni að fagna í lifinu," svarar Rúnar Bjarnason með hægð. „Ég lít svo á að ég hafi verið mikill gæfumaður."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.