Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 34
w.vAwvA^wA-7'^'rif?;^*V‘’<s^w>;
i * » uacaiKCCf
Samdráttur á sumrin?
Fækkar gestum listasafna og sýn-
ingarsala á sumrin? Eru landsmenn
latari við að berja myndlistina aug-
um eftir því sem dagarnir eru
lengri? Svörin eru já og nei. Svarið
við fyrri spurningunni er frekar nei-
kvætt, því þá koma útlendingarnir.
Svarið við síðari spurningunni er
frekar jákvætt; Islendingar virðast
þá í einhverjum mæli hliðra til fyrir
túrhestunum.
Annars má heita athyglisvert
hversu ólík viðbrögð talsmanna
safna og sýningarsala voru þegar of-
antaldar spurningar voru lagðar
fyrir þá. T.d. sagði Anna Þóra Karls-
dóttir hjá Gallerí Langbrók að að-
sóknin dytti mikið niður á sumrin.
„Það er varla að manni finnst taka
því að hafa opið á sumrin, en samt
þorum við ekki að loka. Það er alltaf
leiðinlegt. Nú eru sumarfrí hjá fyrir-
tækjunum, þar sem annars tíðkast
að fólk slái saman í myndir, en það
liggur niðri, sem og gjafir vegna út-
skrifta í skólunum. Utlendingarnar
kíkja vissulega inn — en það er
hrein undantekning að þeir versli
hjá okkur."
Viðbrögðin voru allt önnur hjá
Úlfari Þormódssyni í Gallerí Borg.
„Samdráttur? Nei, nei, það er bull-
andi aðsókn hjá okkur, hingað
koma erlendir gestir, innlendir
ferðalangar og almennir njótendur
listarinnar. Sýningarnar breytast
dag frá degi því við erum alltaf að
selja af veggjunum. Utlendingarnir?
Já, þeir versla talsvert og kaupa
helst íslenska landslagið."
Hladvarpinn á Vesturgötunni er
nú opinn sitt fyrsta sumar og þar
hefur aðsókn verið mjög góð og
gestir að mestu innlendir. Góð að-
sókn hefur líka veriö þar sem aðal-
lega er opið á sumrin. Við nefnum
Árbœjarsafnid og ÍMxdalshús á Ak-
ureyri. Nýlistasafnid sker sig hins
vegar nokkuð úr um þessar mundir,
að sögn forstöðumannsins Níelsar
Hafstein, því þar í portinu standa yf-
ir miklar framkvæmdir. „Almennt
má segja að þetta dragist eitthvað
saman á sumrin, en það fer þó eftir
því hvaða sýning er í gangi. Aðsókn-
in jókst talsvert í vor, en nú er það
svo að síðustu þrjár vikurnar hafa
þessar framkvæmdir verið í gangi
og fólk leggur hreinlega ekki í að
stökkva yfir skurðina," sagði Níels.
í Ásmundarsafni varð fyrir svör-
um dóttursonur listamannsins, Ás-
mundur Helgason. Hann sagði að-
sóknina svipaða hjá íslendingum,
en að aukningin væri talsverð hjá
útlendingum. „Það er kannski
minna um að ísiendingar komi einir,
þeir koma á sumrin frekar með er-
lendum gestum. Hér koma svo út-
lendingar í hópum, en þeir láta
gjarnan nægja að skoða úti í garði
en koma síður inn,“ sagði Ásmund-
ur.
Svipuð var sagan hjá Listasafni
íslands. Karla Kristjánsdóttir sagði
aukninguna fyrst og fremst vera hjá
útlendingum. „Það er alltaf meira á
sumrin, en þó finnst mér að frekar
megi tala um árssveiflur en ártstíða-
sveiflur. Fyrir nokkrum árum dró
mjög úr aðsókn, en hún er orðin
betri aftur. Aðsóknin fer svo og
mjög eftir tilefnum og hún eykst um
helgar," sagði Karla. Svipuð svör var
að fá hj áListasafniASÍ: Fækkun inn-
lendra gesta jafnast út með aukn-
ingu útlendinga, en frekar að að-
sóknin fari eftir sýningunum sjálf-
um. Við ljúkum þessari yfirferð með
tilvitnun í Örn Inga, forstöðumann
Laxdalshússins á Akureyri:
„Hjá okkur er þetta sumarævin-
týri. Þá verða hlutirnir að gerast
með einhverjum hætti. Við látum
þetta ganga nógu hratt fyrir sig og
höfum hraðar skiptingar þannig að
fólk segi sem svo, að ef það fer ekki
strax þá missi það af viðburðinum.
Það er of mikið um að listin sé í
dróma á sumrin — að ástæðulausu.
-FÞG
Stella í orlofi:
langt komnar
Tökur
Hér birtum vid nokkrar flunkunýj-
ar myndir frú tökum myndarinnar
Stella í orlofi sem nú eru langt komn-
ar og fara fram í Reykjavík og
Kjósinni á vegum kvikmyndafélags-
ins Umba. Þetta er gamanmynd sem
sér ýms fyrirbrigdi delluþjóðfélags-
ins íslenska í spaugilegu Ijósi, þ.á m.
laxveiði, túrisma, afvötnun og reyk-
inganámskeiðin rómuðu.
I Stellu í orlofi er mætt til leiks lands-
lið íslenskra grínleikara. Stærstu
hlutverkin eru í höndum Eddu
Björgvinsdóttur sem leikur Stellu,
Þórhalls Sigurðssonar (Ladda) sem
fer með hlutverk Svía nokkurs sem
kemur til landsins og af brambolti
hans hlýst ýmisskonar misskilning-
ur, og Gests Einars Jónassonar sem
leikur eiginmann Stellu. Önnur
veigameiri hlutverk eru í höndum
Ásu Hlínar Svavarsdóttur, Gísla
Rúnars Jónssonar, Sigurðar Sigur-
jónssonar, Bessa Bjarnasonar,
Hönnu Maríu Karlsdóttur, Sigríðar
Þorvaldsdóttur, Arnars Jónssonar,
Eggerts Þorleifssonar, Þráins Karls-
sonar, Steindórs Hjörleifssonar,
Bríetar Héðinsdóttur, Pálma Gests-
sonar, Arnar Árnasonar og Kjart-
ans Bjargmundssonar. En samtals
leika yfir hundrað manns í mynd-
inni auk barna, hesta og laxa.
Guðný Halldórsdóttir samdi hand-
rit myndarinnar, Ingibjörg Briem er
34 HELGARPÓSTURINN
framkvæmdastjóri, leikstjóri Þór-
hildur Þorleifsdóttir en henni til að-
stoðar er Þorsteinn Jónsson leik-
stjóri. Kvikmyndatökumaðurinn er
sænskur, Jan Person, sá hinn sami
og vann með Lárusi Ymi Óskarssyni
að síðustu tveimur myndum hans,
Andra Dansen og Leoparden. Krist-
ín Pálsdóttir sér svo um klippingu og
eftirvinnslu myndarinnar og að
hennar sögn er stefnt að því að
frumsýna 18. október: „Það er ann-
að hvort þá eða að bíða fram yfir
áramót," segir Kristín. „Það er alveg
glatað að frumsýna myndir frá því
síðla í nóvember og fram eftir des-
ember út af öllu jólastússinu. A
þeim tíma fer fólk lítið í bíó. Og um
jólin verður svo mynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Skytturnar, frum-
sýnd, og þar sem markaðurinn hér
er svo lítill höfum við kvikmynda-
gerðarmenn reynt að þvælast ekki
hver fyrir öðrum með frumsýningar
til að spilla ekki aðsókninni."
Kostnaðaráætlun fyrir Stellu í or-
lofi hljóðar nú upp á 14 milljónir en
Umbi hlaut 5 milljónir úr Kvik-
myndasjóði á þessu ári. Aðstand-
endur reikna með að þeir þurfi að fá
45 þúsund áhorfendur til að myndin
standi undir sér. JS
“Lost in the magic of your kiss,
Iforgot the potato salad. Bring home a quart."
Sýning á skopteikningum
„Takist þér ekki að vera fyndinn,
vertu þá áhugaverður," lét Harold
Ross hafa eftir sér. Hann stofnaði
ameríska tímaritið The New York-
er Magazine. Asamt því að fjalla
um bókmenntir og birta skáldskap
hefur The New Yorker alla tíð
skemmt lesendum sínum með skop-
teikningum í stað Ijósmynda. Þetta
hefur orðið til þess að skopteiknar-
ar og grínarar í Ameríku láta sér
fyrst detta í hug The New Yorkersem
vettvang fyrir sig.
Þessa dagana stendur yfir sýning
á skopteikningum New Yorker í
Menningarstofnun Bandaríkjanna,
Neshaga 16. Þessi sýning er nú á
sínu fyrsta ferðalagi utan Bandaríkj-
anna og á henni eru verk eftir helstu
listamenn sem hafa teiknað í The
New Yorker síðastliðin 60 ár.
Einungis tveir ritstjórar hafa stýrt
The New Yorker frá stofnun þess
fyrir 58 árum. Fyrst var það stofn-
andinn Harold Ross og við ritstjóra-
starfinu tók William Shawn árið
1952. Því er það að blaðið hefur enn
yfir sér sama yfirbragð og fyrir 58
árum.
Allir ættu að geta hlegið eitthvað
á sýningunni í Menningarstofnun-
inni en hún er opin alla virka daga
vikunnar á milli kl. 8.30 og 17.30.
Ekki er opið um helgar. Sýningin er
í sýningarsalnum á fyrstu hæð húss-
ins og eru allir velkomnir. Sýningin
stendur út júlímánuð.
-gpm