Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 24
SKÁK Vestan hafs og austan Nú eru þrír af fremstu skák- mönnum okkar, þeir Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson, staddir vestur í Winnipeg að tefla á öðru helsta skákþingi Kanadamanna, opna meistaramótinu, sem er opið tafl- meisturum annarra þjóða auk Kanadamanna sjálfra. Þarna eru ýmsir frægir skákmeistarar meðal keppenda og má víst fremstan telja Júsupov sem nú er kominn í undanúrslit í heimsmeistara- keppninni. Mótið fer fram í húsa- kynnum Manitoba-háskóla og búa keppendur á stúdentagörðum skólans. Þetta er í fyrsta skipti að íslend- ingar héðan að heiman keppa á Is- lendingaslóðum í Kanada og mun frumkvæðið komið frá Haraldi Bessasyni prófessor. Hann benti löndum sínum vestra á að heima á Fróni væri óvenjulegt mannval skákmanna, og spurði hvort ekki væri ráð að bjóða fulltrúum frá gamla landinu einu sinni til þátt- töku. Þessu var svo vel tekið að innan skamms var tryggður fjár- hagslegur grundvöllur fyrir ferð- inni, með svipuðu framlagi frá ís- landi sjálfu. Ög nú eru þessir þrír fulltrúar okkar komnir vestur og farnir að tefla. Þótt menn af íslensku bergi brotnir séu fjölmennir í Islend- ingabyggðum vestra og standi framarlega í mörgum greinum, hafa litlar fregnir borist hingað af taflmennsku þeirra síðan Magnús Magnússon Smith leið, en hann var fátækur innflytjandi sem vakti verðskuldaða athygli um síðustu aldamót er hann sigraði á ýmsum mótum og sýndi það að hann var snjallasti skákmaður í Kanada. Nokkru eftir aldamót var heims- meistarinn í skák, Emanúel Lask- er, á ferð í Kanada og honum Ieist svo vel á Magnús að hann falaði hann suður til Bandaríkjanna til að starfa við skáktímarit sem Lasker gaf út um skeið. Gils Guð- mundsson fræðimaður gróf síðar upp frændsemi Magnúsar við Frið- rik Ólafsson skákmeistara. Og nú í sumar er Friðrik Ólafssyni ein- mitt boðið vestur til Kanada. Þar verður hann gestur heimamanna á Íslendingahátíð í Gimli. Og dag- inn sem þessar línur eru skrifaðar eru helstu frumkvöðlar unglinga- starfsins í skák hér á landi að halda vestur um haf með sveit tuttugu unglinga sem eiga að keppa við jafnaldra sína í Banda- ríkjunum. Þetta samstarf er kennt við John Collins, bandarískan áhugamann um skákkennslu, og hefur staðið í allmörg ár. Annað árið koma bandarísku unglingarn- ir hingað með forráðamönnum sínum, og venjulega koma nokkrir foreldrar með. Hitt árið fer svo okkar fólk vestur. Þetta er hollt og gott samstarf sem veitir hinum efnilegustu í hópi unglinganna tækifæri til að spreyta sig við þá jafnaldra sína sem snjallastir eru í austurríkjum Bandaríkjanna. Hér austan hafs er líka sitthvað að gerast. Danir og Svíar heyja landsleik í skák á hverju ári og fór hinn síð- asti fram nú í maímánuði. Oftast er þessi keppni tvísýn, en í þetta sinn tókst Svíum að ná svo góðu for- skoti í fyrri umferðinni að vonlítið var fyrir Dani að vinna það upp. Úrslitin urðu 5'/2: IV2 og 4 : 4, eða heildarsigur Svía 9’/2 gegn 6/2 vinningi. Því miður eru landsleikir af þessu tagi nærri óhugsandi fyrir okkur Islendinga sakir mikils ferðakostnaðar. En nú styttist óðum í einvígi þeirra Karpovs og Kasparovs um heimsmeistaratitilinn. Fyrrihluta þess á að tefla í London og hefst hann í lok júlímánaðar. Seinni hlutinn verður svo tefldur í Lenin- grad. Þetta einvígi er mikið tilhlökk- unarefni öllum skákunnendum, því að þeir félagar Karpov og Kasparov eru ekki aðeins fremstir heldur langfremstir allra núlifandi skákmanna. Þeir eru eins ólíkir skákmenn og hægt er að hugsa sér. Karpov er maður hinnar rök- vísu hugsunar, hygginn og gætinn, Kasparov maður hugarleiftranna, virðist kunna best við sig þegar boðarnir rísa sem hæst. En báðir eru afburðasnjallir og svo jafnir að ekki má á milli sjá. Úr þeim tveim- ur einvigum sem þeir hafa þreytt standa þeir hnífjafnt, ég hygg þeir hafi unnið sínar átta skákirnar hvor, en fjölda skáka lauk í jafn- tefli. Enginn treystist til að segja fyrir um hvor muni sigra, þegar þeir reyna með sér í þriðja sinn, ekki er ólíklegt að líkamshreysti og tauga ráði úrslitum. Að lokum ein mynd frá landsleik Dana og Svía. Björn Brinck-Clausen sem ég hef fyrir satt að sé af íslenskum ættum, hefur svart gegn Nils- Gustaf Renman og á leik. Björn stendur greinilega betur, hann fór í drottningarkaup, vann a-peðið nokkru síðar og skákina. En félagi hans úr dönsku sveit- inni, sem horfði á taflið, kom auga á skemmtilega fléttu sem einnig vinnur a-peðið. 24 - Hxa6! 25 Dxa6 Dd3 25 Hgl Re4! Tvö sverð á lofti í senn! Svartur hótar Rf2 mát og Dxb3. Hvítur verður því að láta hrókinn, svartur hefur þá peð yfir og ágæta stöðu. GÁTAN Hvað er svona álíka skrýtið og að vera í Alþýðubandalag- inu þessa dagana? Svar: ujnu>|>|ogsigæjspe!s ! bjba gy SPILAÞRAUT ♦ G-9-4 Sagnir: «2 K-G-6 suður vestur norður austur ❖ Á-6-3 1 hj. pass 2 lauf pass + Á-G-4-3 2 hj. pass 4 hj. pass + Á-8-3 C Á-D-l 0-7-4 Vestur lætur spaðafimmið. Við látum lítið úr borðinu. Austur læt- ur drottninguna, sem við tökum O 8-7-2 með ásnum. •í» D-6 Lausn á bls. 10. LAUSN Á KROSSGÁTU • L • R. • • • • s • fí • • • V 0 m P\ N • fí S r / N • fí N G R fí ló r h Ð l R > T u N G fí N • R fí Z> • H R U m\p u 5 fí • ’fí R fí N G U R ' s £ F fí • R fí r / \N N • R ö m fí D / « R fí K /< 1 L r / F p R\> P) • 1B fí K fí t) / • G R /£ Ð /\R • K fl R R | / • N J|Ö L. / • s 'fí - R fí Ð fí v\/ r fí L « rt' 5 N ú\' Æ R S L • H Ú r fí • fí\r £ L L /9 • 5 V Ö ' fí S • K 'fí r J\fí T A N ' \fí • E • u 5 L £ • J3\L fí /< fí ' £ fí\' fí L fí £\R £ R B K\£ R\fí L V - fí K fí\L L 1/9 ' / L. L\/ • * H N £ r L\£ / /< fí k £ P\R\N * • / N\/f • R1/9 U L ' \x R fí • r\fí\u\' [o\v fí N fí\N hBæt/ KRfEKlfl /YIJÚK RfírV/ Vfíffí- m'ftL! Kj'fíNRR zu JuRT J? "" SflUÐ HLJ'OV F/LRfl l£/k- flRfí S las/nn SAMHL ÞjoÐ HÖFÐ. /AII<IL h/jREVs //// 'OLiRIR ofn SM* [iL S’ERAl- r\WmiT / JE/NS 'flK- HfiTÍ'Ð //V H'orfíú /R \ U 2/7 TAL fí A£/</ L/TL/ prútt S0R6/R GRfírn \ FlQSHfl H'fljU ZB/KS 'OHL/DÍ) T J URT foR ^ HE/Lfí ys R/í-NU LétS/ SNJERT /NtSU Si ö£/rr fíR ytrr HJfíRfí HV'/LT<r FoRSK- HljoTA E/NK. ST. SKÓGRR D9r L> VJÚP7 HAFN HR R RRKiÐ ‘fíHÚS/ ENJJ. f, L//Y/ ~ '/TflEKA HERJA V/ 'OUfílR £/</</ /V/ST/N T HRÚ6AR SrMAn’ ryRR. HlfíSS 5 TofíVr HORN FANyTf SKRfíUT Vt'RPN fíflP f £ÆZ>. kYflúD fíRÍ/H. sh/lld PUS/ 'ljt/NN f/QN- AR/ 5TfíRfí AND- VfíRP HL/ÐUR. KLMSt VENÚ! 'fí L/T/RF DfíNS<r v/ssft kyn /AFU- HV/LD/ VfíFST u > > Uftv ELVSN. 'S» þvorr þflTroR ’/LflT 5KOR! > MA5/Ð V \ sve/FL f)R FóTum \ V. > 1 1 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.