Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 20
S L Ö
KKVISTARFIÐ
E R
leftir Jóhönnu Sveinsdóttur mynd Árni Bjarnason
Ætli sé ekki leidinlegt aö vera slökkviliðsstjóri í borg þar sem aldrei
kviknar íöðru en sinu og öskutunnum? hugsa ég með mér þar sem ég hjóla
eins og byssubrennd niður Eskihlíðina eldsnemma að morgni, of sein á
stefnumót mitt við Rúnar Bjarnason sem gegnt hefur embœtti slökkviliðs-
stjóra Reykjavíkur og nágrennis í tuttugu ár. Þegar ég kem löðursveitt inn
íanddyri slökkvistöðvarinnar við rœtur Öskjuhlíðar verður fyrir mér mikil-
fenglegur skúlptúr, appelsínugulur: tœtt líkamsform konu, kvenímyndin í
frostmarki. Á stöplinum miði: sprengdur gaskútur frá því í ísaga-brunan-
um 1963. Og ég verð að viðurkenna að stundum brennur í borginni —
skemmst að minnast brunans í Iðnaðarmannafélagshúsinu á dögunum.
Gaskúturinn hefur unnið það góðverk að
vekja mig og ég banka glaðbeitt á skrifstofudyr
Rúnars Bjarnasonar. Slökkviliðsstjórinn kemur
til dyra, sólbrúnn og brosandi, og það rifjast upp
fyrir mér að hann er einn sá fyrsti sem ég man
eftir ,,brúnum“ á götum borgarinnar, áður en
það komst í tísku að vera sólbrúnn, svona ámóta
frísklegur og þeir Valbjörn tugþrautarmaður og
Stebbi ,,geit“. Því spyr ég Rúnar fyrst hvort hann
sé mikið gefinn fyrir útivist og heilsurækt.
Hestarnir besta slökun fró
erfiðu starfi
,,Já, hverjum slökkviliðsmanni er nauðsyn-
legt að halda sér í góðri þjálfun," svarar Rúnar.
„Því syndi ég alltaf hálfa mílu á morgnana og
svo hef ég stundað annað sport eftir því sem það
hefur hentað mér. Nú hjóla ég t.d. alltaf fjóra
kílómetra á morgnana áður en ég fer í sundið,
ýmist Langholtsveginn fram og til baka, eða þá
bara á þrekhjólinu í kjallaranum. En ég get því
miður ekki hjólað í vinnuna vegna þess að ég
verð alltaf að vera með embættisbílinn í eftir-
dragi ef eitthvað skyldi koma upp á. En hvað
þjálfunina varðar þá held ég nú að ég hjóli frem-
ur af ánægju en góðri embættisrækslu," segir
Rúnar kímileitur.
„Þar að auki er ég mikill hestamaður. Ég var
lengi í sveit og hef átt hesta frá því aö ég var níu
ára gamall; var bara þriggja ára þegar ég byrjaði
að fara í útreiðartúra með föður mínum og föð-
urbróður, Boga Eggertssyni, en þeir voru báðir
þekktir hestamenn. Það hefur alltaf verið snar
þáttur í mínu lífi að umgangast hestana mína.
Að mínu áliti eru hestar einhver albesta slökun
frá erfiðu starfi sem hugsast getur. Ég veit ekkert
betra en að vera einn með hestunum mínum eft-
ir vinnu.“
Þá berst talið að aldri, Rúnar ítrekar að
slökkviliðsmenn þurfi að vera í góðu formi og
við góða heilsu, og að þeir ættu að hætta um
sextugt. Sú regla sé við lýði víða erlendis. „Það
þýðir að ég eigi aðeins fimm ár eftir í þessu
starfi" segir hann brosandi, og ég dreg fimm frá
sextíu og fæ út að Rúnar sé fimmtíu og fimm ára
gamall.
„Já, ég er úr þessum fræga stúdentsárgangi
sem útskrifaðist ’51,“ segir hann. „Ansi margir
úr þeim hópi hafa komist vel áfram. Tveir af nú-
verandi ráðherrum tilheyrðu þessum hópi, utan-
ríkisráðherrann og dómsmálaráðherrann þar til
sá síðarnefndi stakk okkur af í restina. Og við
getum státað af því að báðir dómkirkjuprestarn-
ir voru í okkar árgangi; þar að auki borgarritari,
rafmagnsstjóri, tólf læknar og jafnmargir verk-
fræðingar. Þessi árgangur var reyndar merki-
lega fámennur, innan við hundrað manns."
— Hverja umgekkstu mest á skólaárunum?
„Skólafélagana og góða félaga í íþróttunum.
Ég stundaði frjálsar íþróttir á sumrin og hand-
bolta á veturna. Á þessum árum var mikill áhugi
fyrir þessum greinum í MR, skólaliðið í hand-
bolta var nær ósigrandi þótt við kepptum við
bestu meistaraflokksliðin.”
Rúnar segir að íþróttaáhugann megi rekja aft-
ur til bernskuáranna. „Ég er alinn upp á Grettis-
götu og Snorrabraut, litlum bletti en ansi lífleg-
um. Á þeim tíma var mikill keppnisandi og met-
ingur á milli gatna. Stundum lá við átökum milli
Grettisgötu og Njálsgötu. Við gengum öll í Aust-
urbæjarskólann þar sem voru margir ágætir
kennarar. Haraldur heitinn Björnsson Ieikari
kerindi mér t.d. um tíma.
Ég hef búið í Reykjavík allt mitt líf, fyrir utan
háskólaárin, en ég hélt til Stokkhólms nítján ára
gamall og útskrifaðist fjórum árum seinna sem
efnaverkfræðingur. Með náminu vann ég dálítið
sem aðstoðarkennari og síðan ílentist ég í eitt ár
til viðbótar, vann þá við rannsóknarstörf á hag-
nýtum notum geislavirkra efna á vegum sænsku
atómnefndarinnar. Þessar rannsóknir hafa síð-
an þróast í ýmsar áttir, t.d. varðandi aldursgrein-
ingar á fornminjum.”
Að námi loknu hóf Rúnar störf við Áburðar-
verksmiðjuna sem þá hafði nýlega tekið til
starfa. Þar var hann fastur starfsmaður í ellefu
ár, síðustu árin sem deildarverkfræðingur og
staðgengill verksmiðjustjórans. Og allan þenn-
an tíma kenndi hann jafnframt við Menntaskól-
ann í Reykjavík. „Þaðan á ég ansi góðar minn-
ingar. Ég hef alltaf ánægju af að hitta aftur
gamla, góða nemendur," segir Rúnar, og heldur
síðan áfram að tíunda starfsferilinn;
„Síðan fór ég í framhaldsnám til Svíþjóðar til
að sérmennta mig í öryggismálum. Upp úr því
fór ég að hafa afskipti af slökkviliðinu, aðstoðaði
þáverandi slökkviliðsstjóra, Valgarð Thorodd-
sen, sérstaklega við rannsóknir á sprengihættu
í fyrirtækjum. Þá hafði nýverið orðið stórkostleg
sprenging í ísaga 1963 og því brýnt að gera út-
tekt á þessum málum. Eg bryddaði svo upp á
námskeiðum um þessi mál fyrir slökkviliðs-
mennina, varðartdi reykköfun, sprengi- og eitur-
hættu. Því fannst mönnum, a.m.k. hér á staðn-
um, sjálfgefið að ég tæki við af Valgarð þegar
hann varð rafmagnsveitustjóri. Það var fyrir ná-
kvæmlega tuttugu árurn.”
Ætlaði að verða bóndi
— Finnst þér sá tími hafa verid fljótur að líða?
„Já, það má segja það. En ef ég rifja þetta upp
fyrir mér, þá sé ég að á ýmsu hefur gengið, eink-
um fyrstu árin. Þegar ég tók við embættinu
hafði slökkviliðið nýverið flutt aðsetur sitt hing-
að í Oskjuhlíðina þótt ýmislegt væri enn ófrá-
gengið. En allt gekk vel og síðan tók við upp-
bygging á tækjakosti. Við höfum ævinlega notið
góðs stuðnings borgaryfirvalda."
— Nú er það draumur fjölmargra stráka að
verða slökkviliðsmenn, ég tala nú ekki um
slökkviliðsstjórar. Hverjar heldurðu að séu
ástœður þess?
„Ég átti mér nú ekki þessa hugsjón þegar ég
var lítill. Lengi ætlaði ég mér að verða bóndi. En
ég get vel skilið þennan áhuga ungra drengja,
það er ýmislegt spennandi við þetta starf. Og
margir velja það af hugsjón vegna þess að þeir
vilja láta gott af sér leiða. Þeir velja starfið svo
sannarlega ekki vegna launanna. Hér bera
menn lítið úr býtum, en 64 af þeim 80 mönnum
sem hér vinna eru á vöktum þannig að þeir hafa
þá möguleika á að drýgja tekjurnar annars stað-
ar. Ég held að slökkviliðsmönnunum finnist
gaman að vinna saman í hópum, það er mikil
hamingja fólgin í því þegar góður árangur
næst.“
— En er ekki erfitt að halda mönnum íþjálfun
í borg þar sem svo fáir eldsvoðar verða?
„Jú, þetta er visst áhyggjuefni hvað þjálfunina
snertir. Nú er vaxin úr grasi heil kynslóð sem
varla hefur séð eldsvoða. Enda hélt fréttakona
sjónvarps að eldurinn í Iðnaðarmannafélags-
húsinu á dögunum hefði magnast um allan
helming eftir að slökkviliðið kom á vettvang.
Síðan spurðu fréttamenn mig hvað ég vildi segja
um þá „gagnrýni” sem fram hefði komið á störf
slökkviliðsins. Ég sagði bara að viðkomandi
stúlka þekkti sennilega lítið til eldsvoöa!
En mönnum er fyrst og fremst haldið í þjálíun
með æfingum, t.d. með slökkvibílana og reyk-
köfunartæki. Síðan tökum við tarnir, látum þá fá
alvörueld. Það eru þessir leiðindadagar þegar
svartan reyk leggur upp af Öskjuhlíðinni. Það
hefur oft verið kvartað undan þessu, einkanlega
í tíð vinstri meirihlutans í borgarstjórn. Við
borgarverkfræðingur höfum farið út um allt til
að leita að hentugri stað, en það hefur ekki borið
árangur.
Auk þess hefur starfsemi slökkviliðsins orðið
viðameiri undanfarið, ekki síst með þeirri stökk-
breytingu sem hefur orðið hér á sjúkraflutning-
um síðastliðin þrjú ár, með tilkomu nýrra tækja
og náins samstarfs við Borgarspítalann. Menn-
irnir í sjúkraflutningunum eiga mjög vandað
nám að baki. Ástandið í þessum efnum er eins
og best verður á kosið úti í hinum stóra heimi.”
Fjölskyldan aðalóhuqa-
mólið
— Attu þér fleiri áhugamál en starfið, heilsu-
rœktina og hestamennskuna?
„Já. En mér finnst ástæða til að minnast á að
ég á góða konu, börn og barnabörn sem ég hef
mikinn áhuga á að umgangast, þótt það setji dá-
lítið strik í reikninginn að bæði börnin mín búa
núna úti í Danmörku. En samskiptin við fjöl-
skylduna eru mitt aðaláhugamál.
Þar fyrir utan hef ég mikið yndi af að ferðast
erlendis. Ég fann það út þegar ég tók við þessu
starfi að ef ég ætlaði að kúpla mig alveg frá því
þyrfti ég að fara af landi brott. . .“
— Eru einhver lönd þér hugleiknari en önnur?
„Nei. Ég hef t.d. jafn gaman af að fara til Norð-
urlandanna, Miðjarðarhafsins og Bandaríkj-
anna,“ svarar Rúnar en hugsar sig síðan betur
um: „Jú, kannski er Hawaii sá staður sem ég met
mest. Og það er svo skrýtið að í bæði skiptin
sem ég fór þangað, ’84 og ’85, byrjaði að gjósa.
Því veit ég ekki hvort mér verður leyft að koma
þangað í þriðja sinn!” segir hann og hlær.
—Hvað féll þér svona vel á Hawaii?
„Bæði landslagið og veðrið, og svo er fólkið
alveg sérstaklega aðlaðandi, vingjarnlegt og
gestrisið. Ég hef alltaf áhuga á að kynna mér að-
stæður fólks þegar ég er á ferðalögum. Það er
merkilegt að á Hawaii skuli búa margir ólíkir
þjóðflokkar, fólk af mjög ólíkum uppruna, í sátt
og samlyndi svo að aldrei hefur neitt á bjátað.
Já, það má eiginlega segja að ég sé alæta á
ferðalög erlendis," segir slökkviliðsstjórinn
dreyminn á svip.
Ég brosi og spyr hvort ég eigi að taka þetta svo
bókstaflega að hann sé slíkur mathákur að
hann borði sig á milli landa . . .
„Nei, ég get ekki sagt að góður matur og
drykkur séu sérstök áhugamál mín,“ svarar
Rúnar. „Ég hef alltaf verið frekar matgrannur.
Mér finnst gott að fá góðan mat, en það veitir
mér enga sérstaka lífsfyllingu. Ég get heldur
ekki státað af því að vera meistarakokkur eins
og sumir af viðmælendum Helgarpóstsins hafa
verið. En ég get þó alveg bjargað mér í eldhús-
inu.“
— Hvað eldarðu helst þegar þú ert einn
heima?
„Slátur,” svarar Rúnar án þess að hika. „En í
rauninni ætti ég að vera mikið gefinn fyrir mats-
eld, ég sem er í sífelldri tilraunastarfsemi í vinn-
unni. En sjálfsagt stafar þetta áhugaleysi af því
að ég er lítill matmaður."
Yndi af fallegum konum
— Hvaða skoðanir hefurðu á jafnréttisbarátt-
unni?
„Jafnréttisbaráttan hlýtur að byggjast á því að
hlusta á sjónarmið beggja kynjanna. Og hérna
siturðu svo í einhverju mesta karlaríki veraldar,"
segir hann brosandi. „Það er nefnilega engin
kona í slökkviliðinu. Einu sinni kom hingað
kona, fimm barna móðir, til að spyrjast fyrir um
slökkviliðsstarfið. Ég sagði henni að fólk þyrfti
einungis að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún taldi
sig hafa gilda menntun og vera í tilskildu formi
til að geta gengið í slökkviliðið. En þá sagði ég
dálítið hvatskeytlega að eitt skilyrði uppfyllti
hún örugglega ekki, þ.e.a.s. að vera yngri en 29
ára. En aftur á móti bauð ég henni snarlega starf
hér á skrifstofunni sem hún þáði.“
—• Nú heyrist oft að karlmenn afþinni kynslóð
eigi erfitt með að tileinka sér ýms jafnréttissjón-
armið, sem stundum ganga þvert á þau viðhorf
sem þeir tileinkuðu sér í uppvextinum.
„Ég veit ekki hvort ég er af þessari alverstu
sort,“ svarar Rúnar. „En ég viðurkenni að ég er
íhaldssamur. Ég hef alltaf haft yndi af því að dást
að fallegum konum og finnst ekkert niðurlægj-
andi við það. Jafnréttisbarátta sem gengur út á
að banna það höfðar ekki til mín. Hins vegar tek