Helgarpósturinn - 17.07.1986, Blaðsíða 25
lEins og fram hefur komið í
fréttum, hyggst Haukur Halldórs-
son, stærsti kjúklingabóndi lands-
ins að Sveinbjarnargerði í Eyja-
firði, leggja út í byggingu mikilla or-
lofsbúða í heiðinni gegnt Akur-
eyri, sem kennd er við vaðla. Fyrir
fáum dögum lagði Haukur fram
frumdrætti að búðunum fyrir skipu-
lagsaðila nyrðra — og fylgir sögunni
að þeim síðarnefndu hafi nokkuð
brugðið í brún við þá sjón — en í
þessum dráttum er meðal annars
gert ráð fyrir því að orlofshúsunum
fylgi fullkomin þjónustumiðstöð;
einskonar glerhöll af útlitinu að
dæma, með veitingastað og dans-
plássi á efri hæðum, en litlum versl-
unum á jarðhæð ásamt bensínstöð
af betri gerðinni. . .
ast heldur illa að þessari áætlun
Hauks Halldórssonar í Vaðla-
heiði, því talið er að einmitt á þessu
svæði þar sem hann hyggur á fram-
kvæmdirnar sé fyrir einhver stærsta
skipulagða álfabyggð á landinu, að
minnsta kosti samkvæmt fyrirliggj-
andi uppdráttum Helga Hallgríms-
sonar, náttúrufræðings og for-
stöðumanns Náttúrugripasafns
Akureyrar. Við sjáum hvað set-
ur. . .
Eitt af fyrstu verkum nýja við-
reisnarmeirihlutans í bæjarstjórn
Akureyrar var að losa sig við
Námsflokkana sem bærinn hefur
rekið í fjöldamörg ár með töluverð-
um útgjöldum. Eftir því sem HP
heyrir hefur Bárður Halldórsson,
kennari með meiru, tekið þá að sér
að öllu leyti, nema hvað hluti við-
skiptakennslunnar færist yfir í
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Bærinn hefur úthlutað Bárði að-
stöðu í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar til að reka námsflokkana
gegn frekar vægu gjaldi og sumir
segja reyndar öngvu. Og það titra
taugar minnihlutamanna, heyrum
við sagt. . .
að er sjaldgæft að hljómplöt-
ur verði eftirsóttir safngripir áður
en þær koma út. Svo mun þó vera
um nýjustu plötu akureysku hljóm-
sveitarinnar Skriðjökla, sem heitir
því snotra nafni „Manstu eftir Berl-
ín, bollan þín?“ Hún er gefin út í 150
eintökum og er gefins. Helgarpóst-
inum er kunnugt um að þeir félagar
í grúppunni ætli sér ekki að vera
síðri menn en meðlimir syðri sveita
hvað kynningu á verkinu snertir. Á
föstudaginn hyggjast þeir, eftir því
sem við heyrum, stofna til blaða-
mannafundar á kringum þann polla
Hoephnersbryggju við höfuðstað
Norðurlands sem fjærst er sjó. Þang-
að hyggjast Skriðjöklarnir bjóða
meðal annars Albert Guðmunds-
syni iðnaðarráðherra og Guð-
mundi J. Guðmundssyni þing-
manni og verkalýðsforingja og af-
henda þeim sameiginlegt eintak af
„Manstu eftir Berlín, bollan þín?“,
en það mun eiga að vera viðleitni
hljómsveitarmanna til að endurnýja
þennan fræga vinskap Reykvíking-
anna. Eftir því sem HP best veit, eru
boðsmiðarnir á leiðinni suður. . .
~TTr'ti r i ,y nýía lagningarskúmið
SKUM í hánð ? >rá l'oréal*
kJl\\J±y± v IJÍll lU» og hárgreiðslan verður
leikur einn.
M FHH 299.000:
TOYOT
r^\
r^
w
HELGARPÓSTURINN 25