Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 2
ÚRJÓNSBÓK Kosningaslagur Fortíðin eltir okkur, leitar okkur hvarvetna uppi og þá ekki einungis bankastjóra, afslátt- arþega og stórútgerðarmenn heldur hvert einasta mannsbarn. Það gerist æ ofan í æ að fortíðin birist okkur ljóslifandi í atburðum líðandi stundar eins og löngu horfnar kyn- slóðir hafi risið skyndilega upp úr gröfum sínum, íklæðst fötum tuttugustu aldar og bolað samtíðarmönnum okkur úr helstu hlutverkum á leiksviði lífsins. Átök og stjórn- málaerjur á þessu kosningavori minna þann- ig um margt á höfðingjadeiiur á Sturlunga- öld og á úrlausnaraðferðir, sem þá voru í heiðri hafðar. Út frá hugleiðingu um slíka samsvörun hins innsta eðlis stjórnmálabar- áttunnar kviknuðu eftirfarandi vísur undir laginu góðkunna „Buldi við brestur": Sindruðu sverðin á sólfögrum degi. Bitmélin bruddu bráðir folar. Sungu þar atgeirar, axirnar glitruðu, ættmenni stórlát af siðgæði titruðu, merarnar keyrðu svo myldaði úr hlaðinu, mál þótti komið að snúa við blaðinu. Brotinn stóð bær, og blessaður faðir fallinn úr sæti, flekuð æra, vinur þess litla í varganna þröng, veinandi af mildi um vordægrin löng. Helenar hetjur til hefndanna riðu, fundu á fjalli fjendur svarna. Geystust af baki og höfðu í hótunum, hnefana steyttu og otuðu spjótunum, reiddu fram sverðin og runnu yfir móana rakleiðis til þeirra og klæjaði í lófana. Hinum varð hverft við harklæti þessi, boðanna eigi biðu lengi, óðar vissu að hverju dró. Bráðlega í heiftugan bardaga sló. Ötull var Albert og ákaft hann barðist. Hjó hann til hægri um herðar þverar, eftir Jón Örn Marinósson hugsjónir flugu sem hráviði um allt. í hjartanu sumum varð hrollandi kalt. Júlíus Sólnes var snöggur til höggsins; laust hann til Ólafs og lagði í kviðinn. Brandurinn roðnaði og rauk af í svalanum, réttlætispostulinn vaknaði af dvalanum. Guggnaði Ólafur, gruflaði í undinni, gerði svo bæn sína og hné niðrá . , , , ... stundinni. Laukst svo hans lif á lyngheiðum uppi. Sólnes svall móður, slæmdi í Denna, öxarskalla ýlfrandi hjó. Denni varð bráðkvaddur suður með sjó. Blómguðust brandar, og brustu nú skildir, hugsjón með holdi af hetjum sneiddist. Nagldregið stálið var nýsið á kvikuna, nágráum kempum leist alls ekki á blikuna. Fóthöggvið skáldið með flumbraða hökuna fékk varla lokið við dróttkveðna stökuna, áður það upp gaf öndu og þagði. Hver mann þar annan hjó um þveran, hvein við eggjar hefndanna blóð. Enginn að síðustu uppréttur stóð. Kyrrðist þá leikur, er kvöldaði á fjöllum. Lífs vani lágu af liði beggja hugprúðir drengir sem hráviði í grösunum, höfðinu styttri og blæddi úr nösunurfi. Húskarlar emjandi hokuðu á þúfunum, hryggir og gramir og vingsuðu stúfunum. Brotinn stóð bær, en blessaður faðir hefnt hafði sætis, hefnt var æru, vinur þess litla á valkesti söng, veinandi af mildi um vordægrin löng. vó þar af manngæsku og vinsemd að jafnaði, vann þar af drenglund og atkvæðum safnaði; ruddist að Þorsteini, er laust af sér laginu leitaði undan en hrataði í flaginu. Gáfust ei grið, því grimmur var Albert; renndi upp í munninn reknu spjóti, inn að barka, út gegnum kverk. Sálaðist Þorsteinn með svíðandi verk. JÓN ÓSKAR Ásgeir með öllu til atlögu sótti, fundust þeir Friðrik, varð fátt um kveðjur. Skeindist þar hvortveggi en hjuggu samt garplega, hristu af sér blóðdrefjar, rökræddu snarplega. Snaraðist Ingi til sóknar og spottandi saxaði menn undir fætur sér glottandi. Sullu þar sár og sá inn í lungu. Út féllu iður, ökklar stýfðust, AUGALEIÐ „EIGI SI^AL HÖGGVA1' 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.