Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 36

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 36
Ung fyrirsaeta, Guðrún Ragna Ingvadóttir sem er aðeins 5 ára gömul núna. Hún tók prófið sitt fyrir ári... „Þessi námskeið hafa ekkert með fegurð að gera," ségir Kolbrún Aðalsteinsdóttir kennari. FJÖGURRA ÁRA FYRIRSÆTUR • uppbygging sjálfsímyndar • mörg módelanna tannlauso fegurðin kemur innan frá Úti í hinum stóra heimi er þad daglegur uidburdur að börn sýni fatnaö á tískusýningum. Hér á landi er það öllu sjaldgœfara og óneitanlega vekur það eftirtekt þegar lítil börn koma fram eins og þrautþjálfað sýningarfólk. Nýlega var auglýst námskeið hjá Módel- mynd þar sem kynnt var að skól- inn hefði á sínum vegum módel frá 4 ára aldri. Stjórnandi Módel- myndar er Kolbrún Aðalsteins- dóttir danskennari sem rekur einn- ig dansskólann Dansnýjung og leituðum við til hennar með þœr spurningar sem vakna við lestur slíkrar kynningar. Sjálf starfaði Kolbrún sem sýn- ingarstúlka áður og hefur unnið við danskennslu sl. fimmtán ár. Þá hóf hún að kenna börnum dans en það var fyrir fjórum árum sem hún kynntist fyrst tískusýningum barna: „Þá var ég stödd á nám- skeiði í Bretlandi, þangað sem ég fer tvisvar á ári,“ segir Kolbrún. „Ég sá þar prógramm fyrir tísku- sýningar barna, kynnti mér það og leist svo vel á að ég ákvað að prófa þetta hérna heima. í fyrstu kenndi ég þetta eingöngu innan skólans hjá mér, en þetta varð svo vinsælt að til mín hringdu mæður sem spurðu hvort þessi námskeið væru eingöngu ætluð nemendum innan Dansnýjungar. Þá auglýsti ég út á við, mest af tillitssemi, en námskeiðin fylltust strax. Ég er ekki með stóra hópa því númer eitt, tvö og þrjú rek ég dansskóla. Fjöldi nemenda á módelnám- skeiðunum er mismunandi eftir ald- ursflokkum, um það bil 8 börn í hópi 4—6 ára og 10—14 börn hjá þeim 13—14 ára. Hvert námskeið varir í sex vikur, klukkutími í senn í viku hverri, en mismunandi ald- urshópar taka prófið saman vegna þess að krakkarnir verða að geta staðið sig með sjálfstæða tískusýn- ingu. Þá þurfa minnst þrír hópar að vinna saman svo þau geti skipt um fatnað milli atriða." Aðspurð hvort meira væri um að steipur sæktu slík námskeið svarar Kolbrún: ,,Já, það er alltaf meira af stelpum á þessum nám- skeiðum, en það er mjög ánægju- legt að sjá hvað strákar eru í mik- illi framför á þessu sviði og þá í öllum aldurshópum." — En hvern- ig gengur að láta svona lítil börn hlýða? Er nokkuð hægt að ætlast til að 4 ára börn gangi í takt og þar fram eftir götunum? „Já, já, það gengur mjög vel að láta þau hlýða!“ segir Kolbrún. „Ég tel að börnin þurfi fyrst og fremst að bera virðingu fyrir kennara sínum og þá er eftirleik- urinn auðveldur. Alla mína tíð hef ég reynt að koma fram við börn og unglinga eins og ég sé ein af þeim en ekki yfir þau hafin." — En hvernig eru námskeiðin byggð upp? „Fyrst byrja börnin á að ganga í takt við tónlist. „Fatamódel" verða að hafa takt. Síðan læra þau upp- setningar á sporum og læra þrjár mismunandi innkomur, sportfatn- að, sparifatnað og skólafatnað. Við spjöllum líka heilmikið saman til dæmis um uppbyggingu sjálfsí- myndarinnar, feimni, óöryggi og fleira í þeim dúr. Að námskeiði loknu förum við á „prófstað" þar sem þau æfa sig á sviði. Að lokum taka þau svo prófið sjálft á þeim stað og þá fyrir fullu húsi af fólki. Það eru þær stundir sem ég er einna ánægðust með; þegar börn frá 4ra ára aldri geta komið fram alein og sýnt þá.“ — Er mikið beðið um börn á tískusýningar? „Það verður auðvitað að líta á að markaðurinn er ekki stór, en það er von mín og trú að leitað verði meira eftir nýju fólki og nýj- um andlitum í framtíðinni. Hins vegar hef ég alveg ákveðnar skoð- anir á því hvar henti þörnum að koma fram og sýna. Ég er alveg á móti því að lítil börn séu að sýna á vínveitingahúsum því börn og vín fer ekki saman. Því miður virðist sem íslendingar geti ekki skemmt sér nema hafa vín um hönd og það þykir mér miður og myndi þess vegna ekki stuðla að því að börn frá mér sýndu á tísku- sýningum að kvöldi til.“ — En eru lítil börn sátt við að hreyfa sig á ákveðinn hátt? „Já, þau eru mjög sátt við það, þetta er þeim eðlilegt. Það er auð- velt að kenna þeim að fara fjögur spor til hægri, fjögur fram og brosa til vinstri! Þau gera þetta alveg eins og á að gera og gengur vel.“ — Er með þessu móti verið að byggja upp þá ímynd hjá börnum að „fegurð sé fyrir öllu"? „Nei — síður en svo. Þessi nám- skeið standa ekki í neinu sam- bandi við fegurð. Hér er verið að þjálfa börnin upp í að koma fram, vinna bug á feimni og byggja upp sjálfsímynd sína. Ég er alveg hörð á því að allir hafa gott af að læra að koma fram, læra að starfa í hópi og bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Hvernig getur fólki dottið í hug að þetta hafi eitthvað með fegurð að gera? Mörg „mód- elanna" eru meira að segja tann- laus!“ — Fipast þau aldrei, detta eða eitthvað þess háttar? „Það gerist ekki oft á æfingum — en þegar þau eru farin að sýna í alvöru hefur það komið fyrir! Þá flækjast litlir fætur og þau detta en þá eru þau orðin svo þjálfuð að þau láta það ekkert á sig fá. Standa bara upp, dusta af fötunum og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist!" — í framhaldi af því að börn eru í ríkari mæli farin að sýna fatnað, hefur þú þá trú á því að hér verði . tekin upp fegurðarsamkeppni barna eins og tíðkast í Bandaríkj- unum? „Nei, það ætla ég rétt að vona að verði aldrei. Það er ekkert eins mannskemmandi fyrir börn og að ala upp í þeim að fegurðin eigi að vera í fyrirrúmi. Það er alveg af og frá að ég sé að ala þessi við- horf upp í þeim börnum sem eru á námskeiðum hjá mér. Það er einmitt þvert á móti: Við förum inn á það í námskeiðunum að feg- urðin kemur innan frá — hvernig við erum sjálf. Það er sú fegurð sem á að rækta." leftir Önnu Kristine Magnúsdóttur mynd Jim Smartl INNRÖM lliill IKI alhliða innrömmun, smellurammar, 1IVIUIM TILB. ÁLRAMMAR Kl OPIE NÆb f LAUGARDAGA TIL KL. 16.00 BÍLASTÆÐI 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.