Helgarpósturinn - 15.04.1987, Page 27
LISTAP
Sumir bresta
í grát
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur
eins og kunnugt er boðið hingað í
tilefni 85 ára afmælis Halldórs Lax-
ness, Dramaten frá Svíþjód með
söngleikgerð Atómstöövarinnar, En
liten ö í havet. Við það færist Yerma
eftir Garcia Lorca aftur hjá stofnun-
inni og er nú stefnt að frumsýningu
þann 15. maí. Þessi sýning hefur
stöðugt verið að þróast og breytast
á æfingartímanum og nú hefur þátt-
takendum fjölgað uppí 40. Búið er
að ráða söngvara og dansara til að
taka þátt í sýningunni og má þar
nefna Signýju Sœm. sem kemur frá
Vínarborg, en eftir því sem fregnir
herma hefur Signý vakið mikla at-
hygli fyrir söng sinn þar ytra. Jó-
hanna Linnet mun einnig syngja í
sýningunni en hún tekur nú þátt í
uppfærslu Islenska dansflokksins,
Eg dansa vid þig sem þykir vera af-
burða vel heppnuð. Þess má og geta
að miklar líkur eru á að leikstjóri
Yermu, Þórhildur Þorleifsdóttir,
verði orðin þingkona þegar að
frumsýningunni kemur og er það
víst í fyrsta sinn sem þingmaður
leikstýrir hjá Þjóðleikhúsinu, en ein-
hverjir slíkir hafa áður skrifað verk
fyrir það.
LISTAHÁTÍÐ hefur ákveðið
að efna til samkeppni um varanlegt
listaverk í tengslum við komandi
Listahátíd 1988. Verkið á að vera
skúlptúr sem ætlunin er að nota
sem vörumerki hátíðarinnar, auk
þess sem það verður fjölfaldað og
notað til að veita verdlaun og viöur-
kenningar í sínu smærra formi en
einnig er gert ráð fyrir að verkið
bjóði uppá möguleika til stækkunar.
Forráðamenn hátíðarinnar telja að
Listahátíðin sé meira augnayndi og
þess vegna verði varanlegt listaverk
til að varðveita minningu þessarar
tíundu hátíðar. Verðlaunaupphæðin
nemur 250.000 krónum og það er
fyrirtækið Nathan og Olsen sem
gefur verðlaunaféð í tilefni 75 ára
afmælis fyrirtækisins. Verðlaunin
verða afhent í tengslum við opnun
Kvikmyndahátíöarinnar og þá verð-
ur um leið opnuð sýning á verkum
þátttakendanna í samkeppninni. í
dómnefndinni verða þau Jón Þórar-
insson, framkvæmdastjóri Listahá-
tíðar, Bera Nordal listfræðingur og
Jón Gunnar Árnason myndhöggv-
ari.
Egg-leikhúsið á leið á gríðarlega mikla lista-
hátíð í Brighton
Egg-leikhúsiö hefur þrátt fyrir
ungan aldur skapaö sér sérstööu í
íslenskum leikhúsheimi, og reyndar
um víöa veröld. Þetta eins-manns
leikhús Viöars Eggertssonar er eitt
af þeim óvenjulegri í heiminum og
um leiö eitt af þeim athyglisverö-
ustu.
Egg-leikhúsinu hefur verið boðið
á mikla listahátíð sem haldin verður
í Brighton, Englandi, þann 1.—24.
maí næstkomandi. Þessi hátíð er
haldin í 21. skipti nú í ár og að þessu
sinni er áherslan á norræna list sem
er einskonar þema hátíðarinnar. Af
hálfu fslendinga er Egg-leikhúsið og
driffjöður þess, Viðar Eggertsson,
gestur hátíðarinnar, sem er sú
stærsta sem haldin er í Englandi.
Viðar sagði að ástæða þess að hann
væri boðinn á þessa hátíð væri sú að
framkvæmdastjórinn hefði séð verk
hans, fyrst einleikinn í Edinborg
1983 og síðan Skjaldbakan kemst
þangað líka á leiklistarhátíð í Kaup-
mannahöfn í fyrra. Hann hreifst
mjög af leikritinu, hafði reyndar áð-
ur hrifist af einleiknum og viljað fá
Viðar til að koma en hann alltaf
neitað, þartil nú að honum barst boð
um að koma ekki einvörðungu með
einleikinn, heldur líka verk Árna
Ibsen, Skjaldbakan kemst þangað
líka.
Þetta er feikna mikii listahátíð,
vettvangur fyrir alla list, ekki ein-
vörðungu leiklist. Af gestum má
nefna flautuleikarann heimsfræga
James Galway, fiðluleikarann Anne-
Sophie Mutter, sænsku Drottning-
holmóperuna sem flytur m.a. Don
Giovanni, sýningu á verkum hins
þekkta norska listmálara Frans
Widerberg, finnska dansarann
Jorma Uotinen o.fl. o.fl.
Viðar sagði að það væri sér og
Egg-leikhúsinu vissulega mikill
heiður að vera boðið á hátíðina og
vonandi íslandi líka. Það væri
skemmtilegt að vera þarna með
þessu liði öllu og þetta gæfi tækifæri
á að leika verkin, því þau hefðu ekki
gefist hér á landi.
Viðar verður einn á sviðinu í báð-
um verkunum, eins og venjulega í
einleiknum, en að þessu sinni verð-
ur útvarpstæki í hlutverki Ezra
Pound, í Skjaldbökunni, en það er
einmitt Árni sem talar fyrir munn
Ezra í verkinu, auk þess að vera leik-
stjóri. Reykvíkingar ættu að muna
þetta verk vel því það gekk hér fyrir
fullu húsi um árið en varð að hætta
vegna húsnæðisleysis. Hitt verkið,
hinn svonefndi einleikur nefnist á
enskunni, því máli sem Viðar leikur
á á hátíðinni, „Nor I... But...“, og er
einskonar tilbrigði við Beckett. Það
hefur þegar hér er komið sögu verið
leikið 222. fyrir 221 áhorfanda, einu
sinni kom enginn. Einleikurinn er
eins og áður sagði tilbrigði við
Beckett og í honum spinnur Viðar
textann af fingrum fram í hvert
skipti og leitast með þeim hætti við
að ná fram þeim sérstöku áhrifum
sem hver áhorfandi hefur á leikar-
ann og verkið. Að sögn Viðars hafa
viðbrögð áhorfenda verið ákaflega
misjöfn, sumir hafa brostið í grát og
þurft að hugga þá eftir sýninguna
og enn aðrir hafa séð úr leikritinu
hin ýmsu fyrirbrigði. Viðar sýndi
fyrst einleikinn á Nýlistasafninu við
Vatnsstíg og ætlaði sér aldrei að
sýna hann aftur en raunin hefur
orðið önnur því honum hefur verið
boðið á hverja stórhátíðina á fætur
annarri, þrátt fyrir að hann hafi í
fæstum tilfellum þegist boðið þar
sem hann segist ekki vilja gera það
að ævistarfi að leika fyrir einn mann
í helli. Eins og áður sagði leikur Við-
ar á ensku á hátíðinni og það er
Martin Regal sem þýðir verk Árna
Ibsen, en texti einleiksins er eðli-
lega ekki þýddur. Að lokum er rétt
að grípa niður í umsögn í dagskrá
hátíðarinnar um Viðar Eggertsson
og leikhús hans, Egg-leikhúsið.
„Hann er án efa ein af hinum
stóru stjörnum í norrænni leiklist, en
vinnur samt sem áður í evrópskum
nútímastraumum í leikritagerð."
-KK.
TONLIST
Hljómsveitarstjóravandi
eftir Atla Heimi Sveinsson
Sinfóníuhljómsveit íslands er
góð hljómsveit, miklu betri en
flestir halda. Hún hefur líka mikla
vaxtarmöguleika, getur orðið
hljómsveit á heimsmælikvarða, ef
rétt er á málum hennar haldið.
Hljómsveitin er nokkuð misjöfn,
eftir því hver stjórnar henni. Mér
finnst að hljómsveitin standi nú á
tímamótum: hún er góð — og það
nægir ekki í listinni — hún þarf að
verða frábær. Það er enginn hörg-
ull á starfskröftum í framtíðinni.
Tónlistarskólinn hefur útskrifað
fjölda efnilegra tónlistarmanna á
undanförnum árum, sem nú
stunda framhaldsnám erlendis í
bestu skólum heims.
Saga Sinfóníunnar er rysjótt.
Hún varð allt í einu til, að frum-
kvæði nokkurra hugsjónamanna
eins og Ragnars í Smára, en án
nokkurs rekstrargrundvallar. Rík-
isútvarpið tók hana upp á sína
arma, og þannig tórði hún árum
saman. En loks, fyrir nokkrum ár-
um, voru sett lög um starfsemi
hennar, sem eru góð, svo langt
sem þau ná.
Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður,
blómstraði hin listræna hlið, ekki
vegna aðstæðnanna heldur þrátt
fyrir þær. Það var einkum tveimur
mönnum að þakka: Norðmannin-
um Olav Kielland, sem dreif upp
Sinfóníuna á fyrstu árum hennar,
og snillingnum Bohdan Wodiczko
frá Póllandi, sem með ósveigjan-
legri listrænni stefnufestu gerði
Sinfóníuna að þeirri skrautfjöður
sem hún er í menningarlífi okkar.
Þeir helguðu hljómsveitinni nær
allan sinn tíma og hrifu heima-
menn með sér. Björn Ólafsson
konsertmeistari var stoð og stytta
starfseminnar framan af, og sama
er að segja nú um eftirmann hans
Guðnýju Guðmundsdóttur, sem er
stórfiðlari í fremstu röð.
Síðan Wodiczko hætti hefur
enginn hljómsveitarstjóri lagt al-
varlega rækt við hljómsveitina.
Karsten Andersen og Jean Pierre
Jaquillat voru aðalstjórnendur í
hálfu starfi. Það er margt gott um
þá báða að segja, en ferill þeirra
hér var aukabúgrein. Samt batn-
aði hljómsveitin, og það var mest
að þakka ungum, bráðflinkum
hljóðfæraleikurum sem komu til
starfa.
Haft er að orðtaki, að engin
hljómsveit sé betri en fram-
kvæmdastjórn hennar en það hef-
ur Sinfónían okkar löngu afsann-
að. Ráðherrar hafa oftast skipað
flokksgæðinga sína í stjórn hljóm-
sveitarinnar en ekki fagmenn. En
það er hefð í íslensku menningar-
lífi; pólitískt varðhundakerfi. í
fyrra var reynt að ráða aðalhljóm-
sveitarstjóra, að undangenginni
furðulegri skoðanakönnun. Hver
fagmaður sá að Trikolidis hafði
ekki þá hæfileika til að bera sem
með þurfti. Það voru klíkusjónar-
mið og kunningsskapur sem réðu,
en ekki listrænir þankar. Stjórn
hljómsveitarinnar var ekki
ákvörðunarhæf og spilararnir
neituðu að vinna undir stjórn
þessara manna.
Nú er mikið rætt um að ráða að-
alhljómsveitarstjóra og eru eink-
um þrír menn nefndir: Frank Ship-
way, Petri Sakaari og Paul Zukof-
sky. Þeir hafa allir getið sér gott
orð hér.
Menn verða að gera sér grein
fyrir því hvert hlutverk aðalhljóm-
sveitarstjóra er og hvað hann
verður að hafa til brunns að bera.
Ég held að við þurfum á ungum
manni að halda, með metnað sem
fer saman við hagsmuni okkar,
þannig að staðan í Reykjavík geti
orðið honum stökkpallur til frek-
ari frama. Hann verður að eyða
meginhluta tíma síns hér og hafa
mikil völd. I tónlistarlífi okkar er
mikið smákóngaveldi, eins og á
öðrum sviðum mannlífsins. Og
það hefur nær undantekningar-
laust skaðað heildina og viðhaldið
útnesjamennsku.
Aðalhljómsveitarstjóri á að
leggja fram ítarlega starfsáætlun
til nokkurra ára og að henni sam-
þykktri verður stjórn hljómsveit-
arinnar og spilararnir að styðja
hann með ráðum og dáð. Mér
finnst Paul Zukofsky koma helst til
greina af þeim þremur sem nefnd-
ir hafa verið. Við þekkjum hann og
hann þekkir okkur. Hann hefur
unnið frábært starf með Sinfóníu-
hljómsveit æskunnar. Um listræna
hæfni hans og metnað efast eng-
inn. Sinfónían hefur leikið frábær-
lega undir hans stjórn eins og ný-
útkomin hljómsveitarplata sann-
ar. Hann hefur nýlega tekið við
ábyrgðarmikilli stöðu hljómsveit-
arstjóra við virtasta tónlistarskóla
Bandaríkjanna. En — (já þetta
mikla en) kannski þykir hann
„erfiður", ekki nógu „skemmtileg-
ur“ eða þá ekki nógu snobbaður.
Kannski er hann einfaldlega of
góður fyrir okkur.
HELGARPÓSTURINN 27