Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 18
eftir Egil Helgason myndir Egill Helgason, Jóhann Kneihs Urbancic og fleiri GLÆPAMENN, EKKI LYGARA Skrifstofa Simons Wiesenthal í Vínarborg lœtur ekki mikið yfir sér. Hún er í nýlegu og sviplitlu skrifstofuhúsnœði steinsnar frá Dónárskurðinum svokölluðum, þar sem eitt sinn var blómlegt hverfi gyðinga. Rétt þar fyrir ofan er falleg lítil gata sem nú heitir því táknrœna nafni Judengasse og við hana tvœr sýnagógur. Skrifstofa Wiesenthals liggur við Salztorgasse. Þar við hliðina verður manni gengið inníyfirlœtislaust útskot á vegg og þar inni vaktar lotin gömul kona eitt affáum minnismerkjum sem hafa verið reist yfir þá fjölmörgu austurrísku gyðinga sem týndu lífi á tíma Þriðja ríkisins. En á bœkistöð Wiesenthals er ekkert skilti og dyrabjallan ekki auðkennd nema með því hversdagslega nafni „Dokumentationszenter“ sem á ís- lensku gœti útlagst Skráningarmiðstöð. Þegar komið er uppá fjórðu hœð verður manni þó Ijóst að hér er eitthvað annað og háskasamlegra til húsa en athvarf fyrir skjalagrúskara. Á stigapalli situr letilegur lögreglumaður með vélbyssu í kjöltunni, dyrnar eru kirfilega lœstar og mér er ekki hleypt inn fyrr en eftir nokkrar umþenkingar. Simon Wiesenthal hefur fallist á að taka stund frá ærnu lífsstarfi sínu til að spjaila við blaða- mann af íslandi. Hann tekur alþýðlega á móti mér á einkakontór sínum þar sem hanga uppi heiðursplögg og viðurkenningar úr öllum heimsálfum. Hann er lágvaxinn maður, kvikur þrátt fyrir að árin séu ófá, talar með handa- slætti. Röddin er hvell og sterk og þegar hann bregður yfir í ensku finnst mér ég greina kunn- uglegan og áleitinn hreim, líkast til úr ein- hverri bíómynd. Þegar ég árétta það við hann að ég komi frá Islandi verður hann glaður í framan og tjáir mér að hann hafi í stopulum frístundum föndrað við að safna frímerkjum, og ekki síst yf- irstimplunum frá Islandi. Hann telur sig líka hafa verið illa svikinn af forleggjara á íslandi sem gaf út bók eftir hann, en láðist að senda honum ein- tak. Hann spyr mig hvort ég geti ekki bætt þar um. í hálfkæringi hefur hann orð á því að ég sé nokkurn veginn einsog hann hafi alltaf gert sér íslendinga í hugarlund; hávaxinn, breiður, bleik- hærður. Vafalítið dæmigert afsprengi míns kyn- stofns. Þegar ég spyr hann hvort hann hafi ein- hvern tíma rakið slóð stríðsglæpamanna tii ís- lands segist hann ekki vita til þess. BLÓÐ OG TÁR Simon Wiesenthal hefur varið bróðurpartinum úr ævi sinni í að rekja slóðir stríðsglæpamanna, nasista sem með einhverju móti komust undan í stríðslok. Þetta hefur verið starf hans og líf í fjörutíu og eitt ár, allar götur frá því hann var lát- inn laus úr fangabúðum nasista. Á þessum tíma segist hann hafa haft til umfjöllunar meira en 6000 mál og honum telst svo til að sér hafi tekist að koma rúmlega 1100 stríðsglæpamönnum undir hendur yfirvalda víðs vegar um heiminn. „í mörgum tilvikum var það ég einn sem átti í þessum málum," segir hann, en bætir því við að sér sé í rauninni meiniega við slíka tölfræði; „Fyrir ári var einn af aðstoðarmönnum mínum á kafi í svona útreikningum. Ég sagði við hann að þetta væri ekkert sport. Við erum að fást við blóð og tár. Fyrir mér eru þessir atburðir ljóslif- andi, þeir gerðust í gær. Oftastnær missa menn persónulegt samband við viðfangsefni sitt eftir nokkra hríð, það verður ekkert annað en hvers- dagslegur ávani. Þannig starfar lögreglan. Við hér náum oft miklu betri árangri en lögreglan vegna þess að hjá okkur er starfið ekki ávani. 18 HELGARPÓSTURINN Þegar fólk kemur til mín og ber vitni og það grætur, þá græt ég með því. Það er kjarni máls- ins.“ Auk Wiesenthals eru fjórir starfsmenn við Skjalamiðstöðina í Vínarborg eða Skráningar- miðstöð sambands gyðinga sem ofsóttir voru af stjórn nasista, einsog það heitir fullu nafni. Á vegum Wiesenthals starfar líka skrifstofa í Hol- landi og önnur í New York. En það koma náttúr- lega miklu fleiri við sögu, ótal sjálfboðaliðar og pennavinir á víð og dreif um heiminn. Starfið er yfirleitt í nokkuð föstum skorðum: Á hverjum degi berast nýjar upplýsingar inná borð hjá Simon Wiesenthal. Álíti hann að einhver fótur sé fyrir þeim er hafist handa við að afla frekari gagna og vitna. Að lokum er málinu svo komið í hendur lögreglu og yfirvalda viðkomandi lands — og þá er iðulega ekki þýðingarminnst að þrýsta á um að eitthvað sé aðhafst. „Ég treysti mér til að fullyrða að á þessum fjörutíu árum hef ég aldrei misnotað upplýsing- ar sem mér hafa borist í hendur," segir Wiesen- thal. „Ég hef aldrei gefið upp nöfn þeirra sem gáfu mér upplýsingar. Þetta hefur gefið mér vissa stöðu. Þegar ég segi eitthvað er það tekið trúanlegt. Ég hef aldrei ákært saklaust fólk, ég veit hvað það er að gera glæpamann úr saklaus- um manni. Það er einsog að drepa. Það er hægt að drepa líkamlega, en það er líka hægt að drepa andlega." REFSINGIN ALDREI NEMA TÁKNRÆN í Los Angeles í Kaliforníu er önnur skrifstofa og stærri sem einnig ber nafn Simons Wiesen- thals. Hún komst í sviðsljósið í fyrra þegar upp kom ágreiningur milli Wiesenthals og hennar um mál Kurt Waldheims, þáverandi frambjóð- anda til embættis forseta Áusturríkis. Síðan þá hefur mörgum reynst torvelt að átta sig á sam- bandi þessara tveggja stofnana. Wiesenthal seg- ir að hann stjórni ekki skrifstofunni í Los Angel- es, en hann hafi hinsvegar ljáð henni nafn sitt. „Ég legg þeim til gott orð og auglýsingu, en eins- og þú veist er þetta bandarískur sjúkdómur — að vera eilíflega að auglýsa eitthvað." Samt fer auðvitað ekki hjá því að náið samstarf sé á milli skrifstofu Wiesenthals í Vínarborg og þeirrar sem ber nafn hans í Los Angeles. Það er reynt að komast hjá því í lengstu lög að verkefnin skerist, að stofnanirnar tvær séu að vinna í sömu málun- um á sama tíma. Wiesenthal nefnir sem dæmi að stofnanirnar tvær hafi verið i nánu sambandi ekki alls fyrir löngu, þegar Rauði krossinn gerði opinberan lista yfir útflytjendur frá Eystrasaltslöndunum. Á honum voru yfir 30 þúsund nöfn. í samein- ingu tókst stofnununum að þrengja hópinn þar til að endingu var eftir flokkur manna sem hugsan- lega hafði verið viðriðinn stríðsglæpi: 17 í Bret- landi, 23 í Svíþjóð, 40 í Ástralíu og 60 nöfn í Vest- ur-Þýskalandi. „Það er ekki lítið verk að fara í gegnum lista með 30 þúsund nöfnum til að finna nokkra tugi,“ áréttar Wiesenthal. En hann vill gera lítið úr þeim ágreiningi sem varð milli hans og skrifstofunnar í Los Angeles útaf Waldheim: „Það sem skiptir höfuðmáli er að einhver skuli aðhafast," segir hann. „Glæp- irnir sem framdir voru eru svo hrikalegir að fyrir þá er ekki hægt að refsa. Það er hægt að draga fyrir dóm þá sem eru sekir um dauða þúsund manna. En þúsund — það er ekki nema mið- lungsglæpamaður. Dómurinn sem er felldur yfir honum getur ekki verið annað en táknrænn. Enda þótt hann hljóði uppá tuttugu ár eða lífs- tíð, þá hefur það ekki nema táknrænt gildi. Hver einstaklingur sem týndi lífi, hver saklaus maður, á kröfu á sérstöku réttarhaldi í sínu máli. En það er ekki hægt að hafa þúsund réttarhöld yfir ein- um og sama manninum. Þessvegna er sæst á eitt sameiginlegt réttarhald. Það er kveðinn upp dómur, kannski tíu ár. Þúsund fórnarlömb — tíu ár. Það þýðir einn hundraðasti úr ári fyrir hvert fórnarlamb. En við höfum líka mátt horfa uppá málaferli þar sem niðurstaðan var ein og hálf mínúta fyrir hvert fórnarlamb. Maður nokkur sem hafði með höndum að flytja 1,7 milljónir til Auschwitz — sá fékk sex ár. En sú staðreynd að við erum ófær um að refsa fyrir glæpi gærdags- ins á ekki að koma þessu fólki til góða — og ekki heldur morðingjum morgundagsins." EKKI KVALALOSTI — Nú heyrist endrum og eins sú mótbára aö þetta sé gamalt fólk og úr sér gengið, það sé beinlínis ómannúðlegt að elta það uppi? „Ég veit að það fólk sem við erum að leita uppi er gamalt og í mörgum tilvikum farið að heilsu. Það er vita áhrifalaust. Það óskar ekki eftir öðru en að fá að deyja í friði. En sá sem tók þátt í þjóðarmorði á saklausu fólki á engan rétt á að fá að deyja í friði. Þetta eru skilaboð okkar til morðingja morgundagsins, þeirra sem eftilvill eru að líta dagsins ljós einmitt á þessu augna- bliki. Ef við fyrirgefum þetta þjóðarmorð, þá opnum við dyrnar uppá gátt fyrir hið næsta. Ef okkur tekst ekki að koma þessum skilaboðum áleiðis, þá hafa allar þessar milljónir týnt lífinu til einskis. Þetta er sú vörn sem við getum veitt börnum okkar og barnabörnum. Og þetta er ekki einungis séð frá bæjardyrum gyðings, vegna þess að það sem kom fyrir gyðinga gæti komið fyrir í hvaða landi sem er og fyrir hvaða þjóð sem er. En nú, fjörutíu árum síðar, segir fólk: En þessir menn eru gamlir og lasnir. Það skilur ekki hvað er í húfi. Svíar segjast ekki geta framselt glæpamenn eftir þrjátíu og fimm ára búsetu þar í landi. Af þessum tuttugu mönnum sem ég nefndi eru líklega þrír enn á lífi. En Svíar bera það fyrir sig að þeir geti ekkert aðhafst. En þetta fólk getur ekki hlaupist undan ábyrgð. Sé engin önnur leið fær reynum við að eyðileggja orðstír þess og nafn. Nágrannar þess eiga að fá að vita hverjir grannarnir eru. Þetta er ekki kvalalosti — þetta er okkar eina úrræði til að vernda börnin okkar, barnabörnin og börnin þeirra. Ég trúi því að sagan geti endurtekið sig og þá getur mitt fordæmi líka endurtekið sig.“ — Örlar ekki á eftirsjáyfir að hafa tekið þenn- an kost í lífinu? „Ég hef ekki horfið aftur að fyrra starfi mínu. Fyrir 41 ári var ég arkitekt með bjartar framtíð- arvonir. En eftir harmleikinn gat ég ekki byggt hús. Ég var barnslega einfaldur og hélt að hægt væri að endurreisa réttlætið í heiminum á örfá- um árum. En það er ekki svo einfalt að hætta þegar maður hefur færst slíkt verkefni í fang, ekki síst þegar maður veit að skrifstofa manns er sú eina sinnar tegundar í heiminum. Þá er ein- faldlega ekki hægt að loka. Ég var ennþá í flótta- mannabúðum þegar ég hóf þetta starf. Ég átti enga peninga. Ég skrifaði greinar í blöð til að eiga fyrir frímerkjum og símreikningum. Um síðir tókst mér að telja gamlan fjölskylduvin í Sviss á að leggja fram fimmtíu dollara á mánuði. Það hrökk fyrir símanum og frímerkjunum. En ég gat sótt ómældan siðferðisstyrk í allt það sem á undan var gengið. Nú er ég 78 ára gamall og ég held áfram eins lengi og ég hef líkamlegt þrek til.“ — Það eru býsna margir sem hafa horn í síðu þinni. Hefur þetta ekki verið býsna háskalegt starf? „Þú getur ekki ímyndað þér hversu oft líf mitt var í hættu. Þú sérð að það situr vopnaður lög- reglumaður hérna fyrir utan. Það er líka lög- regluvörður heima hjá mér. Fyrir þremur árum var komið fyrir sprengju í húsinu mínu. Við fá- um iðulega hótunarbréf, oft þetta tvö—þrjú í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.