Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 41
„Hversu svört sem skýin kunna
að vera er öruggt að sólin mun
skína á ný". Jóna Dóra Karls-
dóttir og Olga G. Snorradóttir,
upphafsmenn um félagsskap
syrgjenda.
og hugsa: Nei ég nenni bara ekki að detta nið-
ur! Það er hægt að Iæra á þetta..."
Vikulegir fundir syrgjenda. Er það upp-
byggilegt — er nokkuð rætt um annað en sorg?
Þær brosa: „Jú, jú, við tölum um heilmikið
annað. Auðvitað koma upp tilfinningar og við
tárumst — sem er bara gott vegna þess að grát-
urinn losar mann við svo margt. Þessir fundir
hafa verið okkur öllum ómetanlegir og hafa
styrkt okkur mikið. Það er ólýsanlegur stuðn-
ingur í því að tala um þessi mál við þá sem hafa
upplifað þau sjálfir og vita hvað þau eru. Það
er alveg sama hversu góða vini eða fjölskyldu
maður á: Ef fólk hefur ekki upplifað sorgina
getur það ekki sett sig inn í hana. Það getur
verið allt af vilja gert og vill manni vel en ein-
hvern veginn er það ekki eins...“
Nœsta skrefið segja þær vera ráðstefnu um
sorgina. Ráðgert er að hún verði haldin í byrj-
un maí og ætla þær að tilkynna símanúmer
þar sem væntanlegir þátttakendur geta látið
skrá sig: „Það er ómögulegt að segja hversu
margir mæta á svona ráðstefnu," segja þær.
„Það voru haldnar tvær svona ráðstefnur í vet-
ur fyrir heilbrigðisstéttirnar en það hefur
aldrei verið gert neitt svona fyrir aðstandend-
ur. Við vonumst líka til að geta stækkað þenn-
an hóp okkar og haft jafnvel símatíma viku-
lega í framtíðinni, þangað sem fólk getur leit-
að til okkar. Við höfum fengið vilyrði fyrir hús-
næði og vonum að af því verði, því það hefur
sýnt sig að syrgjendum veitir ekki af þeim
stuðningi sem þeir geta fengið. Þetta yrði auð-
vitað sjálfboðavinna hjá okkur en við erum
ekki enn farin að hugsa fyrir fjármögnun á
húsnæðinu. í Bretlandi til dæmis greiðir ríkið
húsnæði fyrir svona félagsskap og það væri
ekki óeðlilegt að það sama yrði gert hér. Það
eru í rauninni svo mörg atriði sem þarf að
ieysa úr, til dæmis er dauðsfall í heimahúsi eitt
þeirra. Það er ekki uppbyggjandi fyrir að-
standendur að fá rannsóknarlögreglu heim til
sín skömmu eftir að maki eða börn hafa látið
lífið. Þetta er eitthvað það ómanneskjulegasta
sem gert er og þessu þarf að breyta. Það þarf
ekki aðeins styrk í sorginni, maður þarf að
læra að lifa lífinu upp á nýtt, og læra að sætta
sig við að lifa með sorginni. Þetta prógramm
miðast allt við það að vera öðrum stoð.“
Og einmitt á svipaðan hátt lýkur bókinni
„Good Grief": „Það er rangt að ætlast til að
fólk geti óstutt tekist á við sorgina. í gegnum
aldirnar hefur fólk fundið nýjan og óvæntan
styrk í orðunum ,,Ég er alltaf með þér“. Þess
vegna segjum við: „Syrgið — ekki eins og þeir
sem eiga enga von“ en ef þú syrgir einhvern,
syrgðu þá eins og þú þarft.
Þegar við förum aftur að horfast í augu við
raunveruleikann sjáum við að við þurfum ekk-
ert að óttast. Við getum lifað lífinu aftur. Við
getum meira að segja elskað það á ný. Um tíma
fannst okkur lífið ekki þess virði að lifa því. Nú
hafa skýin færst úr stað og sólargeislarnir
gægjast fram — stutta stund í fyrstu. Og vonin
verður að nýju hluti af okkur.“
Jóna Dóra hefur lokaorðið: „Við viljum segja
við þá sem eru í mikilli sorg í dag: Þetta er ekki
ómögulegt og það birtir upp á ný. Hversu svört
sem skýin virðast vera núna er öruggt að sólin
skín á ný.“
HELGARPÓSTURINN 41