Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 39
eru nokkur á Islandi en engin þeirra
þykja verulega virk í almennri þjóð-
félagsumræðu eins og slík samtök
eru í nágrannalöndum okkar. HP
hefur fregnað að hópur fólks sé að
undirbúa sérstök hvalfriðunarsam-
tök hér á landi. Heyrst hefur að allra
flokka menn séu meðal stofnfélaga
þessara náttúruverndarsamtaka...
^Etasemdarmenn í íslandssögu
hafa aldrei getað sætt sig við að Ing-
ólfur Arnarson væri kallaður
fyrsti landnámsmaðurinn. Þeir vilja
meina, að Ingólfur geti í mesta lagi
verið kallaður „fyrsti Norðmaður-
inn“ sem settist að hér á landi.
Nokkrir slíkir efasemdarmenn hafa
myndað hreyfingu vegna þessa —
og aðhyllist hópurinn þá söguskoð-
un, að Náttfari og gersk ambátt
ónafngreind í sögum, séu í raun
„fyrstu landnámsmennirnir". í fram-
haldi af þessari söguskoðun hafa
þeir leitað hófanna hjá myndlistar-
mönnum og beðið þá að gera styttu
af þeim Náttfara og rússnesku
frúnni. Hópurinn hyggst síðan fara
þess á leit við borgaryfirvöld, að
styttan af Ingólfi Arnarsyni verði
fjarlægð — hún gefin Oslóborg á
næstu jólum — en í staðinn verði
styttan af Náttfara og þeirri rússn-
esku sett á stöpulinn á Arnarhóli.
Það eina sem þessi hópur endur-
skoðunarsinna í sagnfræði óttast, er
að Morgunblaðið og Borgaraflokk-
urinn muni snúast öndverð gegn
hugmynd um að stytta af rússneskri
kellíngu tróni á Arnarhóli...
BILEIGENDUR ^
LBODDÍHLUTIR! US
ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. Á FLEST-
AR GERÐIR BÍLA, ASETNING FÆST A
STAÐNUM.
BÍLPLAST Ódýrir sturtubotnar.
VtgnhöfGa 19, 91)111 688233. Tökum aö okkur trefjaplaatvinnu.
PóstMndum. Veljlð isienskt.
Opnun sérstaklega fyrir
leikhúsgesti kl. 18.00.
Boröpantanir I slma 11340.
Mildur hárlitur
AHUGAVERÐIR
ÞÆTTIR í
PÁSKADAGSKRÁ
ÚTVARPSINS
RÁS 1 FIMMTUDAGUR 16. APRÍL
20.15 „Sendiherrann" Pólitískt ádeiluleikrit eftir frægasta núlifandi leikskáld Pólverja,
Slavomir Mrozek.
22.30 Cecil B. deMiHe og Biblían lllugi Jökulsson segir frá tilburðum kvikmyndajöfra
Hollywood við að kvikmynda söguefni og boðskap Biblíunnar, þ.á m. myndum
deMilles, „Konungur konunganna" og „Boðorðin tíu“.
23.10 Sálumessa Mozarts Mótettukór Hallgrímskirkju, kammersveit og einsöngvar-
arnir Sigríður Gröndal, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sig-
mundsson flytja þetta síðasta verk Mozarts á fyrstu tónleikum í Hallgrímskirkju 23.
nóvember s.l. undir stjórn Harðar Áskelssonar.
RÁS 2
16.05 Hringiðan Broddi Broddason og Margrét Blöndal miðla upplýsingum til þeirra
sem veröa á faraldsfæti um páskana, fylgjast meö Skíðalandsmótinu á ísafirði og
einnig koma félagar úr Kór Langholtskirkju í heimsókn.
20.30 I gestastofu Sigurður Valgeirsson ræðir við gesti sína, þá Tómas R. Einarsson
kontrabassaleikara og Einar Kárason rithöfund.
RÁS 1 FÖSTUDAGURINN 17. APRÍL FÖSTUDAGURINN LANGI
13.30 „Kern ég nú þínum krossi að" Þröstur Eiríksson fjallar um Jóhannesarpass-
íuna eftir Johann Sebastian Bach sem flutt er seinna um daginn.
14.00 Isiands riddari Arthúr Björgvin Bollason tekur saman dagskrá um þýska skáldið
og íslandsvininn Friedrich de la Motte Fouqué.
15.00 Tónleikar í Langholtskirkju Kór Langholtskirkju, kammersveit og einsöngvar-
arnir Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Sólveig Björling, Michael Goldthorpe, Kristinn Sig-
mundsson og Viðar Gunnarsson flytja Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian
Bach undir stjórn Jóns Stefánssonar.
17.50 „Frið læt ég eftir hjá yður" Guðrún Ásmundsdóttir tekur saman dagskrá um
stríð og frið í bókmenntum.
19.25 „Kem ég til þín að lógu leiði" Hjörtur Pálsson tekur saman þátt um Hallgrím
og Hallgrímsljóð í seinni tíma skáldsskap íslendinga.
22.20 Píanókonsert nr. 1 í d-moll op. 115 eftir Johannes Brahms Jónas ingi-
mundarson leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Páls P. Pálssonar.
RÁS 2
9.03 Morgunþóttur Fjallað um söngleikinn „Jesus Christ Superstar” og talað við
nokkra leikara sem tóku þátt í uppfærslu Leikfélags Reykjavíkur á leiknum i
Austurbæjarbiói á sínum tima.
19.30 Að kvöldi föstudagsins langa Ema Arnardóttir talar m.a. við séra Bernharð
Guðmundsson og fleiri gesti.
21.00 Merkisberar Skúli Helgason kynnir tónlistarmenn sem fara ekki troðnar slóðir,
að þessu sinni Mark Almond og hljómsveitina Soft sell.
22.05 Sænski píanóleikarinn Jan Johannson Fjallað um þennan þjóðlaga- og
djasspíanista sem lést fyrir aldur fram árið 1968 og var þekktur fyrir óvenju næma
túlkun sína á sænskum þjóðlögum.
RÁS2 LAUGARDAGUR 18. APRÍL
11.00 Lukkupotturinn Bjarni Dagur Jónsson leggur getraunir og þrautir fyrir hlustendur.
Dregið í tónlistargetraun og verðlaun veitt.
14.00 Poppgótan Gunnlaugur I. Sigfússon og Jónatan Garðarsson stýra spurninga-
þætti um dægurtónlist.
RÁS 1 SUNNUDAGUR 19. APRÍL PÁSKADAGUR
13.10 Bandamanna saga Leiklesin dagskrá sem Sveinn Einarsson tekur saman og
byggir á handritum sögunnar í Konungsbók og Möðruvallabók.
15.00 Mynd af listamanni Sigrún Björnsdóttir bregður upp mynd af Árna Kristjánssyni
píanóleikara. Rætt við Árna, fjallað um list hans og fluttar hljóðritanir með leik
hans.
17.00 Carl Maria von Weber - 200 óra minning Óperan „Euryanthe' á Óperu-
hátíðinni í Múnchen i fyrrasumar þegar þess var minnst að 200 ár voru liðin frá
fæðingu þessa frumkvöðuls þýsku óperunnar.
RÁS 2
14.00 Vesalingarnir, „Les Misérables" Síðari hluti samantektar Sigurðar Skúia-
sonar á þessari þekktu skáldsögu Victors Hugo. Leikin eru lög úr samnefndum
söngleik í uppfærslu Konunglega Shakespeare leikhópsins.
19.30 Ungæði Hreinn Valdimarsson og Sigurður Gröndal senda hlustendum tóninn og
láta flest flakka.
RÁS 1 MÁNUDAGUR 20. APRÍL ANNAR í PÁSKUM
13.20 Leikrit ó Akureyri Hilda Torfadóttir tekur saman þátt á sjötugs ára afmæli
Leikfélagsins.
14.20 Flugan ódauðlega Svavar Gests rekur sögu litlu flugunnar hans Sigfúsar
Halldórssonar í tali og tónum, ræðir við höfundinn og Pétur Pétursson sem fyrstur
kynnti lagiö í útvarpsþætti sínum.
19.35 Hótíðarstund með Henríettu Hæneken Ógleymanleg stund með spili og
söng, gleði og grini.
HELGARPÓSTURINN 39