Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Halldór Halldórsson Ritstjórnarfulltrúar: Helgi Már Arthursson Sigmundur Ernir Rúnarsson Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir Friðrik Þór Guðmundsson Gunnar Smári Egilsson Kristján Kristjánsson Jónína Leósdóttir og Óskar Guðmundsson. Ljósmyndir: Jim Smart. Otlit: Jón Óskar Hafsteinsson Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson. Skrifstofustjóri: Garðar Jensson. Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Sigurður Baldursson Dreifing: Garðar Jensson (heimasími: 74471) Guðrún Geirsdóttir Afgreiðsla: Bryndls Hilmarsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík sími 681511. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36, sími 681511. Útgefandi: Goðgá h/f Setning og umbrot: Leturval s/f. Prentun: Blaðaprent h/f. LEIÐARI Dymbilvikan fyrir kosningar Ráskahátíðin sem nú fer í hönd er að því leyti óvenjuleg að strax að henni lokinni fylgja kosningar til Alþingis sem eru ef til vill meira spennandi, harðari og örlagaríkari en oft áður í sögu lýðveldisina Nú takast á fleiri flokkar en nokkru sinni þar sem nærfellt þúsund manns eru til kallaðir á meðan þeim sem verða útvaldir fjölgar ekki nema um þrjá. Svo virðist sem kosningabaráttan snúist að mörgu leyti um menn frekar en málefni. Mönnum er stillt upp við vegg en stefnur undanskildar — og í örvæntingu gripið til stórra orða, stóradóms. Harkan sem færst hefur í leikinn síðustu viku fyrir kosningar á eftir að verða óvægnari sem nær líður kjör- degi. Og örlögin nálgast, örlög flokka, stefna og manna. Sú óvægna og hörkulega mynd sem kosn- ingabaráttan hefur tekið á sig á þessum síð- ustu dögum er íhugunarefni einmitt þegar páskahátíðin fer í hönd. Páskahátíðin í sinni upprunalegu mynd ertími sigurs. Hún er sig- urhátíð kristinna manna. Upprisa Krists á þriðja degi, páskadegi, er til vitnis um að Ijós- ið yfirvann myrkrið, gleðin sorgina og það góða hið illa. íslendingum, sem eru kristin þjóð, er hollt að hafa þetta í huga nú sem endranær. Nú þegar flokkshollusta, stefnur og kapp fær menn svo auðveldlega til að kveða upp dóma yfir náunganum, feer þá til að lítillækka skoðanir annarra í hita augna- bliksins, er hollt að hugsa til meginatriðanna í kenningu Krists: umburðarlyndis og ná- ungakærleiks. Trúin er ekki orðin tóm. Kenningar kristn- innar — og reyndar annarra þeirra útbreiddu trúarskoðana sem við þekkjum — eru í lang- flestum tilvikum mikil lífssannindi sem hverj- um manni er gott að staldra við og hugsa til með jöfnu millibili, Nú um páska gefst flestu fólki gott næði til að huga að þeim þáttum í eigin fari og samfélagsins alls sem betur mega fara; huga til dæmis að þeim gildum sem gera okkur að manneskjum, því sem við vilj- um vera þekkt fyrir og þekkja aðra fyrir. Þess- ar og álíka hugsanir þurfa vitaskuld ekki endi- lega að tengjast trúarskoðunum, heldur ein- faldlega manngæsku. Það er svolítið undar- legt, en oft er sagt um páska, að þá eigi fólk að vera gott hvert við annað — eins og það eigi að vera eitthvað öðruvísi við fólk aðra daga. Því hefur verið haldið fram að manngæska, umburðarlyndi og hjálpsemi við náungann séu eðlisþættir sem hafa verið á undanhaldi á síðustu árum, en óvægin framagirni og harka í mannlegum samskiptum séu frekar tekin í sátt en áður. Sveigjanleiki er ekki leng- ur af hinu góðu og eftirgjöf beinlínis ill. Það er trú margra að stífni sé besta leiðin til árang- urs. Þessi hugsunarháttur leiðir vafalítið ekki til annars en árekstra manna í millum og dreg- ur fram alla verstu eðliseiginleika þeirra, svo sem óhróður, öfund og grimmd. Það er eftir- tektarvert að þessara eiginleika verður mjög vart hjá fólki nú í dymbilvikunni — og er ástæðan augljós, svo sem greint var frá í fyrstu. Harkan hleypur með menn í gönur í kosningaslagnum, það er nánast öllu fórnað, jafnvel mannkostum, fyrir atkvæði, fyrir völd. Páskahelgi á Lœkjarbrekku Verid uelkomin til okkar um helgina Viö höfum opid: Skírdag frá 11.30-23.30 Föstudaginn langa 15.00—22.00 Laugardag 10.00—23.30 Páskadag 15.00-22.00 Annan páskadag 11.30—23.30 Auk hins fjölbreytta matseöils hússins bjóöum viö sérstaka hátíöarrétti og kaffiueitingar LEIÐRETTING I smáfrétt í 13. tbl. HP var skýrt frá því, að Þorvaldur Lúðvíksson, hrl., hefði verið skipaður nýr for- stöðumaður Sjúkrasamlags Reykja- víkur. Þá var þess getið, að Þorvald- ur væri móðurbróðir Davíðs Odds- sonar. Allt var þetta rétt. Hitt var rangt, að það hafi verið Davíð sjálfur, sem skipaði Þorvald. í stjórnarnefndinni var gengið til at- kvæða um nokkra umsækjendur. Af fjórum viðstöddum stjórnarmönn- um, tveimur sjálfstæðismönnum, einum krata og einum allaballa, greiddu allir viðstaddir Þorvaldi Lúðvíkssyni atkvæði sitt. Davíð Oddsson kom hvergi nærri enda hefur hann ekki völd til þess að stýra gjörðum yfirstjórnar Sjúkra- samlagsins. — Ritstj. LAUSN Á SKÁKÞRAU? 49 Tuxen Lausnin er einföld og rökrétt: 1. Bf6 (hótar De5 mát) 1. - Bd6 2. Dg8 1. - d6 2. Dc8 50 Sveinn Halldórsson 1. Ha2 ab3 2. Kxb3 og 3. Dal 1. — Ke2 2. Ka3+ Kxf3 3. Da8 ÍÞRÓTTIR Bylgjan að pakka niður Þau meinlegu mistök áttu sér stað við vinnslu síðasta blaðs að íþrótta- þátturinn varð af yfirnáttúrulegum orsökum hreinlega útundan og skil- ur enginn neitt. Sem betur fer birtist spá undirritaðs hjá keppinautunum á Alþýðublaðinu og þar af leiðandi frammi fyrir alþjóð, formleg og skjalfest! Framundan er 30. umferð fjölmiðlakeppninnar, aðeins 4 um- ferðir eftir. Staðan er sú að Bylgjan er langefst með 174 rétta, DV 166, Tíminn 164, Morgunblaðið 162, Dagur 161, HP 159, RÚV 158 og Þjóðviljinn 155. Þannig að fyrir utan yfirburði Bylgjunnar hefur keppnin verið og er enn spennandi. í mini- Aston Villa—Everton Leicester—West Ham Liverpool—N.Forest Luton—Coventry M.City—Watford N ewcastle—M .U td. Norwich—Sheff.Wed. Q.P.R.—Chelsea Wiml’don—Arsenal Leeds—Ipswich Reading—Portsm. Sheff.Utd.—Oldham keppninni er staðan eftir 28 umferð- ir 155:152 fyrir AB og 5 umferðir eft- ir. Spámaður HP gerir fyrir næstu helgi ráð fyrir aðeins 5 heimasigrum í einfaldri fjölmiðlaspá, 3 jafnteflum og 4 útisigrum. Seðillinn er tvíræð- ur og óvænt úrslit víða í sjónmáli, eins og reynslan hefur verið síðustu tvær leikhelgar. HP óskar Bylgjumönnum fyrstur keppenda til hamingju með sigur- inn og góða ferð á verðlaunaleikinn á Wembley, að sjá lið undirritaðs, Tottenham, gjörsigra Coventry. -fþg 2 2 1 1 1 1 1 1 2 x2 x lx 1 1 X lx 1 lx 2 1x2 2 2 x 1x2 6-8-5 (1-6-4) 8-4-6 (6-2-1) 10-20-70 8-6-4 (4-1-6) 4-6-8 (2-1-7) 55-20-25 12- 3-3 (6-1-3) 5-3-9 (2-4-3) 60-30-10 13- 4-1 (4-5-2) 2-6-9 (4-1-4) 55-25-20 6-5-6 (0-4-5) 4-4-10 (3-2-4) 15-40-45 8-4-6 (4-4-2) 1-8-7 (4-3-2) 40-40-20 8- 9-1 (4-5-1) 2-4-10 (2-1-5) 65-25-10 9- 54 (5-3-3) 5-6-6 (6-2-2) 3540-25 94-4(4-5-1) 6-5-7(l-3-5) 4040-20 124-2 (4-3-1) 5-6-7 (5-24) 35-30-35 9-3-5(5-14) 5-6-6 (6-2-2) 20-15-65 9-7-2 (5-3-3) 8-3-6 (6-2-2) 30-35-35 Skýringar: Fyrst koma leikir helgarinnar. Þá kemur árangur heimaliðs heima en innan sviga árangur heima og að heiman í síðustu leikjum. Þá kemur árangur útiliðs úti en innan sviga árangur heima og að heiman í síð- ustu leikjum. Þá eru framreiddar prósentulíkur á úrslitum að mati spá- manns. Þá kemur einföld fjölmiðlaspá en að síðustu breytileg kerfisspá. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.