Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 16

Helgarpósturinn - 15.04.1987, Síða 16
FLOKKSFORINGJAR I FALLHÆTTU Islendingar geta búiö sig undir spennandi kosninganótt adfaranótt 26. apríl nœstkomandi. Úrslitin ráöa aö líkindum ekkiaðeins nœstu ríkisstjórn, heldur fylgir margt ann- ad í kjölfar þeirra úrslita sem bedið er eftir. Pannig mun framtíð flokks- foringja gömlu flokkanna að miklu leyti ráðast þessa nótt. Margir óttast að kosninganóttin verði kölluð „nótt hinna föllnu foringja". Ef litið er til skoðanakannana, sem gefa vísbendingar hvað sem annars verður um þœr sagt, þá er auðsœtt að þeir eiga allir á brattann að sœkja. Framtíð þeirra sem for- ingja innan flokkanna rœðst auðvit- að einnig afþví hvernig gengi flokk- anna verður. A-LISTINN: — ÞÁ SEGI ÉG AFMÉR Fyrstan skal telja Jón Batdvin Hannibalsson. Hann hefur nýlega kveðið upp úr um það, að ef hann nái ekki kjöri, þá muni hann segja af sér formennskunni. í sjálfu sér ekki óeðlileg afstaða ef tir það sem á und- an er gengið. Þegar Jón Baldvin ákvað að setj- ast í þriðja sæti framboðslistans í Reykjavík sýndi hann nokkra vog- un, þó flokkurinn hafi reyndar þá virst vera með fjóra menn inni, ef miðað er við skoðanakannanir. Síð- an hefur mikið vatn til sjávar runnið og sætið hans Jóns er komið í upp- nám. Reyndar er vert að hafa í huga að sl. haust lýsti Jón Baldvin því yfir, að hann hygðist gefa kost á sér til fram- boðs í Austfirðingafjórðungi, ef heimamenn fyndu ekki sjálfir sterk- an frambjóðanda úr sínum röðum. Austfirskir kratar hættu þá snarlega að leita að frambjóðanda og töldu Jón Baldvin vísan og sterkan. Þá fann Jón Baldvin Guðmund Einars- son og sendi hann austur í framboð en Árni Gunnarsson sem hafði heit- ið Reykvíkingum framboði (þar sem Jón Baldvin væri orðinn Austfirð- ingur) sneri við blaðinu og hélt norður hið þriðja sinni. Þingmanna- rúllettan sem formaður hafði sett af VERÐUR KOSNINGANÓTTIN KÖLLUÐ NÓTT HINNA FÖLLNU FOR- INGJA? FRAMTÍÐARHLUTVERK LEIÐTOGA ALLRA GÖMLU FLOKK- ANNA RÆÐST Á KOSNINGANÓTTINNI. SÍÐASTA LEIÐTOGAÁR ALLRA FORMANNANNA? stað, nam sem sagt þar staðar og Jón Baldvin kom aftur til Reykjavík- ur, — en var áður búinn að fá nafna sínum Sigurðssyni fyrsta sætið. Jóhanna Sigurðardóttir var auðvit- að föst í öðru sætinu, þannig að Jón Baldvin varð að taka þriðja sætið. Með því gat hann einnig sýnt fram á að hann þyrði. Ekki vondur kostur hjá stjórnmálaleiðtoga. í alþingiskosningunum 1978 var A-listinn í Reykjavík með 22,6% at- kvæða, í kosningunum 1979 var A- listinn með 17,8 % atkvæða, en í síð- ustu kosningum árið 1983 hafði oddviti flokksins í Reykjavík, Vil- mundur Gylfason stofnað BJ og A- listinn fékk 10,8% atkvæða, en BJ fékk 9,5% atkvæða í Reykjavík. Eins og kunnugt er gengu þingmenn BJ á kjörtímabilinu til liðs við Alþýðu- flokkinn og skoðanakannanir sýndu mikla uppsveiflu eftir að Jón Baldvin tók við formennsku í flokknum. Framan af sl. vetri var Alþýðu- flokkurinn yfirleitt með yfir 20% samkvæmt þessum skoðanakönn- unum og þriðji maður á lista því geirnegldur inn á þing. En síðustu kannanir hafa verið meira misvís- andi í þeirri óvissu sem almennt rík- ir. Alþýðuflokkurinn hefur m.a.s. farið niður í 12,3% í nýjustu könnun HP, sem nægði ekki til að halda þriðja manni inni. Jón Baldvin hefur ekki farið í grafgötur með hvaða af- leiðingar það hefði; hann segði af sér formennsku í flokknum. Hver tæki við: Jón Sigurðsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Sighvatur Björgvins- son, Kjartan Jóhannsson? B-LISTINN — ÞÉTTBÝLIS- VANDI OG DREIFBÝLIS- ANGIST Svo virðist sem Framsóknarflokk- urinn eigi í hálfgerðum vandræðum Jón Baldvin Hannibalsson. Ætlaði flokki sfnum að verða stærsti eða næststærsti stjórnmálaflokkurinn í kosningunum. Ef A-listinn fær ekki góða kosningu hallar snarlega undan fæti innan flokksins. Ef hann sjálfur nær ekki kjöri á þingi, segir hann af sér. Steingrlmur Hermannsson. Breytti áherslum flokksins frá dreifbýli til þéttbýl- is og fór sjálfur ( þéttbýlisframboð. Fari flokkurinn illa út úr kosningunum verður litið á það sem áfellisdóm yfir áherslum formannsins. Litið verður sérstaklega til árangursins f Reykjavfk og Reykjanesi. Sjálfur er hann farinn að velta fyrir sér störfum á öðrum vettvangi... Þorsteinn Pálsson. Minni eftirspurn er eft- ir réttlæti en sigri f stjórnmálum. Fari flokkurinn illa út úr kosningunum í Reykjavfk, Reykjanesi og Suðurlandi verður hann dreginn til ábyrgðar. Sumir setja mörkin við 30% — aðrir við 35%. Veikari Sjálfstæðisflokkur þýðir veikari stöðu formannsina 16 HELGARPÓSTURINN Svavar Gestsson. Fallinn á endurnýjunar- reglunni en með góðum árangri ( kosn- ingunum gæti hann farið fram á endur- kjör. Fari flokkur hans hins vegar illa út úr kosningunum f Reykjavfk, verður litið á það sem áfellisdóm yfir áherslum hans, t.d. samtengingunni við hina skipulegu verkalýðshreyfingu. með að fóta sig á vinsældalista flokkanna. Sú ungmennafélagshug- sjón og samvinnuhreyfing sem varðaði leið þessa flokks í árdaga flokkakerfisins átti auðvitað djúpar rætur á landsbyggðinni. Með þeim þjóðfélagsbreytingum sem orðið hafa síðustu áratugina hefur fylgi flokksins minnkað jafnt og þétt bæði í formannstíð Ólafs Jóhannes- sonar og Steingríms Hermannsson- ar. Þó er ein undantekning á, 1979 sem voru fyrstu kosningarnar í tíð Steingríms. Greinilega hefur flokkurinn brugðist þannig við að auka þéttbýl- isáherslur sínar og freista þess að ná þar fylgi. Það hefur verið gert á þessu kjörtímabili og framboð for- mannsins í Reykjaneskjördæmi er til undirstrikunar á þessu. Hins veg- ar virðast afleiðingarnar verða þær, ef marka má títtnefndar skoðana- kannanir, að flokkurinn missi fylgi bæði á landsbyggðinni, þar sem fólk telur sig svikið af hinum forna dreif- býlisflokki og einnig á Reykjavíkur- svæðinu, þar sem fólki finnst að þessi flokkur hafi ekki mikið erindi. Framsóknarflokkurinn hefur áð- ur átt á að skipa þingmanni í Reykja- neskjördæmi þar til nú. í kosningun- um 1974 var B-listinn með 17,8% fylgi, í kosningunum 1978 var hann með 10,6% fylgi, 1979 var hann með 17,3% og í síðustu kosningum var B-listinn í Reykjaneskjördæmi með 11,9% fylgi. Þá missti flokkur- inn þingmanninn, en nú hefur þing- mönnum fjölgað í kjördæminu og á sama atkvæðahlutfalli næði Stein- grímur kjöri á Alþingi. Skoðana- kannanir sýna yfirleitt fylgi í kring- um þetta atkvæðahlutfall, og yfir- gnæfandi líkur eru á að hann haldi því. Burtséð frá því hvort Steingrím- ur nær kjöri eða ekki, hlýtur að telj- ast líklegt að formennska hans sé í húfi í þessum kosningum. í síðustu kosningum var Framsóknarflokkur- inn með 19% í landinu öllu. Ef hann fer mikið niður fyrir það í kosning- unum og nær ekki kjörnum mönn- um og fylgisaukningu í Reykjavík og Reykjanesi, er sýnt að þéttbýlis- áherslan hefur mistekist. Við for- mennsku í Framsóknarflokknum tæki væntanlega einhver af lands- byggðinni. Stendur ekki Halldór Ás- grímsson fremstur í þeirri biðröð? D-LISTiNN — VERÐUR FALLIÐ STÓRT? Sjálfstæðisflokkurinn stendur á miklum og dramatískum tímamót- um við þessar kosningar. Þorsteinn Pálsson hefur átt bæði hæðir og lægðir í formannstíð sinni, en fáum dylst að þessar kosningar hljóta að skera úr um framtíð hans sem flokksieiðtoga. í síðustu þingkosningum 1983 var D-listinn með 39,2% fylgi á landinu öllu. Höfuðvígi hans, Reykjavík og Reykjanes, hafa lengstum vegið þyngst. I síðustu kosningum var flokkurinn með 43% atkvæða í Reykjavík og 44,2% atkvæðanna í Reykjaneskjördæmi. Það er þetta gífurlega fylgi á þéttbýlissvæðunum sem hefur mest að segja um þing- styrk þessa stærsta stjórnmála- flokks þjóðarinnar. Þá verður einnig litið sérstaklega til kjördæmis formannsins, Suður- landskjördæmis. D-listinn í kjör- dæminu hefur verið með mikið fylgi þar; 42,7% 1974, 32,3% árið 1978, 23,5% 1979, en þá bauð Eggert Haukdal fram sérstakan lista, sem hlaut 14,3% atkvæða, og í síðustu kosningum fékk D-listinn 39,9% at- kvæðanna. Ljóst er að Borgaraflokkurinn mun taka þó nokkurt fylgi af D-lista, en fari svo að D-listinn fari niður í 30% til 35% fylgi má gera ráð fyrir að staða formannsins sé komin í hættu. Sömuleiðis ef hann tapar miklu í eigin kjördæmi. Svipað má segja um Friðrik Sophusson í Reykjavík, þó þeim yrði fyrirgefið nokkurt tap í ljósi aðstæðna. Ekki er liðið ár frá því að Davíð Oddsson vann einn stærsta sigur D- lista fyrr og síðar í Reykjavik með yfir 51% fylgi. Fari D-listinn og Þor- steinn illa út úr þessum kosningum má gera ráð fyrir að kallað verði á bjargvættinn sterka: Davíð. Komist hins vegar Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn að afstöðnum kosning- um, má gera ráð fyrir að forystan núverandi fái frið um nokkurra missera skeið. Hversu lengi sá frest- ur — gálgafrestur — stendur, er svo annað mál. G-LISTINN — REYKJAVÍK í SPENNUNNI Samkvæmt endurnýjunarreglu innan Alþýðubandalagsins hefði Svavar Gestsson átt að láta af for- mennsku næsta haust á landsfundi. Innan flokksins eru hins vegar til þeir menn, sem telja að hann verði að halda henni áfram, annars lendi flokkurinn í enn einni kreppunni. Hvort farið verði fram á slíka undan- þágu frá endurnýjunarreglunni ræðst af úrslitum kosninganna. Samtengt því ræðst ýmislegt fleira. G-Iistinn fékk 17,3% atkvæða í síðustu kosningum. í Reykjavík hef- ur flokkurinn verið með um 20% fylgi í alþingiskosningum lengstum. 1974 var hann með 20,6%, 1978 var hann með 24,4%, 1979 með 22,3% og í síðustu alþingiskosningum var hann með 19,0% í höfuðborginni. í borgarstjórnarkosningunum fyrir tæpu ári var G-listinn með 20% at- kvæða. Þingmönnum hefur verið fjölgað í Reykjavíkurkjördæmi en í síðustu kosningum var þriðji maður uppbótarmaður. Eftir sjónvarps- kynningu og áróðri listans að dæma er 4. maðurinn, Álfheiður Ingadótt- ir, talin vera í baráttusætinu, sem væri nærri lagi ef úrslit kosninganna yrðu í þeim dúr sem þau hafa verið Sú pólitíska lína sem Svavar hefur lagt með áherslu á samtengingu hinnar skipulegu verkalýðshreyf- ingar og Alþýðubandalagsins er einnig sett undir mælikvarða kjós- enda i Reykjavík, þar sem forseti ASI, Asmundur Stefánsson, skipar þriðja sæti listans. Fari G-listinn í Reykjavík vel út úr kosningunum hlýtur það að teljast stuðningur við núverandi pólitískar áherslur. En fari G-listinn í Reykjavík illa út úr kosningunum verður litið út fyrir lækinn í leit að nýjum leiðtoga. Ólafur Ragnar Grímsson hefur farið geyst í kosningabaráttunni í Reykjaneskjördæmi og ekki er ólík- legt að G-listinn í næststærsta kjör- dæminu bæti við sig atkvæðum. Það mun verða Ólafi Ragnari til styrktar innan Alþýðubandalagsins, þar sem fáir sýnast geta ógnað hon- um. G-listinn í Reykjanesi var með 13,8% atkvæða í síðustu kosning- um, en þyrfti að bæta 3% til 4% við sig til að Ólafur Ragnar næði kjöri. Margir telja að formaðurinn verði að sitja á þingi, en innan Alþýðu- bandalagsins er fordæmi fyrir því, að formaður sé utan þingflokks. T.d. var Ragnar Arnalds, formaður flokks- sins 1976—1971, utan þings, sem og Lúðvík Jósefsson 1979. Þannig virðist margt benda til þess að Ólafur Ragn- ar verði í framboði til formanns, ekki síst ef listi hans í Reykjanesi nær góðri kosningu en G-listinn í Reykjavík lakari árangri. Komi Al- þýðubandalagið hins vegar vel út úr kosningunum í Reykjavík í kosning- unum, og Svavar verður ekki til endurkjörs, þá munu áreiðanlega einhverjir vilja fá til formennsku hinn nýkjörna bankaráðsmann Ásmund Stefánsson. En þessu öllu ræður vilji kjósenda og flokks- manna um síðir... Jón Sigurðsson. Jón Baldvin hefur að fornum sið útnefnt hann sem arftaka. Hins vegar eru meiri Ifkur á að komi til al- varlegrar forystukreppu f Alþýðuflokkn- Halldór Asgrfmsson. Formannslega vax- inn framsóknarmaður. Verði hann for- maður, verður litið á það sem afturhvarf til landsbyggöaráherslna, — a.m.k. hálf leið til baka... Davfð Oddsson. Sjálfstæðismenn mæna á hann sem hinn sterka volduga leiðtoga. Hann þykir Ifklegastur arftaki og bíður eft- ir fleiri mistökum núverandi flokksfor- ystu. Að Albert brottgengnum er hann ókrýndur konungur sjálfstæðismanna í Reykjavfk... Úlafur Ragnar Grfmsson. Fari G-listinn f fleykjanesi vel út úr kosningunum stend- ur hann formennsku næst. Hins vegar geta sterk öfl innan flokks ekki tekið hann í sátt, af því að hann er ekki hreinræktað- ur flokksmaður...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.