Helgarpósturinn - 15.04.1987, Blaðsíða 42
HELGARDAGSKRÁIN
Föstudagur 17. apríl
Föstudagurinn langi
16.30 Jesús frá Nasaret — Annar hluti.
Bresk-ítölsk sjónvarpsmynd í fjórum
hlutum. Leikstjóri Franco Zeffirelli.
18.00 Nilli Hólmgeirsson.
18.30 Stundin okkar — Endursýning.
19.00 Klefi Caligaris. Þýsk kvikmynd frá
árinu 1919 sem þótti tímamótaverk.
20.00 Fróttir.
20.25 Unglingarnir f frumskóginum.
21.00 Silas Marner. Ný bresk sjónvarps-
mynd gerö eftir samnefndri skáld-
sögu eftir George Eliot. Aöalhlutverk
Ben Kingsley (Ghandi) og Jenny
Agutter. Sagan gerist á öldinni sem
leiö. Vefarinn Silas Marner er borinn
rangri sök og svikinn í tryggðum.
Hann snýr þá baki viö heimabyggð
sinni og samneyti viö annað fólk. Eina
ánægja hans verður aö nurla saman
fé. Enn verður Silas fyrir skakkafalli en
þegar öll sund viröast lokuö berst
óvæntur sólargeisli í líf hans.
22.30 f minningu Maríu Callas. Sjón-
varpsþáttur frá tónleikum sem haldnir
voru í Frankfurt til minningar um hina
dáðu söngkonu Mariu Callas.
00.20 Dagskráriok.
Laugardagur 18. apríl
14.30 Smellir — Þungarokk.
15.50 (þróttir.
16.25 Jesús frá Nasaret. — Þriöji hluti.
18.00 Spænskukennsla.
18.30 Litli græni karlinn.
18.40 Þytur í laufi.
19.00 Háskaslóöir (Danger Bay).
19.30 Stóra stundin okkar.
20.00 Fréttir og veöur.
20.30 Lottó.
20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby
Show).
21.05 Útlaginn. KvikmyndsemÁgústGuð-
mundsson gerði árið 1981 eftir Gísla
sögu Súrssonar. Aðalhlutverk: Arnar
Jónsson, Ragnheiöur Steindórsdóttir,
Þráinn Karlsson. Kvikmyndun: Sig-
uröur Sverrir Rálsson. Hljóö: Oddur
Gústafsson. Leikmynd: Jón Þórisson.
Tónlist: Áskell Másson. Framleiöandi:
Jón Hermannsson/ísfilm sf. Myndin
rekur örlagasögu Gísla Súrssonar
sem gerist aö mestu á Vestfjöröum á
tíundu öld. Saga útlagans er dæmi-
gerð íslendingasaga sem lýsir ættar-
böndum, hefndarskyldu, afrekum,
drengskap og mætti forlaganna.
22.50 Hempan og hervaldiö ★★ (The
Scarlet and the Black). Ný verðlauna-
sjónvarpsmynd gerö í samvinnu
Breta, Ítalaog Bandaríkjamanna. Leik-
stjóri Jerry London. Aöalhlutverk:
Gregory Peck, Christopher Plummer,
John Gielgud. Myndin er byggð á
sannsögulegum atburöum sem gerö-
ust í Róm og Vatíkaninu í síðari heims-
styrjöldinni. írskur sendiklerkur bjarg-
aöi þúsundum hermanna Banda-
manna og öðrum frá því aö falla í
hendur fasista eða Gestapólögreglu
Þjóöverja. Meö þessu stofnaði hann
lífi sínu í hættu og hlutleysi páfaríkis-
ins.
01.20 Dagskrárlok.
Sunnudagur 19. apríl
Páskadagur
14.10 Moskvusirkusinn.
15.10 Jesús frá Nasaret. Lokaþáttur.
17.00 Páskamessa í Bessastaöakirkju.
18.00 Páskastundin okkar.
18.30 Þrífætlingarnir.
19.00 Á framabraut.
20.00 Fróttir.
20.20 Geisli.
21.10 öskubuska og maöurinn sem átti
éngar buxur. Nýtt sjónvarpsleikrit.
Handrit: Gísli J. Ástþórsson. Leik-
stjóri: Hilmar Oddsson, sem einnig
samdi tónlist og annaöist klippingu
og upptökustjórn. Leikendur: Edda
Heiðrún Backman, Bessi Bjarnpson,
örn Árnason, María Siguröardóttir,
Jóhann Siguröarson. Þegar leiðir þeirra
Maju og Nikulásar liggja óvænt sam-
an finnur hún ævintýriö og blæs um
leið nýju lífi í gamla kempu sem er bú-
in aö týna sínu ævintýri.
21.55 Placido. Bresk-bandarísk sjónvarps-
mynd um Placido Domingo.
23.25 Sæmundur Klemensson. — End-
ursýning. íslenski dansflokkurinn
sýnir ballett eftir Ingibjörgu Björnsdóttur
við tónlist Þursaflokksins.
23.50 Passíusálmur. Lesari Siguröur Póls-
son. Myndir Snorri Sveinn Friðriks-
son.
00.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 17. apríl
Föstudagurinn langi
515.00 Nykurævintýriö. islensk sjón-
varpsmynd gerð upp úr þjóðsagnar-
minninu um nykurinn. Saga og
handrit: Aðalsteinn Ásberg Sigurös-
son. Tónlist: Bergþóra Árnadóttir og
Geir-Atle Johnsen.
§ 15.45 Sálumessa (Requiem). Andrew
Uoyd Webber. Stjórnandi er lorin
Maazel. Tenór Placido Domingo.
Sópran Sarah Brightman. Drengja-
sópran Paul Miles Kingston.
§ 16.35 Amerlka (Amerika).
19.45 Klassapíur.
§ 20.10 Geimálfurinn.
§ 20.35 Vort daglegt brauð (Mass
Appeal) ★★ Bandarísk kvikmynd
frá árinu 1984. Aðalhlutverk: Jack
Lemmon, Zeljko Ivanek og Charles
Durning. Leikstjóri er Glenn Jordan.
Flestir prestar eiga sinn söfnuö en
séra Farley (Jack Lemmon) á sér
aödáendahóp og minna messur
hans einna helst á vinsælan sjón-
varpsþátt. Honum þykir sopinn
góður og lætur hverjum degi nægja
sína þjáningu. En*hann er tilneyddur
til aö endurskoða lífsviöhorf sitt
þegar hann fær ungan, uppreisnar-
gjarnan prest til þjálfunar.
§ 22.20 Bragöarefurinn (The Hustler)
★★★★ Bandarísk kvikmynd frá ár-
inu 1961 með Paul Newman, Jackie
Gleason og George C. Scott í aðal-
hlutverkum. Segir sögu ungs
manns sem dregur fram lífið sem
ballskákleikari.
§ 00.25 Milli heims og helju (In The Matt-
er of Karen Ann Quinlan) ★★★
Bandarísk kvikmynd frá 1977. Aðal-
hlutverk: Piper Laurie, Brian Keith,
Habib Ageli og David Spielberg.
Leikstjóri er Glen Jordan. í apríl 1975
féll Karen Ann Quinlan í dá, af óljós-
um ástæðum, og var haldið á lífi í
öndunarvél. Þrem mánuöum seinna
var hún enn í dái og fóru foreldrar
hennar fram á aö öndunarvélin yrði
aftengd. Mál þetta vakti heimsat-
hygli.
§ 02.00 Myndrokk.
§ 03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 18. apríl
§ 09.00-12.00 Barna- og unglingaefni.
01.30 Flokkakynning.
§ 16.00 Ættarveldið (Dynasty).
§ 16.45 MatreiÖslumeistarinn.
§ 17.10 Ameríka (Amerika).
19.10 Teiknimynd.
19.30 Fréttir.
20.00 Meistari.
20.30 Undirheimar Miami (Miami
Vice).
§ 21.15 Benny Hill.
§ 21.45 Bráðum kemur betri tíð (We'll
Meet Again). í þessum nýja breska
framhaldsmyndaflokki er fylgst
meö daglegu lífi hermanna og
heimamanna og samskiptum
þeirra. Aðalhlutverk: Susannah York
og Michael J. Shannon.
§ 22.35 Ríta á skólabekk (Educating Rita)
★★★ Nýleg bresk gamanmynd
meö Michael Caine og Julie Walters
í aðalhlutverkum. Mynd þessi er
byggö á leikriti Willy Russel sem
hefur verið sýnt í 20 ár samfleytt í
London. Teflt er fram andstæðum;
MEÐMÆLI
Íslenskt sjónvarpsefni vekur
ailtaf mesta athygli, þegar það
á annað borð birtist á skján-
um. Páskaleikrit sjónvarpsins
er þess vegna það forvitnileg-
asta um páskahelgina, en ann-
ars er fullt af efni sem er þess
virði að sjá.
annars vegar Ritu, hressilegri hár-
greiðsludömu, sem ákveöur að
leggja út á menntabrautina, hins
vegar drykkfelldum, kaldhæönum
prófessor, sem ráðleggur nemend-
um sínum aö taka námið ekki of
alvarlega.
§ 00.35 Svik í tafli (Sexpionage). Banda-
rísk sjónvarpsmynd meö Sally Kell-
erman, Linda Hamilton og James
Franciscus í aðalhlutverkum. Leik-
stjóri er Don Taylor. Elena er sovésk
stúlka sem er ekki ánægö með hlut-
skipti sitt. Henn býðst innganga í
„amerískan kvennaskóla", en þegar
þangað er komið fer hana aö gruna
að haröneskjuleg skólastýran hafi
annað í huga en að útskrifa góða
þýðendur.
§ 02.05 Myndrokk.
§ 03.00 Dagskrárlok.
©
Föstudagur 17. apríl
Föstudagurinn langi
08.00 Morgunandakt.
08.25 Morguntónleikar.
09.03 Morgunstund barnanna.
09.15 Sinfónía nr. 6 í h-moll op. 74,
,,Pathótique".
10.30 Sögusteinn.
11.00 Messa I Kirkju óháða safnaðarins.
12.20 Hádegisfréttir.
13.10 Hugleiöing á föstudaginn langa.
13.30 ,,Kem óg nú þínum krossi aö".
14.00 islands riddari.
15.00 Tónleikar í Langholtskirkju.
17.50 ,,Frið læt ég eftir hjá yður".
19.00 Kvöldfróttir.
19.25 ,,Kem óg til þín að lágu leiöi".
20.00 Tónskáldatími.
20.40 Kvöldvaka.
21.30 Kammersveit Kaupmannahafnar
leikur á tónleikum í Norræna hús-
inu f maí 1986.
22.20 Píanókonsert nr. 1 í d-moll op. 115
eftir Johannes Brahms.
23.10 Andvaka.
00.05 Næturstund í dúr og moll.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 18. apríl
07.03 ,,Góðan dag, góöir hlustendur".
09.30 I morgunmund.
10.25 Óskalög sjúklinga.
11.00 Vfsindaþátturinn.
11.40 Næst á dagskrá.
12.00 Hór og nú.
14.00 Sinna.
15.00 Tónspegill.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Að hlusta á tónlist.
18.00 (slenskt mál.
19.00 Kvöldfróttir.
19.35 Bein lína til stjórnmálaflokkanna.
20.15 Harmonfkuþáttur.
20.40 Ókunn afrek.
21.00 Islensk einsöngslög.
21.20 Á róttri hillu.
á
22.20 Lestri Passíusólma lýkur.
22.30 Tónmál.
23.10 Danslög.
00.05 Miðnæturtónleikar.
01.00 Dagskróriok.
Föstudagur 17. apríl
Föstudagurinn langi
06.00 I bítið.
09.05 Morgunþóttur.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Á milli móla.
16.05 Hringiðan.
19.00 Kvöldfróttir.
19.30 AÖ kvöldi föstudagsins langa.
21.00 Merkisberar.
22.05 Sænski pfanóleikarinn Jan
Johannsson.
23.00 Á hinni hliöinni.
00.05 Næturútvarp.
Laugardagur 18. apríl
06.00 i bítið.
09.03 Tíu dropar.
11.00 Lukkupotturinn.
12.45 Listapopp.
14.00 Poppgótan.
15.00 Viö rósmarkið.
17.00 Savanna, Ríó og hin tríóin.
18.00 Fróttir ó ensku.
18.10 Tilbrigði.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Með sínu lagi.
20.00 Rokkbomsan.
21.00 Á mörkunum.
22.05 Snúningur.
00.05 Næturútvarp.
Föstudagurinn langi 17. apríi
07.00 Morguntónlist Bylgjunnar.
10.00 Andri Már Ingólfsson.
12.00 Fróttir.
13.00 Jónfna Leósdóttir.
16.00 Hörður Arnarson.
18.00 Fróttir.
18.10 Haraldur Gfslason.
24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar.
Laugardagur 18. apríl
08.00 Valdfs Gunnarsdóttir.
12.00 Ásgeir Tómasson.
15.00 Vinsældalisti Bylgjunnar.
17.00 Laugardagspopp.
19.00 Rósa Guðbjartsdóttir.
21.00 Anna Þorláksdóttir.
23.00 Þorsteinn Ásgeirsson.
04.00 Næturdagskró Bylgjunnar.
UTVARP
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
Illa matreiddur rembingur
Fátt getur raskað yfirmáta ró helgislepj-
unnar í páskaútvarpinu, því eftir útvarps-
kynningunni á páskadagskránni að dæma
þá er stefnt að því að hafa hátíðina sem
leiðinlegasta. En kosningar eru í nánd og
baráttan í algleymingi og kannski eru það
einmitt kosningafundirnir og kynningarn-
ar sem hleypa lífi í Ijósvakamiðíana næstu
daga. Ýmsir vilja meina að allt of mikið sé
um pólitík í útvarpi og sjónvarpi um þessar
mundir. Ég er ósammála í grundvallar-
atriðum. Frekar er spurningin hvort póli-
tíkin er matreidd á réttan hátt. Því miður
virðist aukning á framboðslistum ekki ætla
að fjörga boðskap og stíl frambjóðenda.
Virðist manni alltaf sami tónninn ríkja í
ræðunum; þessi ákveðni, landsföðurlegi,
umhyggjusami, krítíserandi tónn. Tónn
taugaveiklaðrar tilraunar afkróaðs dýrs til
að bjarga sér úr klípu. Stíllinn er frekar í
anda þess rembings sem heyrist í spennu-
þrungnum spurningaþáttum en að verið sé
að bjóða á lýðræðislegan hátt upp á skyn-
samlega valkosti.
Vandamálið er því stíllinn, framsetning-
in. Tónninn er leiðinlegur og því leiðinlegri
sem áheyrendur eru „kristnari" í afstöðu
sinni, þ.e. hafa fyrir löngu ákveðið hver sé
bestur, hvern skal kjósa. Vandamálið er
ekki að of mikið sé af pólitíkinni í útvarpi
og sjónvarpi. Kannanir benda eindregið til
þess að einn af hverjum þremur kjósend-
um sé óákveðinn á hverjum tíma allt þar til
að kjörkassanum kemur og annar stór hóp-
ur er flöktandi í afstöðu sinni. Það er því
lýðræðisleg nauðsyn að kjósendur fái
gnægð tækifæra til að meta raunverulegan
mismun á annars ósköp keimlíkum flokk-
um. Ef kjósandinn ætlar sér að velja á
skynsamlegum forsendum á hann kröfu á
flokka og framboðslista að stefna liggi skýr
fyrir, mismunandi afstaða flokkanna til
ólíkra málaflokka. Að öllum sé það Ijóst
hverju flokkur ætlar að beita sér fyrir að
kosningum loknum og að allir fái að heyra
þegar flokkurinn lofar að standa við loforð
sín! Ljósvakamiðlarnir gegna í þessu sam-
bandi afar mikilvægu hlutverki, því fram-
boðslistarnir eru misjafniega burðugir,
sumir án málgagns og peninga, meðan
aðrir geta dælt litskrúðugum áróðri inn á
varnarlaus heimilin. Þeir sem blóta of mikilli
pólitík í fjölmiðlum um þessar mundir
skyldu muna eftir því að pólitíkusarnir
hafa engan áhuga á því að ræða við kjós-
endur í heil fjögur ár á eftir (ef allt gengur
vel!) Nokkrir brjálaðir kosningadagar í fjöl-
miðlunum eru því varla til að gráta yfir,
síst þegar framundan eru þunglamalegir
og dramatískir hátíðisdagar.
SJÓNVARP
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
Meistarastykki Stöðvar 2?
Sjaldan eða aldrei hef ég beðið jafn
spennt eftir nokkrum spurningaþætti og
„Meistara" Helga Péturssonar. Reyndar er
það með ólíkindum hvað öllum dettur það
sama í hug á sama tíma; spurningaþættir
tröllríða nú fjölmiðlum og mikið má vera ef
maður verður ekki einhvers vísari eftir
þennan vetur. . .
En „Meistari" olli mér sem mörgum öðr-
um vonbrigðum. Hálftíminn fór að mestu í
að finna til með veslings fólkinu sem hafði
látið plata sig í þáttinn. Vissi það virkilega
fyrirfram að það yrði sett í svarta stólinn,
líkt og menn væru að ganga í rafmagns-
stól? Eftir svipbrigðum að dæma var þessi
táknræna uppstilling síður en svo þægileg
fyrir gestina og virtist manni þeir eyða
meiri orku í að hugsa um hvernig átti að
sitja heldur en að hugsa um rétt svör. Þátt-
urinn var að mínu mati leiðinlegur, þungur
og helst til þess fallinn að senda hann út
rétt fyrir miðnætti svo fólk gæti að minnsta
kosti notað hann til að sofna yfir. Eins og
mér hefur alltaf þótt hann Helgi sérstakur
strákur, að minnsta kosti þegar hann er í
Ríó-essinu sínu.
Laugardagsmyndin hjá Ríkissjónvarpinu
var ein af þessum dæmigerðu lífssögum:
ást, rómantík, vonbrigði, dauðsfall og
skilnaður. Samt endaði þessi kvikmynd á
annan hátt en venjulega gerist í lífinu, þ.e.
sættir og samlyndi tókst á ný síðustu tvær
mínútur myndarinnar enda eiga víst góðar
bíómyndir að enda þannig. Annars eru
þær ekki góðar.
Carol Burnett hefur alltaf verið leikkona
að mínu skapi enda með ólíkindum hvað
hún verður „fyndin í framan", svona óvart.
Eldlína Jóns Óttars var kynnt á þann hátt
að rætt yrði m.a. við „aðstandendur fólks
sem framið hefur sjálfsmorð". Hljómaði
satt að segja heldur ótrúlega enda kom á
daginn að ekki var rætt við nokkurn að-
standanda — þó ekki væri. Þátturinn var
hins vegar ruglingslegur og upphafið gjör-
samlega misheppnað. Að vísu taldi ég ekki
mínúturnar frá því hann byrjaði og þar til
stjórnandinn bauð gesti velkomna í þátt-
inn, en mér virtist það óratími og alltof
langur fyrir inngang. Besta atriði þáttarins
var þegar Ellert B. Schram stöðvaði Guð-
rúnu Jónsdóttur geðlækni í þreytandi upp-
talningu á tölum, sem er eitthvað það leið-
iniegasta sem fólk hiustar á. Pétur Guðjóns-
son var í essinu sínu og flutti ágætis póli-
tíska ræðu sem átti samt ekki að vera póli-
tísk en samkvæmt hans mati þarf að breyta
framtíðarsýninni svo sjálfsvígum fækki.
Ellert var hins vegar sjálfum sér sam-
kvæmur, hreinn og beinn en Jón Óttar virt-
ist ekki taka eftir að hann var farinn að
kalla manninn í skugganum sem mjög kom
við sögu í þættinum, Bjarna hvað eftir ann-
að. Gott að enginn Bjarni er á þessum
vinnustað.
42 HELGARPÓSTURINN