Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 2

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 2
eftir Jón Örn Marinósson fræðin búin að gefa svarið og tölvan að hrinda verkinu í framkvæmd. Má vera að sig- ur Kvennalistans sé einmitt til vitnis um að æ fleiri kjósendur séu að hverfa frá þeim gamla sið að láta stjórnmálaskoðanir móta afstöðu sína í kjörklefanum og greiði fremur atkvæði eftir kynskiptingu fólks. Ætti það að vera nokkurt íhugunarefni þeim stjórnmála- mönnum, sem vilja berjast fyrir tilteknum stjórnmálahugsjónum, hversu margir kjós- endur sjá ekki annan mun á stjórnmála- mönnum en þann sem felst í því að vera ann- aðhvort karl eða kona. Auk úrslitanna í kosningunum sjálfum bendir það ejnnig til breytinga, sem rista kunna dýpra en margur hyggur í fyrstu, að á sjálfa kosninganóttina voru það ekki stjórn- málaflokkarnir, sem bitust um hylli kjós- enda, heldur fjölmiðlarnir. Af er sú tíð, sem margur minnist, þegar þjóðin átti bara eitt útvarp og enga tölvu og einokun þagnarinnar var rofin þessa einu nótt á fjögurra ára fresti, á kosninganóttina, og var svo hátíðlegt og mikil eftirvænting og óvissa í loftinu að jafnaðist á við brúðkaups- nótt. Talnaglöggir menn skerptu hugann á örlitlu tári, reiknuðu í djöfulmóð og voru guði sé lof svo ótraustir spámenn að var næstum óþolandi spenna að bíða eftir loka- tölum og út í hött að ætla sér að reyna að sofna fyrr en allt var á hreinu. Jaðraði við skilnaðarsök ef eiginkonur nefndu það við áhugamenn um stjórnmál klukkan sex að morgni hvort þeir ætluðu ekki að fara að koma sér í rúmið. Það er allt búið líka. Vart hafa fyrstu tölur verið birtar en stærðfræðin og tölvan kunn- gera þjóðinni lokaúrslit upp á brot úr fram- bjóðanda og áhugamenn um stjórnmál sitja eins og ilia gerðir hlutir með vannýtta spá- dómsgáfu yfir auðum blöðum og óhreyfðum glösum. Spennufallið er algjört og eiginkon- um óhætt klukkan tvö jafnvel að minnast varfærnislega á rúmið. Fjölmiðlarnir reyndu þó eftir megni að halda uppi spennunni á kosninganóttina. Þetta var nótt hinna löngu útsendinga. Hin nýja valdastétt ljósvakans barðist af hörku um fylgi á meðal þjóðarinnar og gekk fram af slíku kappi að formenn yfirkjörstjórna titr- uðu engu minna en frambjóðendur fjölmiðl- anna; eftirtektarvert að þegar talning dróst á langinn í einu kjördæmanna, voru fjölmiðl- ungar beðnir afsökunar en ekki minnst orði á kjósendur og stjórnmálamenn. Eg var áheyrsla að samtali tveggja manna á mánudagsmorguninn. Þegar annar hafði jánkað því að hann hefði fylgst með talningu á kosninganóttina, spurði hinn: „Og hvað segirðu þá?“ „Mér þótti Stöð tvö miklu betri," svaraði maðurinn að bragði. ÚRJÓNSBÓK „Og hvað segirðu þá?“ JÓN ÓSKAR vildu einungis rugl og vitleysu. Þeir sem unnu hug og hjarta kjósenda voru að sjálf- sögðu á öndverðum meiði við hagfræðing þennan, en gátu ekki sem vonlegt er svarað því hvað íslendingar vildu. Formaður Fram- sóknarflokksins taldi einsýnt að hefðbundin skipting stjórnmálafylkinga í hægri og vinstri væri að hverfa og stæði eftir miðjan einvörðungu þar sem honum hefði liðið best sjálfum á báðum áttum alla tíð. Setti hann einnig fram þá tilgátu að tölvur ættu sinn þátt í þessari breytingu, væru smám saman að jafna út ágreining manna um leiðir í stjórnmálum, sprottinn af ólíkum stjórn- málaskoðunum. Og vissulega er það svo að löngu áður en stjórnmálamenn hafa náð samkomulagi um hvað gera skal, er stærð- Það er búið. Þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm og hon- um verður hún að hlíta, hvort sem henni lík- ar betur eða verr; á lýðræði eru þrátt fyrir allt þeir vankantar að lýðurinn neyðist til að fara að ráðum sínum. í dæmi okkar íslendinga nú hefur þó svo hrapallega til tekist af úrslitum kosning- anna verður ekki með nokkru móti ráðið hvað lýðurinn vill. Liggur samt í loftinu, ef marka má tölurnar, að þrír fjórðu atkvæðis- bærra manna telja enga ástæðu til að ráðast í stórfelldar breytingar á rekstri samfélagsins, sætta sig við hlutverk íslendinga á alþjóða- vettvangi og meta reynslu undanfarinna ára sem svo að best sé að heita á atvinnurekend- ur til að tryggja réttláta tekjuskiptingu. Að öðru leyti verður ekki annað fullyrt um úrslitin en að þau séu ótvíræð vísbending um að þeir einir hafi náð kjöri sem voru í fram- boði. Þetta kann sumum að virðast svo sjálf- sagður hlutur að jaðri við aulafyndni að nefna slíkt en menn skyldu gæta þess að í heiminum víða er tíðkanlegt að þeir einir séu í framboði sem ná kjöri. Enda þótt niðurstaða kosninganna sé óljós um það, sem máli skiptir, geta stjórnmála- menn dregið ýmsan lærdóm af úrslitunum. Þau sýna svo að ekki verður um villst að hefnir sín illilega á íslandi að heimta af ráð- herrum að þeir telji fram allar tekjur sínar til skatts. Avinningur af því einu að gleyma lítil- ræði hér og þar í skattskýrslu virðist vera svo mikill, þegar á hólminn er komið í kosning- um, að stjórnmálamenn ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir tíunda hvern eyri á skattframtali á næsta kjörtímabili. Raunar gefa úrslitin vísbendingu um að hvers konar mistök stjórnmálamanns verði til þess, ef hann viðurkennir mistökin opin- berlega, að íslenskir kjósendur öðlist meiri trú á hann. Formaður Framsóknarflokksins gerði vart annað í sjónvarpi um kvöldið fyrir kosningar en að játa á sig mistök og yfirsjón- ir og vann að því búnu svo glæstan persónu- legan sigur að hlýtur að hafa hvarflað að honum á kosninganóttina að hann hefði átt að taka á sig fleiri ávirðingar. Formenn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags voru hins vegar eitilharðir á því í sömu sjónvarpsyfir- heyrslu að þeir hefðu ævinlega haldið rétt á málum — og var ekki að sökum að spyrja: ís- lenskir kjósendur sneru við þeim bakinu. Formaður Alþýðubandalagsins getur einn- ig dregið þann lærdóm af niðurstöðu kosn- inganna að af tvennu illu er skárra að vera í Iélegri ríkisstjórn en í lélegri stjórnarand- stöðu. Á því er ólíkt meiri mannsbragur að vera dæmdur af verkum sínum en að vera dæmdur fyrir að gera ekki neitt. Það ætti einnig að vera sama formanni íhugunarefni að orðið „verkalýður" virðist hafa glatað öllu aðdráttarafli síðan verkalýðsforingjar gerðu um það samkomulag við atvinnurekendur að ganga á kjör verkalýðsins svo að unnt yrði að greiða honum mannsæmandi laun fyrir mannsæmandi vinnudag. Fyrrgreindur formaður lagði á það áherslu í kosningabar- áttunni að flokkur sinn væri eini verkalýðs- flokkurinn á íslandi og takist honum ekki að hreinsa flokkinn endanlega af þessari nafn- gift verður títtnefndur formaður án efa áður en langt um líður eini maðurinn á íslandi í verkalýðsflokknum. Kosningaúrslitin hafa orðið ýmsum tilefni hugleiðinga um hvað sé að gerast með þjóð- inni. Hagfræðingur Vinnuveitendasam- bandsins, sem hlaut ekki náð fyrir augum kjósenda, lét svo um mælt að íslendingar 2 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.