Helgarpósturinn - 30.04.1987, Page 4

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Page 4
YFIRHEYRSLA staða Formaður Alþýðubandalags og þingmaður heimili: Ásgarður 77 bifreið: Lada Sport árg. '78 heimilishagir Kvæntur Jónínu Benediktsdóttur, 3 börn áhugamál Pólitík, bækur og útivera Ekki nóg ad skipta um formann eftir Sigmond Erni Rúnorsson myricjir jim Stnort Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins tapaði þingsætum í nýafstöðum kosningum. Flokksformannsstaða bans er veik, flokkurinn í sárum. Það sem e.t.v. er sögulegt við þetta tap er sú staðreynd að flokkurinn er minni en Alþýðuflokkur í fyrsta skipti eftir stríð. Fyrsta spurning til Svavars í Yfirheyrslu er því hvort áróður- inn um að Alþýðubandalagið sé eini vinstri flokkurinn hafi mistekist? „Það er vitaskuld versta mál að kratarnir skyldu hafa komist 2 prósent yfir okkur, en ég er sannfærður um að það er 100 prósent' samstaða innan Alþýðubandalagsins að það muni aidrei endurtaka sig. Hitt er rétt að okkur hefur mistekist áróðurinn, auðvitað." — Eftir átök um framboðslista vegna borgarstjórnarkosninga á síðasta ári, um Þjóðviljann og ritstjórnarstefnu þar og eins átök vegna framboðsiista vegna nýafstaðinna kosninga, má þá ekki halda því fram með nokkrum rétti að flokkurinn hafi boðið fram í þrennu lagi og tapað ails staðar? „í þrennu lagi, ég átta mig nú ekki aiveg á því... En það er ljóst að flokkurinn sýndi ekki nógu samstæða mynd fyrir kosningar. Það er t.d. engin leið fyrir mig að neita því að í kjaramálum gengum við ekki heil til skóg- ar, við vorum ekki með sama tóninn á öllu iandinu...“ — En neitarðu armaskiptingunni, t.d. að þú hafir leitt einn, Ólafur Ragnar ann- an og Ásmundur þann þriðja — og allir tapað? „Allir jafn aumir ... Ja, ætli ég hafi leyfi til að fara út í svona armaskiptingu, en það er satt, það verður alls staðar tap ...“ — Af hverju máttu ekki tala um arma- skiptingu? „Eg held bara að það sé ekki alveg rétt að einfalda þetta svona, en ég sé að fjölmiðlar gera það — og ætli við verðum ekki að leyfa þeim það.“ — Getur verið að sú staðreynd að allir flokksmenn tapa, þjappi ykkur saman, menn náí loks saman eftir allt og alit? „Að hann rísi sameinaður upp úr ösku- stónni. Já, það er akkúrat það sem gæti gerst. Ég fann geysilegan stuðning alls staðar síðustu daga fyrir kosningar. Og ég hef reyndar aldrei skynjað það eins sterkt og þá hvað þetta er í rauninni fjölmennur, góður og sterkur flokkur." — En Svavar, þetta hefur aldrei verið fámennari stuðningur. Hveijir kiikk- uðu? „Úrslit þessara kosninga eru fyrst og fremst óljós, og það er galli. En mér er það ljóst og ég viðurkenni það að t.d. opinberir starfsmenn, heilbrigðisstéttirnar og jafnvel fieiri, fóru yfir á Kvennalistann. Og eitthvað af því verkamannafylgi sem við höfum haft aðgang að gæti hafa farið yfir á Borgara- flokkinn." — Verkalýðstengslin hafa beðið skip- brot hjá ykkur. Ertu ekki að segja að áherslan á þau tengsi hafi verið hræði- leg mistök? „Ja, ég held að það sé óhjákvæmilegt fyrir flokk eins og Alþýðubandalagið að leggja rækt við verkalýðshreyfinguna, spurningin er hins vegar hvernig hann gerir það. Ég held við þurfum að læra af þessum úrslitum að vanda okkur betur að ná beint til fólksins, en ekki að horfa alltaf yfir öxlina á stofnun- um til þess ...“ — Varðar þetta Ásmund Stefánsson? „Ég vil taka það sérstaklega fram að þessi kosningaúrslit eru sérstaklega ósanngjörn gagnvart Ásmundi, fyrst og fremst vegna þess að það er kannski enginn maður á Is- iandi sem á meira i baráttunni við verðbólg- una, staðgreiðslukerfi skatta, húsnæðisum- bótunum, heldur en hann. Þeirrar uppskeru fær hann ekki að njóta, heldur Kletturinn." — En kallar niðurstaða kosninganna ekki samt á það að Alþýðubandalagið verði að skera á fjötra sem halda flokki og hreyfingu saman? „Ég held að aðalatriðið sé það þegar flokk- ur verður fyrir áfalii, þá þurfi hann að skoða allt í senn; málefnin, framsetningu þeirra og forystusveitina. Það er, held ég, mjög slæmt fyrir flokk sem lendir í svona áfalli, að skipta bara um formann eða eitthvað þvíumlíkt — sem getur þó út af fyrir sig vel komið til greina. Það þarf að átta sig á því að áfall í kosningum er fyrst og fremst pólitískt." — f þessu svari þínu finnst mér gæta löngunar til áframhaldandi formennsku þrátt fyrir ýmsar yfirlýsingar flokks- manna síðustu daga. Hyggstu sækjast eftir áframhaldi? „Samkvæmt flokksreglum okkar gæti ég setið eitt kjörtímabil í viðbót, en auðvitað á flokkurinn rétt á því að losna við mig og ég að hvíla mig frá þessu starfi um tíma.“ — Er þér nokkuð stætt á öðru en fara frá? „Ég svara flokknum fyrst um þetta mál, en ekki neinum fjölmiðli. En ég mun að sjálf- sögðu gegna öllum mínum formannsskyld- um svo sem verið hefur." — Undir þinni forystu hefur flokkur- inn ætíð tapað kosningum til þings og er kominn úr 14 mönnum ’78 niður í 8 nú. Klippt og skorið Svavar: Þarf flokkurinn ekki nýjan mann? „Það er ekki nokkur vafi á því að ef þetta hrun er formanninum að kenna og vegna formennsku hans, þá væri alveg sjálfsagður hlutur að slátra formanninum bara einn, tveir, þrír. En ég held, því miður, að orsakir áfallsins séu dýpri og aðeins flóknari. í flokknum hefur fjölgað mikið frá 78 og það eru nú komin viss skil í gamla flokkakerfið. Niðurstaðan nú er t.d. skýr skilaboð til allra vinstri manna um að fara að endurskipu- leggja alla sína hreyfingu til þess að hún rísi undir hlutverki sínu." — Muntu beita þér sérstaklega í þessa átt á næstu misserum? „Já, ég er tilbúinn til þess." — Er kominn tími til að tengja A-flokk- ana t.d.? „Það er nú orðið langt síðan, en hins vegar höfum við átt í þeim vandræðum að alþýðu- flokksmenn hafa ekki viljað tala við okkur síðustu áratugina, síðan Hannibal var rekinn úr Alþýðuflokknum, má segja.“ — Eg heyri að þú ert veikur fyrir sam- einingu. „Alþýðubandalagið er samfylkingarflokk- ur. Það vill stuðla að samvinnu vinstri manna. Ég tel að það mál sé stöðugt á dag- skrá. Hins vegar mega menn ekki gieyma því að menn sameina ekki vinstri menn, ekki verkamenn, með því einu að leggja saman A, G og t.d. V. Það gerist því aðeins að málefnin sem þessir flokkar boða, hver í sínu lagi eða hver fyrir sig, hitti þjóðina fyrir. En það er alveg ljóst að ég hef alltaf verið mjög ákveðinn fylgismaður þess að það verði ailt reynt sem unnt er til að ná þeim saman í sam- tök sem saman eiga í þessu landi. Félags- hyggjufólk, vinstri menn, eru núna undir mörgum regnhlífum. Það er slærnt." — Eru þe8si mál á döfinni núna, milli ykkar Jóns Baldvins? „Við höfum talað saman núna eftir kosn- ingarnar um eitt og annað, en hann er nú í óða önn að mynda stjórn með Sjálfstæðis- flokknum og Alþýðuflokkurinn virðist vera mjög fastur við það. Ég óttast það að værum við sitt hvorum megin borðsins gæti það spillt _mjög þessum möguleikum núna." — Útilokarðu stjórnarþátttöku AI- þýðubandalagsins eftir þessar kosn- ingar? „Ég tel það alveg fráleitt að bæði Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hafi nokkurt frumkvæði til stjórnarmyndunar núna á næstu vikum. Það á hiklaust að láta reyna á hina flokkana." — Er stjórnarþátttaka af ykkar hálfu ómöguleg? „Hún er bara ekki á blaði, fyrst um sinn. Við erum búin að fá ákveðinn dóm, dóm kjósenda, sem við áfrýjum að vísu til næstu kosninga, en það er rugl og barnaskapur að reyna að vera að breyta þeim dómi.“ — Förum aftur fram fyrir kosningarn- ar. Formaður Alþýðuflokks tók þá áhættu að fara í þriðja sæti listans í Reykjavík til að rýma fyrir nýjum manni. Heldurðu að það hefði dugað ykkur ef þú hefðir gert hið sama? „Þá væri ég að lýsa því yfir að ég hefði miklu meira álit á sjálfum mér en góðu hófi gegnir. Menn eiga ekki að vera svona montn- ir af sjálfum sér. Hins vegar get ég ekki neit- að því að mér datt í hug að ég hefði jafnvel átt að taka þennan „sjens", en þá hefði ég ekki tekið þriðja sætið, heldur fjórða ...“ — Skorti þig pólitískt þor til þess arna? „Mig skorti kannski þá eigingirni sem þarf tii að gera svona lagað .. .“ — Hvað áttu við með „eigingirni‘7 „Mér fannst, að ef ég hefði t.d. farið á Vest- firði, þá væri ég að yfirgefa þann stað sem ég hef ríkastar skyldur. En ég get ekki neitað því að mig langaði vestur. Og það hefði kannski verið þægilegra fyrir mig persónulega." — Svavar, hefur þig skort pólitískt áræði í gegnum tíðina? „Nú er erfitt að dæma í sjálfs sín sök, Sigmundur minn. Ég held nú samt að mér hafi oftar verið legið á hálsi fyrir of mikla dirfsku, m.a. þegar ég átti hlut að stjórnar- myndun með Gunnari Thoroddsen. Hins vegar má kannski gagnrýna mig fyrir það að ég hef verið of umburðariyndur, m.a. í flokknum. Ég hef of mikið verið í gæsluhlut- verki, kannski gert menn of ábyrgðarlausa með því að taka hluti of einhliða á mig.“ — Svavar, pólitísk sól þín reis ótrúlega hratt frá '78, en nú stendurðu uppi — að- eins 42 ára — með mestu niðuriægingu flokksins frá upphafi. Fórstu of geyst? „Það getur vel verið, en ég hef nú kannski ekki átt sök á því einn. Ég var nú kallaður til þessara verka, settur í þau af flokknum, og hafi það verið mistök, þá voru þau ekki síður flokksins en mín, að hafa yfirleitt farið út í þetta..." — Ertu bitur? „Nei, ætli það. Ég er sár. Mér finnast úrslit- in ósanngjörn. Ég setti fram mjög skýrar lín- ur fyrir þessar kosningar. Ég hafði svör og auðvitað er ég sár að þau hafi ekki komist í gegn, sérstaklega vegna þess að í rauninni vantaði aðeins herslumuninn."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.