Helgarpósturinn - 30.04.1987, Page 8

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Page 8
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÖSTSINS eftir Helga Má Arthursson og Halldór Halldórsson mynd: Carsten Kristinsson LANGFLESTIR TREYSTA STEINl Adrir flokksleidtogar koma ekki til greina sem forsœtisráöherra — Fœstir vilja nýjar kosningar — Flestir vilja Framsókn og Sjálfstœðisflokk með tilstyrk Kvennalista eða Alþýðuflokks A þriðjudagskuöld, sama dag og Steingrímur Hermannsson forsœtis- ráðherra gekk á fund Vigdísar Finn- bogadóttur forseta með lausnar- beiðni fráfarandi ríkisstjórnar, efndi Helgarpósturinn til skoðanakönn- unar, þar sem fram kemur m.a. að Steingrímur Hermannsson nýtur svo mikils trausts sem stjórnmála- leiðtogi að aðrir flokksleiðtogar verða nánast að hreinu aukaatriði í samanburði. í könnuninni, sem náði til Reykja- víkur eingöngu, var m.a. spurt „Hver ætti að verða forsætisráð- herra?" og voru 49% þeirra, sem tóku afstöðu þeirrar skoðunar, að það ætti að verða Steingrímur Her- mannsson. Samsvarandi tölur fyrir aðra flokksleiðtoga voru þær, að Þor- steinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- flokksins nýtur trausts til að gegna embætti forsætisráðherra meðal 7,7% kjósenda í Reykjavík, Jón Baldvin Hannibalsson meðal 7,2%, Guðrún Agnarsdóttir meðal 7,1%, Albert Guðmundsson hjá 3,1% og Svavar Gestsson hjá tæplega einu prósenti þeirra, sem tóku afstöðu í Reykjavík. FLOKKARNIR VERÐA AÐ BREYTAST — annars lída þeir undir lok, segir Steingrímur Hermannsson S.teingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, nýtur fylgis um- fram aðra stjórnmálaleiðtoga þeg- ar spurt er um hver skuli gegna embætti forsætisráðherra. Yfir- burðir Steingríms Hermannsson- ar eru ótrúlegir. í fljótu bragði mætti ætla, að hann nyti meiri vinsælda í Reykjaneskjördæmi og í kjördæmum úti á landi, en í skoð- anakönnun HP voru aðeins kjós- endur í Reykjavík spurðir. í fram- haldi útkomu könnunar HP var forsætisráðherra spurður álits á niðurstöðunum. Hann sagði m.a.: „Mér þykir niðurstaðan mjög ánægjuleg viðurkenning á mínu starfi. Mér er það efst í huga, að bregðast ekki því trausti, sem menn hafa sýnt mér. Ég mun gera mitt besta til að tryggja að hér verði áfram stöðugleiki í stjórn- málum með ábyrgri rikisstjórn." Steingrímur Hermannsson var þá spurður um það hvort hann liti svo á, að niðurstöðurnar táknuðu varanlegar breytingar á flokka- kerfinu í Ijósi þess að Sjálfstæðis- flokkur hefði beðið mikið afhroð í kosningunum. „Ég hef hugsað mikið um þessa hluti," sagði Stein- grímur, „og ég er sammála því að gömlu flokkarnir og hefðbundinn hægri-vinstri dans þeirra — og hér undanskil ég ekki minn flokk — er tímaskekkja. Þetta er liðin tíð, þessi hefðbundna skipting í hægri- vinstri. Stór hluti af því unga fólki sem ég hef hitt hugsar eftir öðrum línum og annað hvort verða flokk- arnir að breytast og það mikið, eða þeir líða undir lok.“ IGREINARGERÐ SKAIS Þessi skoðanakönnun var gerð þann 28. apríl 1987 á milli klukkan 19 og 23. Valið var handahófsúrtak 744 símanúmera í Reykjavík sam- kvæmt tölvuskrá um símanúmer einstaklinga. Spurningum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri. Ekki náðist að hringja í nema 662 númer og þar af náðist samband við 453. Þar af neituðu 26 að svara, en auk þess færðust alimargir undan því að svara einstökum spurning- um. í svörunarúrtakinu lentu 168 karlar og 259 konur, en konur reyndust tregari til þess að taka af- stöðu eins og kemur fram í töflum hér á eftir. Spurt var í þessari röð: 1. Komu úrslitin í alþingiskosning- unum þér á óvart? 2. Telur þú að það eigi að kjósa fljótlega aftur? 3. Ef svo, hvenær á að kjósa? 4. Hvernig stjórnarmynstur vild- irðu helst sjá? 5. Hver ætti að verða forsætisráð- herra? Niðurstöðurnar birtast í meðfylgj- andi töflum. í hverri töflu eru birt vikmörk miðað við 95% öryggi. 8 HELGARPÓSTURINN Einnig eru sýnd efri og neðri mörk fyrir hvern þátt. Fjöldi þeirra sem svara er gefinn fyrir neðan hverja töflu. Út frá honum má að sjálfsögðu reikna fjölda þeirra sem svara ekki. Dálkurinn með yfirskriftinni leið- rétt, tekur tillit til mismunandi svör- unarhlutfalls kynjanna. Eins og sést breytir þessi leiðrétting yfirleitt ekki miklu. Niðurstöðurnar eru einnig sýndar á súluritum. Súlurit þessi eru nokk- uð nýstárleg að því leyti að vik- mörkin eru sett inn. Þannig sýnir neðsti hluti súlunnar (dökkur) það sem nefna má grunnfylgi við ákveð- ið svar, þ.e. hve lágt fylgið gæti verið miðað við 95% vissu. Þessi hluti að viðbættum skástrikaða hlutanum sýnir hve margir gáfu í könnuninni þetta svar. Efsti hlutinn (hvítur) sýn- ir svo hve hátt hlutfall þeirra sem hafa ákveðna afstöðu gæti teygt sig miðað við 95% vissu. Sé grunnfylgi við ákveðna skoðun hærra en efri mörk við aðra, er hægt að segja að marktækur munur sé á fylgi, en annars ekki. Framsetning af þessu tagi hlýtur að teljast mjög æskileg til þess að undirstrika óvissu þá er ríkir ávallt þegar byggt er á tilviljanaúr- tökum. Óákveðnir voru 22,4% og 2,9% nefndu aðra einstaklinga. AFGERANDI OG ÞVER- PÓLITÍSKUR Þessi niðurstaða er svo afgerandi stuðningsyfirlýsing við Steingrím Hermannsson, sem jafnframt er af mörgum talinn sigurvegari kosning- anna, að líkurnar á því, að honum verði falin fyrsta tilraun til stjórnar- myndunar hljóta að vera yfirgnæf- andi. Rétt er að ítreka, að könnunin náði einvörðungu til Reykjavíkur, en fullvíst má telja, að Steingrímur hefði fengið mun betri útkomu, ef könnunin hefði náð til kjördæmis hans, Reykjaness og landsbyggðar- innar, þar sem Framsóknarflokkur- inn hefur verulega meira fylgi en í Reykjavík. Annars er óhætt að stað- hæfa, að þessi mikli stuðningur við Steingrím er fyrst og fremst stuðn- ingur við persónu hans og er þver- pólitískur. í könnun Helgarpóstsins var spurt um fleira. BDV EÐA BDA Ein spurningin varðaði það hvers konar stjórnarmynztur nyti mestrar hylli. Niðurstaðan er sú, að flestir hallast að því, að mynduð verði samsteypustjórn Framsóknarf lokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista eða alls 16,2% þeirra, sem tóku af- stöðu. Rétt er að taka fram, að svör- un við þessari spurningu var tiltölu- lega slök, um 36% þeirra sem svör- uðu voru óákveðnir. Næstvinsælasta stjórnarmynztrið reyndist vera stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Kvennalista eða það stjórnarmynztur, sem Jón Baldvin hefur lagt mesta áherzlu á, bæði fyrir og eftir kosningar. 12,7% þeirra sem tóku afstöðu töldu slíka stjórn æskilegasta. Loks er rétt að nefna samsteypu- stjórn fráfarandi stjórnarflokka, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, auk Alþýðuflokks. Alls voru 7,5% Telur þú að það eigi að kjósa aftur? 70 60 50 40 Hlutfall 30 20 10 Já Ne i 0 Efri mörk S Neöri mörk | Grunnfylgi Ekki viss 25 20 ABD ABGS ABGU ADS ADU BDG BDU BDS UTANÞMINNI HL. Hvernig stjórn? Hvaða forsætisráðherra?

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.