Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 9

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 9
í KJÖLFAR KOSNINGANNA — SPÁÐ í SPILIN jRÍMI þeirra, sem tóku afstöðu fylgjandi þessari stjórnargerð. Aðrar samsetningar nutu mun minna fylgis. Þó má nefna sam- steypustjórn Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks auk Borgaraflokks, sem 4,9% svarenda töldu fýsilegan kost. Auk tveggja framangreindra spurninga spurðum við hvort úrslit kosninganna hefðu komið fólki á óvart. 43% svöruðu neitandi en 29% játandi. Um 25% vildu ekki svara þessari spurningu. Þá spurðum við hvort fólk teldi, að kjósa ætti aftur fljótlega og þá hvenær. Afgerandi meirihluti, 63%, taldi ekki ástæðu til þess að efna til nýrra kosninga, en 17% kváðu já við þeirri spurningu. Fram kom, að lítil stemmning er fyrir haustkosning- um. -H.H. Steingrímur og Þorsteinn í slag? í vangaveltum um stjórnarmynd- unarþreifingar er ákaflega mikil- vægt að gera sér grein fyrir því, að bæði Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson telja það lífsnauð- syn fyrir sjálfa sig og flokka sína að þeir verði forsætisráðherrar í næstu ríkisstjórn. í tilviki Steingríms liggur í augum uppi, að hann sækir þetta mjög fast og mun leggja sig allan fram um að komast í þá aðstöðu að verða for- ystumaður nýrrar ríkisstjórnar. Ástæðan er einfaldlega sú, að Fram- sókn hefur haft forystu í ríkisstjórn og eykur fylgi sitt í kosningum á sama tíma og samstarfsflokkurinn bíður afhroð. Jafnframt eru Stein- grími fullljósar persónulegar vin- sældir sínar og það traust, sem hann nýtur um land allt og í öllum flokk- um. Og svo má náttúrlega ekki gleyma því, að forysta í ríkisstjórn getur skipt sköpum í stjórnarsam- starfi. Varðandi Þorstein Pálsson er dæmið örlitlu flóknara. í Sjálfstæðisflokknum gera menn sér fulla grein fyrir því, að í raun er ekkert sjálfgefið, að Þorsteinn Páls- spn verði áfram formaður flokksins. Á hinn bóginn er mönnum jafnljóst, að formannsskipti nú eða einhvern tíma í nánustu framtíð eru ekki fýsi- legur möguleiki og líklegri til að sundra flokknum meira en komið er. Að vísu eru þeir til, sem segja, að lausnin sé fólgin í formannsskiptum en að því tilskildu, að Davíö Odds- son borgarstjóri taki við starfinu. Hann mun hins vegar ekki vera þess fýsandi um þessar mundir. Hann vill fremur bíða og sjá hverju fram vind- ur. Hann hefur nægan tíma. Að þessu gefnu segja forystu- menn í Sjálfstæðisflokknum, eink- um hinir yngri, og hinir eldri munu fallast á rökin, að eina vænlega leið- in til að „endurreisa" Þorstein sem leidtoga sé, að hann komist í sviðs- ljós forsætisráðherraembættisins og verði þjóðarleiðtogi. Af þessu er morgunljóst, að það verður harður slagur á milli fram- sóknarmanna og sjálfstæðismanna, Steingríms og Þorsteins, um það hvor eigi að verða forsætisráðherra. Þessi barátta gæti jafnvel orðið til þess, að fráfarandi stjórnarflokkar fari ekki saman í ríkisstjórn — enda þótt samstarf þeirra tveggja ásamt þriðja flokki virðist vænlegasta lausnin þessa dagana. Kosningaúrslitin sýna að samband Sjálfstæðisflokksins við kjósendur hefur að einhverju leyti rofnað. Það væri einföld lausn á flóknu máli að draga Þorstein Pálsson einan til ábyrgðar. Formaður flokksins hlýðir hér á niðurstöður kosninga ( nærveru Ölafs Sigurðssonar, fréttamanns, á kosninganótt. FLOKKAKERFI í UPPNÁMI MÖGULEIKIÁ SAMRUNA A-FLOKKANNA • SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR í SÁRUM Niðurstada kosninganna hefur af mörgum verið nefnd endalok flokkakerfisins. Flokkakerfis fjórða áratugarins. Steingrímur Her- mannsson gengur svo langt að segja, að ef gömlu flokkarnir breyt- ist ekki þá muni þeir líða undir lok. Ýmislegt bendir til þess að forsœtis- ráðherra hafi rétt fyrir sér í þessu máli. Eins og staðið var að af- greiðslu máls Alberts Guðmunds- sonar af forystumönnum Sjálfstœð- isflokks er ólíklegt að hann nái aftur sama styrk og hann hafði á stjórn- málasviðinu fyrir stofnun Borgara- flokks. Þá er ástandið á hinum svo- kallaða vinstri kanti stjórnmálanna ekki síður athyglisvert. Alþýðu- bandalagið tapar fylgi og verður minna en Alþýðuflokkur og Kvennalisti styrkir stöðu sína mjög verulega. SIGUR FRAMSÓKNARFLOKKS Undir forystu Steingríms Her- mannssonar er Framsóknarflokkur einn sigurvegari kosninganna sér- staklega í ljósi þess að flokknum hafði verið spáð slæmri útreið í kosningum. Þessi skoðun er almenn meðal forystumanna og stuðnings- manna flokksins. Forysta flokksins telur þetta ótvíræð skilaboð um það að flokkurinn eigi að fara í ríkis- stjórn. Vinsældir Steingríms Her- mannssonar benda eindregið til þess, að mikiil vilji sé fyrir því að hann haldi áfram sem forsætisráð- herra. Þetta kemur fram í kosning- um. Þetta kemur fram í skoðana- könnun HP sem birtist hér til hliðar. Framsóknarmenn fara sér enda hægt í þeim óformlegu stjórnar- myndunarviðræðum sem farið hafa fram. Samkvæmt heimildum HP úti- loka forystumenn Framsóknar eng- an flokk í hugsanlegu meirihluta- samstarfi, enda þótt það gæti orðið erfitt fyrir marga framsóknarmenn að sætta sig við t.d. samstarf við Al- þýðuflokk undir forystu Jóns Bald- vins. Þeir framsóknarmenn eru hins vegar til sem benda á það, að ágætt samstarf hafi verið á milli t.d. Bene- dikts Gröndal og Kjartans Jóhanns- sonar úr Alþýðuflokki og framsókn- armanna. Það er því alls ekki hægt að útiloka samstarf þessara flokka, enda þótt þessi kostur þyki ólíkleg- ur í bili. ÞORSTEINN STENDUR TÆPT Formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni, er kennt um tap flokksins í kosningunum. Sem for- maður flokksins ber hann ábyrgð á framvindu mála, en rétt er að undir- strika, að Þorsteinn Pálsson hefur ekki alræðisvald í flokki sínum. Minna má á, að tveir valdamiklir forystumenn flokksins, Davíð Odds- son og Sverrir Hermannsson, hafa hvor með sínum hætti lýst afdráttar- lausum stuðningi við aðgerð Þor- steins gegn Albert Guðmundssyni og í valdastofnunum flokksins ríkti — fyrir kosningar — eining um þá leið sem Þorsteinn kaus að fara í þessu óþægilega máli. Það má hins vegar fastlega gera ráð fyrir því, að Þorsteinn Pálsson verði látinn sæta ábyrgð á fylgis- hruni flokksins — nú eftir kosningar. Skoðanakönnun HP, sem vitnað var til hér áður, sýnir svo ekki verður um villst, að Þorsteinn Pálsson nýtur takmarkaðs trausts meðal kjós- enda. Aðeins um tíu prósent að- spurðra í Reykjavík vildu fá hann sem forsætisráðherra. Þetta eru ótvíræð skilboð til forystu Sjálf- stæðisflokksins um að forysta flokksins njóti ekki trausts, eða að stór skari kjósenda hafi einfaldlega snúið baki við flokknum, a.m.k. um stundarsakir. Tekið skal fram, að skoðanakönnunin var gerð í Reykjavík. í sterkasta vígi Sjálfstæð- isflokksins til þessa. Burtséð frá könnun HP er Sjálf- stæðisflokkurinn í sárum. Ólíklegt þykir að hann komi með beinum hætti inn í stjórnarmyndunarvið- ræður næstu daga, enda hefur flokkurinn eftirlátið Jóni Baldvin Hannibalssyni frumkvæði í viðræð- um við Kvennalista svo dæmi sé tek- ið. ÓVÆNT STAÐA í ALÞÝÐU FLOKKI Álþýðuflokknum var um tíma spáð miklum kosningasigri í ljósi niðurstaðna skoðanakannana, en mælt fylgi flokksins var um og yfir tuttugu prósent. Miðað við það fylgi var flokkurinn valkostur gegn Framsóknarflokki í hugsanlegu stjórnarmynstri með Sjálfstæðis- flokki. Þær miklu breytingar sem urðu síðustu vikur kosningabarátt- unnar með tilurð Borgaraflokks breyttu stöðu Alþýðuflokks á afger- andi hátt. Margir forystumanna Alþýðu- flokks hafa gengið út frá því sem gefnu, að flokkurinn lenti í ríkis- stjórn að afloknum þessum kosning- um. Úrslit kosninganna eru með þeim hætti, að Alþýðuflokkur neyð- ist e.t.v. til að fara inn í stjórnar- mynstur, sem hann hafnaði í kosn- ingabaráttunni, þ.e. í ríkisstjórn með Framsóknarf lokki. Heimildir HP í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki herma, að stjórnarsamvinna þessara flokka og Kvennalista gæti komið til greina, en sé ólikleg. í Sjálfstæðisflokki benda menn á það, að margar „þingkvenna" Kvennalista séu mjög róttækar, þingmeirihluti slíkrar rík- isstjórnar væri naumur og hætt við að þegar grípa ætti til ráðstafana til að þurrka út halla fjárlaga, þá myndu konur skerast úr leik. Vand- inn sé það mikill, að sú áhersla sem konur leggja á félags- og velferðar- mál samræmist ekki fyrirsjáanleg- um harkalegum aðgerðum í ríkis- fjármálum og peningamálum. Draumar Alþýðuflokks stóðu til tveggja flokka stjórnar og eru von- brigðin því með takmarkaðan kosningasigur Alþýðuflokks og klofninginn í Sjálfstæðisflokki. Það mun þó vera almenn skoðun for- ystumanna flokksins, að stjórn- málaflokkunum beri skylda til að virða úrslit kosninganna og vinna úr þeim skv. niðurstöðunni. Þetta gæti orðið til þess að Alþýðuflokk- urinn lenti í stjórn með Framsóknar- flokki og hugsanlega Sjálfstæðis- flokki, að nokkrum vikum liðnum. NÝR JAFNAÐARMANNA- FLOKKUR í UPPSIGLINGU? Alþýðubandalagið er í miklum sárum, eins og menn hafa getað fylgst með í fréttatímum ljósvaka- miðlanna. Miðstjórn flokksins kem- ur saman fljótlega og þar mun, ef Guðrún Helgadóttir heldur fast við þá skoðun sína, að skipta eigi um forystu í Alþýðubandalaginu, vænt- anlega koma fram vantraust á for- mann flokksins. Samskiptin við verkalýðsforystuna verða vafalaust mikið rædd, einkum sú fullyrðing, að kenna megi Ásmundi Stefáns- syni um hrakfarir Alþýðubanda- lagsins í kosningum. Sumir forystumanna Alþýðu- bandalags hafa bent á þetta sem skýringu á fylgistapinu, en í þessu sambandi má minna á að það var ekki verkalýðshreyfingin eða for- ystan sem var í framboði, auk þess sem Ásmundur Stefánsson beitti sér sáralítið í kosningabaráttunni. Að gera forseta ASÍ ábyrgan fyrir fylgis- tapinu er mikil einföldun á flóknara máli sem ekki verður rakið hér. Sú staðreynd að Alþýðubandalag- ið verður minna en Alþýðuflokkur gæti opnað möguleika, sem ekki hafa verið fyrir hendi í íslenskum stjórnmálum lengi, nefnilega sam- einingu A-flokkanna. Jón Baldvin Hannibalsson hefur þráfaldlega lýst því yfir, að þetta væri takmark hans í pólitík: Að sameina alla jafnaðar- menn í einn stóran sterkan jafnaðar- mannaflokk. Heimildir HP innan Alþýðuflokks- ins og formaður Alþýðubandalags- ins, Svavar Gestsson, sem er í Yfir- heyrslu HP í dag, viðurkenna að þetta sé möguleiki sem þeir Jón Baldvin hafi rætt eftir kosningar. Heimildir HP herma, að með því að flokkarnir opni á þann mögu- leika, að renna flokkunum saman í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki, þá sé afar líklegt, að Alþýðubandalagið sem við fyrstu sýn virðist ekki vera á ríkisstjórnarbuxum slái til og gangi í ríkisstjórn. Áhrifamiklir menn í báðum flokkum í verkalýðs- hreyfingunni hafa rætt þessi mál og í þessu sambandi má benda á yfir- lýsingar formanns Alþýðuflokksins um ágæti verkalýðsforystu Alþýðu- bandalags fyrir nokkrum mánuð- um. Slíka stjórn gætu A-flokkarnir myndað á jafnréttisgrundvelli gagn- vart Sjálfstæðisflokki. Þingstyrkur- inn yrði tvisvar sinnum 18 þing- menn. Samstarf í þessa veru þýddi, mið- að við núverandi stöðu Sjálfstæðis- flokks, að A-flokkarnir væru val- kostur við Sjálfstæðisflokk sem öfl- ugur flokkur í kosningum. Tíminn sker úr um þróun þessara viðræðna, sem þegar eru komnar af stað. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.