Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 10
HP
HELGARPÓSTURINN
Ritstjóri:
Halldór Halldórsson
Ritstjórnarfulltrúar:
Helgi Már Arthursson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Blaðamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir
Friðrik Þór Guðmundsson
Gunnar Smári Egilsson
Kristján Kristjánsson
Jónína Leósdóttir og
Óskar Guðmundsson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garðar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar:
Sigurður Baldursson
Dreifing:
Garðar Jensson
(heimasími: 74471)
Guðrún Geirsdóttir
Afgreiðsla:
Bryndfs Hilmarsdóttir
Ritstjórn og auglýsingar
eru að Ármúla 36, Reykjavík sími
681511. Afgreiðsla og skrifstofa
eru að Ármúla 36, sími 681511.
Útgefandi: Goðgá h/f
Setning og umbrot:
Leturval s/f.
Prentun: Blaðaprent h/f.
LEIÐARI
Stjórnarmyndun eða þreifingar
Fyrir alþingiskosningarnar leyfðum við
okkur á Helgarpóstinum að nefna þær í fyrir-
sögn „kosningar aldarinnar" og var það gert
í Ijósi ákaflega óljósra úrslita, ef mið var tekið
af niðurstöðum skoðanakannana, og svo
mikils óróa á „atkvæðamarkaðnum" vegna
hins nýja flokks Alberts Guðmundssonar.
Nú liggur fyrir, að síst var ofmælt. í pólitík-
inni er allt upp í loft, tveir rótgrónir stjórnmála-
flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið, eru í sárum, glænýr stjórnmála-
flokkur vinnur stærsta kosningasigurinn og
Kvennalistinn fær staðfestingu hjá kjósend-
um um tilverurétt sinn og gott betur.
Aðeins tveir gömlu flokkanna geta sæmi-
lega við unað, Alþýðuflokkur vinnur nokkuð
á (en mun minna en menn þar á bæ höfðu
vonað) og Framsókn nær því að standa nokk-
urn veginn í stað eftir að hafa verið í ríkisstjórn
í u.þ.b. einn og hálfan áratug.
Ótvíræður sigurvegari kosninganna er Al-
bert Guðmundsson og Borgaraflokkurinn.
Þetta klofningsframboð út úr Sjálfstæðis-
flokknum, sem varð til á nánast einni nóttu,
kemur inn á þing með 7 þingmenn, einum
meira en Kvennalistinn og einum færra en Al-
þýðubandalagið. í stjórnmálaumfjöllun dag-
blaðanna (flokksblaðanna) hefur mönnum,
að því er virðist, sést yfir þetta, eða ekki viljað
sjá það.
Að vísu er skylt að geta þess, að allar líkur
eru til þess, að þingflokkur Borgaraflokksins
verði vængstýfður af gömlu flokkunum
(Kvennalistinn með talinn) af ástæðum, sem
óþarft er að rifja upp hér. Þó gætu stjórnar-
myndunartilraunir orðið á þann veg, að Borg-
araflokkurinn lendi óvart og skyndilega í lykil-
stöðu. Það skyldi enginn vanmeta Albert
Guðmundsson í pólitískri refskák næstu daga
eða vikna.
Helgarpósturinn getur ekki á sér setið og
gert athugasemd við þá ósk Steingríms Her-
mannssonar og Þorsteins Pálssonar að forseti
íslands feli engum umboð til stjórnarmynd-
unar fyrr en eftir helgi eða heilli viku eftir að
kosningaúrslit lágu fyrir. Þetta mun vera eins-
dæmi og er að okkar mati ólýðræðislegt.
Hitt er svo allt annað mál hvað er „prakt-
ískt" og ekki „praktískt" að mati þessara
tveggja flokksleiðtoga. Þeir vilja „þreifa" og
kanna óformlega, eins og það heitir, og má
vel vera að það beri meiri árangur en hin form-
lega leið. Hins vegar má leiða að því sterkar
líkur, að með þessu séu þessir tveir flokksleið-
togar og e.t.v. fleiri formenn að kaupa sér tíma
á fölskum forsendum.
Bæði Þorsteini og Steingrími er pólitísk lífs-
nauðsyn á því að verða í ríkisstjórn og báðum
er lífsnauðsyn á því að verða forsætisráð-
herra, einkum þó Þorsteini vegna hrikalegrar
útreiðar sjálfstæðismanna í kosningunum.
Hvað um það, þá hlýtur að setja hlátur að
öllu hugsandi fólki, sem heyrir þessa sömu
menn gagnrýna Jón Baldvin Hannibalsson
fyrir að hafa hafið stjórnarmyndunarviðræður
„án umboðs" af þeirri ástæðu einni, að hann
hefur gengið ötulast fram í viðræðum við full-
trúa annarra flokka.
Því bæði Steingrímur og Þorsteinn hafa
verið á sömu buxunum frá því úrslit kosning-
anna lágu fyrir. Þeir hafa einnig verið á kafi í
„stjórnarmyndunarviðræðum".
Gallinn við þetta allt saman er sá, að forseti
átti að ræða við fulltrúa flokkanna strax og
fela síðan einum þeirra vandaverkið stjórnar-
myndun.
VACUUM POKKUNARVELAR ERU HAGÆÐA VELAR A
HAGSTÆÐU VERÐI
FYRIR KJÖT- OG FISKVINNSLUR HÓTEL,
VEITINGAHÚS OG KJÖRBÚÐIR
Nú eru Henkovac vélarnar tölvustýrðar (Microprocessor
control), sem þýðir að öll stig Vacuum pökkunarinnar frá því
vélinni er lokað og þar til hún opnast er stýrt sjálfvirkt af tölvu
forriti. Með , ,Microprocessor“ stýringunni hefur Henkovac
skotið öðrum framleiðendum ,,Vacuum pökkunarvéla" langt
aftur fyrir sig.
w.
v-
llpPíJÍ;
Henkovac byggir á 35 ára reynslu og er leiðandi framleið-
andi Vacuum pökkunarvéla með útflutning til 55 landa.
Yfirburðir Henkovác véla endurspeglast best í því að á síð-
ustu árum hefur framletðslan aukist um 600%.
VIÐ HÖFUM EINKAUMBOÐ FYRIR HENKOVAC
1'lilSl.lHÍ llF
KRÓKHÁLS 6 SÍMI 671900
Athugasemd
Kristín Njarövík leiðsögumaður
hafði samband við blaðið og vildi
gera eftirfarandi athugasemdir við
smáfrétt í síðasta blaði, sem fjallaði
um verkfall leiðsögumanna:
1. Félag leidsögumanna heitir
ekki Félag íslenskra leiðsögu-
manna.
2. Kynnisferðir eru sf. en ekki hf.
3. I samningaviðræðum hefur
ekki staðið á samningsvilja leið-
sögumanna, að sögn Kristínar.
4. Smáfréttin fjallar einkum um
tvær konur, leiðsögumenn, og stað-
hæft, að þær skilji ekkert í því hvers
vegna verkfall leiðsögumanna var
látið hefjast jafn snemma og raun
ber vitni. Þetta mun vera þeim stöll-
um fullljóst.
Þessu er hér með komið á fram-
færi.
Ritstj.
Athugasemd
Fimmtudaginn 23. apríl birtist í
þeim dálkum HP, sem manna á
meðal ganga undir heitinu „slúður-
dálkar" klausa, þar sem undirritað-
ur kemur við sögu — og er reyndar
haft svo mikið við að birta mynd
með.
Þarna segir frá hópi fólks, sem ég
fékk til þess að spá í hin pólitísku
spil á kosningavöku sjónvarpsins.
Venjulega kippi ég mér ekki upp
við það sem í þessum dálkum stend-
ur, en þar sem þarna er heldur
ónotalega að mér vikið, þykir mér
rétt að greina nokkuð nánar frá
þessu.
Upphaflega hafði ég ætlað að í
þessum hópi yrði kynskipting sem
jöfnust, en svo fór að karlar reynd-
ust fúsari til þátttöku en konur og
þar kom að ég var kominn með hóp
fjögurra karla, en hafði fengið af-
svar hjá þeim konum sem ég leitaði
til.
Þá hringdi ég í Þórhildi Þorleifs-
dóttur kvennalistakonu þeirra er-
inda að leita eftir nöfnum kvenna,
sem hún teldi líklegar til þátttöku í
umræðum af þessu tagi, því að mér
þótti ótækt með öllu, að þarna yrði
þó ekki að minnsta kosti ein kona.
Þórhildi þekki ég sem skelegga
konu og einarða í málflutningi og
hóf því mál mitt við hana með því
að segja sem var, að helst hefdi ég
kosið að fá hana sjálfa til umræðn-
anna. Það var þó ekki hægt vegna
reglu sem ég hafði sjálfur sett, það
er að í hópnum skyldi ekki vera fólk
úr forystuliði flokka eða stjórnmála-
samtaka. Rangt er það hins vegar
sem fram er haldið í klausunni í HP,
að þetta fólk mætti ekki vera í fram-
boði. Skilyrðið fól eingöngu í sér, að
það væri ekki í fremstu víglínu, því
að ég vildi ekki að á þennan hóp
yrði litið sem fulltrúa flokka. Nú má
vera, að viðtengingarhátturinn í
upphafi samtals okkar Þórhildar
hafi ekki komist til þeirra skila sem
skyldi, þótt mér væri ekki annað
ljóst þá. Það er þá auðvitað miður.
En hjá Þórhildi fékk ég nöfn nokk-
urra ágætra kvenna og valdi eina úr
þeim hópi, sem stóð sig með mikilli
prýði kosninganóttina. Það er mér
fyrir mestu.
Samt get ég ekki neitað því, að
mér þykir miður, að HP skyldi senda
mér þá ónotapillu sem felst í niður-
lagi klausunnar. En með þessum lín-
um vona ég, að málið sé nægjan-
lega upplýst.
Með kveðju,
Hetgi H. Jónsson
varafréttastjóri
Sjónvarpsins
LAUSNÁ
SKAKÞRAUT
51 Larsen
Hér er sem oftar gott að líta á hvað
svartur gæti gert, ef hann ætti
leik. Hann getur leikið peðinu
fram, en auk þess á hann aðeins
riddaraleiki. Því liggur 1. Dh5
nærri: peðið er stöðvað og drottn-
ingin getur í næsta leik farið til f7
eða e2. Og það kemur í ljós að
þetta er einmitt lausnarleikurinn:
1 Dh5 Rb5 2 Ha4
1 - Rd5 2 De2
1 — Aðrlr riddaraleikir (a4, a2,
bl, dl, e2, e4) 2 Df7
52 Larsen
Ekki þarf að óttast 1 — Hxb2
2 Rc3+ Hbl 3 Hxbl mát. Þá er að-
eins að búa sig undir peðsleiki:
1 Kd3 b3 2 Re3+ Kxb2 3 Rc4
1 - Ha3+ 2 Rc3+ Kxb2 3 Hbl
1 - Ha8 2 Hg2! Hc8(e8)
3 Rc3(e3)
Hrókurinn þurfti að fara til g2 til
þess að hindra vörnina 2 — Hg8 og
þá sjá lesendur væntanlega til-
gang hvíta peðsins; án þess ætti
svartur vörnina 2 — Hf8.
Týndu atkvæðin 48 í Vestur-
landskjördæmi gætu sett allt á ann-
an endann, ef þau finnast nokkurn
tíma. Þar sem mjög ólíklegt er að
þau dreifist á sama hátt og 9.071
atkvæðið sem þegar hefur verið tal-
ið, hafa menn spáð í spilin. Minnsta
þúfan sem getur velt hlassinu af
stað, er ef Kvennalistinn fær 9 at-
kvæðum fleira af þessum 48 en
Borgaraflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn fær ekki stærra hlutfall
af þessum atkvæðum en hann hefur
þegar. Ef svo færi yrði Danfríður
Skarphéðinsdóttir (V) þar með
uppbótarþingmaður Vesturlands-
kjördæmis og sá sem er í því hlut-
verki nú, Ingi Björn Albertsson
(S), dytti út af þingi. Borgaraflokkur-
inn tapaði þó ekki manni, því Bene-
dikt Bogason (S) kæmi inn fyrir
flokkinn sem flakkarinn. Ef hins
vegar Kvennalistinn ætti 45 at-
kvæði af þessum 48 og hin 3 lentu
hjá öðrum flokkum en Alþýðu-
bandalaginu, færu hjólin að snúast
fyrir aivöru. Þá yrði Danfríður
Skarphéðinsdóttir (V) kjördæma-
kjörin, en Skúli Alexandersson
(G) dytti út af þingi. Alþýðubanda-
lagið tapaði þó ekki manni, því
Kristinn H. Gunnarsson (G) kæmi
inn sem uppbótarmaður Vestfjarða.
Við það missti Sighvatur Björg-
vinsson (A) sæti sitt á þingi, en Al-
þýðuflokkur fengi Láru V. Júlíus-
dóttur (A) inn í Reykjavík sem upp-
bótarmann. Við það missti Geir H.
Haarde (D) sæti sitt, en Björn Dag-
bjartsson (D) bætti sjálfstæðis-
mönnum það upp í Norðurlandi
eystra. Hringurinn lokast svo við
það að Málmfríður Sigurðardóttir
(V) yrði að flakkaranum, en héldi
sæti sínu fyrir Kvennalistann í Norð-
urlandi eystra. Þessi sama hringekja
fer af stað ef Borgaraflokkurinn ætti
10 HELGARPÓSTURINN