Helgarpósturinn - 30.04.1987, Blaðsíða 12
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
myndir Carsten Kristinsson og Jim Smart
EG ER EKKERT
Sagt er aö stjörnur fœöist á einni nóttu. Þegar Gudmundur Pétursson, 14 ára nemandi íLang-
holtsskóla steig fram á sviðid hjá Ríkissjónvarpinu á kosningakvöldið var það mál manna að
hér vœri kominn nýr Jimy Hendrix. Guðmundur tók gítarsóló á þann hátt að nœstu daga á eftir
varengu minna rœtt um hann manna á meðal heldur en hinar. „stjörnurnar" sem fœddust þessa
nótt.
Við mæltum okkur mót í Langtjoltsskólan-
um snemma morguns. Guðmundur hafði feng-
ið frí úr tíma til að koma í viðtalið og eiginiega
var ég alveg viss um að þessi stórsnjalli gítar-
leikari myndi skera sig úr hópi jafnaldra í and-
dyrinu. Því var þó ekki þannig varið. Guð-
mundur virtist hlédrægari og rólegri en flestir
þeirra og það var ekki nokkur leið að þekkja
þarna sama strákinn og hafði skömmu áður
slegið í gegn í sjónvarpinu.
Feimnin fór þó fljótt af'Og yfir mjólkurglasi
sagði hann mér frá tildrögum þess að hann var
beðinn að koma fram í sjónvarpinu: „Ég byrj-
aði að læra á píanó þegar ég var 10 ára hjá
Tónskóla Sigursveins. Þá ætlaði ég að stofna
hljómsveit með vini mínum en við komumst
aldrei lengra en á æfingar. Vinur minn spilaði
aftur á móti á gítar og ég fékk að leika mér á
hann. Ég varð svo hrifinn af þessu hljóðfæri að
þegar ég var 12 ára keypti ég mér rafmagnsgít-
ar og hef spilað síðan. Eg hef eiginlega ekkert
lært að spila á gítar, var bara fyrst í tvo mánuði
að læra hjá Birni Thproddsen en síðan hef ég
aðallega æft sjálfur. Ég er enn að læra á píanó
og er líka í tónfræði."
Þegar Bylgjan og Tónabær efndu til Músik-
tilrauna í vetur tók Guðmundur þátt í þeirri
keppni ásamt félögum sínum í hljómsveitinni
„Bláa bílskúrsbandið":
„Við stofnuðum þessa hljómsveit fyrir jólin.
Með mér í henni eru Guðvin Flosason sem spil-
ar á trommur og Björn Logi Þórarinsson á
bassa. Við spiluðum fjögur lög sem ég hafði
samið, en textana sömdum við í sameiningu.
Að vísu komumst við ekki í úrslit en þegar ver-
ið var að tilkynna sigurvegarana var ég einn
kallaður upp á sviðið og beðinn um að taka
gítarsóló á úrslitakvöldinu með Þorleifi og
Halldóri úr MX 21. Við í hljómsveitinni höfð-
um áður komið fram, bæði í Laugalækjarskóla
og í félagsmiðstöðinni Árseli svo við vorum
ekkert feimnir. Ég hafði verið að tala við
Bubba Morthens þarna um kvöldið og það var
hann sem hringdi í mig á kosningakvöldið og
bað mig að spila í sjónvarpinu. Hann hringdi
með hálftíma fyrirvara..."
Það sem mörgum kom á óvart var hversu lík-
ur Guðmundur var Jimy Hendrix í töktum, því
sjálfsagt er ekki algengt að jafnaldrar hans
hlusti á slíka tónlist:
„Nei það er alveg rétt. Jimy Hendrix er ekki
í neinu sérstöku uppáhaldi hjá jafnöldrum
mínum" segir Guðmundur. „Aftur á móti
hlusta mamma og pabbi mikið á hann. Það er
ekki algengt að hljómsveitir hér spili svona
tónlist aðallega vegna þess að það er ekki svo
mikili áhugi á henni fyrir hendi."
Gítarinn hans Guðmundar þykir nokkuð
merkilegur gripur: „Þetta er Gibson Les Paul
Custom, tuttugu ára gamall gítar. Ég keypti
mér hann í vetur á 20.000 krónur. Hvar ég
fékk peningana? Nú auðvitað vann ég mér fyr-
ir þeim sjálfur! Ég var í unglingavinnunni í
sumar en áður hafði ég verið að bera út blöð.
Mér var líka skuldað. Þetta er mjög góður gítar
og ekki margir slíkir til hér á landi." En hvað
finnst honum um tónlistarsmekk jafnaldra
sinna?
„Ég held að það sé of algengt að krakkar á
mínum aldri hlusti mest á vinsældalistann og
haldi upp á lög sem eru á honum. Kannski
kemur lag sem þykir ekkert sérstakt en um
leið og það er komið ofarlega á vinsældalist-
ann finnst öllum það gott. Mér finnst lítið varið
í svoleiðis tónlistarmenningu! Sjálfur hlusta ég
Guðmundur Ffetursson kom, sá og sigraði á kosn-
ingakvöldið þótt hann væri ekki í framboði.
mjög lítið á útvarp, vil heldur hlusta á plötur.
Tónlistarsmekkur hér er oft eins og „tíska“.
Það er eins og krakkar hlusti helst á það sem
er í tísku og fari eftir því sem er mest leikið í
útvarpi. Þeir sem lenda ofarlega á vinsælda-
listanum fá mikla kynningu í útvarpinu og þar
er alltof lítið gert af því að kynna eitthvað nýtt
— til dæmis óþekktar hljómsveitir sem gera
eitthvað merkilegt í sínu heimalandi."
— Hvað hlustar þú sjálfur á?
„Ég hlusta til dæmis mjög mikið á blús. Það
er mikill áhugi á þannig tónlist heima hjá mér.
Krökkunum sem eru með mér í skóla finnst
gaman að því þegar ég spila eða kem fram ein-
hvers staðar en þau pæla lítið í því hvernig tón-
list ég hlusta mest á sjálfur." Hann segir að for-
eldrar sínir leiki bæði á hljóðfæri og hann hafi
fengið tónlistaráhugann frá þeim; enda hafi
alltaf verið mikið hlustað á tónlist á heimilinu:
„Pabbi spilar á gítar — en hann byrjaði á eftir
mér. Það var hann sem fékk áhugann frá mér
en ekki öfugt! Pabbi spilar mikið blús en
mamma spilar á píanó, aðallega klassiska tón-
list."
Blúsáhugi Guðmundar kom í góðar þarfir
því Bubbi Morthens varð strax hrifinn af þess-
um efnilega gítarleikara þegar hann heyrði í
honum og hefur nú boðið honum að leika með
„Blúshundunum" á tónleikum sem haldnir
verða innan tíðar.
— En ertu það sem fólk kaliar þig þessa dag-
ana, undrabarn?
„Nei — ég er ekkert undrabarn!" segir Guð-
mundur og brosir hæversklega. „Þetta er bara
spurning um að þróa með sér hæfileika og að
æfa sig. Ég æfi mig mikið og hlusta á rétta tón-
list. Ég held að enginn fæðist með svo mikla
hæfileika að það þurfi ekkert að hafa fyrir
hlutunum. Það þarf að rækta alla hæfileika til
þess að maður geti orðið góður."
12 HELGARPÓSTURINN