Helgarpósturinn - 30.04.1987, Page 19
höfum bæði svo mikið að gera.“
Karólína segist nýlega hafa fengið gífurlegan
áhuga á garðinum sínum: „Einkum eftir að ég
uppgötvaði „electric propagators"," segir hún og
hlær. „Það er rafmagnsplata sem bakkar eru
settir á og fylltir upp með mold. í þá setur maður
fræin — og allt kemur upp eftir tvo daga! Ég held
að þetta sé eina áhugamálið sem ég hef haft fyr-
ir utan vinnuna. Ég kann auðvitað ekkert í garð-
yrkju en er að læra þetta smátt og smátt."
En svo við snúum okkur aftur að málverkun-
um, þú hélst líka einkasýningu í Kaupmanna-
höfn, ekki rétt?
„Heyrðu — er ekki alveg óþarfi að tala um
hana?!“ segir hún og brosir. „Jæja — en hún
varð nú eiginlega ekki eins og ég ætlaðist til. Við
Frederik fórum nefnilega í mánaðarferð til Suð-
ur Ameríku skömmu áður og þar veiktist ég svo
hressilega að ég var rúmliggjandi í þrjá mánuði.
Er ég ekki farin að hljóma eins og gömul, kvart-
andi kerling?!" segir hún hlæjandi. „Ég gat
hreinlega ekki hreyft mig en þegar maður er bú-
inn að skrifa undir að halda sýningu einhvers
staðar er ekkert hægt að bakka með það. Það
varð mér til happs að ég hef svo frábæran inn-
rammara, konu sem rammar inn myndirnar
mínar og hún sá um að bjarga því sem hægt var.
Rammaði inn það sem ég átti til, pakkaði niður
og sendi til Kaupmannahafnar. Og guði sé lof,
það gekk allt vonum framar og eigandinn, Erik
Petersen, bauð mér að halda aðra sýningu. Þetta
var í fínu galleríi, Gallery Gammelstrand í Kaup-
mannahöfn og ég gat því miður ekki sjáif verið
viðstödd."
VINNAN KEMUR FYRST
Hvort henni finnist aldrei einmanalegt að
starfa svona ein alla daga svarar hún: „Nei, mér
finnst það ekki lengur. Það var hins vegar erfitt
í byrjun að vinna heima við því það er svo margt
annað sem þarf að sjá um á heimilinu sem bíður
eftir mér. Nú er ég hörð á því að mín vinna kem-
ur fyrst og síðan heimilið — því ef ég gerði hús-
verícin fyrst væri aldrei neinn tími eftir til þess
að mála! Vinnudagurinn minn hefst snemma á
morgnana og oft vinn ég til klukkan fjögur á
daginn og einnig á kvöldin, enda alltaf af nógu
að taka. Mér skilst að orðið „persónulegur" sé
neikvætt orð hérna heima í sambandi við mynd-
ir,“ segir hún skyndilega. „Allar mínar myndir
eru persónulegar, þær gætu ekki verið annað.
Ég myndi jafnvel segja að því persónulegri sem
þær eru, því betri séu þær."
Karólína er meðlimur í „Royal Society of
Painters, Etchers and Engravers" í Bretlandi og
hefur tekið þátt í samsýningum með meðlimum
þeirra samtaka allt frá árinu 1980. í fyrra var
hún valin sem „full member" í því félagi sem
þykir mikill heiður, enda sækja fjölmargir lista-
menn um inngöngu árlega en aðeins örfáir eru
útvaldir: „Mér finnst góð tilfinning að tilheyra
einhverjum samtökum, vera hluti af einhverju í
Englandi," segir hún.
Við ræðum um teikningu og hvort fólk ætti
kannski að gera meira af því að teikna en raun
ber vitni: „Já, það ættu allir að teikna minnst í
klukkustund á dag,“ segir Karólína ákveðin.
„Það er gott fyrir sálina. Eg sá það þegar ég var
við kennslu að það sem fólk óttast mest er að
byrja að teikna eða mála. Það þarf því fyrst og
fremst að sigrast á óttanum því fólk getur miklu
meira en það álítur sjálft."
Hún er þegar byrjuð að vinna að næstu sýn-
ingu sinni sem verður haldin í hinu virta „Gall-
ery 10“ á Grosvenor Street í London í kringum
næstu áramót en Karólína hélt einnig sýningu
þar fyrir þremur árum. En áður en hún fer á fullt
við að undirbúa sýninguna segist hún ætla að
njóta þess að fara í gott frí með manninum sín-
um: „Við förum fyrst til Brússel að heimsækja
vinafólk okkar og þar ætla ég að líta á gallerí
Karólína Lórusdóttir
myndlistarkona, sem
starfar ó Englandi í
HP-viðtali
sem mér stendur til boða að sýna í á næsta ári.
Þaðan förum við til Feneyja þar sem við verðum
í viku og heimferðin verður örugglega spenn-
andi því þá förum við með „Austurlandahrað-
lestinni". Það er nauðsynlegt að komast í burtu
í smá tíma,“ segir hún, og bætir við: „Mér finnst
alveg nóg að fara til Feneyja — Suður Ameríka
og þessi fjarlægu lönd heilla mig ekki leng-
ur. ..!“
Hún viðurkennir að sér hafi gengið betur i líf-
inu en hún átti von á:
„I'm a lucky girl!" segir hún brosandi og bank-
ar þrisvar í tré að góðum og gömlum íslenskum
sið. Enda er það öruggt mál, jafnvel þótt einhver
breskur blaðamaður hafi ekki þekkt hana fyrr
en í april. Fyrirsögnin á greininni hans var
„More honoured in her own country" og Karó-
lína segir brosandi frá tilurð hennar: „Hann var
sífellt að spyrja mig hvort ég væri ,,fræg“ á Is-
landi. Ég sagðist bara ekkert vita um það en
sjálfsagt vissu sumir þar hver ég væri. Hann lét
sér ekki nægja það svar og ítrekaði þessa spurn-
ingu hvað eftir annað. Það endaði með því að
hann hringdi í sendiráð íslands í London og
spurði þar hvort ég væri þekkt á íslandi. Sá sem
varð fyrir svörum sagði svo vera — enda meinti
hann sjálfsagt eins og er: Á íslandi þekkja allir
alla!! Og þetta varð tilefni til fyrirsagnar... “
segir hún brosandi.
„ÉG ER HÆTT AÐ ÞÓKNAST
ÖÐRUM!"
Þótt við höfum nú eytt drjúgum tíma í að
ræða um lífið og listina hafði Karólína lýst því
yfir við mig þegar við hittumst í London fyrir
tveimur árum að hún væri ekkert fyrir að láta
hafa við sig viðtal: „Ég er málari, ekki ræðu-
manneskja. Það er eitt af því versta sem ég
lendi í að fara í viðtal!" Enda fór það svo á þeim
tíma að ekkert varð úr viðtali en þeim mun
meira af góðum kynnum. Og núna hafði hún
eytt dýrmætum vormorgni í að sitja í viðtali í
stað þess að ganga úti í góða veðrinu: „Ég elska
að ganga um Reykjavík," segir hún. „Ég fór nið-
ur í MR í gær og þar hafði ekkert breyst. Það var
eins og að stíga rúm tuttugu ár aftur í tímann og
það fannst mér góð tilfinning. . . “
Hún segist alveg geta hugsað sér að eiga hér
litla íbúð og dvelja meira á Islandi síðar: „Það
bjóða mér alltaf góðir vinir að búa hjá sér þegar
ég kem heim,“ segir hún. „Það eru bara alltaf
svo mikil læti í kringum mig, ég þarf að tala við
svo marga og hitta svo marga að það er varla
hægt að bjóða fólki upp á að búa með mér! Þeg-
ar Stephen og Samantha verða bæði komin í
framhaldsnám gæti ég alveg hugsað mér að
eyða nokkrum vikum á hverju sumri hér heima.
Hver veit nema ég geri það.“
Hún segir að það sem lífið hafi helst kennt
henni sé hversu miklum tíma hún hafi eytt í að
þóknast öðrum: „Ég hef eytt svo miklum tíma
og krafti í að hlusta á aðra og hlaupið í hringi til
að þóknast fólki að nú er ég hætt þvi. Núna
hlusta ég bara á sjálfa mig. Ef ég geri mistök þá
reyni ég að læra af þeim og muna þau svo þau
endurtaki sig ekki.“