Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 21

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 21
SKOÐANAKÖNNUN HELGARPÓSISINS JIM SMART BJÓRLÖNGUN AÐ MINNKA? Bjórlöngunin virdist eitthvad vera að minnka hjá íslendingum þessa dagana ef marka ná niður- stöður skoðanakönnunar sem SKAIS gerði fyrir Helgarpóstinn dagana 11. og 12. apríl. Af þeim 838 sem tóku afstöðu voru 62,3% fylgjandi sölu áfengs bjórs hér á landi en 37,7% voru andvígir. Helgarpósturinn hefur tvívegis áður gengist fyrir skoðanakönn- unum af þessu tagi og leiddi síð- asta könnun — sem gerð var í jan- úar 1985 — í Ijós aðþá voru 71,5% fylgjandi bjórsölunni en 28,5% andvígir henni. I framhaldi skoðanakönnunar HP 1985 þótti iíklegt að bjórfrum- varpið yrði afgreitt frá Alþingi þá um vorið enda hafði talning leitt í ljós að 32 þingmenn væru fylgj- andi bjórnum. Þar var þó naumur meirihluti á ferð en talið var lík- legt að meðal hinna óákveðnu þingmanna væri að finna marga sem myndu flytjast yfir í hóp stuðningsmanna frumvarpsins þegar til atkvæðagreiðslu kæmi. Raunin varð hins vegar önnur eins og ljóst er orðið. Hins vegar er ekki hægt að sjá á sölu áfengs bjórs í fríhöfninni að íslendingar séu orðnir fráhverfir honum. Sala á bjór í fríhöfninni ár- ið 1986 reyndist vera um 615.000 lítrar samkvæmt upplýsingum Guðmundar Vigfússonar skrif- stofustjóra fríhafnarinnar, en á ár- inu 1984 seldust þar 550.000 lítrar. íslenski bjórinn selst ekki eins vei og sá erlendi en þó fóru 235.000 lítrar af honum út um hlið fríhafn- ar á síðasta ári meðan erlendur bjór seldist í 380.000 lítrum. Þá á eftir að taka með í reikninginn bjórsölu á barnum á Keflavíkur- flugvelli sem reyndist vera u.þ.b. 70.000 lítrar. íslénskir og erlendir ferðamenn hafa því að minnsta kosti ekkert haft á móti bjórnum þar sem á annað borð var hægt að fá hann. Þessi sala, 685.000 lítrar af bjór, var til u.þ.b 92.000 ein- staklinga. Að sögn Guðmundar þykir ljóst að sala á bjór hefur síður en svo farið minnkandi það sem af er árinu og taldi hann að hún ætti enn eftir að aukast, enda talið að um verulega aukningu ferða- manna verði að ræða á þessu ári. Eins og sjá má af meðfylgjandi töflu breytist afstaða fólks milli ára og aldrei hafa færri verið á móti bjórnum en á árinu 1984. GREINARGERÐ SKÁÍS Þessi skoðanakönnun var gerð dagana 11. og 12. apríl 1987. Valið var handahófsúrtak 1474 síma- númera á landinu öllu samkvæmt tölvuskrá um símanúmer einstakl- inga. Spurningum var beint til þeirra sem svöruðu og voru 18 ára eða eldri og var miðað við jafnt hlutfall kynja. Úrtakið skiptist í þrjú svæði: Reykjavík (612 númer), Reykjanes (339 númer) og önnur kjördæmi (523 númer). Þeim sem svöruðu var greint frá því að þeim væri ekki skylt að svara og úrtakið tengdist ekki nöfnum heldur aðeins tölvuúrtaki um símanúmer. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur sölu áfengs bjórs á íslandi? Niðurstöðurnar birtast í með- fylgjandi töflu. AFSTAÐA TIL BJÓRSINS I SKOÐANAKÖNNUNUM 1983, 1984, 1985 og 1987: HP '83 DV '84 HP '85 HP '87 Með bjórnum 57,8% 59,5% 71,5% 62,3% Móti bjórnum 42,2% 40,5% 28,5% 37,7% Með eða á móti bjórnum? Landið allt fjöldi % af úrtaki % af þeim sem næst I % af þeim sem tóku afstöðu Fylgjandi 522 35,4% 57,7% 62,3% Andvígur 316 21,4% 34,9% 37,7% Óákveðinn 67 4,5% 7,4% Náðist ekki f/svara ekki 569 38,6% Alls 1474 Náðist 1 905 Tóku afstöðu 838 Augustine W. Kanyanjua: Mestu viðbrigðin eru kuldinn og dýrtíðin Hudson K. Adambi: Þess er gætt að hraðinn sé ekki of mikill fornar heföir hverfi ekki. og að Paul W. Wangombe. Allir eru þeir þremenningarnir af Bantu-kyn- þætti. 20 HELGARPÓSTURINN KALT VEDUR HLÝTT FÓLK STUTT SPJALL VIÐ 3 KENYABÚA SEM STUNDA NÁM VIÐ JARÐHITASKÓLA ORKUSTOFNUNAR OG SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA. PIZZAHÚSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. ,,V7ð vonumst auövitað til að geta lœrt meira um nýt- ingu jarðhitans og við erum að sérhœfa okkur hver á sínu sviði. Hingað hafa komið ófáir landar okkar á undan okkur og reynslan er mjög góð af því að nýta þessa þekkingu heima. Jarðhitanotkun í Kenya er að aukast, við fáum um 8% orkunnar þannig nú og ácetl- anir ganga út frá því að auka þetta hlutfall frekar." Viðmælendur Helgarpóstsins eru þrír Kenyabúar sem nýkomnir eru hingað til lands til að taka þátt í 6 mánaða námskeiðum Jarðhitaskóla Orkustofnunar og Sameinuðu þjóðanna. Starfræksla þessa skóla hér á landi hófst 1979 og síðan hafa 57 einstaklingar frá lönd- um þriðja heimsins útskrifast eftir slík námskeið auk þess sem fleiri hafa tekið þátt í styttri námskeiðum. Að þessu sinni munu nema í skólanum 12 einstaklingar. Flestir nemendanna frá 1979 hafa komið frá Kína, Filippseyjum, Kenya og Eþíópíu. í núverandi árgangi eru fyrrnefndir 3 Kenyabúar, þeir Augustine W. Kany- anjua, jarðeðlisfræðingur, Paul W. Wangombe jarð- fræðingur og Hudson K. Adambi jarðeðlisfræðingur. Óhjákvæmileg spurning: Hvernig finnst þeim að vera komnir allt í einu úr hitabeltisloftslagi Kenya til íslands? „Mestu viðbrigðin eru auðvitað veðrið," segir Augustine. „Það er of kalt, en við höfum aðeins verið hér fáeina daga og vonandi að maður venjist þessu. Fyrir utan kuldann er áberandi hversu dýrir allir hlutir virðast vera. Þetta tvennt er það sem slær mann mest." „Veðrið er vissulega allt öðruvísi, en að öðru leyti tek ég sérstaklega eftir hversu hjálpsamt og vinsamlegt fólk hér er,“ segir Hudson. „Við mætum hvarvetna hlýju og þurfum ekki að hafa áhyggjur yfir því að týnast, allir segja okkur til vegar og allt gengur að óskum." Undir þetta lók Paul eindregið. Þetr féíagar segja veðrið í Kenya ekki bara öðruvísi hvað hitastig varðar, heldur á ýmsan annan hátt og jafnræði á milli dags og nætur. Snjór sjáist þar aldrei undir 5000 metrum og í hálendi eins og á fjallinu Mt. Kenya og Kilimanjaro við landamæri Tanzéuiíu. „Það markverðasta sem er að gerast í Kenya á næst- unni er á íþróttasviðinu, þar verða Afríku-leikarnir í ágúst. Því miður missum við af þeim viðburði því við verðum hér á landi. Kenya er meðal allra bestu Afríku- ríkjanna í íþróttum, sérstaklega í hnefaleikum og frjáls- um íþróttum. Síðustu leikarnir voru haldnir í Nigeríu að mig minnir 1978 og þá lenti Kenya í þriðja sætinu." Að öðru leyti segja þeir félagar allt rólegt í heima- landi sínu, en hins vegar hafi fjölmargt verið að breyt- ast í þjóðfélaginu undanfarin ár. „Þróunin á tæknisvið- inu er ör og allt er að verða æ nútímalegra. En þess er gætt að hraðinn sé ekki of mikill og að fornar hefðir hverfi ekki.“ Kenya er sjálfstætt lýðveldi en innan breska sam- veldisins. íbúarnir eru um 20 milljónir en fjölmennustu kynþættir landsins eru Bantu, Nilotic, Nilo-Hamitic og Hamitic. Frá því þjóðin fékk sjálfstæði á sjöunda ára- tugnum hefur mikil „afríkanísering" átt sér stað. Áður var Kenya mjög háð landbúnaðinum, en talsverðar breytingar hafa orðið, meðal annars með mikilli upp- byggingu orkuvera. Nú ríkja rólegir tímar á stjórnmála- svðinu, en áður voru miklar hræringar, ekki síst á sjötta áratugnum þegar hinn herskái leynifélagsskapur Mau Mau lét sem mest á sér kræla og stóð fyrir ógnaröld um 7 ára skeið. Þó Kenya sé að flestu ólíkt land íslandi er hitt þó sam- eiginlegt að mikil orka er í jörðinni. Jarðhitanotkun fer vaxandi og víða um landið er að finna hveri og gufu- augu. Þá er talsvert um eldfjöll sem þó hafa ekki verið virk um skeið. IBM RT Stórtæka smátölvan frá IBM! Tækniundur Nýja IBM RT tölvan er oft nefnd tækniundrið frá IBM, slík er snerpa hennar og fjölhæfni. IBM RT er fjöl- notendatölva og þrátt fyrir smæð sína telst hún í hópi meðalstórra IBM tölva! Jafnframt má nota hana sem öfluga einmenningstölvu; á því sviði er hún margfaldur jafnoki IBM PC AT enda er reiknihraði hennar næsta ótrúlegur. Eitt meginhlutverk IBM RT er að gegna hugbúnaði sem hannaður er fyrir Unix stýrikerfið. Hún hentar sérlega vel sem verkfæri fyrir verkfræðinga, tæknifræð- inga og vísindamenn auk þess að koma að góðum notum á viðskiptasviðinu. Vert er að benda á að_ með IBM RT í þjónustu þinni getur þú nýtt þér fullkomin kerfi á borð við CAD/CAM teikni- og hönnunarkerfi sem notuð hafa verið á stærstu tölvur IBM! Opið kerfi IBM RT er afkastamikil 32 bita örtölva. Meðal kosta IBM RT kerfisins má nefna stórt vinnsluminni og stóra seguldiska, fullkomna APA skjái og öflugt bilanaleitar- kerfi. Kerfið er í senn sveigjanlegt, stækkanlegt og opið þannig að unnt er að breyta stýrikerfi og vélbúnaði eða bæta við eftir þörfum og síðast en ekki síst breyta eldri gerðum í þær nýjustu. Fjölmargir tengikostir bjóðast við aðrar tölvur og annan búnað. Sem dæmi má nefna ETERNET, Tókahring, símstöðvar, stimpilklukkur, vogir, telex, mæla og svo mætti lengi telja. Hafðu samband við okkur hjá Örtölvutækni. Við veitum þér allar frekari upplýsingar um þessa bráðsnjöllu tölvu. HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.