Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 24
BÓKMENNTAhátíð, af veg- legra taginu, verður haldin hér á landi dagana 13.—19. september næstkomandi. Af því tilefni verður hingað boðið mörgum álitlegum höfundum sem lesa úr verkum sín- um og ræða almennt um skáldsögu nútímans og stöðu hennar. Hátíðin er byggð upp á svipaðan hátt og síð- asta ljóðlistarhátíð sem tókst mjög vel. Hátíðin er veglega styrkt af Norðurlandaráði og verða norrænir höfundar í meirihluta þeirra sem koma. Nú þegar hafa nokkrir höf- undar þekkst boð hátíðarinnar og má þar nefna Söru Lidman, fyrstu konuna sem fékk bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs og Sven Del Blanc frá Svíþjóð, Klaus Rifbjerg og Dorrit Wilumsen frá Danmörku, Eevu Kilpi frá Finnlandi og Jon Michelet frá Noregi, allt kunna höf- unda í sínu heimalandi og marga víðar. Einnig er von á Isaac Bashev- is Singer og heyrst hefur að fleiri heimsþekktir höfundar kunni að vera væntanlegir, en til stendur að fá nokkra frá öðrum málsvæðum en því skandinavíska. LEIKLIST eftir Atla Heimi Sveinsson og Gunnlaug Ástgeirsson Bœling og útrás Nemendaleikhúsið Rúnar og Kylliki eftir Jussi Kylátasku. Þýding: Þórarinn Eldjárn. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Lýsing: Ólafur Örn Thoroddsen. Tónlist: Kaj Ghydenius. Tónlistarstjórn og undirleikur: Valgeir Skagfjörð. Leikendur: Nemendur LÍ: Halldór Björnsson, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Ingrid Jónsdóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Þórarinn Eyfjörð, Hjálmar Hjálmarsson, Valgeir Skagfjörð, Þórdís Arnljótsdóttir, Stefán Sturla Sigurjónsson. Gestir: Margrét Ólafsdóttir, Þór- hallur Sigurðsson, Björn Karls- son, Sigurveig Jónsdóttir. Þriðja- ársnemar LÍ: Steinn Á. Magnús- son og Sigurþór A. Heimisson. Rúnar og Kylliki sem Nemenda- leikhúsið frumsýndi á þriðjudag er mjög kraftmikið og magnað leikrit og haganlega saman sett. Það gerist í Finnlandi á sjötta ára- tugnum meðal Kirjála sem flestir voru fluttir frá heimkynnum sín- um í lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar. Flestar persónurnar hafa verið slitnar upp með rótum og hefur það sínar afleiðingar fyrir líf þeirra. Samt sem áður er samfé- lagið staðnað í föstum formum sem stórglæpur er að brjóta, a.m.k. ef til sést. Samfélagið er i V , , 5': bælt og fæstir eru það sem þeir þykjast og sýnast vera. Tvöfalt sið- gæði, með djúprættri spillingu undir niðri en stranga siðavendni á yfirborðinu, gerir þetta samfélag óbærilegt fyrir þá sem ekki vilja vera með í leiknum og þeim er út- skúfað. Sakleysið þrífst ekki í slíku samfélagi og snýst í andhverfu sína. Afleiðing þess er síðan voða- verknaður sem rótar upp í samfé- laginu svo að í Ijós kemur allt það sem dult átti að fara af fullkomnu miskunnarleysi. Stefán Baldursson hefur unnið hér geysigott verk með fjórða árs- nemendum LÍ. Leikrýmið er frum- ^ i ■ M.ERA(> ^ legt og vel nýtt. Leikið er á stórum krossi sem nær enda á milli í saln- um, og undirstrikar hann fyrir sitt leyti ýmis tákn verksins. Leikurinn var mjög kröftugur og fjölbreyttur. Sýndu hinir nýútskrifuðu leikarar að þeir hafa ýmislegt lært á veru sinni í skólanum. Flestar persón- urnar í verkinu lifa ákaflega kröft- ugu lífi sem keyrt er áfram af sterkum hvötum, eru breyskar manneskjur og fullar af mótsögn- um sem erfitt er að samræma og stundum útilokað. í túlkun reyna persónur af þessu tagi mjög á leik- endur, einkanlega á hæfileikai þeirra til þess að sýna ólíkar hliðar Smáeyja í hafinu Síðast liðinn fimmtudag, á sum- ardaginn fyrsta, afmælisdag Hall- dórs Laxness, var frumsýndur hér á landi í Þjóðleikhúsinu, söngleik- urinn Smáeyja í hafinu eftir Hans Alfredson sem byggður er á Atóm- stöðinni. Inn í leikinn er fléttað söngvum, þrettán að tölu, og Jazz Doctors, sjö manna djasshópur, tók saman tónlistina. Það er skemmst frá að segja, að þetta var skemmtilegt leikhús- kvöld. Hans Alfredson er þekktur spaugari, með alvöru í bland. Hann er gamalreyndur rithöfund- ur, leikhúsmaður með fjölháttaða reynslu að baki. Leikgerð hans er aðgengileg, hlý og skemmtileg. Hann dregur fram nokkra þætti þessarar miklu sögu, einkum hinn almenna, sammannlega flöt henn- ar, kímnina, sem bókin er full af, þrátt fyrir hinn alvarlega boðskap. Ég held að Halldóri hafi sjaldan verið eins mikið niðri fyrir og þeg- ar hann skrifaði Atómstöðina. Og hún er ein þeirra bóka, að þegar henni er flett, þegar maður heyrir upprifjun eða útdrátt úr henni, verður hún ljóslifandi fyrir manni á ný. Þannig eru miklar bækur. Hins vegar á ég erfitt að gera mér í hugarlund viðbrögð þeirra sem ekki gjörþekkja bókina. Það getur sennilega enginn íslendingur. Hans Alfredson einfaldar sög- una, en bókin er flókin. Og það er kostur á leiksviði. Atburðarásinni er nákvæmlega fylgt að ég held, i og söngvarnir notaðir til athuga- semda og til að endurspegla hið innra líf persónanna. Ég veit ekki um uppruna tónlistarinnar, en mér virðist þetta vera gamalt brotasilfur, fallegir, gamaldags slagarar, húsgangar og fleira. Einn úr djasshópnum, Staffan Kjellmor, er skrifaður fyrir sex laganna. Svo eru notaðir tveir íslenskir hús- gangar, Móðir mín í kví, kví og Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn eftir Kaldalóns, sem er ómissandi þegar íslenskar vísur ber á góma. Ég veit ekki um uppruna annarra söngva. En allt var þetta fallega djassað, með heilbrigðri, gamal- dags sveiflu, og prýðilega flutt af leikurum og leikhóp. Mér virðist að Hans Alfredson hafi ort smellna söngtexta undir þekktum lögum, og efni textanna er sótt í bókina. Þessi lausn, að koma skáldsögunni til skila, í leik og söng er áhrifarík og snjöll. í þessari sýningu var valinn maður í hverju rúmi — hún var tæknilega mjög vel unnin. Leik- mynd var einföld í samræmi við sýninguna sjálfa. Sama var að segja um búninga. Þeir voru ekki eftiröpun á klæðnaði manna á þeim tíma sem sagan gerist, en þeir sögðu sitthvað um innræti og /p\ :WSSk JSSl 1 I \ á fólki. Þetta finnst mér leikendun- um takast afburðavel. í leik þeirra sameinast líkamlegur kraftur og vitsmunalegur skilningur á per- sónunum. Samleikur hópsins er áberandi nákvæmur og sýnir leik- stjórinn enn þar hvers hann er megnugur. Ekki sé ég ástæðu til þess að rekja afrekaskrá einstakra leikenda í þessari sýningu, en ítreka að öll vinna þau hér mjög gott verk. Þýðing Þórarins Eldjárns er mjög góð að mínu viti og má víða dást að meðferð hans á kjarnyrt- um grófyrðum sem oft verða vandræðaleg í þýðingum. Flutn- ingur texta í sýningunni var mjög góður. Öll umgerð verksins er fremur óvenjuleg, leikmunir fáir og sviðið bert, en með lýsingu og búningum leikenda, auk látbragðs að sjálf- sögðu, verða sviðsmyndirnar ótrúlega lifandi. Tónlistin, bæði sú sem sungin var og hin spilaða, setti mjög finnskt yfirbragð á sýn- inguna. Rúnar og Kylliki er að sumu leyti hrottafengið og ágengt verk í sýningu Nemendaleikhússins, og ef til vill á ekki að mæla með því fyrir viðkvæmar sálir, en hér er öll vinna af því tagi að ég held að allir sem unna góðu leikhúsi muni njóta þessarar sýningar vel. G.Ást. þjóðfélagsaðstöðu persónanna. Það var góð lausn að láta sömu leikara leika þær persónur, sem eru andstæður í sögunni: Búi Ár- land og organistinn, frú Árland og Kleópatra, Jóna og móðir organ- istans, mærin Aldinblóð og stúlk- an í bakaríinu. Atómstöðin er áleitin bók um þessar mundir, og raunar alltaf. Það er einkenni snilldarverka að í rás tímans birtast á þeim nýir fletir. Á maður að selja sig og sannfær- ingu sína fyrir stundargæði? Á maður að taka þátt í brjáluðu víg- búnaðarkapphlaupi? Um þessar spurningar er fjallað. Og svo bæt- ast nú við atómstöðvarnar sem stofnað var til í „friðsamlegum" tilgangi, efnabrennsluhelvíti um allan heim. Tsjernóbíl getur verið forleikur að Ragnarökum, og nú hefur komið í ljós að til eru a.m.k. tvö hundruð og fimmtíu míglekar atómstöðvar um öll lönd. Og alls staðar hefur þessum helstöðvum verið plantað niður á móti vilja fólks, og ráðist á mótmælendur með gasi, sprautum og kannski byssum. ÖII þessi þemu eru í sjón- máli í bók Halldórs og leikverki Hans Alfredsons. Sýningunni var mjög vel tekið. Þjóðleikhússtjóri þakkaði Drama- ten, þjóðleikhúsi Svía, komuna. Hans Alfredson ávarpaði Halldór Laxness, og allir sem hlut áttu að máli voru hylltir að verðleikum. LISTMALARAFELAGIÐ heitir félagsskapur málara sem stofnaður var fyrir fimm árum, nán- ar tiltekið 15. apríl 1982. Þessi fé- lagsskapur hefur síðan sýnt alls fimm sinnum verk félagsmanna, sem í upphafi voru 21 en eru nú 24. Að sögn Hafsteins Austmanns, for- svarsmanns félagsins, var félagið stofnað þegar listmálurum þótti sýnt að þeir væru eini hópurinn sem ekki hefði stofnað með sér sér- greinafélag. Hafsteinn sagði enn- fremur að félagið hefði að markmiði að sýna verk félagsmanna sinna en málararnir ættu ekkert sameigin- legt nema það að mála með olíulit- um og eina stefnan varðandi sýn- ingarhaldið væri að sýna góðar myndir. Það verða alls 11 málarar sem sýna að þessu sinni á Kjarvals- stöðum, auk Hafsteins eru það þeir Valtýr Pétursson, Jóhannes Geir, Bragi Ásgeirsson, Elías B. Halldórs- son, Einar G. Baldvinsson, Einar Þorláksson, Gunnar Örn, Gunn- laugur St. Gíslason, Jóhannes Jó- hannesson og Pétur Már. Félags- menn verða þó ekki einir um hituna í Vestursalnum því þeir ætla að sýna jafnframt verk eftir hina öldnu kempu, Snorra Arinbjarnar. Sýn- ingin var opnuð síðastlilðinn laugar- dag, 25. apríl og stendur til 10. maí. LITLI leikklúbburinn á ísafirði leggur land undir fót og heldur til Reykjavíkur og mun verða með sýn- ingar í Hjáleigunni í Kópavogi (bak- dyramegin í félagsheimili þeirra Kópavogsbúa) 1. og 2. maí. Sýndir verða tveir einþáttungar, Hinn eini sanni seppi eftir Tom Stoppard og Svart og silfraö ef tir Michael Frayn. Það er Guðjón Ólafsson, ensku- kennari við menntaskólann þar vestra sem þýðir verkin og leikstýrir jafnframt Litla leikklúbbnum við uppfærslu þeirra. Einþáttungur Stoppards segir frá tveimur gagn- rýnendum sem sitja undir leiksýn- ingu sem fer í raun og veru fram, þannig að segja má að sýningin sé tvöföld eða hér sé á ferðinni leikrit inni í leikriti. Verk Frayns gerist hins- vegar á einni nóttu á hótelherbergi í Feneyjum þar sem ungt par gerir tilraun til að endurlifa brúðkaups- nóttina. GUÐRÚN Sigurðardóttir opnar sýningu í Gallerí Gangskör á klippi- myndum og silkiþrykki og gvass- myndum 1. maí kl. 14. Guðrún er búsett í Danmörku og hefur ekki sýnt hérlendis fyrr en nú. Guðrún nam hér heima, m.a. undir hand- leiðslu Þorvalds Skúlasonar og lauk síðan námi frá Kunstakademíunni í Kaupmannahöfn. Sýningin er opin 12—18 virka daga en 14—18 um helgar og lýkur 15. maí. HANNES og Ólafur Lárussynir opna sýningu á verkum sínum í Nor- rcena húsinu á laugardaginn 2. maí kl. 14. Hannes sýnir þar teikningar, skúlptúra og útskurð en Ólafur aðal- lega málverk. Þeir bræður eru einn- ig þekktir af ljósmyndum sínum og voru aðilar að norrænni ljósmynda- sýningu sem fram fór í Norræna húsinu nýverið. Báðir hafa þeir dval- ist meira og minna erlendis að und- anförnu, Hannes vestanhafs og Ólafur austan, einkum í Hollandi og Skandinavíu. Sýningin er opin alla daga frá 14 til 22 og stendur til 17. maí. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.