Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 27

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Síða 27
KVIKMYNDIR eftir Sigmund Erni Rúnarsson Loggan og fanturinn Stjörnubíó, Engin miskunn (No Mercy): ★★★ Bandarísk, árgerd 1987. Framleiðandi: D. Constantine Conte. Leikstjóri: Richard Pearce. Handrit: Jim Carabatsos. Kuikmyndun: Michel Brault. Tónlist: Alan Silvestri. Adalleik- arar: Richard Gere, Kim Basinger og Jeroen Krabbe. Richard Pearce á að baki stuttan en athyglisverðan feril sem kvik- myndaleikstjóri. Eftir nokkra við- urkenningu við gerð heimildar- mynda söðlaði hann yfir í leiknar myndir með góðum árangri í fyrstu atrennu, svo sem myndir eins og Heartland og Country bera vitni um. Heartland var ódýr og notaleg, Country dýr og nota- leg og víst er að nýjasta mynd hans No Mercy er líka rándýr. En nú er yfirbragðið annað, all kröft- ugur tryllir um hefndina sætu — a la lögga/fantur/dauði vinar... Richard Gere sem hefur verið í leikaralægð um nokkurt skeið nær sér svolítið á strik í rullu lögg- unnar í Chicago sem missir félaga sinn fyrir fanti sunnan úr New Orleans, leiknum af Jeroen Krabbe sem eins og samlandi hans Rutger Hauer aflar sér sívaxandi vinsælda með hverri myndinni af annarri utan Hollands, þar sem þeir voru báðir dáðir leikarar fyrir. I myndinn No Mercy lokast þrí- hyrningurinn með þokkafullri Kim Basinger í hlutverki ástkonu fantsins og síðar löggunnar úr norðri. Einkenni þessarar myndar eru sannferðugur spennuhlaðningur sem sakir vandvirkni nær ágæt- um tökum á áhorfendum. Það er að sönnu lítið kvikað frá formúl- unni og persónusköpunin er gam- alkunn. En það sem heldur þessari mynd vel ofan við meðallag er natin og skýr framsetning, afskap- lega snjöll filmuvinna sem sleppir stælum og er svo gott sem frumleg — í daðri sínu við formúluna. Semsé; Pearce skilar hér af sér ágætri afþreyingu, trylli sem tekur i. Brokkgeng Bíóhöllin, Paradísarklúbburinn (Club Paradise) ★★ Bandarísk, árgerd 1986. Framleidandi og leikstjóri: Harold Ramis. Handrit: Harold Ramis og Brian Doyle-Murray. Kvikmyndun: John Hicks. Tónlist: Ýmsir. AöaUeikarar: Robin Williams, Peter O’Toole, Rick Moranis, Twiggy. A stuttum tima hefur Rick Moranis orðið stjarna uppi í Breið- holti, en eitt grín af öðru hefur tek- ið við með honum á hvítu tjaldi Bíóhallarinnar, fyrst sem Baldur í Litlu hryllingsbúðinni og nú í litlu og snaggaralegu hlutverki í Para- dísarklúbbnum Haraldar Ramis. Ramis kynntist líka stjörnu- himninum snögglega eftir að hann sendi frá sér dæmalaus ærsl um draugabana á strætum New York og bíóunnendur kannast vei við. Þar naut hann liðsinnis margra skærustu stjarna banda- rísks gamanleiks, svo sem Bill Murrays og Dan Aykroyds. i Paradísarklúbbnum, sem gerir út á sömu hláturtaugar og Ghost- busters, er einneginn einvalalið grínista að finna ásamt Peter O’Toole sem fráleitt fríkkar með árunum. Ég nefni Robin Williams og Joseph Caesar, þá öldnu sviðs- kempu, sem síðast sást framan vélar í Soldiers’s Story. En þessi góða áhöfn kemur fyrir ekki. Ekki einasta Twiggy í lítt- klæddri rullu ljóskunnar fær breytt þeim úrslitum að Paradísar- eyjan er rétt í meðallagi skemmti- leg. Sagan er ákaf lega brokkgeng, framvindan óljós — og það sem er kannski verst þar eð hér er um gamanleik að ræða: persónusköp- unin er ómarkviss. Hér segir af slökkviliðsmanni í New York sem er orðinn hundleið- ur á starfanum og ákveður eftir að hafa lent í vinnuslysi að skella sér til einhverrar dáindis eyjar í Kara- bíska hafinu, þar sem hann síðar meir ræðst í uppbyggingu ferða- mannastaðar í samvinnu við inn- fædda, en í óþökk stjórnvalda. Á köflum fyndin mynd, stund- um sprenghlægilegt gaman, en alltof sjaldan á heildina litið. Bílagalli Laugarásbíó, Tvífarinn (The Wraith): ★ Bandarísk, árgerð 1986. Framleiöandi: John Kemeny. Leikstjóri og handritshöfundur: Mike Marvin. Kvikmyndun: Reed Smoot. Tónlist: Michael Hoenig og J. Peter Robinson. Aöal- leikarar: Charles Sheen, Nick Cassavetes, Sherilyn Fenn og Randy Quaid. Stundum hendir það mann að fá svo gallaða vöru að maður skilar henni með öðru og talsvert svaka- legra augnaráði en þegar kaupin fóru fram. Maður er svolítið ánægður með sjálfan sig á eftir — og telur enda réttlætinu náð. Ef hægt væri að skila bíómynd- um með svipuðum hætti og vör- um sem maður kaupir í næstu búð, færi Tvífarinn þá leiðina. The Wraith eins og verkið heitir á enskunni sinni er afskaplega gall- að verk, ef ekki — svo maður noti flott orðalag — alfarið slappt. Þetta er bíladellumynd sem læt- ur væla í beygjunum, skemmir bíla og menn og þegar hæst lætur, sprengir hvorutveggja í loft upp. Og þá er leikin graðhestatónlist undir, annars strengir þegar drengurinn í góða hlutverkinu er að heimta fögru stúlkuna úr helju. Myndin er annars að mörgu leyti með ólíkindum. Til dæmis sagan sjálf, en illþýði myndarinn- ar hefur drepið besta son bæjar- ins, sem snýr aftur utan úr geimi á ósigrandi rennireið sem bílar gengisins eiga barasta ekkert í. í reyndinni er ekki hægt að tala um leikstjórn eða handrit í sömu andrá og Tvífarann. Hér ræður framleiðandinn í blindni á stelgda formúlu, þar sem að auki er bland- að saman vænlegustu gróðaþátt- um í bíóframleiðslu síðustu ára — með hörmulegum árangri. ! KVIKMYNDAHUSIN AllSTURBÆJARRÍfl LOKAÐ VEGNA BREYTINGA bMhö Ráöagóði róbótinn, Hundaiíf, Öskubuska og Heföarkettir sýndar kl. 3 um helgina. BIOHUSIÐ LITLA HRY LLINGSBÚÐIN ★★★ (Little Shop of Horrors) Þetta er íslendingum að góðu kunnugt eftir að Hitt leikhúsið setti upp sam- nefnt leikrit, en myndin er ekki síður vel heppnuð. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. PARADlSARKLÚBBURINN (Club Paradise) ★★ Grínmynd um sumarleyfi og sól, leik- stjóri Harold Ramis sem gerði m.a. Ghostbusters. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LIÐÞJÁLFINN (Heartbreak Ridge) ★ Clint Eastwood leikur liðþjálfa sem þjálfar sérsveitir í bandaríska hernum. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. NJÓSNARINN (Jumpin Jack Flash) ★★ Gamanmynd með stjörnunni úr Color Purple, Whoopi Goldberg. Sýnd kl. 5, 7 og 11. FLUGAN (The Fly) ★★ Galdrar og hrollur fyrir það sem þess er virði. Bönnuð yngri en 16 ára. Sýnd kl. 11. PENINGALITURINN (The Color of Money) ★★★ Paul Newman hlaut óskarinn fyrir leik sinn I þessari mynd. Sýnd kl. 9. KRÓKÓDlLA dundee (Crocodile Dundee) ★★★ Léttgrln. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. ÁBENDING Fáar nýjar myndir prýða sali blóhús- anna um þessar mundir. Hinsvegar hlýtur það að fara að breytast og þess- vegna er rétt að benda á myndir sem hafa gengið lengi s.& Skytturnar, Ren- ingalitinn og Krókódíla Dundee. KOSSKÖNGULÓARKONUNNAR (Kiss of the Spider Woman) NÝ Afar umtöluð og athyglisverð mynd. William Hurt hlaut óskarinn fyrir leik sinn í henni. LOKAÐ UM SINN LAUGARÁS BJO TVfFARINN ★ Bandarísk spennumynd um ungan pilt sem flyst til smábæjar og þá fer ýmis- legt yfirnáttúrulegt að gerast. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LEPPARNIR (Critters) ★★ Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. IREGNBOGIINN HERBERGI MEÐ ÚTSÝNI (Room With a View) ★★★★ Frábær mynd. Ekta bresk í klassa fyrir sig. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. GUÐ GAF MÉR EYRA (Children of a Lesser God) ★★★ Marlee Matlin hlaut óskarinn fyrir leik sinn í þessari mynd í hennar fyrsta hlut- verki. I hófi væmin ástarsaga. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BLA borg (Blue City) ★★ Með Judd Nelson og Ally Sheedy. Sýnd kl. 3.10, og 11.15. TRÚBOÐSSTÖÐIN (Mission) ★★★ Ein sú besta í bænum, frábær kvik- myndataka og stórgóður leikur. Sýnd kl. 5, 7.15 og 9.30. HJARTASÁR (Heartburn) ★★ Jack Nicholson og Meryl Streep, en ár- angurinn lætur á sér standa. Sýnd 5.05, 7.05, 9.05 og 11.15. SKYTTURNAR ★★★ Metnaðarfull mynd og bara vel heppn- uð að mörgu leyti. Sýnd kl. 3.15, 5.15, og 11.15. FERRIS BUELLER ★ ★ Gamanmynd um skróp og Férraribíl. Sýnd kl. 3.05. ÞEIR BESTU (Top Gun) ★ ★★ Þjóðernisrembingur í algleymingi og pínu ást með. Sýnd kl. 3. FALLEGA ÞVOTTAHÚSIÐ MITT (My Beautiful Laundrette) Ljómandi góð mánudagsmynd. Sýnd kl. 7.10 og 9.10. ENGIN MISKUNN (No Mercy) ★★★ Bandarísk lögreglumynd með Richard Gere og Kim Basinger. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. PEGGY SUE GIFTI SIG (Peggy Sue Got Married) ★★★ Kathleen Turner fær aðsvif og hverfur aftur í tfmann, endurtekur lífið sig? Sýnd kl. 5 og 9 STATTU MEÐ MÉR (Stand by Me) ★★ Fjórir strákar að leita að l(ki. Sýnd kl. 7 og 11. /fiámtík LEIKIÐ TIL SIGURS (Best Shot) ★★ Mynd með Gene Hackman þar sem hann leikur mann sem kemur til smá- bæjar til að þjálfa körfuboltalið er margt fer öðruvísi... Sýnd kl. 5, 7 og 9. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Vil du se min smukke navle. (Sjáöu sœta naflann minn) irk-k Til útleigu hjá m.a. Vídeómeist- aranum. Dönsk. Árgerö 1979. Leikstjórn: Sören Kragh Jacobsen. Aöalhlutverk: Birger Larsen, Lise Lotte Rao o.fl. Kvikmyndir Sörens Kragh Jacobsens, ásamt verkum þeirra Nils Malmros og Bille August geta á margan hátt skoðast sem kjarni þeirrar blómlegu nýsköpunar er átt hefur sér stað í danskri kvik- myndagerð á liðnum árum. Það sem þessir leikstjórar eiga sér einna helst sameiginlegt er að þeir hafa allir lagt sérstaka rækt við að gera unglingsárunum viðhlítandi skil í verkum sínum. Og það á svo hjartnæman og fordómalausan hátt, að aðrar kvikmyndir sömu tegundar, sem í ofgnótt hefur ver- ið ausið yfir heimsmarkaðinn á liðnum misserum standast þar hvergi samanburð. Vil du seminsmukke navle f jall- ar um Claus sem er einkar feiminn og óframfærinn nemandi í níunda bekk, er fer ásamt bekkjarfélögum sínum í skólaferðalag. Áfanga- staðurinn er eyðibýli í Suður-Sví- þjóð. Með í hópnum er Lene, sem er öllu framfærnari og opnari í af- stöðu sinni til hins kynsins en nefndur Claus. Þau dragast engu að síður hvort að öðru og lýsir myndin þessu brothætta fyrsta ástarsambandi þeirra á svo hug- ljúfan, smákíminn en þó svo for- dómalausan hátt, að áhorfendur komast engan veginn hjá því að hrifast með. Það gerðu alltént Danir á sínum tíma, því myndin reyndist ein sú söluhæsta þar í landi á áttunda áratugnum. Ó.A. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.