Helgarpósturinn - 30.04.1987, Side 32
eftir Gunnar Smára Egilsson mynd Snorri Snorrason
I
Togarinn Stakfell veldur enn á ný deilum. Nú hefur
hann veriö sendur til Akureyrar þar sem honum veröur
breytt í frystitogara. Forsvarsmenn frystihússins á Þórs-
höfn og Byggöasjóöur telja aö meö þessu sé veriö aö
flytja vanda útgeröarinnar yfir á frystihúsiö. Enn á ný er
hœtta á atvinnuleysi á Langanesi.
Miklar deilur eru nú á Þórshöfn vegna togarans Stakfells. Þrír full-
trúar Kaupfélags Langnesinga hafa bariö það í gegnum stjórn Út-
gerðarfélags Norður-Þingeyinga aö láta breyta togaranum í frysti-
togara, Mikil andstaöa er gegn þessari ákvöröun á Þórshöfn. For-
svarsmenn Hraðfrystihúss Þórshafnar óttast aö hver sá þorskur sem
frystur veröur um borö í Stakfellinu komi niöur á atvinnu í landi.
Stjórn Þórshafnarhrepps er einnig mótfallin breytingunni. Forsvars-
menn Byggðastofnunar telja aö stjórn útgeröarinnar sé að flytja
vandamál togarans yfir á frystihúsið. Hraðfrystihús Þórshafnar sé
framtíöarvandamál stofnunarinnar. Áhöfn Stakfellsins er einnig
andsnúin ákvöröun útgeröarstjórnarinnar. Fyrirsvarsmenn SIS hafa
reynt aö miöla málum í þessari deilu, en gefist upp og halda nú aö
sér höndum.
HÖFUÐSTÓLLINN ÖFUGUR
UM 90 MILLJÓNIR
Stakfellið er með sögufrægustu
togurum landsins. Langnesingum
var gert kleift að kaupa togarann
árið 1981 með því að opinberir aðil-
ar lánuðu þeim allt kaupverð hans.
Þeir höfðu þá misst sinn eina togara,
Suöurnesiö, í gjaldþrot og hrun at-
vinnulífs á Þórshöfn og Raufarhöfn
blasti við. Þessi ákvörðun var harð-
lega gagnrýnd á sínum tíma, en
fékkst í gegn vegna mikillar baráttu
stjórnmálamanna — ekki síst Stein-
gríms Hermannssonar, þáverandi
sjávarútvegsráðherra.
Eftir að Stakfellið kom til Þórs-
hafnar árið 1982, var gert sam-
komulag um að togarinn landaði
75% af aflanum á Þórshöfn og 25%
á Raufarhöfn. Árið 1985 keypti síð-
an Kaupfélag Langnesinga hlut
Raufarhafnarhrepps í Stakfellinu og
eignaðist við það 52% meirihluta í
Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga,
og þrjá stjórnarmenn af fimm. Við
það minnkaði hlutur Raufarhafnar í
aflanum og í ár mun hann skila 15%
af honum til Raufarhafnar.
Útgerð togarans hefur gengið
brösuglega frá upphafi, eins og skilj-
anlegt er. Togarinn þarf að standa
undir fjármagnskostnaði af 100%
lánum. En staðan er þó betri eftir að
hagur útgerðarinnar batnaði og
einnig var útgerðin heppin með
gengistryggingar erlendra lána.
Lánin eru að mestu bundin í bresk-
um pundum, en á undanförnum ár-
um hafa slík lán komið betur út en
lán sem bundin hafa verið flestum
öðrum gjaldmiðlum.
Þrátt fyrir þennan hag var höfuð-
stóllinn öfugur um síðustu áramót
— 80—90 milljónir í mínus. Verð
togarans er bókfært á um 215 millj-
ónir, en það mun vera nokkrum tug-
um milljóna undir markaðsverði.
Raunveruleg staða útgerðarinnar er
því skárri en hinn öfugi höfuðstóil
gefur til kynna.
FRYSTIHÚSIÐ
FRAMTÍÐARVANDAMÁL
BYGGÐASTOFNUNAR
Fyrir ári síðan samþykkti stjórn
útgerðarinnar að breyta Stakfellinu
svo hægt væri að flaka og frysta
þorsk um borð. Togarinn hefur hing-
að til getað fryst grálúðu og karfa
um borð og er því „hálf-frysti-
togari".
Astæðuna fyrir þessari ákvörðun
sagði stjórnin vera þá, að staða út-
gerðarinnar væri orðin það slæm,
að það væri um lífsspursmál fyrir
útgerðina að ræða. Togaraútgerð
hefði mislukkast áður á Langanesi.
Það hefði hvergi gerst annars staðar
utan Breiðdalsvíkur. Slíkt mætti
ekki endurtaka sig.
Jóhann Jónsson, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Þórshafnar og
sveitarstjóri Þórshafnar, greiddi at-
kvæði gegn þessari samþykkt
stjórnarinnar. Hann situr í stjórninni
fyrir hönd frystihússins og afstaða
hans mótaðist af ótta við að sá fiskur
sem frystur yrði á hafi úti kæmi nið-
ur á atvinnu í frystihúsinu.
Jóhann átti sér skoðanabræður
víðar. Gudmundur Malmquist, for-
stöðumaður Byggðastofnunar,
sagðist í samtali við Helgarpóstinn
óttast að með þessu væri verið að
flytja vanda útgerðarinnar í land.
Lánafyrirgreiðsla opinberra aðila
vegna kaupa á Stakfellinu hefði á
sínum tíma verið veitt til þess að
bæta atvinnuástandið á Þórshöfn.
Þessi ákvörðun stjórnarinnar félli
illa að þeim markmiðum. Guð-
mundur talaði um Hraðfrystihús
Þórshafnar sem framtíðarvandamál
Byggðastofnunar.
Þegar ársreikningar Útgerðarfé-
lags Norður-Þingeyinga voru birtir
kom í ljós að togarinn hafði skilað
bókfærðum hagnaði á síðasta ári.
Hagnaðurinn var lítill, rúmar 4
milljónir króna. Það var þó meira
en búist var við og mönnum fannst
rök stjórnar útgerðarinnar ekki eins
beitt og áður.
BREYTINGIN KEMUR NIÐUR
. Á ATVINNU ÍLANDI
Áhöfn togarans er einnig andsnú-
in breytingunni. Þeir eru nú 18 um
borð, en eftir breytingar yrði þeim
fjölgað upp í 24. Skiptaprósentan
myndi þó ekki hækka. Þó tekjur sjó-
manna á frystitogurum séu með
hæstu tekjum á landinu, þá liggur
þar að baki óheyrileg vinna. Auk
þess getur Stakfellið nú fryst grá-
lúðu og karfa, ódýran fisk, og það
gerir það að verkum að áhöfnin á.
Stakfellinu hefur dágóðar tekjur.
Þeir aðilar á Þórshöfn sem hafa
verið andsnúnir breytingunni hafa
bent á aðra leið sem þeir telja betri
til að bæta stöðu útgerðarinnar.
Með litlum tilfæringum getur Stak-
fellið stundað úthafsrækjuveiðar, en
þær veiðar hefðu ekki áhrif á kvóta
skipsins, þar sem enginn kvóti er á
rækjuna. Ef þessi leið yrði farin gæti
togarinn stundað þorskveiðar og
landað honum ferskum, en nýtt
stoppin til rækju-, grálúðu- eða
karfaveiða og fryst aflann um borð.
Með þessu héldi frystihúsið sínu og
togarinn hefði eftir sem áður mögu-
leika á að auka tekjur sínar.
Forsvarsmenn SÍS hafa reynt að
miðla málum milli deiluaðila á Þórs-
höfn. Kaupfélag Langnesinga er eitt
af eigendum Sambandsins og Hrað-
frystihús Þórshafnar er í félagsskap
sambandsfrystihúsa. Málið er því
Sambandinu skylt.
Framleiöni h/f, sem er í eigu sam-
bands frystihúsanna, gerði hag-
kvæmnisúttekt á fyrirhuguðum
breytingum á Stakfellinu. Annars
vegar var kannað hvaða áhrif þetta
hefði á hag útgerðarinnar og hins
í
INNRÖMMUN
ALHLIÐA INNRÖMMUN, SMELLURAMMAR,
TILB. ÁLRAMMAR
LAUGARDAGA TIL KL. 16.00
NÆG
BÍLASTÆÐI
32 HELGARPÓSTURINN