Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 33

Helgarpósturinn - 30.04.1987, Qupperneq 33
vegar hvaða áhrif þetta hefði á rekstur togarans og Hraðfrystihúss- ins, sem heildar. Niðurstöðurnar urðu þær að breytingin bætti hag út- gerðarinnar, en þegar litið var á at- vinnulífið á Þórshöfn sem heild, kom annað í ljós. Bættur hagur út- gerðarinnar bitnaði á frystihúsinu. DEILDARFUNDI í KAUPFÉLAGINU FRESTAÐ Sambandsmenn að sunnan komu norður til að miðla málum. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar og Árni Bene- diktsson, framkvæmdastjóri fisk- framleiðenda, fóru erindisleysu. Meira að segja Guðjón B. Olafsson, forstjóri SÍS, fór norður, en án árang- urs. Stakfellið fór síðan til Akureyrar síðastliðinn þriðjudag, þar sem tog- aranum verður breytt í frystiskip í Slippstöðinni. Á mánudaginn var ráðgert að halda deildarfund í Kaup- félagi Langnesinga, en þeim fundi var frestað. Andstæðingar breyting- arinnar eiga ekki í vandræðum með að skýra þá frestun. Að þeirra áliti hafa andstæðingar breytinganna meirihluta í kaupfélaginu og því var hætta á að deildarfundurinn setti strik í reikninginn. Aðalfundur Kaupfélagsins verður síðan haldinn innan tíðar. Þar má búast við deilum vegna ákvörðunar fulltrúa Kaupfélagsins innan stjórn- ar Útgerðarfélags Norður-Þingey- inga. En þá verða breytingarnar um garð gengnar. Að sögn Þórólfs Gíslasonar, kaup- félagsstjóra og stjórnarmanns í Út- gerðarfélagi Norður-Þingeyinga, hefur verið gert samkomulag við frystihúsið til að tryggja að það fái ekki minni afla til vinnslu en var í fyrra. Þá landaði togarinn 1.200 tonnum af þorski á Þórshöfn. Stak- fellið er á sóknarmarki og má veiða allt að 2.244 tonnum af þorski. Ekk- ert hámark er á öðrum fisktegund- um. Þegar togarinn hefur skilað 1.200 tonnum af þorski til Þórshafn- ar og 15% til Raufarhafnar, hefur hann rúmlega 800 tonn af þorski til að frysta. Það eru tveir túrar. BREYTINGAR I ANDSTÖÐU VIÐ ALLA Andstæðingar breytingarinnar segja að óeðlilegt sé að miða við síð- asta ár þegar hlutur frystihússins á Þórshöfn er ákvarðaður. Þá hafi minni þorskafli borist á land en árið áður og einnig árið þar áður. Auk þess segja þeir að tveir frystitúrar á ári muni ekki gera þau kraftaverk sem kaupfélagsmenn í stjórninni búast við. Freistingin að frysta meira en nú er ráðgert er því næg. Jóhann Jónsson, frystihússtjóri, sagði í samtali við Helgarpóstinn, að eðlilegt væri að togarinn og hús- ið væru undir sömu stjórn. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, sagði aft- ur á móti að það hefði gefist illa með Suðurnesið, endað í gjaldþroti. Komið hefur til tals að Kaupfélag- ið legði sinn hlut í togaranum í frystihúsið og yrði með því eignar- aðili að því. Hlutur þess yrði þó aldrei hærri en tæp 30% og af orð- um Þórólfs að dæma er stjórn Kaup- félagsins ekki ginnkeypt fyrir slík- um skiptum. Ástandið í atvinnumálum Þórs- hafnar og Langaness er því enn deiluefni. Forsvarsmenn Byggða- sjóðs og SÍS fylgjast með, en fá ekki að gert. Þeir stjórnmálamenn sem málið hefur verið lagt fyrir hafa enn ekki gripið inn í. Afstöðu þeirra er kannski best lýst með orðum Stein- gríms Hermannssonar þegar hann tjáði þeim sem lögðu málið undir forsætisráðherra að hann hefði bar- ist í þrjá daga í þinginu fyrir Stakfell- ið og hann vildi ekki þurfa að gera það aftur. SUMARAÆTLUN 1987 1 - MAÍ júní *n JÚNÍ JÚNÍ JÚLÍ JÚLÍ JÚLÍ ij i NÆSTU FERÐIR .* CM 1 6 23 7 14 28 5 ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27 SOL OG SJOR Benidorm - hvíta ströndin á Spáni - þar finna allir eitthvað við sitt hæfi. Flestar ferðír eru að fyllast. Pantaðu strax og tryggðu þér sæti í rétta ferðina fyrir þig 26. mai - 3 vikur - Dæmi um verð: Hjón með tvö börn, verð frá kr. 26.200,- á mann. Mundu að Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á Spáni. Þar mælast 306 sólardagar á ári. m FERÐA MIÐSTÖÐIN Cí4licat Jccwet STÖRKOSTLEGT ÖRVAL PLAKÖT OG MYNDIR RAMMA MIÐSTOÐIN SIGTÚN 20, 105 REYKJAVÍK. SÍMI 25054. HELGARPÖSTURINN 33

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.