Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 3
að er heldur betur óburðugt ástandið á Patreksfirði þessa dag- ana. Hraðfrystihúsið hefur verið lokað vegna rafmagnsskulda, skip hafa ekki getað farið á sjó vegna þess að peninga hefur vantað fyrir olíu og í ofanálag standa skipverjar á Patreki og Vestra í harðri deilu við útgerð bátanna vegna kjarasamn- inga og hafa bátarnir ekki farið út síðan 14. desember. Þrátt fyrir samningaumleitanir skipverja, Al- þýðusambands Vestfjarða og hlið- hollrar afstöðu Útvegsmannafélags Vestfjarða fær ekkert hnikað út- gerðarmanninum Jóni Magnús- syni, sem vill láta málið fara fyrir dómstóla. Skipverjar á Patréki og Vestra eru um 25 mauns og eru þeir flestir heimamenn á Patreksfirði. Talið er að slagurinn snúist um 3—5 milljónir króna og nær kröfugerðin aftur til ársins 1983. I gær fengu skipstjórar bátanna svo bréf, þar sem þeim er gert að ráða nýjar áhafnir og þannig hafa skipverjarnir 25 óbeint fengið reisupassann. . . P egar Valtýr Sigurðsson var skipaður borgarfógeti í stað Þor- steins Thorarensen mun Óiafur Sigurgeirsson, aðalfulltrúi við embættið, hafa brugðist reiður við Olafur mun hafa talið sig hafa rétt á þessu embætti, enda búinn að vera næstur í virðingastiganum hjá borg- arfógetaembættinu um langan tíma. Astæða þess að dómsmála- ráðuneytið skipaði ekki Ólaf mun vera sú að vörslusviptingar hans hafa verið til rannsóknar hjá ríkis- saksóknara frá því í sumar, eins og Helgarpósturinn hefur greint frá. Ólafur mun hafa sagt upp hjá embættinu og ætlar sér að opna lög- mannsstofu. . . Góð dekk öruggur akstur. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐIÐ Gúmmfkarlamir Borgartúni 36 Sími 688220 I ÖLLUM DEILDUM OPIÐ LAUGARDAG FRÁ 9-16 VISA /A A A. A A A z ii nur iui.jtjqj j-J-T] = - UMflUHUMHHÍ IHlh Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.