Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 37
a. Jóhanna Sigurðardóttir hótaði kannski ekki beinlínis að fara úr ríkisstjórninni vegna slælegs stuðnings hennar við húsnæðisfrumvarpið, en það lá í loftinu. b. Vigdís Finnbogadóttir hótaði ekki beinlínis að mynda utanþingsstjórn undir forsæti Jó- hannesar Nordal í stjórnarkreppunni eftir kosn- ingarnar 1983, en það lá í loftinu. c. Kona Steingríms, Edda Guðmundsdóttir, hótaði ekki beinlínis að taka upp lifnaðarhætti Gorbatsjov-hjónanna, en það lá í loftinu. 28. ,, Ég held ad þad hljóti ad vera augljóst mál, ad þetta eru vonbrigöi fyrir alla vidkomandi, bœdi fyrir Sambandid og vidkomandi einstaklinga," sagdi Guðjón B. Olafsson, forstjóri Sambands- ins, á árinu. Hvert var tilefni vonbrigdanna? a. Þrjátíu og þrír „einstaklingar" buðu í hluta- bréf ríkisins í Útvegsbankanum á móti Sam- bandinu. b. Þrotabú Kaupfélags Svalbarðseyrar ákvað að sækja að fyrrverandi stjórnarmönnum kaup- félagsins vegna skulda er þeir höfðu gengið í ábyrgð fyrir. c. Sakadómur Reykjavíkur fann fjóra af starfs- mönnum Sambandsins seka í svokölluðu „kaffi- baunamáli". 29. ,,Þad má ekki gera neitt sem hefur í för med sér ad breyta meginstefnunni," sagdi Alexander Stefánsson seint í haust. Hvert var tilefni þessar- or íhaldssömu yfirlýsingar? a. Alþýðuflokkurinn lagði til breytingar á landbúnaðarstefnunni, sem framsóknarmenn hrundu að mestu. b. Alþýðuflokkurinn lagði til breytingar á kvótakerfinu, sem framsóknarmenn hrundu að mestu. c. Alþýðuflokkurinn lagði til breytingar í hús- naeðismálum, sem framsóknarmenn hrundu að mestu. 30. „Þetta er audvitad slettirekuskapur fram í störf Alþingis sem forseta Hœstaréttar koma ekki við á þessu stigi málsins," sagði Steingrímur J. Sigfásson þingmaður fyrri hluta ársins. Hver var þessi slettirekuskapur Magnúsar Thorodd- sen, forseta Hœstaréttar? a. Hann svaraði Steingrími Hermannssyni símleiðis um hvort Sturla Kristjánsson, brottvik- inn fræðslustjóri, ætti rétt á því að krefjast þess að mál hans yrði rannsakað fyrir dómi. b. í skýrslu nefndar sem Hæstiréttur skipaði |kom fram það áiit að óeðlilegt væri að þing- jmenn sætu í bankaráðum. c. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að í Ifaun væru engir hámarksvextir í gildi hér- iendis og okurlögin því marklaus. 31. „Hann hefur í raun hlœgilega lítil völd, menn ótta sig bara ekki á því og það bjargar honum," sagdi Davíð Oddsson borgarstjóri í haust. Hver var heppinn að enginn áttaði sig á því hversu blaegileg völd hann hafði? a. Þorsteinn Pálsson, eftir að hann tók við embætti forsælisráðherra, sem að dómi Davíðs var afskaplega valdalítið embætti. b. Margrét Harðardóttir, sem teiknaði ráðhús- ■ð ásamt eiginmanni sínum, sem Davíð taldi að hefði töglin og hagldirnar, bæði á heimilinu og á teiknistofunni. c. Matthías Á. Mathiesen, eftir að hann varð fáðherra samgöngumála, sem Davíð áleit lítinn íbita fyrir þennan máttarstólpa flokksins á l^eykjanesi. i 32. „Það er á mörkunum að hœgt sé að rœða þetta við utanríkisráðherra, en ég var búinn að lofa því heima að gera það," sagði Steingrímur Hermannsson snemma vetrar eftir viðrœður við Andreotti, utanríkisráðherra Italíu. Hvað var Það sem var á mörkunum? a. Að það væri enginn saltfiskur með haus. b. Að Gorbatsjof og Raisa svæfu ekki saman. c. Að Ólafur Ragnar Grímsson væri fluggáfað- ur en hins vegar óþolandi egóisti. 33. „Það er ekkert nýtt að það sé ágreiningur inn- an lögfrœðinnar, þetta er hugvísindagrein og þar eru tvisvar tveir ekki alltaf fjórirþ sagði Magnás Thoroddsen, forseti Hœstaréttar, í nóv- ember. Hvert var tilefni þessarar yfirlýsingar Magnúsar um skringilega samlagningu lög- frœðinnar? a. Tilefnið var að Hæstiréttur taldi Hallvarð Einvarðsson rikissaksóknara óhæfan til þess að fara með ákæruvaldið í Hafskipsmálinu og Hall- varði mislíkaði mjög. b. Tilefnið var að mannréttindadómstóll Evrópuráðsins féllst á að taka fyrir hvort það samrýmdist mannréttindasamþykkt þess, að sami maður rannsakaði, ákærði og dæmdi mál, en Hæstiréttur hafði lagt blessun sína yfir það. c. Tilefnið var að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi réttinn fyrir að vera of vilhallur ríkisvaldinu á kostnað mann- réttindaákvæða stjórnarskrárinnar. 34. „Þarna voru miklu fleiri en við höfðum gert okkur vonir um að myndu mœta. Og það merki- lega var að þarna var fólk sem aldrei hefur sést á útifundum," sagði Flosi Ólafsson seint á árinu. Hver var þessi atburður sem dró til sinn fólk sem aldrei sótti útifundi? a. Fundur samtakanna „Tjörnin lifi", sem hald- inn var til þess að mótmæla fyrirhugaðri bygg- ingu ráðhúss við Tjörnina í Reykjavík. b. Hátíðleg athöfn þar sem kveikt var á jólatré sem íbúar Öslóborgar gáfu Reykvíkingum, en athöfnin fór að þessu sinni fram í Laugardals- höllinni vegna lélegrar mætingar undanfarin ár. c. Rútudagurinn við Umferðarmiðstöðina, þar sem rúta var hífð upp á þak byggingarinnar og fólki boðið í ókeypis ferð með langferðabíl um miðbæ Reykjavíkur. 35. „Við œtluðum andstœðingunum í pólitík hér aldrei eins illt og þeir sýnast núna hafa verið að gera," sagði Einar Olgeirsson, fyrrverandi for- maður Sósíalistaflokksins, í nóvember. Hvert var tilefni þessara ummœla? a. Listi yfir stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar sem dreift var á fundi þar sem full- trúar Reykjavíkur á landsfund Alþýðubanda- lagsins voru kosnir. b. Frétt Ríkisútvarpsins af ummælum norsks sagnfræðings um tengsl Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar við leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. c. Þingflokkur sjálfstæðismanna neyddi Al- bert Guðmundsson til þess að segja af sér ráð- herradómi. 36. ,,Ég hef gengið á allan þingflokk Alþýðu- bandalagsins og óskað honum til hamingju og fengið misjafnar undirtektir," sagði Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknar, í lok ársins. Hvert var tilefni þessara hamingjuóska sem fengu svona misjafnar undirtektir? a. Steingrímur J. Sigfússon hafði ekki komið í ræðustól í þinginu í tvo daga samfellt. b. Alþýðubandalagið var orðið minnsti þing- flokkurinn samkvæmt skoðanakönnunum. c. Alþýðubandalagsmenn höfðu kosið Ólaf Ragnar Grímsson formann flokksins. 37. „Auðvitað kemur það fyrir í öllu þessu álagi að menn skipti skapi og ég býst við að það hafi komið fyrir fleiri í lífinu," sagði Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra í jólamánuðinum. Hvert var tilefni þessarar lífsspeki? a. Formenn þingflokkanna og forsetar þings- ins komu sér ekki saman um vinnutilhögun á þinginu vegna alvariegs missættis. b. Jóhanna Sigurðardóttir hafði neitað að mæta á ríkisstjórnarfundi vegna þess hversu slælega ríkisstjórnarflokkarnir styddu við bakið á húsnæðisfrumvarpi hennar. c. Formenn stjórnarflokkanna höfðu hnakk- rifist þegar þeir reyndu að jafna ágreining í stjórninni og koma saman á annan tug stjórnar- frumvarpa tveimur vikum fyrir jólafrí þingsins. 38. „Sumir segja að lífeyrissjóðirnir hafi brunnið upp. Það er rangt. Peningarnir eru bara geymdir í húseignum sjóðfélaga," sagði Jón Hallsson, framkvcemdastjóri Lífeyrissjóðs verkfrœðinga, í desember. Hvað meinti Jón? a. Að þeir sem fengu lán til húsnæðiskaupa hjá sjóðunum á tímum verðbólgu hefðu ekki greitt nema lítinn hluta lánsins til baka. b. Að þar sem ekkert væri notað af því fé sem lífeyrissjóðirnir lánuðu til Húsnæðisstofnunar hefði verið ákveðið að geyma peningana heima hjá sjóðfélögum. c. Að peningar lífeyrissjóðanna hefðu ekki brunnið þegar kviknaði í hjá þeim. Hann hafi verið búinn að flytja allan sjóðinn heim til sín. 39. , „Út af fyrir sig breytti rœða Þorsteins Pálsson- ar engu um þróun þessa máls," sagði Halldór Ásgrímsson í ársbyrjun. Hvaöa rœða Þorsteins var það sem engu breytti? a. Ræða sem hann hélt á fulltrúaráðsfundi sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, þar sem hann fór þess á leit að Albert Guðmundsson héldi sæti sínu á lista flokksins í borginni. b. Ræða sem hann hélt á Alþingi, þar sem hann mælti gegn lögum um að stöðva far- mannadeiluna fáeinum klukkustundum eftir að Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafði mælt með frumvarpinu. c. Stefnuræða forsætisráðherra. Framsóknar- menn vissu sem var að þegar allt væri til lykta leitt væri það þeirra stefna sem gilti. 40. , „Ég heflengi verið þeirrar skoðunar að ceðstu embœttismenn yrðu kosnir eins og stjórnmála- menn, þannig aö þeir hefðu þennan hita í hald- inu," sagði Sverrir Hermannsson snemma á ár- inu. Afhvaöa tilefni lýsti Sverrir þessari skoðun sinni? a. Hann hafði rekið Sturlu Kristjánsson úr embætti fræðslustjóra Norðurlandskjördæmis vestra. b. Hann hafði verið kosinn eftirmaður Jónasar Haralz sem bankastjóri Landsbankans af þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. c. Hann var neyddur til að segja af sér sem framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnunar meðan hann gegndi ráðherrastarfi. 41. „Auðvitað er þetta töff. Það er búið að vera töfföllþau ársem ég hefveriö hér. Ég hefstund- um sloppið með skrekkinn, stundum hefég tap- að, en oft hef ég líka grœtt óhemju fé," sagði Davíð Scheving Thorsteinsson á haustdögum. Hvað var það sem var svona töff í þetta sinn? a. Seta hans í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins vegna kreppunnar í flokknum eftir kosninga- ósigurinn. b. Seta hans í bankaráði Iðnaðarbankans vegna versnandi eiginfjárstöðu. c. Seta hans í stól framkvæmdastjóra Sólar hf. vegna mistaka í framleiðslu og markaðssetn- ingu Sól-gossins. 42. ,,Þingmenn segja af sér þingmennsku, hoppa inn í Seðlabanka og sumir deyja á kjörtímabil- inu" sagði Sígríður Dúna Kristmundsdóttir fyrri hluta ársins. Hvert var tilefni þessara sorglegu ummœla? a. Sú ákvörðun Kvennalistans að þær konur sem kosnar yrðu á þing í komandi kosningum segðu af sér þingmennsku að hálfu kjörtímabil- inu liðnu. b. Sú ákvörðun sjálfstæðismanna að koma fyrrverandi formanni sínum, Geir Hallgríms- syni, fyrir í Seðlabankanum, eftir að hann hafði verið tekinn af lífi í prófkjöri. c. Álag á þingmönnum vegna kröfu stjórnar- flokkanna að afgreiða fjölda mála fyrir þingslit og upphlaup einstakra stjórnarliða. HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.