Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 6
Itarlegar tillögur úr bandaríska sendiráöinu um ráö til aö upprœta kommúnista:
VILDU SANNA NJOÍ
A EINAR OLGEIRSSI
Ahersla lögö á stofnun vopnaöra öryggissveita
í þeim bandarísku skjölum frá árunum eftir heims-
styrjöldina, sem Helgarpósturinn hefur undir höndum,
má með nokkrum hætti lesa þær breytingar, sem verða
á aiþjóðlegu andrúmslofti, og hvernig þær smám saman
síast inn í íslenskt stjórnmálalíf. í brennidepli eru að sjálf-
sögðu tilraunir Bandaríkjamanna til að losna við að flytja
herlið sitt héðan að styrjöldinni lokinni, og, eftir að það
hafði mistekist, að ná hér aftur fótfestu fyrir herstöð.
Hins vegar eru vaxandi áhyggjur bandaríska sendiráðs-
ins hér af stærð íslenska „Kommúnistaflokksins”, sem
þeir benda á, að sé sá stærsti í Vestur-Evrópu, utan Frakk-
lands og Ítalíu, með mikil áhrif og ítök í verkalýðshreyf-
ingunni og vítt og breitt um þjóðlífið.
EFTIR ÓLAF HANNIBALSSON
í vegum Sjálfstœöisflokksins, Alþýöuflokksins og
Framsóknarflokksins.
í fyrstu virðist undirróðursstarf-
semi sendiráðsins hafa lítil áhrif.
Pólitískir forystumenn miða gerðir
sínar við stjórnmálaaðstæður inn-
anlands, jafnframt því að sigla milli
skers og báru gagnvart sífelldri
áleitni vina- og viðskiptaþjóðarinn-
ar í vestri. Þessi mynd breytist eftir
þróun alþjóðamála; Berlínardeilan,
valdarán kommúnista í Tékkó-
slóvakíu, stofnun Atlantshafsbanda-
lagsins hafa djúp og víðtæk áhrif.
Það andrúmsloft móðursýki, sem
virðist gegnsýra bandarískar stjórn-
arstofnanir — þar á meðal sendiráð-
ið hér — virðist smátt og smátt
gagntaka æ fleiri islenska stjórn-
málamenn og hinar furðulegustu
hugmyndir virðast komast á kreik.
Sumar eru aðeins viðraðar innan
veggja sendiráðsins eða í skeyta-
skiptum þess við aðrar bandarískar
stofnanir. Aðrar eru ræddar við
ýmsa íslenska forystumenn og fá
samkvæmt skeytum sendiráðs-
manna góðar undirtektir, þó svo að
erfitt eða ókleift hafi reynst að
hrinda þeim í framkvæmd í íslensk-
um veruleika. Meðal slíkra ráða-
gerða má nefna að hver „iýðræðis-
flokkanna” kæmi upp vopnuðum
liðssveitum, er fengju riffla frá
Bandaríkjunum, öryggissveit á
Keflavíkurflugvelli, en þjálfuð til að
berjast gegn kommúnisma, beinn
fjárstuðningur við Alþýðuflokkinn,
sanna með skjallegum gögnum
njósnir fyrir Rússa á Einar Olgeirs-
son.
ÖRYGGISSVEITIR
Skjölin, sem um er að ræða, eru
frá tíma þriggja sendiherra: Louis G.
Dreyfus, William C. Trimble og
Richard P. Butrick. Um Dreyfus seg-
ir Matthías Johannessen í bók sinni
um Ólaf Thors: Framkoma Dreyfus-
ar minnir einna helst á yfirgang
landstjóra eða jarls, sem telur sig
geta notað öll meðul í því skyni að
koma fram vilja stjórnar sinnar og
gæta hagsmuna hennar í hálfkúg-
uðu landi." Og Matthías bætir við
um fall Nýsköpunarstjórnarinnar:
„Oft í viku sé ég flutningabíla aka hjá
fullhlaöna nýjum bílum, sem veriö er aö
flytja til landsins. Þaö er ekki laust viö aö
þaö fari um mig hverju sinni.“
Stefán Jóhann Stefánsson. Banda-
rískar raðageröir um beinan fjárhags-
stuðning, aöstoö og ráðgjöf til að
dekka halla Alþýðublaðsins og
greiða fyrir gagnkvæmum heim-
sóknum erlendra flokksbræðra.
„Með þessum hætti höfðu forystu-
menn Framsóknarflokksins og
Bandaríkjanna sitt fram að lokum.”
William C. Trimble bar raunar tit-
ilinn „Charge d’affaires ad interrim”
(forstöðumaður sendiráðsins til
bráðabirgða) og virðist ekki hafa
verið síður áhrifamikill en fyrir-
rennarinn. Hann hóf störf hér á
landi sömu dagana og ríkisstjórn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar
komst á laggirnar (4. febr. 1947) og
dvaldi um hálfs annars árs skeið.
Þann 3. mars 1948 sendir hann
bandaríska utanríkisráðuneytinu
leyniskjal um samræður sínar við ís-
lenska utanríkisráðherrann, Bjarna
Benediktsson, í ráðherrabústaðn-
um: „Talið beindist að nýliðnum at-
burðum í Tékkóslóvakíu. Ég lét þau
orð falla, að þeir sýndu hve auðvelt
það er fyrir þaulskipulagðan og
miskunnarlausan minnihluta að
hrifsa völdin hjá þjóð sinni, og
spurði hvort hann hefði ekki áhyggj-
ur af Trójuhestinum innan íslenska
Bjarni Benediktsson. Tók því ekki
fjarri að koma upp léttvopnuðum
liðssveitum þríflokkanna með
bandarískum byssum og skotfærum.
Ráðgerði með Stefáni að koma upp
öryggissveit á Vellinum, sem gæti
bælt niður óeirðir kommúnista.
stjórnkerfisins, sérstaklega með til-
liti til þeirrar staðreyndar, að lög-
regluliðið teldi einungis um 100
manns. Herra Benediktsson kvaðst
hafa haft af þessu áhyggjur um
nokkurt skeið. Hingað til hefði hann
talið, að sérhver tilraun til að koma
upp innri öryggissveitum mundi
mæta harðri andstöðu hinna friðar-
sinnuðu íslendinga. Það væri raun-
ar rétt að á tíma Keflavíkursamn-
ingsins hefðu ungir menn í flokki
hans myndað litla löggæslusveit
sjálfboðaliða (vigilante group), en
hún hefði síðan verið leyst upp.
Hann teldi þó að nú mætti og ætti
að endurvekja hana. Sem svar við
spurningu minni um, hvort hún ætti
að vera vopnuð, sagði utanríkisráð-
herra, að engin vopn væru fáanleg.
Ég benti þá á, að að slík sveit gæti
lítið aðhafst gegn kommúnistunum,
sem án efa væru vopnaðir. Fyndist
honum þá ekki ómaksins vert, að ég
kannaði, hvort ekki mætti útvega
riffia af bandarískum uppruna. Hr.
„Það voru engin ólæti og
engiitn lögguhasar hér um
áramótin/'
Kristín Þorfinnsdóttir, veöurathugunarmaður é Hveravöllum.
„Min þátttaka f þessu fyrirtæki er
einnig prófsteinn á það hvort ein-
staklingur sem hefur ekkert á bak
við sig nema árangur eigin vinnu
eigi möguleika á að lifa af i þessum
rekstri eða hvort sá tími sé að þetta
þurfi allt að vera i höndunum á auð-
hringum eða stórum valdahópum."
Óli Kr. Sigurðsson,
forstjóri Ólís.
„Mér sýnist ráöleysið og stjórn-
leysiö svo mikið af hálfu stjórn-
valda að þau stefni málum í mikinn
háska og fyrirsjáanleg átök."
Benedikt Dsvíðsson,
formaður samtaka byggingarmanna.
„Við hljótum að krefjast sam-
bærilegra kjarabóta og verkalýðs-
hreyfingin mun krefjast í næstu
kjarasamningum."
Sveinn Björnsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur.
„Ef maður hefur ekki trú á sjálf-
um sér, hver hefur það þá."
Ólafur Hauksson,
útvarpsstjóri Stjörnunnar.
H
" ’ Hreggviður Jónsson,
þingmaður Borgaraflokksins.
„Ef einhver viðurkennir á sig
fíkniefnabrot verðum við að sinna
bví"
K Arnar Jensson,
yfirmaður fikniefnadeildar lögreglunnar.
„Það sem mér finnst aðalatriðið
er að ég hef staðið að þáttum um
ffkniefnanotkun og tel mig vera
mikinn baráttumann gegn öllum
slíkum efnum og hvatamann að
batnandi áfengisvenjum."
Jón Óttar Ragnarsson,
sjónvarpsstjóri Stöðvar tvö.
„Nú þegar þessar tívolíbombur
hafa valdið þremur fullorðnum
mönnum, sem eru auk þess þekktir
að vandvirkni og ráðvendni í hvi-
vetna, varanlegu heilsutjóni, þá er
timabært að velta fyrir sér hvort
ekki sé rétt að stöðva sölu þeirra og
finna áramótagleðinni annan og
hættuminni farveg."
Guðmundur Viggósson,
augnlæknir.
„Verðbólgan verður áreiðanlega
verulega hærri en 10 prósent og
gæti ég alveg trúað því að hún tvö-
eða þrefaldaðist miðað við spá, að
óbreyttum aðstæðum."
Þórður Friðjónsson,
forstjóri Þjóðhagsstofnunar.
„Ég sé ekki flöt á þríliða viðræð-
um."
Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýðusambands Vestfjarða.
Arnþór Helgason,
formaður Öryrkjabandalagsins.
Thor Thors. Kvaddur f utanríkisráðu-
neytið í Washington til að hlýða á
klögumál um Keflavíkurflugvöll,
Erling og Teresíu. Leyfði hann sér að
efast um að veðurstofustjórinn væri
kommúnisti?
Benediktsson kvaðst mundu hug-
leiða þetta nánar og ráðfæra sig við
Jóhann Hafstein, einn hinn yngri
leiðtoga Sjálfstæðisflokksins.”
Þann 9. júlí sama ár er Butrick
kominn til skjalanna og upplýsir í
bréfi til bandaríska utanríkisráð-
herrans, að í nýlegri viðræðu við
forsætisráðherra íslands hafi hann
verið „næstum himinlifandi” yfir
því að flett hafi verið ofan af komm-
únismanum í Tékkóslóvakíu.
Þann 27. júlí ári síðar (eftir inn-
gönguna í NATO og atburðina 30.
mars) sendir Butrick skýrslu um við-
ræður annars ritara sendiráðsins,
Kenneths A. Byrns, við Stefán
Jóhann og hafi hann sagt sér, að
„nýlega hefði hann skýrt Lange og
Haugen (norska og danska utanrík-
isráðherranum) frá áætlun, sem
hann (SJS) og íslenski utanríkisráð-
herrann hefðu rætt sín á milli varð-
andi stofnun öryggissveitar á Kefla-
víkurflugvelli. Eg kvaðst hafa
vitneskju um fyrirhuguð áform. For-
sætisráðherrann sagðist vonast til,
að hann gæti byggt upp öryggissveit
til að kljást við kommúnismann
með því að mynda hægt og rólega
valda liðssveit á Vellinum, sem yrði
þjálfuð til að verja Völlinn skemmd-
arverkum og bæla niður óeirðir
kommúnista”.
„ÁHRIF KOMMÚNISTA"
Skömmu eftir brottför sína héðan
og meðan hann stundar störf í
bandaríska utanríkisráðuneytinu
semur Trimble skýrslu fyrir Hicker-
son í Evrópudeild ráðuneytisins um
„Áhrif kommúnista á íslandi og til-
lögur um úrbætur” og er hún dag-
sett 4. ágúst 1948. Eins og áður segir
er þar lýst stærð og styrk „Komm-
únista-flokksins" og áhrifum í
verkalýðshreyfingunni, sem byggist
á yfirráðum í Dagsbrún. Einnig séu
þeir áhrifamiklir í frysti- og síldar-
iðnaði, bæði stjórnenda- og verka-
lýðsmegin. Þeir standi föstum fótum
í skólakerfinu og menntamenn yfir-
leitt séu, með fáum undantekning-
um, greinilega „bleikir” í viðhorf-
um. I Reykjavíkurlögreglunni séu
þeir sennilega 30% og séu í öllum
ráðuneytum, nema utanríkisráðu-
neytinu. Ekki sé þó um áhrifastöður
að ræða, nema á Veðurstofunni þar
sem styrkur þeirra nái 70%. Með
yfirráðum í KRON hafi þeir náð fót-
festu í samvinnuhreyfingunni.
„Af þeim þáttum, sem mestu
valda um núverandi styrkleika
kommúnista, er sá þýðingarmestur,
að hér vantar alveg harð- og bein-
skeyttan ókommúnískan vinstri
flokk. Ólíkt því sem gerist í öðrum
löndum Norður-Evrópu, þar sem
flokkar sósíaldemókrata eru ríkj-
6 HELGARPÓSTURINN