Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 8
FJOLMIÐLABYLTINGIN
ÉTUR BÖRNIN SÍN
Samdráttur hjá öllum Ijósvakamidlunum. Uppsagnir, styttri dagskrá, ódýrari dagskrárgerð og
sparnaður. Fjölmiðlaveislan búin. Komið að skuldadögunum.
Starfsmenn Ríkisútvarpsins vinna nú að sparnaðar-
áætlunum. Útsendingartími sjónvarpsins verður styttur.
Aðhald verður aukið á rás tvö og gömlu gufunni. Á sama
tíma verður kostnaður skorinn niður hjá Stjörnunni og
starfsmönnum sagt upp. Stöd tvö hefur sagt upp mörgum
tæknimönnum og mun auk þess leita frekari sparnaðar-
leiða. Rekstrarhagnaður Bylgjunnar á árinu 1986 endur-
tók sig ekki á síðasta ári og mun ekki gera það í náinni
framtíð.
Það virðist því sem fjölmiðlabyltingin sé byrjuð að éta
börnin sín. Af upptalningunni hér að ofan má sjá að hún
heggur ekki að einum umfram annan. Markaðurinn
virðist einfaldiega ekki standa undir öllum þessum
útvarps- og sjónvarpsstöðvum.
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON
Á síðasta ári fóru allar deildir Rík-
isútvarpsins umtalsvert fram úr fjár-
hagsáætlunum. Á þessu fyrsta heila
ári sem stofnunin þurfti að taka tillit
til samkeppni minnkuðu auglýs-
ingatekjur hennar um ein þrjátíu
prósent. Afnotagjöldin hækkuðu
síðastliðið sumar, rúmu ári frá því
þau hækkuðu síðast. En þó tekjurn-
ar hafi dregist saman óx starfsemin.
Það varð því mikið tap á starfsem-
inni þetta fyrsta samkeppnisár í
sögu Ríkisútvarpsins.
Á þessu ári verður þessum tap-
rekstri mætt með sparnaði og sam-
drætti. í ljósi reynslu síðasta árs
verður útsendingartími sjónvarps-
ins styttur, dagskrá rásar tvö ein-
földuð og sparnaði beitt í rekstri rás-
ar eitt. Stefnt er að því að reka allar
deildir án halla. Áuk þess bíður
stofnunarinnar gjalddagi tapsins
frá árinu 1987.
Áhrif fjölmiðlabyltingarinnar á
Ríkisútvarpið eru því samdráttur.
GLÆSTU ÁRIN AÐ BAKIÁ
BYLGJUNNI
Bylgjan, elsta „frjálsa" útvarps-
stöðin, stendur sig einna best nýju
Ijósvakamiðlanna. Á árinu 1986
skilaði rekstur hennar umtalsverð-
um hagnaði. íslenska útvarpsfélag-
ið nýtur enn þessarar góðu afkomu
á því ári. Það er þó fyrirsjánlegt að
afkoma síðasta árs verður fjarri því
jafn góð.
Samkvæmt upplýsingum Olafs
Njáls Sigurðssonar, fjármálastjóra
Islenska útvarpsfélagsins, stendur
fyrirtækið vel. Það væri þó Ijóst að
ekki yrði um neina útvíkkun á starf-
seminni að ræða og aðhaldi yrði
beitt til að minnka kostnað. Lítið
sem ekkert fengist af auglýsingum á
tímanum frá sjö á kvöldin og fram á
næsta morgun og kostnaðarsöm
dagskrárgerð á þeim tíma ómögu-
leg.
„Einu tekjur okkar eru auglýs-
ingatekjur og við verðum að sjálf-
sögðu að taka mið af því í rekstrin-
um,“ sagði Ólafur Njáll. Aðspurður
sagði Ólafur að þetta þýddi þó ekki
endilega að allir dagskrárliðir
þyrftu að standa undir sér sjálfir
með auglýsingatekjum. Stöðvarnar
hefðu enn eitthvert svigrúm til að
útvarpa efni án þess að auglýsingar
í þvi stæðu undir framleiðslukostn-
aði.
STJARNAN DREGUR
SAMAN SEGLIN
Á Stjörnunni, sem hóf útsending-
ar í sumar, stendur fyrir dyrum sam-
dráttur. Starfsfólki hefur verið sagt
upp og dagskrá öll verður einfölduð.
Ástæða þess að Stjarnan stendur
hallari fæti en Bylgjan og Ljósvak-
inn er sú, að Stjarnan nýtur ekki
þess forskots sem Bylgjan fékk.
Stofnkostnaður leggst því af fullum
þunga á reksturinn á þessum hörðu
samkeppnistímum.
„Meðan við erum bundnir af nið-
urgreiddum auglýsingum Ríkisút-
varpsins er ekki við því að búast að
reksturinn gangi átakalaust," sagði
Ólafur Hauksson, útvarpsstjóri
Stjörnunnar. „Hins vegar má við því
búast að hagur útvarpsstövanna
vænkist þegar söluskattur leggst á
dagblaðaauglýsingar. Það mun
bæta samkeppnisaðstöðu þeirra."
Varðandi framtíðina í útvarps-
rekstrinum sagði Ólafur Njáll, fjár-
málastjóri íslenska útvarpsfélags-
ins, að bjartari tímar væru ekki í
sjónmáli.
„Nema ef útvarpsstöðvunum
fækkar. Þær eru nú þegar of marg-
ar.“
Markús Örn Antonsson útvarps-
stjóri sagði í samtali við Helgarpóst-
inn að ekki stæði til að draga saman
seglin á rás tvö og rás eitt. Sparnaði
yrði þó beitt. Dagsskrá einfölduð
um kvöld og á næturnar á rás tvö og
reynt yrði að nota beinar útsending-
ar meira en verið hefði á rás eitt til
að spara tæknivinnu. Þá yrði stefnt
að því að auka samkeyrslu á rásun-
um tveimur og auk þess yrði endur-
flutningur á efni aukinn.
SJÓNVARPIÐ STYTTIR
DAGSKRÁNA
Unnin dagskrárgerð hefur verið
aðal rásar eitt. Aukning á þáttum
sem útvarpað er beint mun draga úr
þessu sérkenni. Þá mátti á Markúsi
skilja að stefnt væri að því að láta
létta tónlist rúlla á rás tvö án kynn-
ingar. Þó yfirmenn Ríkisútvarpsins
hafi verið sparir á nákvæma útlistun
á aðferðum til sparnaðar og borið
fyrir sig að enn væri ekki að fullu
gengið frá fjárhagsáætlun fyrir
næsta ár má af ummælum þeirra
ráða að landsmenn geti átt von á
einfaldara útvarpi.
Pétur Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri Ríkissjónvarpsins, sagði í sam-
tali við Helgarpóstinn að enn væri
ekki að fullu Ijóst hvernig staðið
yrði að sparnaði þar á næsta ári. Þó
væri ljóst að dagskráin yrði stytt. Ut-
sendingum yrði hætt um ellefu á
kvöldin á virkum dögum en um eða
eftir miðnætti um helgar. Þessi sam-
dráttur kæmi þó fyrst og fremst nið-
ur á erlendu efni. íslensk dagskrár-
gerð héldi hlut sínum að mestu. Nið-
urskuröur á því sviði beindist eink-
um að léttara efni, spurninga- og
rabbþáttum.
Bæði Markús og Pétur neituðu því
að til stæði að segja upp fastráðnu
starfsfólki, en hins vegar mætti bú-
ast við því að einhverju af lausráðnu
fólki yrði sagt upp.
STÖÐ TVÖ NEITAR
UPPSÖGNUM
Hans Kristján Árnason, einn eig-
enda Stöðvar tvö, neitaði því sömu-
leiðis að starfsmönnum stöðvarinn-
ar hefði verið sagt upp störfum.
Þessi fullyrðing stangast þó á við
það sem þeir starfsmenn Stöðvar
tvö sem Helgarpósturinn ræddi við
sögðu. Ymist hafði þeim verið sagt
upp eða séð uppsagnarbréf starfsfé-
laga sinna.
Einn starfsmannanna orðaði það
svo að miðað við þann fjölda sem
sagt hefði verið upp væri erfitt að
sjá hvernig Stöð tvö ætlaði að
standa undir dagskrárgerð, umfram
SJÖBÍLARNIR Á ÞURRT!
Niðurstaðan að líkindum ,,árbœtur“. Þingmaður á meðal kaupenda. Bifreiðaeftirlitið sinnir ekki gœðaeftirliti. Sjórinn
á við neysluvatn í Keflavík? Dómsmálaráðuneytið vill forðast viðskiptadeilur.
Á verkstæðinu Skiptingu í Keflavík fór í gær fram skoð-
un á fjórum hinna umdeildu Subaru-bíla, sem nokkrir
Keflvíkingar hafa keypt ódýrt eftir að bílarnir höfðu lent
í sjó- og vatnsskaða í Noregi. Hinir japönsku framleiðend-
ur bílanna, íslenskt umboðsfyrirtæki þeirra og Félag ís-
lenskra bifreiðaeigenda hafa mótmælt því harðlega að
bílar þessir, á þriðja hundrað, fái skoðun og skráningu
hér á landi. Innflytjendur hafa fært fram gagnrök og
fengið bílana skoðaða — jafnvel eftir þrýsting velunnara
í áhrifastöðum. Líkleg niðurstaða: Bíiarnir fá skráningu
eftir að tilteknar úrbætur hafa farið fram.
EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND JIM SMART
Subaru-bílarnir voru teknir til
skoðunar þvert ofan í fyrri yfirlýs-
ingar Bifreiðaeftirlitsins um að svo
yrði ekki gert — þegar innflytjendur
bílanna tóku að færa rök fyrir sinum
málstað og frammi fyrir því að
Mitsubishi-bílar sem lentu í sama
óveðursskaða höfðu hlotið blessun
bifreiðaeftirlitsins. Innflytjendur
Subaru-bílanna eru 4 einstaklingar
sem stofnuðu sérstaklega fyrirtækið
Hagport í þessu skyni. Þeir eru
Margeir Margeirsson, Jón Sigurðs-
son, Ragnar Karlsson og Jakob
Traustason. Þessir menn höfnuðu
tilboði framieiðendanna um að
greiða þeim 1,7 milljónir dollara fyr-
ir þessa alls 235 bíla eða um 60 millj-
ónir króna. Það gerir um 255 þús-
und krónur á bíl. Hagport hefur þeg-
ar samið um sölu á allmörgum þess-
ara bíla til einstaklinga, sem nú telja
sig mögulega verða af góðum við-
skiptum. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum HP mun einn þessara
væntanlegu kaupenda vera Júlíus
Sólnes, þingmaður Borgarflokksins
í Reykjaneskjördæmi, en ekki tókst
að fá þetta staðfest hjá þingmannin-
um sjálfum.
VERRI EN TRABANT?
Þótt ætla mætti að búið væri að
segja allt sem þyrfti, þegar framleið-
endur vörunnar, sérlegir umboðs-
menn hennar og neytendasamtökin
FÍB leggjast svo hart gegn þessum
bílum, er það ekki svo. Björn Frið-
finnsson, aðstoðarmaður dóms-
málaráðherra, sagði að ólíkar full-
yrðingar hefðu komið fram um
ástand bílanna og það eina sem
hægt væri að gera að svo stöddu
væri að skoða þá vandlega. Það yrði
að gæta jafnræðis og ráðuneytið
vildi ekkitilanda sér í viðskiptadeil-
ur.
„Grundvallaratriðið er þetta: Við
höfum á undanförnum árum tekið á
móti notuðum bílum i stórum stíl.
Enginn veit um ástand þeirra og
sumar tegundir bannaðar sums
staðar, t.d. Trabant. Við erum ekki í
stakk búnir til að blanda saman
skráningu og gæðaeftirliti, en höf-
um leitast við að ganga úr skugga
um að öryggisbúnaður bíla sé í lagi
og endist a.m.k. fram að næstu
skoðun. Það eru alltaf tvær hliðar á
öllum málum, þessir aðilar sem þú
nefndir halda fram hlutum sem við
höfum vottorð upp á að eigi ekki
endilega við rök að styðjast, t.d.
kemur fram að sýni tekin úr skott-
um þessara bíla hafi sýnt að salt-
magnið hafi ekki verið meira en t.d.
í neysluvatninu í Keflavík!"
ÖRYGGIS H AGSMU NIR —
MARKAÐSHAGSMUNIR
í harðorðri grein í Morgunblaðinu
í gær heldur Júlíus VífillIngvarsson,
framkvæmdastjóri Ingvars Helga-
sonar hf., umboðsfyrirtækis Subaru
á Islandi, því fram að umboðsaðil-
arnir í Noregi hafi gert þá kröfu
gagnvart tryggingafélaginu ytra að
bílarnir yrðu eyðilagðir eftir að þeir
hefðu verið bættir. Björn sagði þvert
á móti að tryggingafélagið hefði lýst
því yfir að ef ætti að borga bílana að
fullu áskildi það sér rétt til að gera
við bílana það sem það vildi. Þannig
stendur fullyrðing gegn fullyrðingu
á flestum sviðum þessa máls.
í samtali við HP sagði Haukur
Ingibergsson, forstjóri bifreiðaeftir-
litsins, að tvær mismunandi fullyrð-
ingar hefðu verið settar fram um
ástand Subaru-bílanna. „Annars
vegar segir framleiðandinn að þess-
ir bílar séu ekki í lagi en hins vegar
segja innflytjendurnir og eigendur
bílanna að þeir séu í lagi. Við erum
að skoða þá með tilliti til þessara
fullyrðinga. Eigendurnir vilja meina
að afstaða framleiðandans mótist
ekki af öryggishagsmunum, heldur
að þeir séu sagðir ónýtir af mark-
aðshagsmunum og þeir spyrja sem
svo, að úr því þeir eru taldir ónýtir,
hvers vegna þeir yfirhöfuð voru
settir á flakk. Við vitum ekki ástæð-
una fyrir því og dæmum ekki um,
en eftir stendur hvað framleiðand-
ann varðar að bílarnir voru látnir af
hendi og eignarhaldið komið í ann-
arra hendur. En auðvitað er yfirlýs-
ing framleiðandans fyllstrar athygli
verð, jafnt sem þær fullyrðingar að
öryggishagsmunir séu notaðir sem
tylliástæða. Við högum skoðuninni
mjög nákvæmlega, það er okkar að
sjá um að bílarnir fullnægi öryggis-
reglum um ökutæki."
BIL BEGGJA — ÚRBÆTUR
Mitsubishi-bílarnir hlutu blessun
bifreiðaeftirlitsins eftir stranga
skoðun án athugasemda og taldi
Haukur að báðar tegundir hefðu
lent í ámóta skaða. Guðni Karlsson,
forstöðumaður tæknisviðs bifreiða-
eftirlitsins, annaðist skoðun Subaru-
bilanna í Keflavík í gær, þar sem sér-
staklega var hugað að undirvögn-
um og rafkerfi fjögurra bíla og sýni
tekin af feiti og öðru slíku. Bílarnir
koma til Reykjavíkur í dag til fram-
haldsrannsóknar og mun niður-
staða liggja fyrir á morgun í fyrsta
lagi. Hvorki Haukur né Guðni vildu
spá um endanlega niðurstöðu,
sögðu kostina ekki annaðhvort eða,
því alveg eins kæmi til greina að
settar yrðu kröfur um einhverjar úr-
bætur. Virðist sá möguleiki vera
sterkur inni í myndinni að farin
verði þessi leið í þessu viðkvæma
máli.
Björn Friðfinnsson neitaði því al-
farið að um nokkurs konar pólitísk-
an þrýsting væri að ræða í þessu
máli, en viðurkenndi að ýmsir þing-
menn hefðu rætt þessi mál við
dómsmálaráðherra á þingi og
nokkrir einstaklingar haft sama-
band við ráðuneytið — með misjafn-
ar skoðanir.
HÆTTULEGRI EN
FLUGVELAR
Bifreiðaeftirlit ríkisins er að von-
um í erfiðri aðstöðu í þessu máli,
sem er einsdæmi hér á landi. Stofn-
unin bíður í ofvæni eftir því að fá al-
mennilega skoðunarstöð í gagnið
og varla að hún geti talist fær um að
n
8 HELGARPÓSTURINN