Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 25
Sinatra í síld?
nýr íslenskur söngleikur í leikskemmu LR
Sunnudaginn 10. janúar kemur
síldin aftur og vertídin hefst fyrir
alvöru í Fagrafirdi. Þangað streymir
fólk sem œtlar sér aö eignast fé,
mikiö fé á stuttum tíma, en munur-
inn á því og nútímakapítalista er sá
aö þaö er tilbáiö til ad leggja á sig
mikla vinnu til aö eignast féö.
Myrkranna á milli þrœla konurnar
á síldarplönunum vid söltun og
kallarnir eru sjómenn og verkstjór-
ar, koma meö saltiö, taka tunnurn-
ar, og svo eru þeir sem eiga plönin
og hiröa gróöann, efhann þá er ein-
hver. Kannski stingur síldin sér og
fer og allt er unniö fyrir gýg. Allt
þetta er þó aöeins til í minningu
þeirra sem þaö liföu en Leikfélag
Reykjavíkur œtlar aö endurskapa
stemmningu síldaráranna, sem er
víst ógleymanleg eftir því sem sagan
segir, íleikskemmunni viö Meistara-
velli. Verkiö er Síldin kemur og síld-
in fer eftir þœr systur Iöunni og
Kristínu Steinsdœtur.
Verkið hefst á því að einhverjar
hræður, ólíkar hið ytra og innra,
ætla sér til Fagrafjarðar að vinna í
síldinni og þar ber margar skraut-
legar persónur fyrir augu. Telja má
tvær léttúðardrósir frá Reykjavík,
leiknar af þeim Sigrúnu Eddu
Björnsdóttur og Hönnu Maríu Karls-
dóttur, áfengissjúkling sem Eggert
Þorleifssón leikur og AA-mann, tvö-
faldan í roðinu, sem leikinn er af
Kjartani Ragnarssyni. Svo kemur
þarna mikil stúlka og stór ofan úr
Fjalladal, hreppstjóra- og oddvita-
dóttir. Ólafía Hrönn Jónsdóttir leik-
ur þetta kjarnakvendi sem lætur sér
ekki allt fyrir brjósti brenna. Jón
Sigurbjörnsson leikur eiganda síld-
arplansins, verkstjórinn hjá honum
er Karl Ágúst Úlfsson og hann er
Sinatra-unnandi og tekur gjarna lag-
ið með þeim gamla mafíósa þegar
með honum eru leikin lög af hljóm-
plötum í útvarpinu. Valdimar Flyg-
enring er aflaklóin sem stendur öðr-
um mönnum framar og Hjálmar
Hjálmarsson er stýrimaður hjá hon-
um á Eyjólfi. Svo er þarna fleira fólk;
bóndi sem týnir hryssunni sinni
stöðugt og flámælt eiginkona hans,
vinnur á símstöðinni og veit allt um
alla. Jón Hjartarson og Guðrún
Ásmundsdóttir leika þau hjónin en
þau eru eiganda plansins þrándur í
götu af ýmsum orsökum. Hellingur
af leikurum, dönsurum og söngvur-
um sem ekki verða upp taldir hér
kemur við sögu þessa sem er öll hin
líflegásta. Og svo eru bræla og ball,
slagsmál, ríðingar, fyllerí, ástir og
afbrýði. Jack London horfir á eins
og segir í einhverjum dægurlaga-
texta. Enginn verður samur eftir að
hafa eytt sumri í síld á Fagrafirði.
Eins og áður sagði eru höfundar
leikritsins þær systur Iðunn og
Kristín Steinsdætur, en verkið var
fyrst sett upp á Húsavík fyrir ári og
gott ef ekki einhvers staðar á Aust-
fjörðum þann sama vetur og naut
fádæma vinsælda. Hér er það þó
ekki óbreytt því Valgeir Guðjóns-
son, sá góðkunni poppari, hefur
gert við það lög og söngtexta af
sinni alkunnu lipurð og snilld. Að
auki hafa verið gerðar veigamiklar
breytingar á texta verksins. Fimm
manna hljómsveit sér um tónlistar-
flutninginn undir stjórn Jóhanns G.
Jóhannssonar, tónlistarstjóra LR.
Sigurjón Jóhannsson hefur séð um
Unglingaástir: Guðrún Marinósdóttir
sem Lóa og Þór H. Tuliníus sem Óli.
Hann er í menntó, er kokkur á bát i
sumarfriinu og þjáist eins og Steinn
Steinarr. Öll él birtir upp um síðir.
leikmynd og búninga og þær Hlíf
Svavarsdóttir og Auður Bjarnadóttir
hafa samið dansa og hreyfingar. Það
er svo Þórunn Sigurðardóttir sem
ieikstýrir verkinu og hefur séð um
að hnýta lausu endana. Það er
óhætt að fullyrða að engum mun
leiðast að eyða kvöldstund með síld-
arsaltendum í Fagrafirði, hvort sem
síldin kom eða fór. Þetta er jú ís-
lenskt, þjóölegt, rifjar upp liðinn
tíma og að auki létt og skemmtilegt.
Frumsýning er 10. janúar og svo
rekur hver sýningin aðra. Næstu
tvær þriðjudaginn 12. jan. og
fimmtudaginn 14.
KK
Það skemmtiiegasta við þetta er kannski að þau komast alls ekki yfir að sjá
allt sem hér er að gerast.
Færeyskt leikhús-
fólk í heimsókn
Brynja Benediktsdóttir setur upp nýtt fœreyskt
verk í Fœreyjum.
HELGARPÓSTURINN 25
hún hins vegar ekki til Færeyja þeg-
ar til stóð. Er reyndar að vinna í
kvikmyndagerðinni sem stendur,
við tökur á handriti eiginmanns
síns, Erlings Gíslasonar, Símon Pétur
fullu nafni, en sem kunnugt er var
þaö eitt þeirra handrita sem Lista-
hátíð verðlaunaði í tengslum við
Kvikmyndahátíð sem hér var síðast-
liðið haust. Færeyska leikhúsfólkið
lét hins vegar annir Brynju ekki
hafa nein áhrif á sig og ákvað þess
í stað að sækja hana heim, bæði í
þeim tilgangi að vinna að verkinu
hér heima og ekki síður til að kynna
sér íslenskt leikhúslíf. Brynja sagði
reyndar í stuttu samtali við HP að
það væri kannski það skemmtileg-
asta við heimsóknina að þó svo hóp-
urinn væri hér í viku og færi í leik-
húsið á hverju kvöldi, stundum
meira að segja tvisvar á dag, kæmist
hann ekki yfir að sjá allt sem í boði
væri. Svo mikið væri framboðið í
leikhúsum í borginni sem stendur.
Dagskrá færeyska listafólksins væri
þétt, vinna þrjá til fjóra tima á dag
og svo fyrrnefndar leikhúsferðir.
Þess má geta að aðstoðarleikstjóri í
verkinu Stjörnubarni verður Elin
Mauritzen, en hún er íslendingum
að góðu kunn síðan hún lék hér
Nóru í Brúðuheimili Ibsens þegar
Sjónleikarahúsið kom hingað með
þá sýningu i tilefni af opnun Norð-
urlandahússins í Færeyjum. Þetta er
óneitanlega mikil framtakssemi hjá
Færeyingunum og vonandi að ís-
lenskt leikhúsfólk sýni þeim allt það
besta sem í okkur býr, a.m.k. eiga
þau þess kost að sjá hér öndvegis-
verk af öllum gerðum, bæði íslensk
og erlend, meðan á dvöl þeirra
stendur.
KK
Ueðiö eftir rútunni í Fagraf jörð. Hulla, Hanna María Karlsdóttir, rey nir að freista Sigþóru, Soffiu Jakobsdóttur, valinkunnr-
ar sæmdarkonu, með áfengisdreitli sem hún hefur fengið hjá Lilla, Eggert Þorleifssyni. Honum á hægri hönd er hin gálan
úr Reykjavík, Villa, sem leikin er af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur.
Á næstu dögum verður heimili
Brynju Benediktsdóttur, leikstjóra,
undirlagt af leikhúsfólki frá Færeyj-
um, sem kemur frá Sjónleikarahús-
inu í Þórshöfn. Þetta er sambland af
menningar- og vinnuferð hjá fær-
eyska leikhúsfólkinu og er forsaga
málsins sú að Brynja hafði fengið
það verkefni að setja upp nýtt fær-
eyskt leikrit hjá frændum vorum.
Leikrit þetta heitir Stjörnubarn og
er fyrsta verk Ijóðskáldsins Minu
Reinert. Vegna anna Brynju komst
TIMANNA TAKN
Stál og steypa
Alþingishúsið og Keflavíkur-
flugvöllur eiga margt sameigin-
legt.
það er ekki bara það að alltaf
er seinkum á afgreiðslu mála á
báðum stöðum.
Ekki heldur að bjór er drukkinn
á öðrum staðnum og umræddur
á hinum.
Nei, það sameiginlega með
þessum tveimur byggingum er
af allt öðrum toga.
Alþingishúsið og Leifsstöð
eru hvor tveggja byggð á yfir-
ráðasvæðum erlendra ríkja.
Arkitektar bygginganna eru/
voru frá þeim löndum sem ráða/
réðu yfir tilteknum svæðum.
Þetta eru dæmi um vel heppn-
aðan nýlendubyggingaarkitekt-
úr. Þessir erlendu arkitektar hafa
reynt til hins ýtrasta að nota ís-
lenskt efni. Alþingishúsið er úr
íslensku grjóti og ætti að teljast
afar eðlilegt. En það er svo ein-
stakt í Reykjavík að það hlýtur að
hafa komið til vegna sérvisku
einhverra útlendinga.
Og það er eins með Leifsstöð.
Allt það sem ekki er hannað af
íslendingum er mjög íslenskt.
Bílastæðið er úr íslensku grjóti,
það eina velheppnaða á landinu.
Islensk ull og steinar valda því að
menn verða jafnvel ánægðir
með seinkanirnar.
Kringlan, Seðlabankinn og
teikningar ráðhússins, hvað er
þessu sameiginlegt?
Það er ekkert, nákvæmlega
ekkert í þessum byggingum
sem minnir menn á í hvaða landi
þeir búa.
Marmari Kringlunnar (ítalsk-
ur?), norskt gabbró Seðlabank-
ans, portúgalskt granít Lauga-
vegarins og ál ráðhússins eru
eins fjarskyld umhverfi okkar og
mögulegt er. Svo ekki sé minnst
á Þjóðarbókhlöðuna, stundum
óskar maður þess að hún klárist
aldrei.
Fyrir daga stáls og stein-
steypu byggðu menn hús úr
þeim efnum sem til voru á
staðnum. Síðar var hægt að
byggja hvað sem var, hvemig
sem var.
Það vantaði ekki nema um 30
ár upp á að Reykjavík næði að
þróa sinn eigin byggingarstíl, áð-
ur en stálið og steinsteypan
náðu yfirhendinni. En maður
spyr sig nú samt af hverju ís-
lenskt borgarlandslag þróast
svo langt frá sínu eðlilega um-
hverfi. Af hverju minna garðar í
Reykjavík okkur svo sjaldan á ís-
lenska náttúru? Af hverju öll
þessi steinsteypa og svo lítið af
grjóti og mosa? Er snobbað fyrir
öllu sem kemur frá útlöndum?
Marmaradellan sem dynur yfir-
bendir til þess. Verðið skiptir án
efa einnig miklu máli. Það eru
samt sem áður engir tollar á ís-
lensku grágrýti. Væri ekki hægt
að bjóða íslenskt grjót á Glas-
gow-verði?
Gerard Lemarquis