Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 20
að hjálpa mér. Ég er ekkert fyrir
samvinnu. Mér lætur best að vinna
einn. Ef maður er með annan með
sér í verki þarf sífellt að vera að bera
saman bækur og eyða ómældum
tíma í samræmingu. Það þoli ég
ekki."
— Áttu fáa vini?
„Nei, góða. Ég rugla ekki saman
vinnu og vináttu, passa mig á því.
Það er eyðilegging á vini að gera
hann að viðskiptavini sínum og þess
vegna hef ég gætt mín sérstaklega á
því að vera ekki að væia í fjölmörg-
um vinum mínum í byggingabrans-
anum um að koma í viðskipti til
mín.“
— En samt, er ekkert fráhrind-
andi fyrir vini aö madur göslist
svona áfram eins og þú virdist gera,
einn, grobbinn og kjaftstór?
,,Já, mér hefur nú einmitt oft ver-
ið legið á hálsi fyrir að vera grobb-
inn, sem er vitaskuld eðlilegt að fólk
haldi þegar ég læt romsuna ganga
út úr mér. En fráhrindandi... veistu,
ég held að vinátta snúist einmitt um
það að taka mann i eins og maður er.
Og það sýnast mér vinir mínir gera.
Þeir vita hvernig ég er. Og vita að
mér verður ekki breytt."
SITT HVAÐ
FRAMKVÆMDAMENN
OG LÖGFRÆÐINGAR
— Kýstu Sjálfstœöisflokkinn?
„Já."
— Fínn flokkur?
„Já, en Guð minn almáttugur,
þingflokkurinn: Þar eru ekki fram-
kvæmdamenn. Mann setur hljóðan
að heyra fréttir af því að menn séu
sífellt að tefja mál sem allir vita að
hafa þingmeirihluta og munu ná
fram að ganga. Það er mjög skrítið
vinnulag.
En ég veit nú ekki, talandi um
framkvæmdamenn, hvað breyttist
ef þeim yrði skipt inn fyrir lögfræð-
ingana þarna á þingi. Ég er ekkert
viss um að þeir rækjust eins, því
þetta er allt önnur stétt."
— Hvernig er stétt bygginga-
manna?
„Þetta er barbarismi alveg gegn-
umsneytt..."
— Hvernig þá, glóandi hatur og
svívirdingar?
„Nei. Ég á frekar við að það er
hársbreidd á milli bullandi niður-
gangs og rífandi uppsveiflu. Og
menn ruglast hreinlega eins og
ástandið er og fer — úr föstum vöxt-
um í 80 prósent verðbólgu yfir í
verðtryggingu og jafnvei affalla-
reiknuð kaup eins og þau gerast á
eyrinni í dag. Þeir sem héldu til
dæmis áfram í verðbólguhugsana-
hættinum fóru beinustu leið niður, á
meðan aðrir lyftust í hæðir. Það er
ekki nóg að vinna með höndunum,
það verður líka að vinna með höfð-
inu. Og hversu mikið þú gerir skiptir
ekki máli, heldur hvað þú hefur út
úr því. Gamla viðmiðunin hvað
menn hafi marga menn í vinnu er
bara brosleg..."
— Og sofa svona menn á nótt-
unni?
„llla."
— En láta sig hafa 'da?
„Já blessaður vertu, þetta er lyf."
BYGGINGALEYFIÐ í
REYKJAVÍK
Hvernig leið þér í fyrra eftir að
hafa misst byggingaleyfið í Reykja-
vík?
„Það var svona viss hreinsun."
— Þú útbjóst fleiri tbúöir í gömlu
húsi en þú máttir samkvœmt reglu-
gerö. Grœögi náttúrlega?
„Bara framtakssemi í mikilli verð-
bólgu. Það er metnaður minn að
geta skilað mínu verki vel á réttum
tíma og ég sá að þarna gat ég það ef
ég fjölgaði íbúðum.
Þetta var mikla upphlaupið,
heimatilbúið hjá sjálfum bygginga-
fulltrúanum. Það elti hann hvert
ólánsmálið á þessum tíma; skjálfta-
málið, alkalískemmdirnar og skort-
ur á steypueftirliti. Það vantaði bara
eitthvað til að skyggja á þetta allt-
saman og þess vegna var þetta tæki-
færi notað að krækja í mig akkúrat
um þetta leyti. Síðan er maður not-
aður, vitanlega, sem symból og
mönnum sagt að geri þeir ekki hitt
og geri þeir ekki þetta fari fyrir
þeim eins og Óla litla."
— En kanntu eitthvaö illa viö aö
fara eftir reglugeröum?
„Neinei, neinei. Ég teygði mig
eins og ég gat í aumu kerfi, setti
glugga í norður eins og alla langaði
sem í íbúðunum hugðust búa. Bygg-
ingareglugerðin er úrelt og gamal-
dags og tekur ekkert mið af þörfum
fólks í dag, eða tísku, því nú er ein-
mitt tíska um mestan part heims að
breyta gömlu húsnæði, gömlu grófu
húsnæði, í íbúðir."
ÖGRUNIN OG
FULLVISAN
— Þetta aö breyta húsum eöa
byggja. Er ekki mikil fultnœgja því
samfara aö sjá eftir sig hús um allan
bœ? Aka um á sunnudögum og sjá
hvaö maöur er í rauninni í skapandi
vinnu?
„Jú, þetta gefur mér alveg gífur-
lega mikið. Ekki endilega þetta eins
og þú lýsir því að aka um á sunnu-
dögum og sjá fyrri verk, því til þess
hef ég einfaldlega ekki tíma. Og að
góna tímunum saman á fullmótað
verk er ekkert sérstakt í mínum
huga. Það er sjálf sköpunin sem hríf-
ur mig, það að verkið sé að taka á
sig mynd, rísa. Svo um leið og eitt
verkefnið er búið er ég strax orðinn
óþreyjufullur að komast í annað. Og
svo er það ögrunin; að klára verk og
henda strax öllum peningunum fyr-
ir það í annað, það er ögrunin, en ég
hef svo aftur fullvissuna um að geta
það. Og þá er farið í það."
DAGBÓKIN
HENNAR
DÚLLII
Kæra dagbók.
Það gekk svo mikið á hér á heimil-
inu á gamlárskvöld að það var nú
ekkert venjulegt. (Eins gott að „Lóa
lenska" — íslenskukennarinn minn
— sér ekki þessa setningu með
þremur á-um!) Reyndar var það nú
ekki beint hérna á heimilinu, því við
vorum öll boðin til ömmu á Eini-
melnum. Fríða föðursystir er nefni-
lega þar með krakkana eftir að kall-
inn fór frá henni með au-pair-stelp-
unni og amma vildi að við kæmum
til þess að gera þetta soldið hressi-
legra hjá þeim. Það var sko aldeilis
glæta hjá henni, maður. Annars
hefði þetta svo sem getað verið OK,
ef pabbi og Fríða hefðu verið útsof-
in...
Æ, ég verð að útskýra þetta:
Það var nefnilega þannig, að milli
jóla og nýárs fór Fríða frænka í
partý. Þar hitti hún einhvern gaur,
sem henni þótti alveg ógeðslega
spennandi „týpa" (don’t ask me —
ég veit ekki hvað hún meinar með
þessu)! Þetta er víst alveg vonlaus
gæi, sem er búinn að sofa hjá hálfri
þjóðinni og allt saman, en hún bara
varð gjörsamiega vitlaus í hann og
stakk af úr partýinu með honum.
(Mamma segir, að Fríða föðursystir
sé vonlaus í kallamálum. Hún fellur
víst eingöngu fyrir mönnum, sem
ekkert er stólandi á!) Sem sagt...
Fríða svaf hjá þessum kalli og hélt
að hann væri orðinn gasalega skot-
inn í sér, en svo heyrði hún auðvitað
ekki bofs meira í vininum þó hún
bókstaflega stæði vakt við símann.
Aumingja amma greyið fékk ekki
einu sinni að kjafta við vinkonur sín-
ar nema í nokkrar sekúndur, því þá
var Fríða farin að ókyrrast.
Nóttina fyrir gamlársdag hringdi
svo síminn hjá okkur og á hinum
endanum var afskaplega full Fríða,
sem sagðist vera að kveðja. Hún
ætlaði sko að skreppa niður á Ægi-
síðu og ganga snyrtilega í sjóinn af
því að karlmenn væru upp til hópa
aumingjar og bullur (berist fram
eins og fullur)! Pabbi pældi ekki
neitt í neinu og sagði bara biess, en
þegar mamma heyrði hvað Fríða
hafði sagt sendi hún hann strax út á
Einimel. Þar þurfti hann að hanga
yfir systur sinni alla nóttina og mér
finnst nú ekki mikið þó hann hafi
fengið sér eitt eða tvö koníaksglös
til að halda sér vakandi. Svo gat
mamma farið að skamma hann,
ræfilinn. Hún, sem rak hann upp úr
hlýju rúminu!
A gamlársdagsmorgun þurfti
pabbi að redda alls konar hlutum í
bankanum og kaupa rakettur fyrir
Adda bróður, en eftir hádegi var
hann boðinn í einhverja veislu. Þess
vegna gat hann ekkert lagt sig og
ekki Fríða heldur, því tvíburarnir
voru vaknaðir þegar pabbi fór frá
henni. Enda voru þau líka algjör
skandall hjá ömmu um kvöldið...
Pabbi braut tvö kristalsglös fyrir
miðnætti og brenndi sig fjórum
sinnum, þegar hann var að meika
„flugeldasýningu aldarinnar". (Guð
hvað við krakkarnir skömmuðumst
okkar, þegar hann hringdi á dyra-
bjöllunum í næstudiúsum til að láta
alla horfa „sjóið".) Það sauð svo fyrst
almennilega upp úr eftir að hann
sagði að mamma skildi sig ekki.
Hún brjálaðist, rauk heim og er ekki
enn farin að tala við hann. Við urð-
um hins vegar að hjálpa ömmu að
svæfa tvíburana, af því að Fríða
frænka var týnd. Stebba systir fann
hana svo sofandi í baðkerinu seinna
um nóttina.
Guð hvað ég er fegin að gamlárs-
kvöld er bara einu sinni á ári!
Dúlla.
Rétt svör við fréttagetraun
1. c. 15. b. 29. c.
2. c. 16. a. 30. a.
3. b. 17. b. 31. a.
4. c. 18. a. 32. a.
5. b. 19. b. 33. c.
6. c. 20. c. 34. a.
7. c. 21. c. 35. b.
8. c. 22. a. 36. c.
9. c. 23. b. 37. c.
10. c. 24. a. 38. a.
11. a. 25. c. 39. b.
12. b. 26. b. 40. a.
13. c. 27. b. 41. c.
14. c. 28. c. 42. a.
, ÁHEITASÖFNUN
KRYSUVIKURSAMTAKANNA
A ÁTAK TIL HJÁLPAR
RÆKTUM UPP O G GRÆÐUM SÁRIN
KÝSUVÍKURSAMTÖKIN - Þverholti 20-105 Reykjavík - sími 623550
20 HELGARPÓSTURINN
FISHER
BORGARTÚNI 16
REYKJAVÍK. SÍMI 622555
SJÓNVARPSBÚDIN