Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 35
FRÉTTAGETRAUN HELGARPÓSTSINS Hér að neðan eru fjörutíu og tvær spurningar byggðar á ummælum fólks á árinu sem var að líða. Lesendum eru gefin þrjú svör við hverri spurningu. Aðeins eitt þeirra er rétt. Lausnir á getrauninni er að finna á blaðsíðu 20 í blaðinu. 1. „Þad er óvœntur heiöur aö verda þessarar viöurkenningar aönjótandi," sagöi Ólafur Ragn- ar Grímsson snemma á árinu. Hver var þessi óvœnta viöurkenning? a. Hann fékk annað sætið á lista Alþýðu- bandalagsins á Reykjanesi. b. Hann var tilnefndur Herra Samúel af hátt á annað þúsund konum sem tóku þátt í skoðana- könnun blaðsins. c. Honum var tilkynnt að samtökin „Parlia- mentarians Global Action", sem hann er formað- ur fyrir, fengju indiru Gandhi-verðlaunin. 2. „Ég hefáhyggjur af því aö þingiö veröi sér til skammar ef þaö samþykkir þetta," sagöi Árni Gunnarsson í október. Hver var þessi skömm sem Árni vildi foröa þinginu frá? a. Að Salóme Þorkelsdóttir eða Ragnhildur Helgadóttir yrðu forsetar þingsins í stað Þor- valds Garðars Kristjánssonar. b. Að byggt yrði nýtt hús undir starfsemi Al- þingis þar sem meðal annars yrði „sauna" og heilsuræktaraðstaða fyrir þingmenn. c. Að samþykkt yrðu lög sem heimiluðu slát- urhúsinu á Bíldudal að slátra, þrátt fyrir bann yfirdýralæknis. 3. „Ég vil ekki nefna þennan mann á nafn," sagöi Guörún Jónsdóttir, félagsráögjafi og fyrr- verandi borgarfulltrúi Kvennaframboösins, í mars. Hvaö haföi þessi maöur gert sem geröi nafn hans svo eldfimt? a. Hann hafði með brögðum reynt að troða sér á lista Kvennalistans á Vestfjörðum. b. Hann hafði káfað á kvenkyns borgarfulltrú- um á borgarstjórnarfundum. c. Hann hafði smyglað embættisbifreið sinni undir liðinn „ýmis tæki til véladeildar" á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar. 4. „Ég óttast aö Sjálfstœöisflokkurinn sé aö kyrkja Ríkisútvarpiö undir forystu menntamála- ráöherra og formanns útvarpsráös," sagöi Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri sjónvarpsins, síöast- liöiö vor. Hvert var tilefniö? a. Hann hafði verið gagnrýndur fyrir viðtal sem hann tók við Albert Guðmundsson eftir að sá síðarnefndi var neyddur til að segjma af sér ráðherradómi. b. Hann hafði verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki horft á frétt sjónvarpsins af svokölluðu „Svefneyjamáli" áður en hún var sýnd. c. Hann var sjálfur að gagnrýna þann aðbúnað sem Ríkisútvarpinu er búinn af stjórnvöldum svo og ofríki útvarpsráðs. 5. „Guö hefur gefiö mér sterk bein. Ég spyr sjálf- an mig, hvenœr láta þau undan?" sagöi Albert Guömundsson í mars. Hvers vegna þakkaöi Albert Guöi fyrir sín sterku bein? a. Hann hafði slegið Einar Ólafsson, ljósmynd- ara Þjóðviljans, á kjaftinn án þess að skaðaðst sjálfur. b. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafði kraf- ist afsagnar hans úr ráðherrastól. c. Hann var kosinn formaður Borgaraflokks- ins stuttu eftir að þingflokkur hans hafði tilnefnt hann þingflokksformann. 6. v „Mér viröist sem Þjóöverjar séu búnir aö setja hvalinn á lista meö kaktusum, krókódílum og ýmsu þess háttar," sagöi Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf„ í apríl. Hvert var tilefni þessara ummœla? a. Þjóðverjum snerist hugur á fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins og greiddu algeru veiðibanni atkvæði sitt. b. Vegna mistaka við gerð tollskrár í Þýska- landi hafði hvalkjöt verið skráð með „k-i“ í upp- hafi orðsins og því verið sett á rangan stað í skránni. c. Hvalkjöt var kyrrsett í fríhöfn í Hamborg, þar sem innflutningur á dýrum í útrýmingar- hættu er bannaður í Þýskalandi. 7. „Þessir menn halda aö þeir séu ennþá í Reykjavík. En þeir fá aö vita aö þaö þarf aö beita öörum brögöum til þess aö komast á þing fyrir landsbyggöina," sagöi Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, snemrrta vors. Hvert var tilefni þessara ummœla? a. Sverrir Hermannsson lýsti því yfir að sér þætti þessi kosningabarátta einkar leiðinleg og hafði sig lítið í frammi á kosningafundum. b. Borgaraflokkurinn setti Ingvar Níelsson verkfræðing efstan á lista sinn, en Ingvar var þá tiltölulega nýkominn til landsins eftir langdvalir erlendis. c. Guðmundur Einarsson, frambjóðandi Al- þýðuflokksins, sagði að ástandið á Djúpavogi væri loksins að lagast eftir að menn fóru að vinna þar allt árið. 8. „Hún er mild og mannúöleg," sagöi Albert Guömundsson stuttu fyrir páska. Hverri var hann aö lýsa? a. Helenu, dóttur sinni, sem kom heim frá Tulsa í Bandaríkjunum til þess að stjórna kosn- ingabaráttu Borgaraflokksins. b. Guðrúnu Jónsdóttur, fyrrverandi borgarfull- trúa Kvennalistans, sem hafði þá nýverið kvart- að undan káfi karlmanna á borgarfundum. c. Stefnu Borgaraflokksins. 9. „Er ekki til krydd sem heitir allrahanda?" Þorsteinn Pálsson svaraöi spurningu meö þess- ari spurningu fyrir síöustu kosningar. Hvaö átti hún aö skýra? a. Til hvaða ráða hann hygðist grípa til að hressa upp á ímynd Sjálfstæðisflokksins. b. Samsetningu fyigismanna Borgaraflokks- ins. c. Stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi frjálsa útflutningsverslun. 10. „Þaö má Guö vita hvaö oröiö hefur afþessum atkvœöum," sagöi Rúnar Guöjónsson, sýslu- maöur í Borgarnesi, í vor. Hvaiöa atkvœöi var Rúnar aö tala um? a. Atkvæðin sem Framsókn tapaði í kjördæm- inu og urðu til þess að Davíð Alexandersson féll af þingi. b. Atkvæði sem týndust í Borgarnesi og fund- ust síðar í fangageymslum lögreglunnar fimm dögum eftir kosningar. c. Atkvæði Ásmundar og Þrastar á Varma- landsfundi miðstjórnar Alþýðubandalgsins um að skipa nefnd til þess að kanna ástæður fylgis- taps flokksins í kosningunum. II. „Ég geri ekkert i þessu máli. Ekki handtak," sagöi Sverrir Hermannsson á fyrri helmingi árs- ins. Hvaöa mál var þaö sem Sverrir ætlaöi ekki aö snerta? a. Langvarandi verkfall kennara við fram- haldsskólana, sem um tíma virtist ætla að koma í veg fyrir að nemendur gætu tekið vorpróf frá skólunum. b. Kosningabarátta Sjálfstæðisflokksins. Hann vissi sem var að hann þurfti ekki að leggja sig fram. Egill Jónsson var fyrir neðan hann á list- anum og Egill kemst alltaf inn. HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.