Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 27
lítiö sem ekkert heyrst af Robertson á piötum. Síðari hluti áttunda ára- tugarins og fyrri hluti þess níunda voru skuggaár í lífi hans. Hann varð eiturlyfjum og alkóhóli aö bráð, sem leiddi til hjónaskilnaðar. Við það bættust gífurlegar kröfur sem hann gerir til sjálfs sín sem listamanns. Hann segir: ,,Ég hafði ekkert að segja. Ég sá allt þetta fólk í kringum mig sem hafði heldur ekkert að segja, en hélt samt áfram að gera plötur. Ég hugsaði því með sjálfum mér, þetta vil ég ekki gera." Þegar loks kom að því að Robert- son hafði eitthvað að segja og vildi gera plötur leitaði hann til landa síns, Kanadamannsins Daniels Lanois, og fékk hann til að stjórna upptökum með sér. Lanois þessi hafði áður unnið með Brian Eno, Peter Gabriel (So), U2 (Unforgett- able Fire og Joshua Tree) og Bo Deans. Allir þessir aðilar koma við sögu á plötu Robertsons, auk Ricks Danko og Garths Hudson úr Band- inu auk fleiri góðra manna og kvenna. Útkoman er sérlega góð. Já, í raun er hér um að ræða eina bestu plötu ársins 1987. KYNSLÓÐABIL BRÚAÐ Það var nóg að gera á elliheimili rokkara á síðasta ári. En það er þó ekki bara fólk á sama aldri og þessi „gamalmenni" sem hefur gaman af tóniist þeirra. Unglingar kaupa plöt- ur þeirra og fara á tónleika með þeim og fyrir skömmu settu t.d. Pink Floyd nýtt aðsóknarmet á þrennum tónleikum sem þeir héldu í Toronto í Kanada og fengu fyrir vikið litla 5.393.140 Bandaríkjadali. Það sem gerst hefur á undanförn- um árum, og þó sérstaklega á því sem nú er nýliðið, er að ungt fólk sækir í að hlusta á eldri tónlist og í framhaldi af því á það sem „gaml- ingjarnir" eru að fást við í dag. Með þessu hefur verið brúað að nokkru hið svokallaða kynslóðabil og það á heilbrigðari hátt en að kyrja hund- leiðinleg, tilgerðarleg lög við læki að kvöldlagi. En það er fleira sem taka verður tillit til þegar fjallað er um tónlist þessa og vinsældir hennar. Svo sem sú staðreynd að útvarpsstöðvar, bæði hér á landi og annars staðar, sinna allt of lítið nýrri tónlist og óþekktum flytjendum af hræðslu við að missa við það hlustendur, sem hlýtur að teijast ákveðið van- mat útvarpsmanna á gáfnafari hlustenda sinna og smekk. Eldri hlutsendur þurfa að gera það sem tónlistargoðin þeirra hafa gert. Það er, að hlusta á það sem yngra fólkið er að fást við i tónlistar- sköpun sinni í stað þess að halda því fram að allt það besta hafi komið fram í rokkinu á sjötta og sjöunda áratugnum. Þá aðeins verður kyn- slóðabilið fræga vel brúað hvað popptónlist varðar að hægt verði að fara í báðar áttir. Gunnlaugur Sigfússon BOKMENNTIR >> ,,Island er líka erlendis“ Matthías Johannessen: Sól á heimsenda Saga. 135 bls. AB. „Þessi bók fjallar um landið okk- ar, bæði hér heima og erlendis. ís- land er líka erlendis. Þaðan komum við með útlönd í sjópokanum." Þannig kemst Matthías að orði í inn- gangi að Ferdarispum frá 1983. Segja má að þessi orð giidi einnig um nýja bók hans, Sól á heimsenda. Hún er ferðasaga, sögð af blaða- manni og rithöfundi, sem fer oft í ut- anlandsferðir með fjölskyldu sína. Nú eru þau stödd í Portúgal, og mað- urinn lýsir landinu fyrir okkur og rifjar um leið upp minningar úr öðr- um ferðalögum. Á yfirborðinu gerist frekar lítið í sögunni, og það er ólíklegt, að hún muni höfða til þeirra sem sækjast helst eftir spennu og miklum við- burðum. Fjölskyldan ferðast sem ferðamenn flestir, fer á veitinga- staði, á ströndina eða í búðir. Og þau lenda í þessu venjulega túristabasli með sólbruna, vespur og hundgá, sem heldur fyrir þeim vöku um næt- ur. Innra með manninum gerist sitt- hvað, sem leiðir til almennra pæl- inga um tilveruna og veröldina. Matthías samsamar sig manninum svo algjörlega að f lestir koma senni- lega til með að lesa bókina sem sjálfsævisögulega, ekki síst vegna þess að áhugi lesanda fyrir raun- verulegum persónum er almennt meiri en fyrir tilbúnum persónum. Samt sem áður er Sól á heims- enda skáldsaga. Hún er skáldleg út- færsla á nokkrum köflum úr Ferda- rispum, þar sem skáldið setur sig í stellingar sögumanns og lýsir ferða- laginu frá sjónarhóli hans. í henni úir og grúir af þeirri spennu sem eingöngu er hægt að ná með góðum stíl, og aldrei verður texti raunveru- legri en þegar honum tekst að grípa lesandann. Heimspekingur nokkur sagði einu sinni, að ekki væri til efniviður í góðum bókmenntum, og hefur vafaiaust átt við, að þegar vel á að takast er enginn munur á því sem bók fjallar um og hvernig hún er skrifuð. Þessi orð eiga fyllilega við um Sól á heimsenda. Hún hefur þá innri nauðsyn, sem ekki tengist atburðarás í venjulegum skilningi, og dregur þannig fremur upp mynd- ir en boðskap. Kannski er það þess vegna sem Matthías hefur kosið að kalla bókina sögu frekar en skáld- sögu. Skáld eru einhvers konar hold- gervingar frelsis, þau eru tákn drauma og annars veruleika. Til þess að halda lífi í draumum þjóðfé- lagsins hljóta skáldin alltaf að vera á ferðalagi, bæði heima og úti í heimi. Þau eru sífellt að leita að nýju landi. Maðurinn í Sól á heimsenda segir syni sínum frá hinum miklu land- könnuðum: Hinriki sæfara, Vasco da Gama og Kólumbusi: „Allir voru þessir menn fulltrúar draums sem við getum nú upplifað sem veru- leika; fulltrúar ævintýris sem varð að sögulegri staðreynd. Hann hafði alltaf trúað því að öll ferðalög sög- unnar hefðu byrjað með draumi eða ævintýri, hefðu jafnvel hafist sem ferðalög frá einni hugmynd til ann- arrar, einum draumi til annars þó að ferðinni hafi verið heitið inn í veru- leika sem er eins áþreifanlegur og nokkur veruleiki getur orðið. Hann hugsaði mikið um slík ferðalög, ekki sízt vegna þess hann var þeirr- ar skoðunar að lífið væri slíkt ferða- lag og dauðinn yrði ekki endalok eða tortíming, heldur nýr veruleiki." Á ferðalagi tekur tímaskynið stakkaskiptum og fortíð, nútíð og framtíð renna saman. Það sem var, er og verður. Ferðamaðurinn tekur ekki mið af sólarhringnum, heldur af dvalarstöðunum sjálfum. Eins og hirðingi leggur hann alltaf af stað og sest að um stundarsakir, og sál hans mótast öðruvísi en hjá fólki sem býr alltaf í sama umhverfi: „Hann upp- lifði mörg ferðalög í einu. Það voru öðruvísi ferðalög en síðasta ferðin sem hefst með rauðri rós og opinni sálmabók á brjósti. Margir dagar, vikur og mánuðir runnu saman í einn dag, eina viku og einn mánuð. Tíminn var orðinn að samfelidri reynslu og hann átti orðið erfitt með að greina á milli ára. Nú upplifði hann öll þessi ár í huga sínum. Og þau runnu saman eins og þegar stórfljót gleypir litlar ár, lænur og seyrur og þær hverfa allar í mikið vatn sem fellur að ein- um ósi. Margar litlar ár án upphaf- legra einkenna og hverfa til hafs. Hann gat ekki hugsað sér lífið öðru- vísi en eins og vatn renni í vatn." Þannig gefst manninum tækifæri til að líta til baka á lif sitt og draga saman reynslu sína. Hugur hans mótaðist á eftirstríðsárunum. 1 nútíð sögunnar eru 40 ár liðin frá því að kjarnorkusprengjunni var varpað yfir Hírósíma. Hugmyndin var að binda enda á öll stríð og allt hatur í heiminum, eins og segir í bókinni, en þess í stað breytti kjarnorku- sprengjan hversdeginum í hæg- gengi tortímingarinnar, eins og danska skáldið Thorkild Bjornvig orðaði það einu sinni. Upp úr kaldastriöinu öðluðust menn aftur trú á hugsjónir og vel- ferðin tók við á Vesturlöndum. Sögumaðurinn hefur tekið þátt í þeirri uppbyggingu og trúir ennþá á að skynsemi manna muni sigra. Hann leit svo á „að heimurinn væri regla með byltingarkenndum und- antekningum, stórslysum og nátt- úruhamförum. Sem rithöfundur var hann þeirrar skoðunar að það væri m.a. hlutverk listarinnar, ekki sízt bókmenntanna, að breyta ringul- reið í reglu, eða eins og sagt var á fínu máli: Kaos í kosmos". Hann langar til að trúa reglunni, ekki vegna þess að hann sé sannfærður eða búi yfir vissu, heldur einfald- lega ,,af löngun til að rækta sam- band sitt við almættið". Sú tilfinning er sterk hjá mannin- um að skeið kynslóðar hans sé á enda, og hann getur ekki bægt frá sér þeirri hugsun að hugsjónir þeirra deyi kannski með þeim. En hann hefur upplifað heimsendi það oft í gervi stríðs, halastjarna o.fl. að hann lætur það ekki raska ró sinni. Hann heldur áfram að breyta ringul- reið í reglu. Sól á heimsenda er tiltölulega stutt saga, en eftirminnileg. Ef það sem stendur milli línanna, og þau hugrenningatengsl sem bókin gefur tilefni til, eru líka reiknuð með, þá er hún sennilega mesta bókin, sem hefur komið núna fyrir jól. Keld Oall Jorgensen Augað og fuglinn í búrinu Útganga um augad lœst eftir Isak Harðarson átg.: Svart á hvítu Hjá Svörtu á hvítu er nú komin út fimmta ijóðabók ísaks Harðarsonar og ber hún nafnið Útganga um aug- að læst. ísak Harðarson hefur með ljóðum sínum vakið verulega at- hygli á síðustu árum og skipast í röð helstu ljóðskálda ungra. Með þess- ari nýjustu bók sinni trúi ég hann haldi sæti sínu í fyrrnefndri röð án nokkurra málalenginga. Augað er gegnumgangandi mynd í ljóðum ísaks í þessari nýju bók en hvort hann kemst út um það, hið læsta, er óljóst þvi mikil dimma og myrkur eru i ljóðunum, en þráin er sterk út i ljósið, viðleitnin er fyrir hendi og óskin um hið betra og feg- urra á ekki að þurfa að vera nauð- ungarósk: „og suo tunglid tunglið TAKTUMIGSVO!" (í faömi tungisins) og einn daginn opnast kannski aug- un og þú ert ..ekki lengur bundinn i þessari bók" (án fugls) Viðfangsefni ljóðanna eru mörg hver samfélag eðlis og ekki björt sú mynd sem dregin er upp af hiut- skipti manneskjunnar í ómennsku mannlífsumhverfi samtímans. Fuglinn í búrinu á kaffihúsinu (undulatus depressivus) syngur ekki um „meöfæddar minningar um sól“, hvað sem að er gert og þrátt fyrir að fögur loforð séu höfð í ÚTVARP Yfir strikið Ég var ein þeirra, sem hlustuðu á dægurmálaútvarp rásar 2 á gamlársdag. Það var auglýsing (með rödd) Stefáns Jóns í sjón- varpinu daginn áður sem vakti at- hygli mína á þessum dagskrárlið og mér finnst verulega snjallt af gufumönnum að nota þennan inn- anhússmöguieika sinn. Þetta gerðu líka umsjónarmenn barna- útvarpsins um daginn, til þess að kynna krökkum nýtt framhalds- leikrit um Drakúla greifa. Þau skilaboð báru góðan árangur á mínu heimili og þar er nú hlustað með mikilli athygli á leikritið á þriðjudögum og föstudögum. Fyrrnefnd dagskrá á rás 2 var ósköp þægileg afþreying við til- tektir og annað stúss á gamlárs- dag, ef frá er talin framkoma fjár- málaráðherra þjóðarinnar. Það komst enginn að fyrir honum og þessi sífelldu framíköll voru væg- ast sagt þreytandi. Mér finnst það fullkomið dómgreindarleysi af ráðherrans hálfu að láta svona. Stjórnanda umræðnanna var auð- vitað vorkunn, en ég gat ekki heyrt að hann gerði mikið til að halda Jóni Baldvini í skefjum. (Ég gat ekki betur heyrt en hlustend- ur, sem hringdu í „meinhornið" skömmu eftir umræðurnar, væru líka óhressir með ráðherrann.) Dagskráin var að öðru leyti þokkaleg, eins og fyrr sagði, og mér þótti sérlega gaman að heyra i konunum um miðbik þáttarins (t.d. Birnu Þórðar og Auði Eir). En hvað varð um Illuga Jökuls, sem haldið var áfram að kynna til rúm- lega fjögur en ég heyrði aldrei í? Jónína Leósdóttir SJÓNVARP Sjálfspynding? Það er Ijótt að segja frá því, en undanfarnar vikur get ég ekki sagt að tölustafurinn I hafi blasað við á sjónvarpinu heima hjá mér. 2 aftur á móti er tala sem heimilis- menn allir virðast hrifnir af, kött- urinn líka. í rauninni er það til skammar að horfa aldrei á ríkis- sjónvarpið. Mórallinn var næstum kominn í núll á gamlárskvöld en þá sameinaðist fjölskyldan i eitt skipti fyrir öll um að horfa á gamla, góða ríkissjónvarpið i heilt kvöld. Meira að segja Alf varð að víkja, enda engin smámynd á skjánum á eitt, Strax í Kína. Mín vegna mætti endursýna þá mynd og það oftar en einu sinni. Það var farið að sjóða á hjartarótunum af stolti yfir þessu prúðmennskufólki sem kynnti landið okkar í Kína. Varla er óhætt að segja á prenti það sem nú kemur. Samt ætla ég að láta það flakka. Þið megið alveg hugsa: „Hverslags húmor hefur þessi eiginlega?” eða „Ég vissi alltaf að hún er halló" og hvað sem þið viljið, en persónu- lega og prívat þá skemmti ég mér konunglega yfir áramótaskaup- inu. Man ekki einu sinni eftir því að hafa hlegið jafn hátt og lengi siðan Bessi Bjarnason sýndi hvernig hægri aksturinn ætti eftir að virka hérna um árið. Og er þá mikið sagt. Þetta í upphafi pistilsins um að tölustafurinn 2 sé stöðugur á mínu sjónvarpstæki er alveg satt. Ég var ekki einu sinni heima hjá mér þeg- ar ég horfði á ríkissjónvarpið. Enda byrjaði „mitt“ sjónvarp á því í upphafi nýs árs að lýsa upp tölu- stafinn tvo. Það var um miðja ný- ársnótt. En þótt þakka megi Stöð 2 ýmislegt, þá verður varla hægt að þakka þeim það að nú mun ég aldrei aftur fara út í sjoppu eftir að dimma tekur. Heldur ekki á hótel, allra sist skíðahótel. Maður þorir sig varla að hreyfa eftir myndina um dagfarsprúða morðingjann. Masókistinn i mér segir samt að næsta sunnu- dagskvöld verði horft á framhald- ið. Anna Kristine Magnúsdóttir frammi við hann. Rafdrifinn glym- skratti myndi þjóna tilgangi sínum betur, en Edith Piaf er líka bara til á plasti nú orðið. í ljóðinu Arkitektúr er maðurinn umhverfður í hönnun þá sem þykir svo fin í dag: beinabyggingin aödáanlega hönnuð með tilliti til allrar ytri starfsemi ha? kiœdd efni aðdáanlega sérsniönu til allra raf- og vatnslagna ha? yst húðlakk aðdáanlega blandað til aö halda öllu saman ha? í lokin ein verkfrceöileg spurning: er enginn heima? Allir þeir rammar sem mannlífið er sett í, allar skorðurnar sem dengt er utan um hugarflugið svo það er hamið og fest innan glansandi ótt- ans, eru sterk tákn í ljóðunum og fjölmiðlunin sem lætur engan í friði er angi af þessari sömu grein: „mannsmynd? álfur? menni? hvaö er nú á skjánum skammtandi okkur tœgjur af heiminum klippandi pappírsskolti svo faglega laust viö alla eölisþyngd aö skyndilega býst ég viö aö þaö takist á loft hrœfuglsvœngjum yfir parketiö og beri mig afsíöis nistandi rafklóm aö snœöa í makindum? AFSAKID ÞESSA TRUFLUN (northern lights playhouse) Meira að segja eyðimörkin, hel- sprengjan og faðirvorið hafa misst upprunalega merkingu sína og eru orðin að yfirborðskenndum neyslu- fyrirbærum, hættulausum. Myndlíkingar ísaks Harðarsonar eru um margt óvenjulegar. Hann finnur þær í hverdeginum, í frétta- efni, en umhverfir þeim og gefur nýjar og ágengar víddir: 1 „nótlin kemur á inniskóm og svörtum slopp og slingur mér á kaf i hlýjan handlegg sinrí' (holnál) sahara les um að veröld hans heiti feneyjar, „sest uppí stagaöa ílatbylnuna og rœr yfir gölurnar flœddar (ná) mittisdjápum ótta blandar flaumnum í kvölddrykkinn og finnur hafiö skreppa saman á hvörmum sér í þurrkanlegt lár" (hr sahara) ísak skiptir bók sinni í tvo kafla: Bók úndúiatans og Tvíbýlið auga, og er sá síðari enn tvískiptur í kaflana Dagsetningu og Astrónómískar vögguvísur. Dagsetning er samfelldur bálkur sem hefst klukkan 9.00 að morgni og fylgir deginum á klukkutíma fresti til miðnættis. Þennan bálk er óhægt að fjalla um í litlum ritdómi stuttu fyrir jól en hér er augað í brennipunkti, það .. slcer inn sýnirnar blik eftir blik (10.00) „tveim botnlausum augum er ausiö át i myrkriö" (18.00) og andstæður ljóss og myrkurs eru sýnir sem taka á sig kynjamyndir margra vídda. Síðasti kafli bókarinnar, Astró- nómískar vögguvísur, er einna sak- lausastur, hættuminnstur og jafnvel bjartsýnn: „er þetta himnaríki? hvisla ég (ekkert straujárn bar fyrir sól) þetta svaraöi sinfónían þetta ert þú" (úr dagbók dr. livingstone). Ingunn Ásdisardóttir HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.