Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 17
lFramkvæmdagleðin er mikil
hjá meirihlutanum í Reykjavík,
einkum þegar ráðhúsbyggingin er
annars vegar. Nú síðast var rifið upp
með rótum gamalt tré sem stóð þar
sem ráðhúsið á að rísa. Það er svo
sem ekki í frásögur færandi, nema
vegna þess að þetta umrædda vina-
lega tré var friðað og höfðu borg-
aryfirvöld ekki fyrir því að sækja
um leyfi til að rífa það upp. Spyrja
menn sig nú að því hvort ekki sé
tími til kominn að lýsa því formlega
yfir, að almennar umgengnisreglur
skuli ekki gilda þar sem fer flokkur
sá er .Davíð Oddsson stýrir í
Reykjavík. . .
S_, _. á
leið frá Vestmannaeyjum til ríkis-
saksóknara. Framkvæmdastjóri
verndaðs vinnustaðar í Eyjum, þar
sem framleidd eru kerti, Bjarni
Jónasson, hefur kært alls 12 ein-
staklinga fyrir að reka óhróður gegn
sér, meiðyrði og ofsóknir, sem end-
aði með því að stjórn vinnustaðar-
ins sagði Bjarna upp. Af hinum
kærðu eru 5 stjórnarmenn, en auk
þess meðal annars Arnór Péturs-
son hjá Öryrkjabandalaginu. For-
maður stjórnarinnar er Jón Kjart-
ansson, formaður verkalýðsfélags-
ins í Eyjum. Bjarni telur að um póli-
tískar ofsóknir séu að ræða, en
hann leiddi lista óháðs framboðs í
síðustu sveitarstjórnarkosningum
(hlaut 49 atkvæði). Bjarni segir
stjórnina neita Rannsóknarlög-
reglunni um skýrslu sem sé jákvæð
í hans garð, en stjórnin segir skýrsl-
una innihalda trúnaðarsamtöl við
starfsmenn. Rannsóknarlögreglan
hefur tekið skýrslu af Jóni Kjartans-
syni, en hyggst fá hjá ríkissaksókn-
ara nánari fyrirmæli um hvernig
með þetta mál skuli farið, enda
varla einu sinni ljóst hvort um opin-
bert mál eða einkamál er að
ræða. . .
D
ankastjórastólar hafa verið
til umræðu upp á síðkastið, bæði í
Landsbanka og Búnaðarbanka.
Hefur einkum verið rætt um þá
Tryggva Pálsson og Sverri Her-
mannsson í Landsbanka, en Kjart-
an Jóhannsson í Búnaðarbanka
svo framarlega að þar losni stóll.
FISHER
Reykjavik sími 622555
SJÓHVARPSBðÐIH
Heimildir HP herma að Kjartan sé
ekki sá eini sem nefndur hefur verið
í Búnaðarbanka og er talið eins víst
að Sólon Sigurðsson aðstoðar-
bankastjóri fái stól þegar einn slík-
ur losnar. Hann hefur getið sér gott
orð innan bankans og er talið líklegt
að starfsmenn muni leggja áherslu á
að hann hreppi hnossið þegar og ef
af verður á næstunni. . .
l nnlendi húsgagnaiðnaðurinn
beið enn einn ósigurinn fyrir inn-
flutningnum um daginn. Bruna-
bótafélag Islands falaðist eftir til-
boðum vegna endurnýjunar á tölvu-
deild tryggingafélagsins og bárust 4
tilboð. Eina tilboðinu með erlend-
um húsgögnum var tekið og verslað
hjá Stálhúsgögnum fyrir rúma
milljón. Um leið heyrum við þá
skrítnu sögu af húsgagnamarkaðin-
um hér að eitt fyrirtækjanna flytji
húsgögn til Danmerkur, síðan aftur
til landsins og áfram til Bandaríkj-
anna. Þessi krókaleið sé hagkvæm-
ari en að senda mublurnar beint
vestur. . .
Fræðingar landsins eru dugleg-
ir og reikna tölur, finna meiri hag-
kvæmni, ekki síst við nýtingu jarð-
varmans. Nú hefur verið lögð til nýt-
ing jarðgufu í fiskmjölsverksmiðjum
landsins og sparaður gjaldeyrir
vegna notkunar á 60—70 þúsund
tonnum af svartolíu, um leið og
þessum verksmiðjum yrði fækkað,
en tvær stórar byggðar í staðinn við
Húsavík og Grindavík. Alls 38
slíkar verksmiðjur eru um land allt
og menn sammála um að þær séu
allt of margar. En hvers mega sín
hagkvæmnifræðingarnir þegar
byggðastefnan er annars vegar. . .
l miðju jólabókaflóðinu birtist
skyndilega sérprentun úr riti Fram-
tíðarkönnunar er nefnist ,,Fjár-
hagur hins opinbera til ársins 2010."
Þar kemur meðal annars í ljós að
okkar blessaða „bákn“ er bara alls
ekki svo viðamikið. Ef t.d. hlutfall
opinberra starfsmanna af mannafl-
anum væri eitthvað svipað hér og á
hinum Norðurlöndunum væru hinir
opinberu ekki í kringum 19.000 tals-
ins — heldur 29 þúsund. Og ef tekjur
ríkisins sem hlutfall af landsfram-
leiðslu væru hér svipaðar og þar
hljóðuðu fjárlögin ekki upp á ná-
lægt 65 milljörðum króna, heldur
upp á tæpiega 100 milljarða. . .
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVIK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:.........%-41940/41594
EGILSSTAÐIR:...........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303
interRent
Enn minni fyrirhöfn
að greiða orkureiknínginn
/gcgnit/n V/SAf
Nú býður Rafmagnsveita Reykjavíkur
þér nýja, mjög þægilega leið til að
greiða orkureikninginn. Pú getur látið
taka reglulega út af VISA-reikningnum
þínum fyrir orkugjaldinu, án alls auka-
kostnaðar. Þannig losnar þú við allar
rukkanir, færð einungis sent uppgjör og
greiðsluáætlun einu sinni á ári.
Með þessari tilhögun, sem er nýjung í
heiminum, sparar þú þér umstang og
hugsanlega talsverða peninga því að
það er dýrt rafmagnið sem þú dregur
að borga. Jaínframt ertu laus við áhyggj-
ur af ógreiddum reikningum og dráttar-
vöxtum.
Hafðu samband við Katrínu Sigur-
jónsdóttur eða Guðrúnu Björgvinsdótt-
ur í síma 68-62-22. Þú gefur upp núm-
erið á VISA-kortinu þínu og málið er
afgreitt!
Láttu orkureikninginn
hafa forgang - sjálfkrafa!
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUDURLANDSBRAUT34 SIMI686222
H ELGAR PÖSTURINN 17
ARGUS/SlA