Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 28
MYNDLIST Þegar fidrildunum sleppir Um sýningu Elínar Magnúsdóttur í Gallerí List í síðastliðinni viku hékk uppi sýn- ing á silkisiæðum handmáluðum af Elínu Magnúsdóttur i húsakynnum Gallerís Listar í Skipholti 50b. Gall- eri List er miklu fremur listmuna- verslun en gallerí og galt sýning Elínar fyrir það. Slæðum Elínar er í raun stillt upp eins og gluggaprýði í versluninni og er það e.t.v. talandi dæmi um þróun listsýninga hér westra; listin skal vera annað tveggja iðnvarningur eða iðngrein. Þótt flestir listamenn séu máske uppteknir af því að búa til jólaskraut um þessar mundir þá minna slæð- urnar í Skipholti helst á sumarið. Þær virðast reyndar mjög í anda þeirrar endurreisnar „blómatím- ans“ og sýkadelíunnar sem hefur verið áberandi í tískunni síðustu ár- in. Þótt mynstrin séu önnur, þá er litagleðin sú sama. Tískuflúr nútím- ans tekur bæði mið af nýbylgju- hönnun og 'nýja málverkinu. Ur verður nýflúr sem minnir stundum á íslensk miðaldahandrit og stund- um á ameríska Hawaiitísku. Slæðu- skraut Elínar virðist þó eiga hvað mest að sækja til síðustu aldamóta hvað myndefni snertir. Yfirbragðið er mið-evrópskt; hefðarfrúr að drekka te ásamt toulouse-lautrecum og brjáluðum hötturum. í sauma- klúbb Elínar er framreitt Parísar- eða Lundúnate og meððí. Hún reið- ir fram einskonar stíflur eða útlínur í svörtu eða hvítu og fyllir síðan upp í eyðurnar með góðgerðum. Þannig myndar Elín mörg lög af hálfgegn- sæjum flötum á slæðurnar og sú nnþá gerast ævintyr. Vinningslíkumar hjá Happdrætti SÍBS árið 1988 em algert einsdæmi hjá stóm happdrætti — hvorki meira né minna en 3. hver miði vinnur! Ótrulegt en satt. Og nú em aukavinningamir orðnir 27. Þar af em 3 rerinilegar bifreiðar, Citroén AX14, sem aðeins em dregnar úr seldum miðum. Það em ótrúlega miklir möguleikar á vinningi hjá SÍBS. j^| Ævintýralegar vimiiiigslíkiir Dregid 12. janúar. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.