Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 07.01.1988, Blaðsíða 30
Litið um öxl og skrif HP á nýliðnu ári rifjuð upp. Helgarpósturinn tók sem endranœr á hinum margvís- legustu málum á nýliönu viöburðaríku ári. Það er vita- skuld lesendanna sjálfra að dœma um hvernig til tókst. Frá því að fyrsta tölublað HP kom út vorið 1979 hefur það ávallt verið í öndvegi að reka sjálf- stœða og frjálslynda ritstjórn- arstefnu, meö áherslu á áreiö- anleika og fjörlega framsetn- ingu, óháða stjórnmála- flokkum. Og umfram allt að veita almenningi upplýsingar, sem ella kynnu aö hverfa ofan í þagnarhjúp samtryggingar- afla. Mýmörg eru þau mál á tæplega 9 ára ferli blaðsins, sem hafa haft djúpstœð áhrif á viðhorf almennings og gjörðir ráðamanna, og um leið hefur blaöið sinnt veigamiklu aðhaldshlutverki, sem aörir fjölmiðlar í landinu hafa lítt sinnt. Helgarpósturinn talar þegar aörir þegja. Árið 1987 var engin undantekning. Oft spurðu óttaslegnir stjórnendur „Hver lak í Helgarpóstinn7?“. Mál HP verða þó fyrst og fremst til þegar blaðamenn fara og ná í upplýsingarnar, en bíða ekki eftir því aö þœr komi fyrirfram matreiddar, ef þœr þá kœmu á annaö borð. Hér verða nokkur af stœrstu málum HP 1987 rifjuð upp. ______NOTAÐRA 30ÁHSVIÐ1ERLENDIS OHOiH ClAUMtOC 40 MIS&A 10 600 MlftlNOA SHOEBSJ* A OBJÚ PENINGASTOFNANIR: STULDUR, ÁTÖK, HRUN. Bankar, sjóðir og aðrar peninga- stofnanir hafa iðulega komið til um- fjöllunar á síðum HP. 15. október greindi blaðið frá því að með því að bjóða neikvæða raunvexti á al- mennum sparisjóðsbókum hefði bankakérfið haft 584 miiljónir króna af eigendum þessara bóka fyrstu 9 mánuði ársins. Ef þær inn- stæður sem lágu á þessum bókum hefðu verið á opnum, verðtryggð- um 6 mánaða reikningum hefðu vaxtatekjur innstæðueigenda orðið rúmum milljarði hærri á þessu tíma- bili. Þetta fé notar bankakerfið til að greiða niður aukna innbyrðis sam- keppni. Og ekki má gleyma því að aldurshópurinn 60 ára og eldri á rúman helming innlána í þessum flokki. „Þetta eru gömlu lúmskheit- in,“ sagði aðstoðarbankastjóri Seðlabankans við þetta tækifæri. Þessari umfjöliun var fylgt eftir 29. október i grein þar sem meðal ann- ars kom fram að á tímabili nei- kvæðra vaxta frá 1960 hefðu 79- milljarðar króna brunnið upp í bankakerfinu. Af þessum innstæð- um áttu einstaklingar 65% eða 51 milljarð króna. Eftirlaunafólk átti um 25 milljarða króna af þessu. Þeir sem græddu á þessu, fyrir utan bankana sjálfa, voru fyrirtækin í landinu og þeir einstaklingar sem stóðu í framkvæmdum á áttunda áratugnum, þ.e. sú kynslóð sem tók 90 milljarða af foreldrum sínum og börnum og byggði sér húsnæði. A sama tíma og sparifé aldraðra brann upp í bankakerfinu vpru lífeyris- greiðslur framtíðarinnar étnar upp í lífeyrissjóðunum, sem rýrnuðu um að minnsta kosti 14 milljarða 1966—1986, en allt upp í 37 millj- arða eftir því við hvaða vexti er mið- að. Um leið kom fram að miðað við verðtryggingu en enga vexti hefði Byggingasjóður ríkisins tapað 30 milljörðum af útlánum sínum. 19. nóvember var fjallað um kynslóðastríðið í lífeyrissjóðunum, þar sem meðal annars kom fram að aðeins 3 sjóðir af 27 í SAL áttu fyrir skuldum sinum og að einn lífeyris- sjóður hefði tekið þá ákvörðun að láta „verðbólgukynslóðina" bæta upp tapið sem varð af lánum henn- ar. Áfram var fjallað um lífeyrismál 26. nóvember og 3. desember, með sérstöku tilliti til forréttinda alþing- ismanna. Um hrun húsnæðiskerfis- ins var fjallað 12. febrúar, 26. febrú- ar, 5. nóvember og 12. nóvember. Málefni Útvegsbankans voru reglu- lega til umfjöllunar frá 20. ágúst til 5. nóvember. Loks skal getið um grein um valdaátök í Alþýðubank- anum 6. ágúst. INNHEIMTA LÖGMANNA, FÓGETA OG RUV 2. apríl greindi HP frá því að á ný- afstöðnum aðalfundi sínum hefði Lögmannafélag íslands ákveðið að hækka gjald það sem rennur til þess af þingfestingargjöldum úr 215 krónum í 250 krónur. Rök voru færð fyrir því að um stjórnarskrárbrot væri að ræða. Þetta er mikilvæg tekjulind félagsins, enda hefur þing- festingum fjölgað um 224% á 5 ára tímabili. Félagið notar tekjur sínar ALBERTÁ SPJÖLD SÖGUNNAR Albert Guömundsson komst enn einu sinni á spjöld íslandssög- unnar er hann varö fyrstur manna til aö veröa „rekinrí' úr ráöherra- stól og kom Helgarpósturinn þar beint viö sögu. Síöar á árinu vakti HP athygli á óhemjumikilli fyrir- greiöslu Alberts sem fjármálaráö- herra, er hann veitti ótalmörgum fyrirtœkjum og einstaklingum leyfi til aö borga opinber gjöld sín meö skuldabréfum. 5. mars birti HP niðurstöður skoðanakönnunar, þar sem meðai annars var spurt: „í Reykjavík skipar Albert Guðmundsson fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Telur þú að það veiki eða styrki listann?" Af þeim sem tóku af- stöðu töldu 63% að Albert veikti listann. Ef til vill var þessi niður- staða forskriftin að því er koma myndi. 19. mars birti HP „sprengju- frétt“, um að fyrir nokkru hefði Þorsteinn PÚlsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, kallað Albert, þá- verandi iðnaðarráðherra, á fund til sín og beðið hann að segja af sér ráðherradómi og afsala sér efsta sætinu í Reykjavík. í kjölfarið var Albert spurður spjörunum úr á þingflokksfundi. Tilefnið var, að mánuði fyrr lauk rannsókn skatt- rannsóknarstjóra á skattamálum Alberts og kom í Ijós að Albert hafði vantalið tekjur sínar vegna álagningar fyrir 3 ár — þar af 2 ár sem hann var sjálfur fjármáiaráð- heiía og þar með yfirmaður skattamála! Um var að ræða af- siáttargreiðslur frá Hafskip upp á um það bil 750.000 krónur á verð- lagi í mars, til einkafyrirtækis Al- berts, sem taldi að um mistök son- ar sins gæti verið að ræða, en sá fór með málefni fyrirtækisins. í HP var sérstaklega getið um þær bollaleggingar ýmissa sjálfstæðis- manna, að framboðsfrestur vegna komandi alþingiskosninga væri ekki liðinn og því enn hægt að breyta framboðslistanum og að augljóslega ætlaði Þorsteinn sér að útkljá þetta mál fyrir þann tíma. Fréttin olii einhverjum mesta úlfaþyt sem sést hefur á vettvangi íslenskra stjórnmála. Þorsteinn hélt frægan blaðamannafund og síðar sérstakan þingflokksfund, þar sem Albert var þvingaður til að segja af sér — rekinn. ítarlega var fjallað um þessi mál í HP 26. mars og 2. apríl, en 9. apríl var greint frá ákærum í Hafskipsmái- inu, þar sem fram kom að í því máii slyppi Albert við ákæru, en yrði áfram í rannsókn hjá skatt- rannsóknarstjóra. 29. október greindi HPsíðan frá því að í skiptum í þrotabúi Töggs hf. væri til meðferðar 7 milljóna króna skuldabréf frá ríkissjóði, þar sem Albert Guðmundsson hafði skuldbreytt opinberum gjöldum fyrirtækisins í fjármálaráðherratíð sinni — en fyrir þessu er engin lagaheimild. f kjölfarið fóru til rannsóknar í fjármálaráðuneytinu slíkar skuldabréfafyrirgreiðlur frá Albert upp á hundruð milljóna króna, jafnvel beinhörð skattsvik höfðu verið greidd með þessum hætti. Loks kom það fram svart á hvítu að frá 1980 hefði alls verið 127 sinnum verið tekið á móti skuldabréfum sem greiðslum opinberra gjalda, þar af hafði Albert samþykkt um 90 þeirra upp á um 350 milljónir króna á verö- lagi í desember — á tveimur og’ hálfu ári. Þorsteinn Pálsson átti 23 skuldabréfanna. af þessum umdeilda skatti til þess meðal annars að greiða fyrir afglöp lögmanna í starfi! í sama blaði var greint frá því að í nýlegum dómi hefði bæjarþing Ólafsvíkur tekið undir málflutning HP frá árinu áður um ólögiega innheimtuþóknun lög- manna af afnotagjöldum Ríkisút- varpsins, sem talin var nema 14—18 milijónunum króna árlega til 5—6 lögmanna. 9. júlí birtist greinin „Sendlar á súperlaunum", þar sem fram kom að 6 stefnuvottar í Reykja- vík hefðu að líkindum um 320 þúsund krónurá mánuði í laun, sem komast ekki á skattframtölin. Stefnuvott- arnir taka 500 krónur fyrir hverja „vitjun". í sama blaði var áfram fjall- að um innheimtumál RÚV í kjölfar dóms á ísafirði um að innheimtu- laun lögmanns sem stóð í innheimtu fyrir RÚV væru ekki lögtakskræf og ekki skuldarans að bera kostnaðinn af því að innheimtudeildin kysi að láta lögmenn innheimta vanskila- skuldirnar, enn var tekið undir mál- flutning HP. Dóminn kvað upp Þur- íöur K. Halldórsdóttir, fulltrúi hjá bæjarfógetanum á ísafirði, en við- brögð innheimtustjóra RÚV, Theó- dors Georgssonar, voru eftirfarandi: „Hvað sem einhver stúlka vestur á ísafirði kveður upp kemur það okkur ekki við!“ Það var síðan 16. júlí að blaðið greindi frá þeim ótrú- legu vinnubrögðum að 1986 hefðu 9 kraftlyftingamenn tekið að sér störf við vörslusviptingar hjá borgarfóg- etaembættinu í Reykjavík til að fjármagna keppnisferð til Banda- ríkjanna! Tengiliðurinn í embættinu var Ólafur Sigurgeirsson fulltrúi, fyrrum formaður Kraftlyftingasam- bandsins. Hlutverk þessara manna var „að aðvara fólk“. Varðandi inn- heimtuaðgerðir RÚV gerðist það síðar að vanskil á afnotagjöldunum skyldu leiða til uppboðs. Eitt siíkt mál var tekið fyrir og dæmt ólög- legt. í öðru máli hjá borgarfógeta var úrskurðað réttmætt að láta skuldara greiða innheimtuþóknun lögmanna, þvert ofan í fyrrgreinda héraðsdóma. Mál þessi eru enn til meðferðar, en hafa ekki komið til úrskurðar í Hæstarétti. ALDRAÐIR OG SKJÓLSTÆÐINGAR FÉLAGS- MÁLASTOFNANA Ýmsir jaðarhópar þjóðfélagsins hafa verið teknir reglulega til um- fjöllunar á síðum HP og á síðasta ári var talsvert fjallað um málefni aldr- aðra. Fyrst skal þó bent á grein um skjólstæðinga Félagsmálastofnunar. Þar kom meðal annars fram að 25% einstæðra foreldra í Reykjavík leit- uðu til Félagsmálastofnunar borgar- innar um aðstoð og að 1.400 ellilíf- eyrisþegar gerðu slíkt hið sama — en margir geta ekki hugsað sér að leita þangað vegna fordóma. Það sem einkum lá þungt á hinum öldr- uðu var húsnæðisleysi. „Þetta er huldufólk nútímans," var haft eftir félagsmálastjóra Akureyrar, ein- stæðu foreldrarnir, hinir öldruðu og öryrkjarnir sem í ótrúlega miklum mæli eru á barmi þess að geta ekki skrimt án aðstoðar, í landi sem ekki viðurkennir tilvist fátæktarinnar. 25. júní greindi HP frá því að þeir hinna öldruðu sem samþykkja lán eða gefa eigur sínar til Hrafnistu gengju framyfir aðra á löngum bið- listum. Að 1.800 manns væru á biðlist- um aldraðra eftir vistun hjá hinum ýmsu stofnunum og færði HP rök fyrir því að þeir fjársterkari kæmust fyrstir að. Þannig voru þrenns konar biðlistar í gildi hjá Hrafnistu, einn þeirra innihélt nöfn þeirra sem reiðubúnir voru til að ánafna stofn- uninni eigur sínar. 3. september birt- ist sérstök úttekt á veldi Gísla Sigur- björnssonar í Grund, sem rekur elli- heimili er hafa um þriðjung af öllu vistunarrými fyrir aldraða á landinu og hefur keypt um 80 fasteignir í Hveragerði auk uppbyggingarinnar í Reykjavík. í september hófst end- urskoðun á lögum um málefni aldraðra og 10. september fjallaði HP enn um þennan þjóðfélagshóp og greindi meðal annars frá seina- gangi á uppbyggingu B-álmu Borg- arspítalans. Að samkvæmt lögum ættu þjónustuhópar aldraðra að starfa í öllum sveitarfélögum til að samræma störf allra aðila er sinna málefnum aldraðra — en enginn slíkur hópur er í sjálfri höfuðborg- inni. Að 300—700 einstaklingar sem þjást af elliglöpum séu á vergangi og að vegna skorts á samræmingu hefði mikilvægt framkvæmdafé far- ið á ranga staði. Loks skal getið greinar 15. október, þar sem sér- staklega var fjallað um erfiða stöðu aldraðra kvenna, sem fæstar hafa greitt í lífeyrissjóð vegna eigin tekna. MÖRG MÁL OG MARGVÍSLEG * Gjaldþrot Kaupfélags Sval- baröseyrar var tekið fyrir 8. janúar, enda hlutfallslega stærsta gjaldþrot- ið í lengri tíma. SÍS hafði bjargað eigin skinni og KEA ráðgerði að bjarga Samvinnubankanum frá stór- um skelli. Þróunin var rakin í HP 10. september: Samvinnubankinn keypti eignir KS á nauðungarupp- boði. Hundruð einstaklinga misstu sparifé sitt. Hugsjón samvinnhreyf- ingarinnar virtist týnd og SÍS sat að- gerðalaust hjá. * Bílar komu talsvert við sögu. 4. júní var greint frá því að ísland væri á góðri Ieið með að verða „kirkju- garður notaðra bíla erlendis frá“. Fjöldi innfluttra notaðra bíla hefur stóraukist undanfarin 3—4 ár. 3 síð- ustu mánuði ársins 1986 voru fluttir inn 809 slíkir bílar. 24. september greindi HP frá þeirri „nýsköpun" að helmingur af erlendum lántökum kaupleigufyrirtækjanna hefði farið í um 1.000 „forstjórabíla", þar sem söluskatturinn væri í e.k. tómarúmi. Og 3. desember var fjallað um „sjó- reknu" _ bílana sem væntanlegir voru á íslandsmarkað. * Umdeildar og róttækar tillögur Þingvallanefndar birtust almenn- ingi í HP 13. ágúst. Markmiðið virt- 30 HELGARPÓSTÚRINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.