Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 2

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 2
Ertu gasa góður gæi? „Ég hlýt aö vera þaö!" Af hverju ertu svona vinsæll? „Það er sjálfsagt fyrir þaö hvað ég er skemmtilegur." Finnst þér þaö sjálfum? „Já, mér finnst ég vera einn af skemmtilegustu mönnum sem ég hef nokkurn tíma hitt!" Hverjir völdu þig vinsælasta keppandann? „Þaö voru hinir keppendurnir. Við vorum alls sjö." Var engin öfund milli ykkar keppendanna? „Nei, þaö var engin öfund sem slík. Það var góöur mórall milli okkar keppendanna og engin samkeppni sem viö fundum fyrirokkará milli meðan keppnin stóö. Við þekkt- umst ekki mikið, hittumst bara í tvo, þrjá daga fyrir keppn- ina." Varstu spældur að vinna ekki aðaltitilinn? „Nei, ég er bara mjög ánægöur meö það sem ég fékk og geri mig tiltölulega ánægðan með þaö. Hins vegar heföi auðvitað veriö gaman aö vinna báöa titlana. Þá hefði ég hlotið þrjá „vinninga" sama kvöldið, því ég vann líka í Lottó- inu þetta kvöld." Eitthvað mikið? „Nei nei, ég fékk fjóra rétta og það var smáuppbót." Þannig aö þú átt fyrir silfursiegnum pípuhatti ef þig langar að eignast einn slíkan? „Já já, ég hugsa ég hefði efni á því!" Geturðu eitthvað nýtt þér þennan titil í framtíðinni? „Nei ég hugsa að hann komi mér ekki að neinu gagni nema því að orðsporið sem fer af mér breytist eitthvað til batnaðar. Þetta er geysilegt „kompliment" fyrir mig að fá þennan titil." Kannski meira kompliment en að vera kosinn Herra ís- land? „Þetta er bara allt annað kompliment. Þetta er miklu persónulegra." Hvað þýðir þessi titill fyrir þig? „Hann þýðir ekki margt. Hann er í rauninni bara smávið- urkenning á þessum geysilegu skemmtilegheitum sem ég hlýt að hafa til að bera. Það er ekki mikið annað sem hann þýðir!" Sérðu eftir að hafa tekið þátt í keppninni þar sem þú sigraðir ekki? „Nei, ég sé alls ekki eftir því. Framkvæmd keppninnar og allur aðbúnaður var mjög góður og við höfðum allir mjög gaman af þessu og jafnframt gott af því." Myndirðu taka aftur þátt í svona keppni væriröu beð- inn? „Náttúrulega ekki þessari keppni. Það yrði að vera keppni af einhverjum öðrum toga, því maður tekur auðvit- að ekki þátt í keppni um sama titilinn nema einu sinni. Ann- að væri hallærislegt." Þú sagðir fyrir keppnina að það væri ekki meira mál að koma fram á sundskýlu en að fara í sund. Varð það raun- in? „Maður var náttúrulega strekktari á sviði í sundskýlu en í sundi. Jú, ég verð að viðurkenna að þetta var aðeins verra, en þó ekki verulega!" Fékkstu aldrei bakþanka eftir þvi sem nær dró keppn- inni? „Nei, aldrei. Ég var mjög ánægpSuur mttb alh van*Qndi keppnina og kem aldrei til með aðspi eHwíaéktfa rekið þátt í henni. Keppniskvöldið og víkumar fyfirkeppru voru mjög ánægjuleg." Og svo lokaspurningin fyrir ungu stúlkurnar: Ertu heit- bundinn? „Nei." Síðastliðið laugardagskvöld fórfram í fyrsta skipti á íslandi keppni um Herra Island. Þá var einnig valinn vinsælasti keppandinn af þeim sjö sem þátt tóku í keppninni, og þann titil hlaut Hallgrímur Óskarsson, tvítugur Akureyringur. HP hringdi norður til Akureyrar og spurði Hallgrím um eitt og annað varðandi þennan nýja titil hans. Hallgrímur Óskarsson vinsælasti keppandinn FYRST OG FREMST BORN eru fljót að komast upp á lagið með hvað er söluvara og hvað ekki. Nýlega gengu tveir litl- ir og sætir strákar í hús og buðu til kaups blað Krabbarneinsfélags- ins á 250 krónur. Grunlausir borg- arbúar keyptu blaðið umsvifalaust, vitandi það að þeirra framlag til Krabbameinsfélagsins skipti auð- vitað máli. Þegar hinir sömu fóru að lesa blaðið kom hins vegar í ljós að tímarit þetta hafði ekkert með Krabbameinsfélagið að gera. Þetta var blaðið Meö fólki og er tímarit um uppeldismál. Hins veg- ar veitir fólki greinilega ekki af að lesa slík blöð og athuga betur hvað hefur farið úrskeiðis í upp- eldinu þegar börnin eru farin að selja blað — sem hvergi er getið um hvað eigi að kosta — á 250 krónur í nafni Krabbameinsfélags- ins... FERÐALANGARsem taka sér bíl á leigu í Bretlandi á vegum Flugleiöa hafa kynnst því að betra er að vita fyrirfram hversu lengi á að nota bílinn. Margir hafa lent í því að greiða fyrir bílaleigubíl í ákveðinn tíma, en ekki getað not- að hann nema hluta tímans. Þegar þeir hafa síðan snúið sér til Flug- leiöa með miða frá bílaleigunni Town & Country, þess eðlis að þeir hafi ekki notað bílinn allan tímann, fást þau svör hjá Flugleið- um að lítil von sé til þess að fjár- hæðin fáist greidd þar eð sam- skiptin viö skrifstofuna hjá Town & Country séu þung í vöfum. Þá spyrja menn að sjálfsögðu: Hvers vegna skipta Flugleiðir við svo lé- lega bílaleigu? Og svarið? Jú, bíla- leigan sem við skiptum við áður var með svo lélega bíla og lélega þjónustu! Það er semsagt útilokað að skipta við bílaleigu sem býður upp á fyrsta flokks þjónustu, fyrsta fiokks bíla og fyrsta flokks skrif- stofurekstur... VIÐ heyrðum eina góða þegar við vorum að vinna greinina um ATVR í blaðið. Þar var maður við störf og eitt sinn er hann fór í samkvæmi kom til hans banka- gjaldkeri og sagði: „Heyrðu, get- urðu ekki útvegað mér spíra?" Hinn sagði að sjálfsögðu að það væri útilokað. Gjaldkerinn horfði á hann stórum augum og sagði: „Já, en ertu hvort sem er ekki innan um þúsundir lítra af honum?" Hinn lét ekki slá sig út af laginu og spurði á móti: „ Getur þú redd- að mér nokkrum milljónum? Ertu ekki hvort sem er alltaf með pen- inga milli handanna í vinnunni?"... ÞAÐ fór eins og viðbúið var með þátttöku íslendinga á Vetrar- ólympíuleikunum. Þar höfum við oftast verið okkur til skammar; alpagreinafólkið hefur í gegnum tíðina sjaldnast komist í gegnum brautirnar, göngumennirnir iðu- lega veikst þegar á hólminn hefur verið komið, nú eða íslensku keppendurnir ná sér bara ekki á strik, einhverra hluta vegna. Það nýjasta er þó að íslensku þátt- takendurnir hafa skíðin sín ekki með til leikanna, enda er skipu- lagningin öll þannig hjá skíðasam- bandinu. Síðasta mögulega vél tekin út úr landinu þrátt fyrir að öllum sé kunnugt um að tíma- áætlun Flugleiða er bara til upp á grín og hefur svo verið í mörg ár. Svo þegar skíðafólkið sér að það er að missa af öllu gillinu kastar það bara frá sér skíðunum og skundar af stað enda eina raun- hæfa markmiöið það að íslenski fáninn sjáist á opnunarhátíð leikanna... HINN nýi íslenski sjónvarps- fréttastíll, sem fngvi Hrafn ætlaði að koma með í sjónvarpið en Páll Magnússon útfærði síðan á Stöö 2, er kannski fyrst og fremst hraður. Páll heggur fréttakynningarnar niður í áhorfendur og síðan koma fréttamennirnir inn, en því miður fyrir þá og fréttina vantar oftast fyrstu setninguna þannig að áhorf- andinn eins og dettur inn í frétt- ina. En það er líklegast bara til að auka hraðann... ARNÓR Diego hefur verið valinn úr fjöldanum fegursti karl- maður íslands 1988, spengilegur og útlimafagur með óræð augu. Hann stundar ljósaböð, vaxtarrækt og fyrirsætustörf. Sú sem krýndi Arnór pípuhatti var ekki ljótari en hann, Anna Margrét Jónsdóttir, fegursta kona íslands 1988. Anna stundar líka ljósaböð, vaxtarrækt og fyrirsætustörf svo eitthvað gátu þau stungið saman nefjum um sameiginleg áhugamál. í hita stundarinnar stóðu bæði á sviðinu og brostu út undir eyru á meðan hinir brostu ekki sem var hafnað. Fyrst búið er að velja bæði fegursta karl og konu íslands er ekkert að vanbúnaði. Næsti leikur er að leiða drottningu undir kóng til undaneldis svo upp vaxi íslenskt úrvalskyn, ósigrandi á öllum sýningum í framtíðinni... HlfJí) VELHR ivw VEL Imv/NOR SER flfö 1 'FRRrviTfelNísU VERBl STÖOVARUfta REKNftR EÆÐÍ fi VBGum varsjaR OG ATU9NTÞ-HRFS' BANCALA&SIkiS.... ^ fiLL WL Uz=D r |5 L®V3 r NU,nÉR ER E.KKI KUNNH6T UÞl )=wo RP SRniO HflFI VERIG Um (sessiR Fimma ötóo.... HELGARPÚSTURINN Jason með gullna reyfið Eystra sel ég ull með snilli — íhaldið má veina — Ekki kemst hún öll á milli eymanna á Steina Niðri UMMÆLI VIKUNNAR ,,Starf alþingismannsins er krefjandi þjónustustarf sem tekur allan tíma sem maöur hefur. Ég hef því tekiö mér frí í vinnunni meöan ég sit á Alþingi." KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR, VARAÞINGMAÐUR BORGARAFLOKKSINS, í VIÐTALI VIÐ DV. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.