Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 5
• Forseti ekki til Moskvu 29. febrúar
vegna ágreinings í ríkisstjórn
• Fer Steingrímur sjálfur?
HELI ÞEIR ÞYRFTII
PðSTBIRA
— segir Steingrímur Hermannsson
Kostulegar deilur hafa orðið í kjölfar boðs Gorbatsjofs
til forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, um að
heimsækja Sovétlýðveldið 29. febrúar nk. í raun snýst
málið ekki um för forseta, heldur fylgdarlið hennar, en
skv. venju ætti utanríkisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, að fylgja forseta til Moskvu. t>ví vilja samráð-
herrar Steingríms ekki una, sérstaklega munu ráðherrar
Sjálfstæðisflokks hafa þvertekið fyrir för Steingríms til
Moskvu. Mun væntanlegur utanríkisráðherrafundur
NATO-ríkjanna í Brussel í marsbyrjun skipta hér miklu
máli. Ágreiningurinn í ríkisstjórn kemur í veg fyrir að
forseti lýðveldisins haldi í austurveg 29. febrúar.
EFTIR HELGA MÁ ARTHURSSON OG PÁL H. HANNESSON MYND JIM SMART
Boðið til forseta íslands, frú Vig-
dísar Finnbogadóttur, og þar með
utanríkisráðherra, Steingríms Her-
mannssonar, frá Gorbatsjof barst ís-
lenskum stjórnvöldum á miðviku-
dag í síðustu viku og bar utanríkis-
ráðherra það strax undir ríkisstjórn.
UNDRANDI OG HISSA
í ríkisstjórn urðu ráðherrar í senn
undrandi og hissa á þessu boði, eða
nánar tiltekið að boð um heimsókn
sem þessa skyldi berast með
svo skömmum fyrirvara. Ráðherrar
Sjálfstæðisflokks settu strax fyrir-
vara við heimboð Sovétleiðtogans
og eru skv. áreiðanlegum heimild-
um HP argir vegna þess að Sovét-
menn binda heimboðið við 29. febr-
úar nk. — og að ráð er fyrir því gert
að utanríkisráðherra. Steingrími
Hermannssyni, skuli boðið ásamt
forseta, en það þykir sjálfsögð
skylda aö bjóða utanríkisráðherra
með þegar um opinbera heimsókn
forseta lsiands er að ræða. Fyrst
mun hafa borið á góma að frú Vigdís
færi til Sovétríkjanna þegar leiðtog-
ar risaveldanna funduðu í Reykjavík
í október 1986.
Samkvæmt því sem HP kemst
næst mun ástæðan fyrir ergelsi sjálf-
stæðisráðherranna vera sú, að utan-
ríkisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, á að mæta til NATO-
fundar í Brussel í byrjun mars og
telja þeir að Sovétmenn hafi dagsett
heimboð forseta og þar með utan-
ríkisráðherra með NATO-fundinn i
huga. Vilja áhrifamenn í Sjálfstæðis-
flokki ekki una því að Sovétmenn
hafi með þessum hætti áhrif á NATO-
fundinn, eða það hlutverk sem utan-
ríkisráðherra, Steingrímur Her-
mannsson, fengi hugsanlega í
tengslum við þann fund.
Líta menn svo á að Gorbatsjof
muni e.t.v. ætla Steingrími það hlut-
verk, að bera í krafti utanríkisráð-
herranafnbótarinnar boð frá Sovét-
mönnum til kollega sinna frá öðrum
NATO-ríkjum. Eru menn andsnúnir
því að utanríkisráðherra landsins sé
með þeim hætti sendill fyrir Sovét-
leiðtogann og vísa til blaðamanna-
fundar sem Steingrímur sat þegar
Perestrojka Gorbatsjofs var kynnt í
jólabókaflóðinu, en þá fannst mörg-
um áhrifamönnum í Sjálfstæðis-
flokknum utanríkisráðherra mis-
nota aðstöðu sína.
Steingrímur Hermannsson var
spurður um þessar skýringar á af-
stöðu sjálfstæðismanna. ,,Ég heyrði
þessa kenningu fyrst í Ríkisútvarp-
inu í gær og á bágt með að trúa því
að þannig sé hugsað."
STEINGRÍMUR
REIÐUBÚINN
Steingrímur Hermannsson, sem
m.a. lét þau orð falla i Helgarpóstin-
um í síðustu viku að ratsjárstöðvar
gætu hugsanlega gegnt hlutverki
fyrir NATO og Varsjárbandalagið í
framtíðinni, var áfram um að af för
hans og forseta yrði á þeim tíma
sem Sovétmenn leggja til. Stein-
grímur leggur áherslu á að dagsetn-
ingin sé síður en svo valin með hlið-
sjón af ráðherrafundi NATO, heldur
sé um það að ræða að ná fundum
Gorbatsjofs, sem sé önnum kafinn
maður og tími hans skipulagður
langt fram á árið. I samtali við HP í
gær sagði Steingrímur Hermanns-
son að fráleitt væri að halda því
fram að Sovétmenn hygðust nota sig
til að bera skilaboð inn á NATO-fund.
,,Ég hélt nú að Reagan og Gorbat-
sjof hefðu orðið beint símasamband
og því þyrfti nú ekki lengur póst-
bera,“ sagði Steingrímur Hermanns-
son.
Utanríkisráðherra, sem áður hef-
ur lagt sitt af mörkum til að liðka
fyrir verslunarsamningum við Sov-
étmenn, leggur mikla áherslu á að
reyna nú öðru sinni að hnika sov-
ésku verslunarnefndinni að samn-
ingaborðinu vegna sölu trefla hins
nýstofnaða Álafossfyrirtækis til Sov-
ét og einhvers af bútungsfiski og
síld, sem illa hefur gengið að selja
austur undanfarið.
Steingrímur var spurður hvort för
til Moskvu væri ekki kjörið tækifæri
til að ræða viðskiptasamskipti við
Sovétmenn. ,,Jú, ég held að það
hefði orðið. Nú bauð ég upp á það
að annar ráðherra færi í minn stað,
þar sem ég er nokkuð bundinn. Svo
það hefði ekki þurft að standa í veg-
inum.“
Á ríkisstjórnarfundinum sem hér
er vísað til munu alþýðuflokksráð-
herrar hafa lagt það til, að Stein-
grímur Hermannsson héldi sig við
fyrirfram ákveðinn NATO-fund og
sinnti skyldum sínum þar, en að
Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra
slægist í för með forseta lýðveldisins
í stað Steingríms, enda heyrðu
treflaviðskipti undir hann í strang-
asta skilningi orðsins. Munu sjálf-
stæðisráðherrar hafa tekið tillögu
krata fálega.
Steingrímur Hermannsson var
spurður um ágreininginn í ríkis-
stjórninni. „Ja, þú skalt spyrja for-
sætisráðherra um skýringuna. Ég
vil ekki gera neinn ágreining. Það
voru allir sammála um að taka
þessu boði og þó tíminn hafi verið
talinn óheppilegur hélt ég að það
myndi ekkert standa í veginum. Ég
reyndi mjög að finna annan tíma.
Það fór sólarhringur í það. Sendi-
herrann ræddi við þá þarna fyrir
austan, en það tókst ekki vegna þess
hve Gorbatsjof var tímabundinn.
Rússar lögðu áherslu á að þau gætu
hist og ég mat það svo, að af þessu
ætti að verða enda þótt fyrirvarinn
væri stuttur. Því er ekki að neita að
ég tel að þarna séu mjög stórir við-
skiptahagsmunir og vissir erfiðleik-
ar núna og þótt þeir tengist ekki
beint forsetanum að sjálfsögðu þá
þekkjum við Rússana það vel að við
vitum að þeir láta ekki slíkt varpa
skugga á svona heimsóknir."
NYJAR ÁHERSLUR?
Þorsteinn Pálsson hefur látið hafa
það eftir sér að fráleitt sé að tengja
saman viðskiptasamninga og opin-
berar heimsóknir forseta lýðveldis-
ins. Þetta er nýlunda. íslenskir ráð-
herrar og reyndar forsetaembættið
sjálft hafa lagt áherslu á að kynna
íslenska framleiðslu á ferðalögum
sínum.
Steingrímur Hermannsson var
spurður um þessa tengingu opin-
berra heimsókna og viðskiptamála í
ljósi þeirra ferða og kynningar sem
forseti hefur farið.
„Forseti er vitanlega beint og
óbeint mjög góður fulltrúi íslensks
útflutnings, — líklegast sá besti. En
hitt er annað mál að við höfum vit-
anlega ekki tengt samningana um
ullina beint við för forseta. Það er
aldrei hægt að skilyrða á neinn
máta, en það er alveg ljóst að ef að
hér á landi hefðu dunið yfir upp-
sagnir fleiri hundruð manna á með-
an á heimsókninni stæði hefðu
Rússar ekki látið það gerast."
Aðspurður um hvort Steingrímur
héldi að málið snerist um það hverj-
um hlotnaðist heiðurinn af að seija
trefla til Sovét sagði utanríkisráð-
herra: „í mínum huga snýst málið
ekki um það. Ég veit ekki hvort aðr-
ir hafa haft svo annarlegar hugsjón-
ir."
SOVÉSKIR FAGMENN
Utanríkisráðherra hefur legið
fremur gott orð til Sovétleiðtogans,
Gorbatsjofs, og hefur verið óhrædd-
ur við að viðra skoðanir sínar á um-
bótastefnu hins síðarnefnda. Það er
því alls ekki út í hött hjá Sovétmönn-
um að bjóða forseta Islands og þar
með utanríkisráðherra í opinbera
heimsókn til Sovét og fá Steingrími
það hlutverk að bera boð Sovét-
manna inn á fund utanríkisráðherra
NATO. í ljósi viðskiptahagsmuna ís-
lenskra iðn- og fiskiðnaðarforkólfa
og pólitískra hagsmuna Sovétlýð-
veldisins gætu Sovétmenn metið
það svo að þarna mætti gera gott
samkomulag, en almennt hafa ís-
lenskir ráðamenn verið iðnir við að
keðja saman viðskiptahagsmuni og
pólitík. Það er því ekkert óeðlilegt
við það þótt Sovétmenn setji krók á
móti bragði og vilji fá nokkuð fyrir
snúð sinn í viðskiptum. Og má
reyndar fullyrða að heimboðið sé
óvenjusnjall leikur og ber hann því
vitni að á ferðinni eru sovéskir
fagmenn í alþjóðasamskiptum.
Steingrímur Hermannsson full-
yrðir að hafa haft náið samráð við
forsætisráðherra um alia þætti
málsins og m.a. skýrt Þorsteini Páls-
syni frá því á laugardagsmorgun að
hann sæi sig tilknúinn að bóka and-
stöðu sína við niðurstöðu ríkis-
stjórnarinnar. Forsætisráðherra
heldur því hins vegar fram nú, að
enginn ráðherranna hafi vitað af
bókun utanríkisráðherra fyrr en í
kvöldfréttum útvarps sl. þriðjudag.
Utanríkisráðherra var að endingu
spurður um hvort hann myndi ekki,
þrátt fyrir andstöðu forsætisráð-
herra, skreppa austur og kippa áð-
urnefndum ullarsamningum í lið-
inn. Hann sagði: ,,Ja, út af fyrir sig
yrði það ekki opinber heimsókn og
ég veit ekki hvort hún leiddi til
nokkurs árangurs. Ég hef hins vegar
sagt sem ráðherra utanríkisvið-
skipta, að þarna séu miklir hags-
munir í húfi og að mér sé skylt að
gera allt sem ég get. En þarna eru
viðræður í gangi og ég hef ekki boð-
ið upp á að ég færi. Ég hef ekki verið
beðinn um það.“
HELGARPÓSTURINN 5