Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 7
FORSTJORISIS
MILLI STEINS
OG SLEGGJU?
Guðjón B. Ólafsson
Eignir SÍS vid Sölvhólsgötu
GUÐJÓN GRÆDDI
Á SÖLUNNI
Fékk 83 milljónum meira en Erlendur sœtti sig
vid
bandsmönnum. Kristján Gud-
mundsson bæjarstjóri kvað þetta
hafa verið óheppilegt, en ekki und-
an þeirra rifjum runnið, og væri
með ólíkindum hvernig svona mál
virtust spyrjast.
Liggur þá beint við að spyrja:
Hverjum var svona mikið í mun að
þessi atburður yrði negldur á filmu?
Einnig má spyrja: Hvers vegna
gerbreyttist andrúmsloft samning-
anna, eftir að formaður bæjarráðs,
Rannveig Guömundsdóttir, fór í frí
ti! útlanda og forysta viðræðnanna
féll á herðar Heimis Pálssonar, af
rótgrónum þingeyskum samvinnu-
ættum (Jónas frá Hriflu var afabróð-
ir hans og faðir hans lengi háttsettur
starfsmaður SÍS). Heimir kvaðst
ekki vilja láta SÍS braska með land-
ið. En mun Frjálst framtak ekki
„braska með landið"? Hver var þátt-
ur flokksbróður Heimis, Valþórs
Hlöðverssonar, starfsmanns Frjáls
framtaks? Hví breyttist traust í tor-
tryggni og síðan algert vantraust
síðustu dagana í janúar?
Eða er þetta þáttur í miklu flókn-
ara og undirförulla valdatafli, þar
sem lítt reyndir sveitarstjórnar-
menn í Kópavogi voru aðeins óvit-
andi peð? Tíminn talar í leiðara á
þriðjudag um Aöför nr. 2 og tekur
þar komma og krata til bæna, en
kýs að gleyma því að fulltrúi Fram-
sóknarflokksins, Skúli Sigurgríms-
son, lýsir sig algerlega samþykkan
ákvörðun bæjarstjórnarinnar við
hliðina á þessum sama leiðara! Hver
stendur þá fyrir aðförinni og að
hverjum beinist hún?
Hatröm valdabarátta hefur nú
blossaö upp aftur innan Sambands
íslenskra samvinnufélaga, eftir aö
hinn nýi forstjóri, Guöjón B. Ólafs-
son, hefur veriö rúmt ár í starfi.
Ahrifamikil öfl róa nú aö því öllum
árum aö rýja forstjórann trausti og
tiltrú innan Sambandsins sem utan.
Víötœk ófrœgingarherferö er í gangi
innan veggja Sambandsins og teygir
hún iöulega anga sína inn í fjöl-
miöla. Einna gleggst hefur hún
komiö upp á yfirboröiö í Alþýöu-
blaöinu síöustu tvo laugardaga. Þar
er haft eftir ónafngreindum háttsett-
um mönnum innan Sambandsins,
aö stjórnarferill hans sé ein sam-
felld ,,óhappakeöja": Slœm skulda-
staöa SÍS, rekstrarerfiöleikar kaup-
félaganna, Útvegsbankamissirinn,
Sölvhólsgötusalan, Kirkjusands-
,,œvintýriö”, og nú ,,Smárahvamms-
hvarfiö ’.’
HP spurði nokkra frammámenn
Sambandsins, sem til náðist, nokk-
urra spurninga af þessu tilefni.
Erlendur Einarsson, fyrrverandi
forstjóri, vildi ekkert tjá sig um mál-
efni SÍS og neitaði að svara spurn-
ingum Helgarpóstsins um átök pg
óánægju innan fyrirtækisins. „Ég
vil ekki blanda mér beint í málefni
Sambandsins, ég er hættur að starfa
þarna, og má ekki sem fyrrverandi
forstjóri fara að blanda mér í þessi
mál. Þú verður að tala við einhverja
aðra en mig.“
Maður úr æðstu stjórn Sambands-
ins, sem kaus að láta ekki nafns síns
getið, sagði, að vissulega ríktu
áhyggjur vegna stöðu fyrirtækisins í
heild og spiluðu þar inn í ákveðnir
atburðir síðustu mánaða.
„Ég reikna fastlega með því, að
þessi mál verði tekin fyrir á stjórnar-
fundi, sem að öllum líkindum verð-
ur haldinn fyrri hluta marsmánaðar.
Ýmsum hefur fundist, með réttu eða
röngu, að Sambandið hafi farið hall-
oka í þessum málum, en mér finnst
Sambandið ekki njóta fullrar sann-
girni í þeim málflutningi. Mér finnst
áberandi, að menn hafa verið hik-
andi og tvístigið og stefna ekki verið
nógu markviss. En það hafa líka
komið upp gífurlegir erfiðleikar al-
mennt í fyrirtækjarekstri og mætt á
núverandi forstjóra. Það má segja
að ekki hafi verið afmarkað nógu
skýrt verksvið stjdrnar og forstjóra.
Ágreiningur er eðlilegur í svona
stóru fyrirtæki. Spurningin er, hvort
hægt sé að sætta hin mismunandi
sjónarmið eða úr verði harkalegir
árekstrar.”
Valur Arnþórsson sagði að Al-
þýðublaðið hefði farið framhjá sér,
enda hefðu þeir ekki haft neitt sam-
band við sig. Hann hefði þó heyrt af
greinum um SÍS í því blaði. Aðspurð-
ur sagðist hann hafa heyrt því fleygt,
að Sambandið hefði átt að tapa 100
milljónum króna á sölu Sölvhóls-
götueignanna og einhver orðrómur
í þá veru væri greinilega í gangi.
Þeir samningar hefðu algerlega ver-
ið í höndum forstjóra Sambandsins
og fjármálastjóra þess og þeir hefðu
talið sig gera góðan samning, enda
hefðu þeir leitað sér upplýsinga til
samanburðar. Sjálfur teldi hann að
þennan orðróm væri ekki hægt að
rökstyðja. Spurningu um, hvort
samningurinn hefði ekki verið lagð-
ur fyrir stjórnina, svaraði hann
þannig, að hún hefði veitt forstjór-
anum fullt umboð til þessara samn-
inga.
Valur rakti ástand grundvallar-
fyrirtækjanna í landinu og sagði, að
við þau erfiðu rekstrarskilyrði yrðu
erfiðleikar SÍS ekki með sanngirni
skrifaðir á reikning forstjórans. Það
hafa ekki orðið átök innan
stjórnar Sambandsins um grund-
vallarstefnu. Erfitt efnahagsástand
almennt bitnaði á starfsemi þess.
Sambandið hefði ekki borið gæfu til
þess að hafa afrakstur af sinni versl-
un. Rekstur SÍS væri ekki með þeim
hætti, að það gæti tekið á sig
skakkaföll, sem yrðu úti á lands-
byggðinni, a.m.k. ekki í sama mæli
og áður. Góður vilji væri enn fyrir
hendi, en getunni væru hreinlega
takmörk sett og Sambandið ekki í
stakk búið til að veita verulega að-
stoð.
Öllum, sem vilja vita, er kunnugt,
aö langt er síöan íslensk stjórnsýsla
óx upp úr Arnarhvoli og ráöuneytin
hafa dreifst út um alla borgina.
Langt er því síöan stjórnvöld tóku
aö líta hýru auga til aöalstööva SÍS
viö Sölvhólsgötu og nœrliggjandi
lóöa, sem einnig eru í eigu SIS, meö
þaö fyrir augum aö hýsa sem mest
af stjórnsýslunni á sama blettinum.
Á sama tíma þrengdist mjög aö
höfuöstöövum SÍS á þessum bletti
og dreiföust fyrirtceki og deildir þess
víösvegar um borgarlandiö.
Eftir myndun núverandi ríkis-
stjórnar tók ríkisvaldið upp samn-
inga að nýju við Sambandið og lauk
þeim með formlegum kaupsamn-
ingi 9. október síðastliðinn að upp-
hæð kr. 270 milljónir.
Svo undarlega brá við, að and-
stætt því, sem orðið hefur um fjöl-
mörg húsakaup ríkisins á undan-
förnum árum, vöktu þessi fasteigna-
kaup enga andstöðu og engar deil-
ur. Þó munu margir hafa verið þeirr-
ar skoðunar, að ef á einhvern hall-
aði í þessum viðskiptum væri það
ríkið og er það ekki annað en menn
eiga að venjast um fasteignakaup af
þessu tagi.
Nú heyrist því hins vegar fleygt,
og hefur verið komið á framfæri í
fjölmiðlum, að forstjóri SÍS, Guðjón
B. Ólafsson, og fjármálastjóri þess,
Kjartan P. Kjartansson, hafi látið
fjármálaráðherra hlunnfara Sam-
bandið um 100 milljónir króna í
þessum viðskiptum.
Þar sem hundrað milljónir teljast
enginn smápeningur, hvort sem er á
mælikvarða ríkisins eða Sambands-
ins, ákvað HP að kanna málið.
Forsaga málsins er sú, að á árinu
1980, fóru fram viðræður milli Þor-
steins Ólafssonar og ráðuneytis-
stjóra fjármálaráðuneytis um hugs-
anlega sölu Sambandsins á húsi
þess og aðliggjandi leigulóðum við
Sölvhólsgötu. Með bréfi dagsettu
16. janúar 1981 tilkynnti fjármála-
ráðherra, Ragnar Arnalds, um skip-
un viðræðunefndar um málið. í
henni voru Guömundur Benedikts-
son, ráðuneytisstjóri forsætisráðu-
neytis, Þorsteinn Geirsson, skrif-
stofustjóri fjármáiaráðuneytis, og
Gunnlaugur Claessen, deildarstjóri
eigna- og málflutningsdeildar fjár-
málaráðuneytis. Þann 21. janúar
skipaði forstjóri Sambandsins, Er-
lendur Einarsson, þá Geir Magnús-
son framkvæmdastjóra og Þorstein
Ólafsson, fulltrúa forstjóra, í nefnd á
móti. Með þeim starfaði Halldór
Halldórsson, umsjónarmaður fast-
eigna SÍS.
Niðurstaða þessara viðræðna
varð sú, að viðræðunefnd ríkisins
gerði tilboð um að kaupa Sölvhóls-
götu 4 og leigulóðirnar á nr. 6 og 8
á kr. 19.137.000. Framreiknað til
verðlags 1. október 1987 var þetta
kr. 125.672.679. Þetta verð vildu
viðræðunefnd SÍS, forstjórinn Er-
lendur Einarsson og stjórnin sætta
sig við. Ríkisstjórnin kaus hins vegar
að staðfesta ekki þetta samkomulag
viðræðunefndanna og var þó eftir
því gengið af hálfu Erlendar með
bréfi dagsettu 28. október 1981.
Þegar enn barst ekkert svar frá ríkis-
stjórninni tilkynnti Erlendur með
bréfi dags, 1. des. sama ár, að SÍS
hefði „fallið frá öllum hugmyndum
um sölu Sambandshússins”.
,Með samkomulaginu í haust seldi
SÍS til viðbótar Lindargötu 9A og
leiguloöina á nr. 12 við Sölvhóls-
götu. En þessar sömu ofangreindu
eignir voru seldar á kr. 208.500.000.
Mismunurinn er eins og allir sjá rétt
tæpar 83 milljónir umfram það, sem
Erlendur var reiðubúinn að sætta
sig við 6 árum fyrr. HP hefur undir
höndum óyggjandi gögn, sem sanna
þetta ótvírætt.
Er þá með þessu verið að segja, að
það hafi verið Guðjón og Kjartan,
sem voru að hlunnfara Jón Baldvin?
Engan veginn. Eins og áður er sagt
var mjög farið að kreppa að starf-
semi Sambandsins á þessum slóð-
um. Vegna nærliggjandi húseigna
ríkisins geta þessar eignir nýst því
miklu betur auk þess, sem fasteignir
á þessum slóðum hafa stigið veru-
lega í verði í millitíðinni. Niðurstað-
an er því sú, að hér hafi enginn
hlunnfarið annan, báðir aðilar hafi
séð hag sínum vel borgið með heið-
arlegu og sanngjörnu samkomu-
lagi. Sést það raunar best á því að
um þetta mál varð ekkert fjaðrafok,
þar til nú, að reynt er að magna
þann draug innan Sambandsins, að
hagsmunagæslumenn þess hafi haft
af því 100 milljónir króna með slæ-
legri framgöngu í málinu.
Bæjarstjórnarmenn i Kópavogi segja nú eftir samningsrofið, að S(S hafi engan áhuga sýnt á uppbyggingu og þróun
landsins. Sambandsmenn segjast hins vegar strax í nóvember hafa sett sig í samband við Hagvirki og lagt fyrsta til-
lögunaruppdrátt fram þann 22. desember. Þar var í grófum dráttum gert ráð fyrir byggingartilhögun á svæðinu. Sam-
vinnuhreyfingin kæmi upp stærsta stórmarkaði á Reykjavíkursvæðinu. Að öðru leyti gæti SÍS hvort sem er hugsað sér
að afsala landinu til Kópavogs eða standa að uppbyggingu þess i samráöi og samvinnu við bæjarstjórn og réði hún
þá framkvæmdahraða.
HELGARPÓSTURINN 7