Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 8

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 8
Sturlumáliö í dóm FJÁRMÁLARÁÐH ERRA VILL FORDÆMI Málflutningi í Sturlumálinu lauk á mánudag eftir margra daga vitnaleiöslur. Sverrir Hermannsson, fyrr- um menntamálaráöherra, uar kallaöur fyrir bæjarþing sama dag og har vitni í málinu. Ríkisvaldið rak vörn í málinu sem prófmál um ábyrgð starfsmanns ríkisins, sem að mati þess fer fram úr á fjárlögum. Aldrei fyrr hef- ur slíkt mál verið rekið fyrir dómstólum og er niðurstöðu því beðið með eftirvœntingu. Þar fyrir utan er lögð áhersla á meint trúnaðarbrot Sturlu gagnvart mennta- málaráðherra. Lögmaður Sturlu Kristjánssonar, Jónatan Sveinsson, rekur málið f.h. Sturlu á grundvelli þess, að hann hafi verið rekinn ár starfi án tilefnis og að brott- reksturinn stangist á við lög um réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON OG HELGA MÁ ARTHURSSON MYND JIM SMART Sverrir Hermannsson í borgardómi ásamt fulltrúa ríkislögmanns, Guörúnu M. Árnadóttur, og Þórunni Hafstein, deildar- stjóra úr menntamálaráðuneytinu og lögfræðingi. Sverrir rak Sturlu fyrir trúnaöarbrot og fyrir óráösíu — aö hafa fariö ítrekaö fram úr fjarlögum. Ef borgardómur dæmir þaö réttmæta brottrekstrarsök að fara fram úr fjárlögum má embættismannavaldiö í heild sinni fara að gæta sínl Málshöfðun Sturlu Kristjánssonar beinist gegn fjármálaráðherra, Jóni Baldvini Hannibalssyni, svo sem gert er ráð fyrir í lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Venju- lega takast sættir í málum sem þessu, og er þá starfsmanni bættur meintur skaði vegna brottvikning- ar. Það gerðist til að mynda er Sverr- ir rak Sigurjón Valdimarsson úr embætti framkvæmdastjóra Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. En í þessu tiltekna máli hafnaði fjár- málaráðherra sáttum og vildi fá úr því skorið, hvort embættismenn ríkisins gætu farið fram úr á fjárlög- um, án þess að bera ábyrgð á gjörð- um sínum. SNÝST EKKI UM STURLU í augum fjármálaráðherra og rík- islögmanns, Gunnlaugs Claessen, er hér um prófmál að ræða, sem ráðu- neytið óskar eftir að fá úrskurð í. Vörn ríkislögmanns, eða fulltrúa hans, Guörúnar M. Árnadóttur, byggist á þessu. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum Helgarpóstsins mun ástæðan fyrir því að fjármála- ráðherra kaus ekki sáttaleiðina vera sú, að hann vill fá úr því skorið, hvort t.d. byggingarnefnd flugstödu- ar getur, án ábyrgðar, farið fram úr á fjárlögum og gengið á svig við fjár- heimildir og sent síðan reikninginn til fjármálaráðuneytis. Fjármálaráðherra mun ekki alls fyrir löngu hafa farið fram á lög- frœöilega álitsgerd frá ríkislög- manni um ábyrgð í flugstöðvarmál- inu og í svari ríkislögmanns mun m.a. hafa komið fram, að ekkert sé hægt að segja til um ábyrgð í málinu fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp í Sturlumálinu. Mun ráðherra hafa látið sér vel líka svar ríkislög- manns, enda þeirrar skoðunar að opinberir starfsmenn skuli bera ábyrgð fari þeir ekki að lögum — fjárlögum í þessu tilviki. RÁÐHERRAR í SIGTINU Fram hefur komið í umræðum um óheyrilegan umframkostnað vegna byggingar flugstöðvar, að bygging- arnefnd viðurkennir að hafa farið fram úr fjárlagaheimild, en vísar til þess að „framúraksturinn" hafi farið fram með vitund og samþykki sitj- andi utanríkisráðherra. Þeir tveir utanríkisráðherrar sem sátu á síðari hluta byggingartíma flugstöðvar, Geir Hallgrímsson bankastjóri og Matthías A. Mathiesen samgöngu- ráðherra, munu hafa staðfest að hafa samþykkt framkvæmdaáætlun byggingarnefndar. Abyrgðin er því flutt frá byggingarnefnd og yfir á utanríkisráðherrana tvo. Dóms er fyrst að vænta í Sturlu- málinu um mánaðamót mars/apríl, en það gæti þó dregist vegna þess hve umfangsmikið — og viðkvæmt — málið er. Sem fyrr segir leggur embætti ríkislögmanns höfuð- áherslu á að brottvikningSturlu hafi verið réttmæt þar eð hann fór ítrek- að og viljandi framúr fjárlögum og braut trúnað við yfirmann sinn, menntamálaráðherra. Að hann hafi verið áminntur formlega með bréfi 21. ágúst 1986. LANDSDÓMUR KALLAÐUR TIL? Ef brottvikningin verður dæmd réttmæt með það sérstaklega að leiðarljósi að Sturla hafi farið fram- úr fjárlögum þá er um leið komið fram mikilvægt fordæmi í öðrum málum og þá ekki síst, sem áður var vikið að, í flugstöðvarmálinu og í öðrum sambærilegum og umdeild- um framkvæmdum sem sannanlega hafa farið langt umfram fjárveiting- ar og áætlanir. Um leið lægi ljóst fyr- ir með fordæmi frá dómsvaldinu um túlkun viðkomandi laga, að í flug- stöðvarmálinu hefðu lög verið brot- in á þann hátt að kalla þyrfti menn til ábyrgðar. í því tilfelli væru ráð- herrarnir fyrrnefndu ábyrgir, Geir og Matthías. Flugstöðvarbyggingin fór samkvæmt Ríkisendurskoðun á níunda hundrað milljóna króna fram úr áætlunum með ýmiss konar viðbótarkostnaði sem fjárveitinga- valdið hafði ekki lagt blessun sína yfir — en ráðherrarnir samþykktu upp á sitt eindæmi. Hvort viðkom- andi menn yrðu látnir svara til saka sem ábyrgðarmenn er ekki gott að segja, en hitt liggur fyrir að þeir höfðu enga heimild til að hunsa fjár- veitingavaldið. Út af fyrir sig gæti þannig fjárveitingavaldið neitað að greiða hluta af eða allan viðbótar- kostnaðinn og vísað á byggingar- nefndina og utanríkisráðuneytið. í máli flugstöðvarinnar gæti þá allt eins komið til kasta landsdóms, sem dæmir í málum sem Alþingi ákveð- ur að höfða gegn ráðherrum vegna embættisrekstrar þeirra. Rétt að hann hefur áður ekki verið kallaður saman, né liklegt að til þess kæmi. Slíkt fengist vart samþykkt á þingi. ÁMINNINGARBRÉF EKKI TÆMANDI í Sturlumálinu skiptir miklu máli hvort staðið hafi verið að uppsögn- inni í samræmi við lög um opinbera starfsmenn. í málflutningi lög- manns Sturlu kom fram að í áminn- ingarbréfinu hefði eingöngu verið vikið að meintu trúnaðarbroti með því að Sturla hafi gefið fjölmiðlum upplýsingar úr „hvítu bókinni" svo kölluðu, áætlunum ráðuneytisins um skólahald komandi skólaárs. Jónatan Sveinsson bendir hins veg- ar á, að Sturla hafi verið lögskipað- ur framkvæmdastjóri fræðsluráðs umdæmisins og í þessu tilfelli starf- að sem starfsmaður fræðsluráðs umdæmisins sjálfs og sem slíkur staðið ásamt öðrum yfirmönnum fræðslumála í umdæminu að útgáfu greinargerðar um málefni fræðslu- umdæmisins, sem send var þing- mönnum. í áminningarbréfinu hafi ekki verið vikið að fjármálunum, en í uppsagnarbréfinu hafi hins vegar bæði verið fjallað um meint trún- aðarbrot og að Sturla hafi sniðgeng- ið fyrirmæli ráðuneytisins um fjár- málalega umsýslu í fræðsluum- dæminu. Áminningarbréfið var því að mati Jónatans ekki tæmandi varðandi þau rök sem fram komu í uppsagnarbréfinu sjálfu. „ÓRÁÐSÍA" SVERRIS SJÁLFS Hvað fjárútgjöldin varðar leggur Jónatan einnig höfuðáherslu á að fræðslustjóri Norðurlanndsum- dæmis eystra hafi síst farið meira fram úr fjárlögum en önnur sam- bærileg embætti og að auki hlut- fallslega minna en menntamála- ráðuneytið sjálft fór framúr á skrif- stofu sinni — þ.e.a.s. Sverrir sjálfur. Auk þess bendir Jónatan á þau rök, sem HP tíundaði í upphafi síðasta árs (4. tbl. 1987), að ráðuneytið sjálft hafi verðlagt kostnaðinn á hverja kennslustund og á mismunandi hátt eftir umdæmum og að út frá þessum forsendum mætti leiða rök að því að fræðsluumdæmi Norðurlands eystra hafi átt að fá meira fé úthlut- að — og um leið hlaut umdæmið að fara fram úr fjárlögum hvað kennslumagnsútgjöldin varðar. Þannig kemur í Ijós, að ef kennslu- magnið í umdæmi Sturlu skólaárið 1985—1986 hefði verið greitt með þeirri krónutölu sem greidd var fyr- ir kennsluna í Vestfjarðaumdæmi hefði Norðurland eystra átt að fá tæplega 4 milljónum króna meira af fjárlögum til almennrar kennslu en það fékk. Framreiknað nemur þessi upphæð um 5,5 milljónum króna í dag. FORDÆMI — HAGSTJÓRNARTÆKI! í Sturlumálinu ætlar fjármálaráð- herra samkvæmt þessu að fá úr því skorið með beinum eða óbeinum hætti hvar ábyrgðin liggur þegar embættismenn stuðla að því að far- ið er fram úr fjárlögum og um leið hljóta að fást svör við því að hvaða marki hægt sé að saka opinbera starfsmenn um trúnaðarbrot þegar þeir veita fjölmiðlum og öðrum aðil- um upplýsingar um tilhögun og stöðu mála í sínu embætti. í máli þessu eru þó engar hreinar línur og víst er að dómararnir, Hjördís Há- konardóttir, Jón L. Arnalds og Gud- mundur Arnlaugsson, eiga í mörg horn að líta. í áminningarbréfinu var ekki vikið að fjármálum fræðsluumdæmisins og því er ekki víst að sá þáttur bottvikningarinnar verði tekinn gildur eða lögmætur. Um leið er ekki víst að Jón Baldvin fái endanlegan úrskurð sem hann gæti heimfært á aðra sem „eyða um efni fram". Ef hins vegar dómur fell- ur á þann veg að brottvikningin hafi verið lögmæt bœði vegna „framúr- akstursins" í fjármálunum og vegna trúnaðarbrota fengi fjármálaráð- herra um leið fordæmi sem hann gæti í framtíðinni notað sem að- haldssvipu á embættismenn og aðra opinbera starfsmenn. Sturlumáliö hefur áhrif á flugstöðvarmáliö. Ef réttmœtt var aö reka Sturlu Kristjánsson vegna útgjalda umfram fjárlög hvaö á þá aö gera við hina ábyrgu í flugstöövarmálinu — utanríkisráöherrana fyrrverandi Geir Hallgrímsson og Matthías Mathiesen? 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.