Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 9

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 9
HLUTFALL UTGJALDA FRAMÚR FJARLOGUM Stofnanir 1984 1986 Fjárlögin sjálf 17,4 23,0 Menntam.ráöuneytiö 25,6 16,2 Yfirstjórn ráöun 27,2 31,7 Grunnskólar RVK 31,3 24,4 Grsk. N-Vestra 28,3 12,4 Grsk. N-Eystra 25,4 16,7 Grsk. Reykjaness 24,0 13,7 Grsk. Vesturlands 22,8 10,7 Grsk. Austurlands 20,9 8,4 Grsk. Suðurlands 19,5 7,9 Grsk. Vestfjarða 19,1 5,7 RÁÐHERRANN ,,BRUÐLAÐI## BETUR! ## Þegar Sturla Kristjánsson frœdslu- stjóri fékk uppsagnarbréf sitt í jan- úar 1987 voru þœr ástœdur tíund- adar, aö hann heföi sniögengiö fyr- irmœli um fjármál umdœmis síns og ítrekað brotið trúnað sinn við ráð- herra. Einkum var hann sakaður um að hafa haft fjárlög að engu og stofnað til útgjalda langt umfram það sem kveðið var á um í fjárlög- um. 1 málflutningnum í Sturlumál- inu lagöi lögmaður Sturlu, Jónatan Sveinsson, fram tölur frá Ríkisend- urskoðun, þar sem hann sýnir hversu einstök frœðsluumdœmi hafi farið framúr fjárlögum í almennum rekstri grunnskólanna og hversu menntamálaráðuneytið sjálft fór fram úr fjárlögum — og loks hvað ríkisreikningurinn sýndi að ríkisút- gjöldin í heild hefðu farið fram úr fjárlögunum. Samanburður Jónatans er hinn fróðlegasti og benti hann sérstak- lega á að ef Sturla ætti að víkja vegna þess að hann hefði farið fram úr fjárlögum þá hlyti það að gilda um aðra i sambærilegri stöðu. A meðfylgjandi töflu úr ríkisreikningi fyrir árin 1985 og 1986 kemur fram, að bæði árin fóru grunnskólarnir í Reykjavík hlutfallslega meira fram- úr fjárlögum en grunnskólarnir í umdæmi Sturlu, Norðurlandi eystra, auk þess sem grunnskólarnir á Norðurlandi vestra voru ofar á blaði fyrra árið. Bæði árin fóru grunnskólarnir hjá Sturlu um það bil jafnmikið framúr fjárlögum og menntamálaráðuneytið i heild. En bæði árin fóru útgjöld yfirstjórnar ráðuneytisins — skrifstofa Sverris — hlutfallslega meira framúr fjárlög- um en grunnskólarnir hjá Sturlu á Norðurlandi eystra. Inn í þetta blandast misjöfn verðlagning á kennslumagni, sem leiðir af sér að ef kennslumagnið á Norðurlandi eystra hefði verið verðlagt á sama hátt og á Vestfjörðum hefðu nokkr- ar milljónir átt að bætast við fjár- veitinguna til fræðsluumdæmis Sturlu. Sverrir ber vitni VILDI HÖGGVA Á HNÚTINN Vitnaleiðslum í Sturlumálinu lauk á mánudag. Síðasta vitni máls- ins reyndist vera alþingismaðurinn og menntamálaráðherrann fyrrver- andi, Sverrir Hermannsson. Aðal- dómarinn, Hjördís Hákonardóttir, og lögmaður Sturlu Kristjánssonar, Jónatan Sveinsson, beindu bein- skeyttum spurningum að Sverri, sem svaraði fullum hálsi. Sverrir greindi frá því að í október 1985 hefði sér verið skýrt frá því, að lengi hefðu ríkt örðugleikar í sam- skiptum menntamálaráðuneytisins við fræðslustjórann á Norðurlandi eystra, hann væri mjög óráðþægur og teldi sér ekki skyít að hlíta laga- fyrirmælum. Að lokum blasti við að loka þyrfti skólum vegna þess að ekki voru til peningar fyrir skóla- akstri. Sverrir hefði bjargað þessu með fé úr útibúi Landsbankans á Akureyri. Sverrir greindi frá því að um mitt ár 1986 hefði málið farið yfir á nýtt svið er upphófst „hern- aður í fjölmiðlum". Fjölmiðlaþáttur- inn var greinilega mjög ofarlega t huga Sverris, hann ræddi mjög um „linnulausan fjölmiðlaleik", um „áróður fjölmiðla" og að fjölmiðlar hefðu verið „mataðir". Sverrir lagði áherslu á að í fjárum- sýslu hefði Sturla ekki látið sér segj- ast, það hafi ítrekað verið reynt að fá hann til ráðs, en að engu tauti hafi verið við hann komið, heldur hafi hann kosið að fara aðra leið, þ.e. að halda uppi gegndarlausum áróðri og síðasta hálfa árið að gera sig sek- an um „ótrúlegt brot á trúnaðar- skyldu gagnvart yfirboðara". Það kom berlega fram í vitna- leiðslunum, að Sverrir hafði aldrei bein persónuleg samskipti við Sturlu, heldur lét það starfsmönn- um ráðuneytisins eftir. Aðspurður um hvers vegna ekki hefði verið farin sú leið að segja Sturlu upp um stundarsakir og láta fara fram opin- bera rannsókn svaraði Sverrir því til að þetta hefði verið rætt ítarlega miili sín og ráðuneytismanna og að niðurstaðan hefði orðið sú að slíkt myndi „tefja framgang málsins" og að þessi leið væri betur til þess fallin að „höggva með öllu á þennan hnút". Málinu var þó haldið opnu fram að „lokafundi" ráðuneytis- manna með Sturlu ef hann þá kynni að sjá að sér. Sem hann gerði ekki. Þá kom fram hjá Sverri að Sturla var aldrei kallaður beint á fund ráðherr- ans sjálfs, þar eð ráðuneytismenn hefðu metið stöðuna svo, að það yrði Sturlu sjálfum þungt í skauti að vera kallaður „inn á beinið" til ráð- herra. Sverrir átti ekki í vandræðum með að fjalla um málið almennt og viðra skoðanir sínar. Hins vegar vakti athygli að hann gat ekki rök- stutt með eigin tölum hversu mikiö Sturla hefði farið fram úr fjárlögum. Þegar Jónatan bar undir hann tölur yfir „framúrakstur" grunnskóla allra fræðsluumdæmanna og menntamálaráðneytisins, sem skyldu sína að Norðurland eystra hefði ekki skorið sig úr miðað við önnur umdæmi, sagði Sverrir að heildarniðurstöður hefðu sýnt að umdæmi Sturlu hefði komið út með „100% tap" og að þessar tölur hlytu að finnast í ráðuneytinu! ERLEND YFIRSYN Roknaþridjudagur 8. mars ræður mestu um framboð til forseta Rétt aðeins hefur verið ýtt úr vör í löngum og ströng- um róðri bandarískra forsetaefna til að ná útnefningu í forsetaframboð á flokksþingum Demókrataflokks og Repúblíkanaflokks síðsumars. Samt er gengi manna í forkosningum í fámennum og sérstökum fylkjum fyr- irferðarmest efni í heimsfréttum nú um stundir. EFTIR MAGNÚS TORFA ÓIAFSSON Val manna til forsetaframboðs hefur lengi verið umhugsunarefni Bandaríkjamanna sem láta sig stjórnmál varða, og ýmsar breyt- ingar verið gerðar síðustu áratugi, sem þótt hafa gefast misjafnlega. Um þetta efni eru í gildi þríþættar reglur. Alríkislög fjalla um fjárreið- ur forsetaefna, svo sem framlög einstakra aðila í kosningasjóði, meðferð slíkra sjóða, mótframlög af almannafé og reikningsskil að kosningabaráttu afstaðinni. Flokkarnir setja svo hvor sínar reglur um val fulltrúa á flokksþing og fjölda þeirra. Til að mynda hafa demókratar hin síðari ár tekið upp kvótakerfi til að auka aðild kvenna og minnihlutahópa á flokksþingi sínu. Loks ákveða fylkin hvert um sig hver háttur þar er hafður á vali fulltrúa á flokksþingin. Ríkir í því efni töluverð fjölbreytni. Algeng- ast er að viðhafa forkosningu, þar sem skráðir stuðningsmenn flokk- anna hafa einungis aðgang hjá sín- um flokki. Þó þekkist að flokksað- ild sker ekki úr um hvorn kjörseð- ilinn menn fá, skráður demókrati má velja aðgang að forkosningum hjá repúblíkönum og öfugt. Loks eru allvíða dreifðir, opnir fundir hvors flokks um sig, þar sem fólk skipar sér i dilka eftir því hvert for- setaefnið hver og einn vill styðja. Þessi aðferð var viðhöfð í fyrsta valinu í landbúnaðarfylkinu lowa í síðustu viku. Þátttaka var rýr, eins og venjan er þar sem svona dilka- dráttur fer fram. Engu að síður þótti það heimsfrétt, að við upp- skiptingu liðs í fundarsölum og stássstofum hjá repúblíkönum lenti George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, í þriðja sæti. Upp fyrir hann skaust sjónvarpsprédik- arinn Pat Robertson. Ekki þótti jafn miklum tíðindum sæta að efsta sætið skipaði Bob Dole, leið- togi flokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings. Búist hafði verið við sigri manns, sem er öldunga- deildarmaður fyrir annað land- búnaðarfylki, Kansas. Viku síðar, í fyrradag, var svo al- menn forkosning í enn fólksfærra fylki, New Hampshire í Nýja-Eng- landi. Þar börðust þeir hart Bush og Dole. Fyrirfram hafði verið gert ráð fyrir yfirburðasigri Bush, en Dole og hans menn reyndu að nýta sér til hins ýtrasta að keppi- nauturinn skyldi hafa hrasað í Iowa. Var mál manna, að lyti vara- forsetinn í lægra haldi fyrir Dole í New Hampshire ætti hann sér vart viðreisnar von. Urslit urðu að Bush náði efsta sæti með 38% atkvæða en Dole hlaut 29%. í þriðja sæti kom íhaldsmaðurinn Jack Kemp, en Robertson prédikari, sem keppti við hann um íhaldsfylgið, lenti niðri í því fimmta og lægsta. Einn repúblíkani hafði helst úr lestinni frá því í lowa vegna algers fylgis- ustu áratugi hefur íhaldssömum kjósendahópi sem byggir þessar slóðir oftast getist betur að forseta- frambjóðendum repúblíkana en demókrata. Því eru það máttar- stólpar demókrata í suðurfylkjun- um sem eru pottur og panna í að mynda roknaþriðjudag, og þeirra maður er Albert Gore, öldunga- deildarmaður frá Tennessee. Hann leggur allt undir 8. mars, svo Jeue Jack&on by KAL Svertingjapresturinn Jesse Jackson og sjónvarpsprédikarinn Pat Robertson geta bersýnilega gertstór strik í reikninginn hvor í sínum flokki. leysis. Sá er Alexander Haig, fyrr- verandi yfirhershöfðingi NATÓ, starfsmannastjóri Nixons meðan hann var að glutra niður forseta- tigninni og loks utanríkisráðherra hjá Reagan í upphafi forsetaferils hans. Spennan er minni hjá demó- krötum, því þar hefur allt farið eft- ir bókinni fram til þessa. I Iowa náði Richard Gephardt efsta sæti með því að skírskota til kreppu- hrjáðra bænda. Þar að auki situr hann í fulltrúadeild Bandaríkja- þings fyrir kjördæmi í nágranna- fylkinu Missouri. í New Hamp- shire bar Michael Dukakis höfuð og herðar yfir aðra demókrata með 37% atkvæða. Var það eins og spáð hafði verið, en Dukakis er fylkisstjóri í nágrannafylkinu Massachusetts, þar sem atvinnulíf þykir hafa rétt við með ólíkindum á stjórnarskeiði hans. Öldunga- deildarmaður frá lllinois, Paul Simon, náði öðru sæti í lowa en hafnaði í þriðja í New Hampshire, og er nú búist við að hann gefist brátt upp, því kosningasjóðurinn er þrotinn og engin von um frekari fjárstuðning sem hrökkvi til að taka þátt af alvöru í höfuðorust- unni, sem nú blasir við forsetaefn- um. Bandarískir fréttamenn eru fyr- ir löngu farnir að kalla 8. mars „roknaþriðjudag", af því þá fara fram forkosningar og dilkadráttur i 20 fylkjum. Flest teljast þau til suðurfylkjanna. Hafa menn þar um slóðir lengi verið óánægðir með lítið vægi síns svæðis við val á forsetaefnum, og talið það stafa af óheppilegri dreifingu forkosn- inga. Voru því samantekin ráð þar syðra að stefna forkosningum á sama dag, með þeim afleiðingum að 8. mars verður tekist á um ná- lægt 2.000 sæti á flokksþingum. Getur hæglega farið svo, að rokna- þriðjudagurinn ráði í raun úrslit- um í keppni forsetaefna í báðum flokkum. Demókratar réðu forðum lögum og lofum í suðurfylkjunum, en síð- eindregið að hann leiddi að mestu hjá sér átökin í Iowa og New Hampshire. En á roknaþriðjudag kemst líka í essið sitt annað forsetaefni meðal demókrata, svertingjapresturinn Jesse Jackson. Hann náði góðum árangri í lowa og New Hampshire, milli átta og níu af hundraði í fylkj- um, þar sem svertingjar eru langt- um lægra hlutfall íbúa. Sam- kvæmt fyrri reynslu á Jackson eft- ir að sópa að sér fylgi svartra kjós- enda, bæði í suðurfylkjunum og í fjölmennu iðnaðarfylkjunum. Þegar við bætist að hann er sýni- lega farinn að draga að sér at- kvæði hvítra manna, sem eins og þorri svertingja teljast til hinna af- skiptu í þjóðfélaginu, er ekki talið ólíklegt að fylking Jacksons á flokksþingi demókrata eftir miðj- an júlí verði allt að fjórðungur þingheims. Þar með hefði hann í hendi sér að mynda meirihluta með öðru forsetaefni. Því er tekið að ræða þann möguleika í alvöru, að næsta varaforsetaefni demó- krata verði svertingjapresturinn Jesse Jackson. Hinn guðsmaðurinn í hópi for- setaefna, Pat Robertson, bindur líka allar sínar vonir við rokna- þriðjudag. Hans fylgi er einkum á biblíubeltinu í suðurfylkjunum, og það er þaulskipulagt eftir áratuga tölvuvætt sjónvarpsbetl í nafni trúarinnar. Verði til að mynda mjótt á munum á flokksþingi milli fylkinga Bush og Dole getur Ro- bertson gert sér miklar vonir um oddaaðstöðu. En þótt ýmislegt i baráttu bandarísku forsetaefnanna verði ljósara en nú eftir að 8. mars er af- staðinn er ekki þar með sagt að forkosningar sem á eftir fara verði einungis ómerkilegur eftirleikur. Þá kemur röðin að fjölmennustu fylkjunum. í Illinois verður kosið 15. mars, eftir miðjan apríl í New York og Pennsylvaníu, í byrjun maí í Ohio og 7. júní bæði í Kaliforníu og New Jersey. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.