Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 10

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Helgi Már Arthursson Blaöamenn: Prófarkir: Ljósmyndir: Utlit: Framkvæmdastjóri: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Pormóösson, Friðrik Þór Guömundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Ólafur Hannibalsson, Páll Hannesson. Sigríður H. Gunnarsdóttir Jim Smart Jón Óskar Hákon Hákonarson Dreifingarstjóri: Sölu- og markaösstjóri: Auglýsingar: Áskrift: Afgreiösla: Aösetur blaösins: Útgefandi: Setning og umbrot: Prentun: Birgir Lárusson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson. Guðrún Geirsdóttir Bryndís Hilmarsdóttir er í Ármúla 36, Reykjavik, simi 91-681511. Goðgá hf. Leturval sf. Blaðaprent hf. Ferdin sem aldrei var farin Ráðherrar í ríkisstjórn hafa haldið illa á málum gagn- vart forsetaembættinu. Frú Vigdísi Finnbogadóttur for- seta barst heimboð frá Gorbatsjof, aðalritara sovéska al- þýðulýðveldisins, í gegnum utanríkisráðherra. Dagsetn- ing mun hafa verið bundin við 29. febrúar nk. vegna anna aðalritarans. Utanríkisráðherra er þeirrar skoðunar að ríkisstjórn hefði f.h. forseta átt að þiggja boð aðalritar- ans. Forsætisráðherra telur að fyrirvari hafi hvergi nærri verið nægur og að sovésk stjórnvöld hafi með svo stutt- um fyrirvara stillt ísiensku þjóðinni upp við vegg — og komið illa fram. Utanríkisráðherra hefur legið gott orð til aðalritarans sovéska eftir að hafa heimsótt hann og átt við hann hreinskiptnar viðræður um ástand heimsmála og um- bótatilraunir þess síðarnefnda austur í Sovét. Steingrím- ur Hermannsson hefur auk þess lagt áherslu á afvopn- unarviðræður í heiminum og haft orð um að breytingar þær sem eiga sér stað í samskiptum stórveldanna hlytu að kalla á breyttar áherslur í utanríkismálum íslendinga. Ummæli utanríkisráðherra á borð við það sem hér er vitnað til hafa farið mjög í taugarnar á mörgum forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Þá er utanríkisráðherra vandamál í Sjálfstæðisflokknum, eins og reyndar öðrum flokkum, vegna persónulegra vinsælda. Ekki er ólíklegt að þetta tvennt hafi ráðið miklu um harkaleg viðbrögð sjálfstæðismanna við heimboði Sovétleiðtogans. Þá er ekki óhugsandi að forystumönnum flokksins hafi hrosið hugur við að sjá íslenskan utanríkisráðherra í aðalhlut- verki á utanríkisráðherrafundi NATO í Brussel, þ.e.a.s. ef aðalritarinn hefði beðið Steingrím Hermannsson, sem verður á fundinum, fyrir boð til utanríkisráðherra NATO- ríkjanna. Þetta er hugsanleg skýring. Sennilegri en að ráða- menn vilji nú allt í einu skera á milli viðskipta og opin- berra heimsókna, sem þeir hafa verið iðnir við að blanda saman hingað til. Forsetaembættið hefur til að mynda lagt mikla áherslu á kynningu á íslenskum vörum þar sem forseti hefur farið, enda framleiðsla hverrar þjóðar snar þáttur í menningu hennar. Sá fyrirvari — sá stutti fyrirvari — sem Sovétmenn buðu upp á vegna heimboðsins til Moskvu hefur e.t.v. komið ráðherrum í ráðuneyti borsteins Pálssonar á óvart, en það breytir því ekki að forsætisráðherra hefur haldið klaufalega á málinu. Aðdragandi heimboðsins er langur — aðalritarinn mun hafa fært það í tal við forseta á fundi leiðtoga risaveldanna í Reykjavík í október 1986. Vandi sambandsins Harkalegir árekstrar gætu verið í uppsiglingu innan æðstu forystu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Nýr forstjóri þess, Guðjón B. Ólafsson, var ráðinn til þess að taka við forstjórastarfi eftir Erlend Einarsson, sem á síð- ustu misserum valdaferils síns mátti m.a. þola það að stýra SÍS í gegnum heldur óskemmtilegt „kaffibauna- mál“. Hart var barist um forstjórastólinn í SÍS á sínum tíma og miklar vonir bundnar við nýjan forstjóra eftir ráðningu hans. Eftir Útvegsbankamálið og misheppnaða samninga um landakaup við Kópavogskaupstað telja óánægjuöflin innan SÍS sig hafa fundið höggstað á hinum nýja forstjóra. Ekki er útilokað að niðurstaða beggja þess- ara mála tengist ágreiningi innan Sambandsins með öðr- um hætti en í fljótu bragði sýnist. 10 HELGARPÓSTURINN Glasnostur í Austri og Vestri Við höfum áður minnst á Glas- nostrið hér í HP, þessa glerfínu nýj- ung í Sovétríkjunum, þetta stóra stökk fram á við, sem skipar þeim loks á bekk með Prússlandi Friðriks mikla, sem sagði, eins og kunnugt er, þessa fleygu setningu: „þegnar mínir mega segja, hvað sem þeir vilja, og ég geri það, sem ég vii." Glasnostrið þýðir, að sannleikur- inn er ekki lengur einn og löggiltur austur þar, og birtur í Lögbirtinga- blaði þeirra Kremlverja, Prövdu, undir aðalfyrirsögninni Trúðu þessu ellegar... Fyrir okkur hérna vestur frá, sem erum orðnir talsvert „showaðir" í þessum efnum, hlýtur þetta að minna á merkinguna í því tveggja alda gamla orði „málfrelsi", þótt hafa verði í huga að alls ekki er að sinni stefnt að svo róttækum breytingum, sem að afnema rit- skoðun. Samt þýðir þetta, að sú hugrenn- ingasynd varðar ekki lengur við hjól og steglu, GÚLAG, eða aftöku, að efast um að Flokkurinn hafi verið alfullkominn frá upphafi sinna vega, og sú fullkomnun líkamnast í félaga Jósepi Stalín. (Enn er þó ekki á hreinu að nokkur megi efast um al- fullkomnun félaga Valdimars Elías- sonar.) Ennfremur má nú draga í efa að það hafi verið fyrir „sögulega nauðsyn" að Stalín varð afkasta- mesti kommúnistaböðull allra tíma, svo að jafnvei Hitler komst ekki í 1/100 kvisti á við hann. (Hitler hafði reyndar sniðuga aðferð við þetta: Á tíma vináttusamnings þessara tveggja herramanna sendi hann Stalín þýsku kommúnistana og lét þann síðarnefnda um að lóga þeim.) Nokkrar varfærnislegar tilraunir hafa verið gerðar til að orða þá hugsun, að náungi að (dul)nafni Trotsky hafi gegnt hlutverki í bylt- ingunni, sem jaðraði við hlutverk Leníns. Það hefur verið látið óátalið að því tilskildu, að glöggt komi fram, að hann hafi verið tækifæris- sinni og svikari, sem með síðari gerðum sínum hafi fyrirgert því að þeirra fyrri skuli minnst á jákvæðan hátt. Enn má ekki viðra þá skoðun, að styrjöldin gegn bændum landsins, sem Stalín raunar sagði Churchill yf- ir glasi í Teheran, að hefði verið mun erfiðari og hættulegri en heimsstyrjöldin síðari, hafi verið pólitísk mistök og lagt landbúnað Sovétríkjanna í þá rúst, senn hefur ekki verið fyllilega byggð á ný. Með öðrum orðum: Flokkur — og ríki — sem einn telur sig hafa „vís- indalega söguskoðun" þolir ekki rökræður um fortíð sína, þolir ekki að reynt sé að meta kost og löst á leiðtogum á hverjum tíma, þurrkar hreinlega út nöfn ýmissa þeirra, sem lykilhlutverkum gegndu á viss- um tímabilum, heldur vísvitandi áfram að falsa sögu sína og þjóðar- innar, eignar Lenín enn óskeikul- leika, sem réttlæti alræði Flokksins, og hverja þá aðgerð Flokksins, sem styðja megi með heppilega fundinni tilvitnun í hann. Þetta er auðvitað engin tilviljun. Alltof miklir hagsmunir eru i húfi. Fordæming á athæfi valdstéttarinn- ar fyrir einni eða tveimur kynslóð- um gæti grafið undan virðingu vald- stéttarinnar í dag. Vensl og tengsl milli núlifandi valdstéttar og fyrri tíðar manna eru náin. Þjóðin gæti rétt úr kútnum og varpað af sér oki ótta og seigdrepandi kvíða og kraf- ist þess, að stjórnvöld fari að vinna fyrir opnum tjöldum og aðgerðir þeirra megi ræða og gagnrýna jafn- óðum. En bera Vesturlönd hreinan skjöld í þessum efnum? Er hreint mjöl í öll- um pokahornum íslenskrar sögu? Til skamms tíma hefur öll sagnarit- un verið meira eða minna lituð þjóðrembu og stéttafordómum. Saga íslenskrar heimastjórnar hafði að mestu verið á eina bókina lærð, þar til út kom ævisaga Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson, jafneinlit á sína vísu og fyrri rit á hina. Sama er að segja um heims- styrjaldarárin síðari og kaldastríðs- tímabilið. Bandaríkjamenn eru löngu búnir að aflétta leynd af flest- um sínum skjölum frá þessu tíma- bili, en við burðumst enn við að loka öll gögn frá þessum árum bak við lás og slá. Flestir fjölmiðlar landsins ætla vitlausir að verða, ef birt eru gögn erlendra embættis- manna frá þessum árum, reynt að skipa þeim í samhengi og leggja út af þeim. Það er að sverta minningu látinna manna. Núlifandi stjórn- málamenn, sem ábyrgðarstöðum gegndu á þessum árum, virðast hins vegar aliir hafa misst minnið. Þeir segja að bíða verði eftir því að hlut- lausir (?!) sagnfræðingar kanni öll skjöl og kveði upp dóm. Þannig verður Sagan bara alls ekki til. Hún verður til í umræðu og við það að skoða heimildir frá ýmsum hliðum. Innstu hugrenningar liðinna manna fáum við aldrei opinberað. Og gögn frá þessum árum eru næsta fátæk- leg. Við minnisleysi hinna lifandi bætist þögn þeirra dauðu, sem þó hafa verið að bögglast við að gefa út sjálfsævi- og upphafningarsögur. Og svo hin opinbera leynd. Er ekki kominn tími til að við tökum okkur smáglasnosturstörn, opinberum gögn þessa tímabils, þegar íslensk utanríkisstefna var á bernskuskeiði og í mótun, skoðum áhrif íslenskra og erlendra manna á þessi mál, endurmetum rök á mæli- kvarða raunveruleika og reynslu, drögum lærdóma af mistökum og misgerðum, sem f ramdar voru í hita baráttunnar? Látum ekki henda okkur að vera hrædda við eigin for- tíð. Þá verðum við ófrjálsir í okkar samtíð. Ólafur Hannibalsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.