Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 11
Aukefni eða
eitur
Vegna fréttar í Helgarpóstinum
um „Eiturát íslendinga", sem birtist
í blaðinu fimmtudaginn 11.02.1988,
vill Hollustuvernd ríkisins koma
með eftirfarandi athugasemdir.
1. Samkvæmt upplýsingum frá
franska sendiráðinu verður að telja
þau gögn sem Heigarpó^turinn not-
ar, sem heimild fyrir fréttinni, föls-
uð.
2. Fréttamaður Helgarpóstsins,
Freyr Þormóðsson, ræddi við starfs-
mann Hollustuverndar ríkisins
varðandi reglur um notkun aukefna
hér á landi og eftirlit með notkun
þeirra. Efnisleg atriði varðandi til-
greind aukefni í þeirri skýrslu sem
fréttamaður hafði undir höndum
voru ekki rædd, en fram kom að það
væri skýrsla frá frönsku háskóla-
sjúkrahúsi í Chaumont. Starfsmaður
Hollustuverndar ríkisins tjáði þá
fréttamanninum að stofnunin Irefði
áður fengið fyrirspurnir um aukefni
vegna upplýsinga sem fram kæmu í
skýrslu frá frönsku sjúkrahúsi. Var
fréttamanni bent á, að ef um sömu
skýrslu væri að ræða kæmu þar
fram upplýsingar sem væru rangar.
Meðal annars var bent á að þar
væru skaðlaus efni talin til efna sem
gætu verið krabbameinsvaldandi.
3. Stofnunin hefði talið eðiilegt, sbr.
framanritað, að fréttamaður Helgar-
póstsins aflaði sér gagna um rétt-
mæti þeirra upplýsinga sem fram
koma í áðurnefndri skýrslu. Frétt
Helgarpóstsins getur augljóslega
valdið neytendum óþarfa áhyggjum
og söluaðilum og framleiðendum
ómældum skaða. Því er brýnt að at-
hugasemdir þessar komist á fram-
færi eins fljótt og auðið er og verður
að átelja vinnubrögð af þessu tagi.
Hollustuvernd ríkisins
•
Varðandi grein mína í síðasta tölu-
blaði Helgarpósts um aukefni í mat-
vælum verður eftirfarandi að koma
fram:
Þær upplýsingar sem ég studdist
við taldi ég koma frá óopinberum
dönskum neytendasamtökum
(Dansk Forbrugerád), sem ég sá
ekki ástæðu til að rengja. Ég varaði
mig þó á því að fullyrða ekki um
aukefni heldur hafa fullan fyrirvara
á í samanburði mínum. Þetta má
greinilega sjá í greininni. Hollustu-
vernd ríkisins hefur sent Helgar-
pósti gögn frá dönskum matvæiayf-
irvöldum (Levnedsmiddelstyrelsen)
sem segja öll rök benda til að um
ótraustar, jafnvel falsaðar, upplýs-
ingar sé að ræða, meðal annars
vegna þess að aukaefnið E-330 (sítr-
ónusýra) er þar talið krabbameins-
valdandi. E-330 er í raun aigengt
náttúruefni og skaðlaust með öllu.
Samkvæmt frönskum matvælayfir-
völdum (Institut Gustave Roussy)
hafa sjúkrahúsin í Villejuifog Chau-
mont tilkynnt að þau kannist ekki
við rannsóknina og geti því ekki
borið ábyrgð á niðurstöðunum.
Bresk matvælayfirvöld (British
Ministry of Agriculture, Fisheries
and Food) hafa varað opinberlega
við útbreiddri falskri aukefnarann-
sókn sem kennd er við Chaumont
og Villejuif. Hér er því greinilega
um alþjóðavandamál að ræða.
Mótmæli Hollustuverndar ríkisins
við grein minni í síðasta tölublaði
Helgarpósts hafa samkvæmt ofan-
greindu við rök að styðjast. Ég
harma að upplýsingar mínar reynd-
ust ekki traustari og dreg til baka
þær niðurstöður um íslensk mat-
væli sem af þeim eru dregnar í ljósi
þess að hafa ber það sem sannara
reynist.
Freyr Þormóðsson,
blaðamaður HP.
Þ
að er mikið rætt um vexti og
ávöxtunarkröfu þeirra sem hafa at-
vinnu af því að leigja út peninga.
Vextir eru hér með alhæsta móti og
segja fjármálaspekingar, að ísland
sé að verða fyrirmyndarland í aug-
um þeirra sem vilja ávaxta pund sitt
vel. Mun samanburður á ávöxtunar-
möguleikum í Vestur-Evrópu hafa
leitt í Ijós að hér eru hvað hagstæð-
astar aðstæður fyrir sparifjáreig-
endur, einkum og sér í lagi vegna
þess að vaxtatekjur manna eru hér
undanskildar skatti, en það mun
fátítt í nálægum löndum. Þannig
þéna menn hér fjórar milljónir á
ári með því að leigja út tíu og fá þær
skattlausar í ofanálag. Ekki slæm
kaup það. . .
L
ar Garðar. Hefði ekki réttnefni verið
G-vörur?...
lögbirtingablaðið greinir
dyggum lesendum sínum reglulega
frá stofnun nýrra hlutafélaga. Fyrir
örfáum árum voru nýskráningar
blaðsins uppfullar af nýjum mynd-
bandaleigum og söluturnum og sól-
baðs/líkamsræktarstofum. Nú er
öldin önnur að því er virðist. 3 síð-
ustu mánuðina og á síðasta ári voru
tilkynnt 37 ný hlutafélög á landinu
og af ofangreindu var aðeins eina
sólbaðsstofu að finna. 7 nýjar heild-
sölur voru stofnaðar og 9 iðnfyrir-
tæki af ýmissi sort auk fjögurra
verktakafyrirtækja. Ein heildversl-
unin sem stofnuð var heitir Lúxus-
frystivörur hf. í Reykjavík og heita
stofnendurnir Guðbrandur, Guð-
mundur, Guðlaugur, Garðar og ann-
S.
'extíu og tveir fimmtíu og
tveir fimmtíu og tveir er þín leið til
aukinna viðskipta. . .
Nýr auglýsingasími
625252
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
Laugavegi 178* Reykjavík • Simi 685811
HELGARPÓSTURINN 11