Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 14

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 14
NANDI VATN ÚMEN HVAÐ? il!§! * Afengisverslunin heimsótt og framleiöslu á íslensku áfengi kynnst. Það var svolítið einkennileg lykt sem mætti okkur í dyrum Áfengisuerslunar ríkisins í Árbænum. Kartöflu- lykt eða kúmenlykt? Við gátum ekki áttað okkur á því, en hún minnti okkur á eitthvað matarkyns, hversu gáfu- lega sem það annars hljómar. Hins vegar er ljóst þegar inn er komið að þar er ekki framleiddur matur. Þarna er búið til brennivín, vodka og fleiri drykkir í tugþúsundum lítra á hverju ári. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR: JIM SMART - ■ * & - - Hér sést hvernig vatnið og vínandinn bulla þegar blöndunin fer fram. Það tekur um 15 mínútur, og ef allar vélar eru tilbúnar tekur ekki nema klukkustund að framleiða 2.200 lítra af brennivíni. ■ Við höfðum ekki hugsað okkur að kynna okkur framleiðsluna svona upp á eigin spýtur, heldur höfðum beðið Jón O. Edwald lyfjafræðing að leiða okkur í allan sannleikann. Að vísu fengum við ekki uppskrift- irnar — enda vart við því að búast. (Maður hefði getað útvegað sér spíra, bætt í vatni og þeim bragðteg- undum sem við á, og hætt að versla í Ríkinu!) Nei, varla. Svo auðvelt er þetta nefnilega ekki. FJÖRUTÍU ÞÚSUND LÍTRAR AF HREINUM SPÍRA Jón O. Edwald hefur lyklavöldin. Einn lykilinn notaði hann til að opna stóra járnhurð og þar komum við inn í herbergi sem í voru m.a. nokkrar tunnur af gömlu ákavíti og fjórir stórir stálgeymar, fullir af hreinum vínanda (spiritus vini). í hverjum geymi eru 10.000 lítrar (já, tíu þúsund) af 96% vínanda, sem fluttur er inn frá dönsku vínanda- verksmiðjunum, „fyrsta flokks vín- andi" eins og Jón segir. Ákavítis- tunnurnar voru fimm, fullar af gömiu ákavíti sem Jón segir að geymt sé í eitt ár, áður en það er sett yfir á flöskur. HEFURÐU ALDREI BORÐAÐ KRINGLU? Stálpípur liggja úr vínandageym- unum fram í sal þar sem er annar geymir, ögn minni. Töivustýrð vél er í herbergi upp af salnum og þar er stimplað inn hversu mikið af spíritus og hversu mikið af vatni eigi að fara í geyminn. Þar er vínandanum og vatninu blandað saman „ásamt bragðefnum" segir Jón Edwaid, án þess þó að fara nánar út í þá sálma. Segir brosandi að ekki fari hann að gefa uppskrift að víninu! Þegar vín- andinn og vatnið hafa verið í blönd- un í u.þ.b. 15 mínútur er leginum dæit í gegnum batterísþétta síu. Þaðan liggur leiðin upp á loft. Eigin- lega öfundaði maður vínið af því að komast upp á efri hæðina í gegnum stálpipur, því stiginn upp er snar- brattur og jafnvel þótt öryggisgrind varni því að nokkur geti hrapað nið- ÚR GAMALLI FRÉTTATILKYNNINGU FRÁ ÁFENGISVERSLUN RÍKISINS BIRTIST 13. NÓVEMBER 1947 Áfengisverslun ríkisins varstofnuð samkvæmt lögum nr. 62 27. júní 1921. Áður hafði samkvæmt lögum nr. 44 30. júlí 1909 gilt aðflutningsbann á áfengifrá 1.1.1912ogsölubannfrá 1.1.1915. Jafnhliða lögunum er kveðið á um stofnun áfengisverslunar. Var heimilaður innflutningur áfngis allt að 21% aðstyrkleika aðrúmmáli. Eraðhaldiðum þettafrá Spáni sem að öðr- um kosti hefði eigi látið ísland njóta bestu kjara um tolla á saltfiski. Að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu sem fórfram 1933 var heimilaður innflutningur á öllu venjulegu neysluáfengi öðru en öli. Frá 1. febrúar 1934 hefur að lögum verið frjáls verslun áfengis á íslandi að öðru en því, sem takmarkað hefur verið með reglugerðum og stjórnarráðsbréfum á hverj- um tíma, og voru einkum á stríðsárunum reynd ýmis úrræði til að stilla áfengisneyslu i hóf, svo sem skömmtun, algjör lokun og loks svokallaðar „undanþágur". En nú er aftur frjáls salan. 14 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.