Helgarpósturinn - 18.02.1988, Síða 15
%'C-Íéj}
1 *■"" i I
Wíti JZ. /séa'&eí <
Kassar og aftur kassar af áfengi. Viö buðumst til að halda smápartý inni í þessum sal eitthvert kvöldið . l Jón
Edwald lét ekki slá sig út af laginu og benti á að kókverksmiðjan væri í næsta húsi.
ur virkaði það sem hreinasta glap-
ræði að príla þarna upp. — Hvað þá
niður! — Ákveðin í að sækja aldrei
um vinnu við blöndun horfðum við
ofan í næsta geymi, þar sem brenni-
vínið var. Þegar við lyktuðum af
drykknum gaus á móti okkur lykt
sem við töldum okkur þekkja.
„Kartöflur?" spurðum við. „Hvað er
þetta? Hefurðu aldrei borðað
kringlu!" svaraði Jón. „Kúmen."
Niður aftur. Nú niður í annan sal
þar sem flöskur í tuga- eða
hundraðatali biðu þess að vera
þvegnar í bak og fyrir. Jón segir
þvottavélina vera að verða tíu ára
gamla og þörf sé á nýrri, jafnvel þótt
þessi hreinsi mjög vel. „Hreinlætið
er stórt atriði hér,“ segir hann. Þegar
flöskurnar koma úr vélinni rennur
vínið í þær og síðan er þeim lokað.
Allt er sjálfvirkt. Tappaðar og til-
búnar renna þær eftir færibandi þar
sem þær eru merktar ásamt því að
á þær límist sérstakur miði fyrir
tölvur. „Þetta er alþjóðieg tölvu-
merking," segir Jón, „og af þessum
miðum lesa tölvurnar hvaða tegund
er í flöskunum og hversu mikið
magn.“
ÞESS VEGNA ER
VODKINN í SÍBERÍU
STERKUR!
Jón segir að uppskriftinni að
Tinda-vodka hafi verið breytt um
áramótin '86—^87, en áfengið sem
framleitt er hér á landi er um 40%
að styrkleika. Sterkari blanda veld-
ur því að meira bragð finnst af vín-
andanum. Hann bendir einnig á að
eðlisþyngdin skipti auðvitað öllu
máli í sambandi við blöndun áfengis
og segir okkur af manni einum sem
prófaði að geyma eina flösku við
stofuhita og aðra í frysti og var svo
gáttaður á að eðlisþyngdin væri alls
ekki sú sama: „Þetta er eins og í
Síberíu," segir Jón. „Það skal engan
undra að Rússarnir eigi sterkan
vodka!"
ÞÁ VAR HRÆRT MEÐ
HÖNDUNUM
Áfengisverslunin var stofnuð þeg-
ar bannárunum lauk, en þá kröfðust
Spánverjar þess að Islendingar
keyptu af þeim áfengi á móti því að
þeir keyptu fisk af okkur. Allt frá ár-
inu 1933 hefur brennivín verið
framleitt hjá Áfengisversluninni og
uppskriftin alltaf verið sú sama.
Áfengisverslunin hefur ennfremur
framleitt ýmsar aðrar tegundir eins
og bollu, kokteil (sambland af gini
og vermouth), messuvín, kræki-
berjalíkjör ásamt ákavíti og fleiri
tegundirj en nýjasta framleiðslan er
„Eldur Is-vodká'. Jón sýnir okkur
tunnur þær sem notaðar voru til
framleiðslu áfengis á árum áður,
þegar Áfengisverslunin var til húsa
í „Nýborg" en framleiðslan hefur
farið fram í Árbænum frá því í júlí
árið 1970. í tunnunum var vínand-
anum og vatninu hrært saman með
til þess gerðri „hræru", sem Jóni
finnst einna líkust „lélegri kanóár"!
í þá daga var blandað í eina tunnu
í einu, um það bil 1.200 lítrum. í
rauninni ekki svo lítið þegar tekið er
tillit til þeirrar vinnu sem hefur falist
í að hræra stöðugt í leginum. Núna
er gamalt brennivín geymt í tunn-
unum. Frammi í anddyri byggingar-
innar gefur að líta fyrstu brennivíns-
dæluna, handdælu sem sérhönnuð
var til áfengisframleiðslu í Dan-
mörku, og töppunarvél. Satt að
segja hafa þeir sem unnu við átöpp-
un ekki átt sjö dagana sæla! Að vísu
má reikna með að sala áfengis hafi
verið í mun minni mæli á þeim tím-
um, en samt....! Síðar léttist vinnan
við blöndunina töluvert. Eftir að
notkun handhræru lagðist af var
sett slanga ofan í tunnurnar og lofti
dælt niður. Núna er tæknin í fullu
veldi við áfengisgerðina og þegar
allar vélar eru tilbúnar tekur aðeins
um klukkustund að búa til 2.200
lítra af áfengi — eða um 3.000 flösk-
ur.
Jón O. Edwald hefur unnið hjá
Áfengisverslun ríkisins „með annan
Tunnurnar góðu sem brennivínið
var búið til í á árum áður. Núna eru
þessar tunnur fullar af gömlu
brennivíni.
fótinn í áratugi" segir hann. „Núna
er ég með báða fæturna hér.“ Áður
starfaði Jón sem yfirlyfjafræðingur
hjá Lyfjaverslun ríkisins en þegar ég
spyr hvort þeir súpi aldrei á „leka-
byttunum" svarar hann: „Nei, það
væri óþolandi að vinna hér ef mað-
ur væri mikið fyrir áfengi!” Bætir
við að þegar hann fari í samkvæmi
vilji hann helst ekkert nema óá-
fengt: „Maður fær nóg af því að vera
innan um þetta allan daginn," segir
hann brosandi. „Það væri eins og
þér væri boðin prentsverta ofan á
brauð í veislum!"
1 framhaldi af tali um lekabytt-
urnar segir Jón mér að „haninn" á
geymunum heiti „cock" og líklegast
sé því orðið „cocktail" dregið af því
að blandað var saman því sem lak
eftir að skrúfað hafði verið fyrir
kranana. „Þessi þýðing á „cocktail"
— hanastéi — hefur ekkert með stél
á hana að gera!" segir hann hlæj-
andi.
Við enduðum heimsókn okkar í
Áfengisverslunina á að fara inn á
lagerinn. Kassar og aftur kassar af
áfengi blöstu við. Áfengi frá öllum
heimshornum. Rússneskt vín,
skoskt, sænskt, finnskt, bandarískt,
íslenskt, jafnvel kínverskt. Samt hef-
ur aðeins einu sinni verið reynt að
brjótast inn þarna. Þá ruddu ungl-
ingspiltar sér leið með sleggju og
brutu niður vegg. Þegar þeir komu
að sækja varninginn var tekið á
móti þeim af lögreglunni. „Lögregl-
an er hér inni á lóðinni," segir Jón.
„Þessarar byggingar er vel gætt.“
Jón O. Edwald meö „hræruna" sem
notuð var til að blanda saman vín-
anda og vatni í trétunnum, meðan
Áfengisverslunin var til húsa í Ný-
borg.
BÍLEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI 0.FL. Á FLEST-
AR GERÐIR BÍLA, ÁSETNING FÆST Á
STAÐNUM.
BÍLPLAST
Vegnhöfða 19. simi 6*8233.
Póstsendum.
Ödýrir srurtubotnar.
Tökum að okkur trefjaptaatvinnu.
VMjið islenskt.
Skoöaöur ’88, svartur, sérlega
gott eintak.
Upplýsingar í síma 681511
á daginn.
Til sölu
Mercedes 1970
Tilboð óskast
KÉRASIASE
'FRÁ L’ORÉAL PARÍS
ÁTT ÞÚ í ERFIÐLEIKUM MEÐ HÁRIÐ.
LEITAÐU RÁÐA HJÁ HÁRGREIÐSLU-
MEISTARANUM.
SPURÐU HANN UM KERASTASE.
FÆST AÐEINS Á HÁRSNYRTISTOFUM.
HELGARPÓSTURINN 15