Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 18

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 18
Hlíf Suavarsdóttir er listdansstjóri Þjóöleikhússins. Hún er í HP-uiötali togar Dansinn Hlíf hefur lifað og starfað erlendis í 22 ár, frá því hún var fimmtán ára gömul og hélt út til náms. Hún er ballettdansari, danshöfundur og hefuY nú tekið við stöðu listdansstjóra Þjóðleikhússins. Þegar maður hugsar um ballett sér maður gjarna fyrir sér kvikfóta telpur sem tipla eftir gangstétt með töskur sínar á leið til æfinga. En jafnframt veit maður að listdans er strangur skóli sem enginn kemst tiplandi í gegnum. Þegar fullþroska listdansari birtist okkur á sviðinu á hann langa sögu að baki, margra ára strit og gallon af svita. EFTIR FREY ÞORMÓÐSSON MYND JIM SMART Ég var svona lítil stelpa með tösku eins og þú lýsir. Þetta var alltaf mikið töskumál, enda mikið að bera búninga og skó. Eg var níu ára þegar ég byrjaði hjá Sólveigu Eiríksdóttur og var þar fyrstu árin. Síðan fór ég í listdansskóla Þjóðleik- hússins og var þar þar til ég fór út til frekara náms. Sumarið áður en ég hélt til London tók Þórhildur Þorleifsdóttir okkur í kennslu og Atli Heimir Sveinsson spilaði undir á píanó. Þetta var alveg yndislegur tími því Þórhildur veit al- veg hvað hún vill og var mjög hörð við okkur. Þetta var verulega góður undirbúningur. Einnig tók ég þátt i barnaleikritum og söngleikjum í Þjóðleikhúsinu. Það var ómetanleg reynsla. Ég fékk þefinn af leikhúsinu, fylgdist með æfing- um, sá óperur, fann lykt af sviðinu. Þetta hefur mikið að segja. Svo fór ég fimmtán ára gömul til Bretlands í nám við Royal Ballet School, sem er ansi íhaldssöm stofnun. Þú hefur lært hreinan klassískan ballett þar? Já og það á skorðaðan hátt. Breskir skólar hafa alla tíð verið ansi stífir á hefðinni. íhalds- semi er reyndar ágæt upp að vissu marki vegna grunnsins en hún verður að vera holl, það verð- ur alltaf að vera svigrúm til skapandi þróunar. Kom aldrei annað til greina en ballett? Mikil ósköp. Ég lærði á fiðlu á tímabili, en dansinn togaði sterkar í mig. Þá var ekkert hik. Móðir mín studdi mig mikið, hún leyfði mér að gera það sem ég vildi. Það hefðu ekki margir treyst fimmtán ára unglingi út í hinn stóra heim. í kringum 1965 var London „The swinging London" og mikil sódóma að margra mati... Við fórum að vísu tvær, ég og Nanna Olafsdóttir, og við höfðum stuðning hvor af annarri. Við feng- um námslán og stuðning frá fjölskyldum okkar. Svo þýddi ekki að mjólka endalaust að heiman og ég fór að vinna með náminu. Ég vann í Cov- ent Garden, fylgdist með frægum dönsurum. Það var skemmtilegur tími, eftir á séð... Síðan fór ég í smátíma til Frakklands og þaðan til Hollands upp úr 1970 og var níu ár við hol- lenska Þjóðarballettinn. Þar var vinnudagurinn langur, sex daga vikunnar. Maður gerði ekki nema rétt skreppa heim til sín. Það er ekki vinna að vera dansari, það er líf manns. Upp frá því fór ég síðan að semja sjálf. Ég vann mikið i hópum, „workshops", og fór síðan að fá boð um að semja dansa fyrir ýmsa hópa. Ég man sérstaklega eftir fyrsta árinu minu við Þjóðarballettinn. Ég var tekin inn á nemenda- samningi því það tekur ákveðinn tíma aö kom- ast inn í flokkinn. Þennan fyrsta vetur var ég hins vegar látin dansa sem sólisti og dansaði við aðalkarldansarann, sem var auðvitað mjög skemmtilegt. Ég fékk þannig strax tækifæri. Ég man best eftir yfirbragði fólks sem maður vann með og ákveðnum setningum sem því fylgdu, á hvað fólk leggur áherslu. Þarna var til dæmis rússnesk kona sem setti Svanavatnið á svið. Hún sagði að Svanavatnið væri ekki oliumálverk, það ætti alltaf að skilja verkið sem vatnslita- mynd. Þarna skynjar hún verkið svo djúpt og leitar að öðrum kjarna. Þetta finnst mér spenn- andi. Síðan kom einu sinni Pólverji, Thomas- jewsky, maður sem ég gleymi ekki. Hann kom og settist í klukkutíma og horfði á okkur dansa, hafði aldrei séð okkur áður. Eftir það ákvað hann hlutverkaskipan og hann valdi hárrétt í hlutverkin. Á þessum stutta tíma náði hann semsagt að skoða hvern einstakling í fjölmenn- um flokki ofan í kjölinn. Alveg makalaust næmi. HIPPAHUGMYNDIR í LISTDANSI Nú hefurðu verið danshöfundur í nokkur ár, hvað felst í því? Það er margbrotið starf. Þú velur leikmynd, gerir drög að því hvernig hún á að vera og ákveður búninga. Þú semur öll spor og ailar hreyfingar dansaranna og niðursetningu á svið- inu. Ég hef ekki komist að neinni niðurstöðu um það hvort þetta sé draumastarf mitt. Ég er enn að leita. En ég kemst einhvern tíma að því. Hefur ferillinn verið beinn og sléttur allar göt- ur. Engar byltingar? Það var kúvending þegar ég fór frá Þjóðarball- ettinum. Þá tók ég þátt í tilraunaleikhúsi sem byggði á algjörri andstæðu þess sem ég hafði áð- ur gert. Hópurinn fór til dæmis i gamlar verk- smiðjur eða kirkjur og samdi verk innan þess rýmis sem starfað var í. Þar gengu hlutir ansi langt. Þar var talað um sekúndubrot af senu sem skiptu óskaplega miklu máli. Sýningin byggðist upp á lýsingu og hljóðum plús útsjónarseminni sem því fylgdi að setja verk upp í takmörkuðu rými. Þarna gekk allt út á smáatriðin. Dansinn er í eðli sínu streymi hreyfinga, þar er mikið um að vera. í klassískum ballett er mikið pahú, mik- ið vesen sem ég elska. En þarna fórum við alveg í hina áttina, að segja sem mest með því að gera sem minnst og afar nákvæmt. Þá lærir maður að horfa öðru vísi á hlutina. Smáatriðin fara að skipta máli. Það er svo mikil fegurð i hinu smáa. Þar kemur næmið hvað skýrast í Ijós. Þarna segistu hafa gengið þvert á það sem var í gangi, í tilraunaleikhúsi í Amsterdam eftir 1970. Nú var Amsterdam ein af höfuðborgum hippatímabilsins, var þetta þá ekki dansbarn hippatímans? Það má segja það vegna þess að byrjunin var sú að hópur kom saman til að hugsa, gera og vinna allt í sameiningu. Þetta var hrein hippa- hugmynd. Enginn mátti stjórna, allir áttu að gera allt saman. En dæmið gekk ekki upp. Um leið og þú ert kominn með hóp manna eru alltaf tveir eða þrír sem eru sterkari en aðrir sem láta leiða sig. Það er allt í lagi. Ég vann með þessum hópi í tvö ár með fólki sem ríghélt í þessa hug- myndafræði, án þess sjá það sem raunverulega átti sér stað. Þarna voru tveir menn sem stjórn- uðu, ég var ekki sammála þeim og því hætti ég. Það var ekki út af því að ég vildi ekki stjórnun þeirra, hún var allt í lagi. Ég var hins vegar óánægð með þá blekkingu sem viðgekkst að þarna væri um einhverja samvinnu að ræða. En á hippaárunum var ég á kafi í dansinum og tók lítinn sem engan þátt í mótmælagöngum og úti- samkomum. Þetta var samt allt í kringum mann í Amsterdam, hópar sem sváfu úti, blóm, eitur- lyf og tralala þú skilur. Maður umgekkst það daglega. Hippalífernið, þátttökuleysi, rólegheit og dóp, það á sennilega illa við ballettlífið. Já, mjög svo. Á þessum tíma var svo mikið af fólki sem vildi vera stikkfrí og það gengur upp í nokkur ár, en það er ekki hægt að skjóta sér endalaust undan ábyrgð. Það er alltaf hættan við hugmyndafræðina að halda að hún sé eini sannleikurinn í lífinu. Hugmyndafræðin var samt skemmtileg og breytti ýmsu til betri vegar. Hvað segir þú um balletttýpuna sem margir sjá fyrir sér? Þessi unga spengilega kona, útlima- fögur með ekki gramm af fitu sem svífur áfram eins og rétt ofan við jörðu því hún er svo fislétt og stœlt. Mér finnst dansinn móta sitt fólk af- skaplega sterkt, bœði líkamlega og í öllu fasi. Og til veröur þessi ballerína sem ég var að lýsa. Dansinum fylgir mikil þjálfun sem auðvitað mótar dansarana, bæði andlega og líkamlega. En þessi tiplandi ballerína tilheyrir hinum tæra klassíska ballett, en við dönsum nútímaballett, sem byggir á hefð en er í stöðugri þróun. Það að vera ballerína er ekki það sama og vera dansari. Áður gekk allt út á að sýnast vera létt sem fis og þú máttir ekki sýna erfiðið í dansinum. Nú er hins vegar farið að viðurkenna jörðina og gólfið. Aðdráttarafl jarðar er sterkt og það togar dans- ara til sín eins og aðra. Nú er meiri áhersla á að nota þyngdina og kraftinn, ekki síður í hörkuna niður á við. Þetta er spurning um annars konar nýtingu á líkamsþyngd. Þetta er spurning um spennu, ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta betur. Maður hefur opnunina í höfðinu til him: insins og jafnframt órjúfanlegt jarðsamband. í kringum og eftir 1970 var í tísku að velja þessa þvengmjóu týpu. Þær voru allar eins, útiima- fagrar, mjög grannar og með fætur upp fyrir eyru, en mér finnst þær ekkert sérstaklega spennandi. Þetta fer eftir því hvernig þú hugsar um lifið og hvað þú vilt sýna. Þú getur alveg eins komið með vélmenni. Það er mikil hætta á ferð- um þegar áherslan verður nær eingöngu á lík- amlegar gáfur. En dansinn og listin fjalla ekki um það. Mest spennandi dansarar sem ég þekki eru þeir sem hafa þurft að stríða við líkamleg vandamál. Það fólk hefur yfirleitt meiri ákveðni og sterkari löngun til dansins og þarf á skynsemi sinni að halda til að ná árangri. Það hefur þetta óútskýranlega sem veldur því að maður fer ósjálfrátt að horfa á einn dansara frekar en ann- ðn EKKERT DÚKKUSTAND Hvernig er þá að koma hingað þar sem nœr eingöngu starfa konur og þeir fáu karlar sem sinnt hafa listdansi eru farnir úr landi í leit aö verkefnum? Þetta gengur auðvitað ekki, enda verðum við að fastráða að minnsta kosti tvo karldansara i haust. Það er dýrt að kaupa dansara í einstök verkefni og mjög erfitt að fá þá til starfa í tak- markaðan tíma. Svo er nær útilokað að taka upp verk aftur undir slíkum kringumstæðum. Það getur verið gaman að semja verk með eintóm- um konum eða körlum, en ekki út úr neyð. Hvernig líkar þér að vera orðin listdansstjóri Þjóðleikhússins? Þú sérð um þessa deild, ertu komin í eitthvert skrifstofustarf? Nei, skrifstofan er ekki einu sinni til í húsinu. í raun er þetta starf alveg óskaplega yfirgrips- mikið. Þú sérð um þjálfun og verkefnaval, þú æf- ir upp þau verk sem eru valin og þú ert stuðpúði fyrir dansarana. Síðan ertu tengill við Þjóðleik- hússtjóra. Þetta er svolítið einkennilegt starf. Ég er svona rétt að átta mig á því hvað ég má og hvað ekki... En þetta er mjög spennandi. Síðan er ég að fikta eitthvað í skólamálunum, lít eftir því hvernig listdansskólinn starfar. Það er mjög brýnt að gera eitthvað í skólamálunum. Við verðum að horfa til framtíðarinnar, íslenski dansflokkurinn hefur fyrir löngu sannað tilveru- rétt sinn, en hvað svo? Við verðum að tryggja eðlilega endurnýjun. Hvað finnst þér um íslenska dansflokkinn? Þessi flokkur er mjög sérstakur. Þjóðleikhús- stjóri leyfði sér á frumsýningunni um daginn að segja að hann væri á heimsmælikvarða. Hann er það stundum... og stundum ekki. Við verðum að byggja upp þann sjálfsagða hlut að þetta er atvinnumennska. Þú færð fyrst og fremst þjálf- un með því að sýna oft og að því verðum við að vinna. Að geta sett meira á svið, fleiri verk, smá og stór.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.