Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 20
Nú hefur listdans ekki verid mjög
stórþátturí listalífi Islendinga, enda
ekki um mjög margar sýningar að
rœða, óttastu aðþú þurfir að fara út
í meiri afþreyingu í dansinum til að
fá áhorfendur?
Nei, í guðanna bænum. Ég ætla
rétt að vona að ég geti haldið mig
við þær listrænu kröfur sem ég hef
hugsað mér, og hækkað þær síðan.
Ég held að gæði skili sér alltaf. Ef þú
finnur það sem máli skiptir í leik-
húsi og heldur því til streitu nógu
lengi þá skilar það sér. Ég hef þá
tröllatrú á manneskjunni að hún
skilji og geti lært að meta góða list.
Ég er bjartsýnismanneskja, en tal-
aðu við mig eftir fjögur ár... Ég held
að þetta sé hægt. Síðan mætti gera
miklu meira af því að kynna listdans
úti í skólunum eins og gert er með
íþróttir. Og umfram allt þarf að
breyta þessum úreltu hugmyndum
um balierínuna og litlu sætu stelp-
una með töskuna sína. Þetta er ekki
þannig. Poppmenningin hefur
hjálpað okkur, þar er mikill dans. í
gegnum hann sér fólk kannski
hvaða möguleika það hefur í dans-
inum. Það er ekki þetta dúkkustand
lengur. Líttu bara á Michael Jack-
son, Madonnu, Prince og allt það.
Þar er allt á fullu.
EIGIN LITUR/EIGIN
STÍLL
Maður sér lítið af svertingjum í list-
dansi, eins ogþeir hafa mikla hreyfi-
þörf og góðan ryþma. Hvernig
stendur á því?
Þú sérð þó nokkuð af svertingjum
í nútímaballett, en ekki í klassískum
ballett og listdansi. Kannski er það
út af þessari innbyggðu mynd sem
við höfum af því hvernig dansarar
eiga að vera. En að hugsa sér svert-
ingja dansa Svanavatnið, það geng-
ur einhvern veginn ekki upp. Þeir
eiga alveg frábæra dansara,
ryþma-tilfinningin og swingið er
óskaplega sterkt hjá svörtum. Þetta
á sennilega eftir að breytast.
Hvernig finnst þér íslenskir áhorf-
endur skilja og meðtaka listdans-
sýningar?
Ég hef verið hér í það stuttan tíma
að ég geri mér ekki fulla grein fyrir
því. En fólk má ekki hafa fyrirfram
mótaðar skoðanir áður en það kem-
ur á sýningu, það verður að vera
móttækilegt. Mér finnst gaman að
koma fólki á óvart. Leikhús fjallar
um það að vekja fólk til umhugsun-
ar, að næra fólk á einhvern hátt. Mér
finnst yndislegt að sitja í leikhúsi og
fá gæsahúð, eins og barn, einfald-
lega að hrífast.
Staða listdansstjóra, er hán eitt-
hvad sem þú hafðir í huga, eitthvert
takmark? Hvert stefnirðu? Áttu þér
takmark í dansinum?
Auðvitað á ég mér takmark, en
það er ekki endilega þetta verkefni
eitt og sér. Hér er ég komin í nýtt og
spennandi starf. Hér þarf átak til að
koma hlutum á réttan kjöl. Mig lang-
ar til að rækta íslenskan listdans og
séreinkenni hans. Það er allt í lagi
að koma með góðar sýningar er-
lendis frá, en á sama tíma þarf að
rækta það sem hér er fyrir. Við eig-
um það ríka menningarsögu í bók-
menntum, tónlist og myndlist, okk-
ur ber hreinlega að líta til hennar í
listdansi. Við verðum að sinna þeim
heimi sem við lifum og hrærumst í.
Ég hef þá trú að innan nokkurra ára
takist íslenskum listdansi að sýna
eigin lit og eigin stíl.
Það kemur þá sennilega og von-
andi til greina að þú semjir á nœst-
unni fyrir íslenska dansflokkinn?
Ekki bara ég. Við eigum það fáa
sem hafa eitthvað gert af því að
semja, okkur ber að nýta þá og
finna nýtt fólk. Auðvitað gef ég
sjálfri mér tækifæri, eins og öðr-
um...
Þú sagðir að íslenski dansflokk-
urinn vœri sérstakur. Hvernig?
Að því leyti að hver einstaklingur
skiptir svo miklu máli. Það eru svo
sterkir einstaklingar í flokknum.
Það er ákaflega skemmtilegt að
M& . ■
•Mw%.
Mest sélda parketid
hér á iandi
■
I
I
3
<
HARÐVIÐARVAL HF.
SÍMI 671010
^ KRQí^^14 -
20 HELGARPÓSTURINN
vinna með það. Mörg klassísk verk
byggjastá hópatriðum, kóreógrafíu,
sem verður að skapa eina mynd.
Þess vegna er þessi ímynd af baller-
ínunni leggjalöngu; hópur á sviði
verður að mynda eina týpu til að
heildarmyndin verði sem fullkomn-
ust. Þetta getur þú aldrei með ís-
lenska dansflokkinn sem stendur,
það er ómögulegt. Það er það
skemmtilega við hann, það er hans
kraftur.
Hvað með drauma þína og vonir
í listdansinum. Hafa þeir rœst aö
einhverju leyti? Ertu ánœgð með
það sem er að baki?
Ég hef verið mikill lukkunnar
pamfíll að því leyti að ég hef fengið
að sinna því sem ég elska og fengið
mörg tækifæri til að þróa minn
dans. Og koma svo hingað að taka
við starfi listdansstjóra, það er mjög
gaman. Ég vona að ég valdi þessu
starfi. Þetta snýst ekki um að stjórna
fólki, heldur frekar að leiða saman
hesta og gera fólki mögulegt að
sýna sitt besta. Það sem skiptir máli
er að útkoman sé góð. Að vera í
slíkri aðstöðu finnst mér alveg stór-
kostlegt. Maður fær ekki mörg slík
tækifæri á ævinni.
Líturðu á það sem eitthvað end-
anlegt að vera komin í þessa stöðu?
Égþekki það orð ekki, endanlegt,
nei. Ég er líka mjög upptekin af því
þessa dagana að flytja heim. Það er
heilmikið átak.
Hvernig finnst þér að koma heim
eftir svo langan tíma? Finnst þér þú
hafa rofnað úr tengslum, slitið rœt-
ur?
Ég hef alltaf verið í sambandi við
mitt fólk hér. Ég hef fylgst með þjóð-
félagsbreytingum. Mér finnst svolít-
ið sérstakt að vera hér í Reykjavik.
Hún er ekki borg í venjulegum
skilningi, heldur eins konar náttúru-
þorp með borgareinkenni. Maður er
í miklu beinna sambandi við náttúr-
una; veðrið, skammdegið, þessi víða
sýn til fjalla og út á haf. Maður finn-
ur fyrir mjög sterkum rótum. En
þjóðfélagið finnst mér alveg furðu-
legt. Húsnæðismál og matur, það er
svo mikið brauðstrit hérna, enda
kröfurnar sem fólk gerir til verald-
legra gæða afar háar. Hitt finnst mér
skrítið að búa í borg og komast ekki
í aðra borg. Ég er svo vön því að
geta skroppið frá Amsterdam til
Rotterdam, Den Haag, helgartúr til
Parísar, hér kemst maður að vísu út
í sveit en það er annars eðlis. Ég er
að finna meira fyrir því síðasta mán-
uðinn að ég er á eyju. Ég held samt
ekki að ég hafi slitið burt ræturnar.
Hvernig skila þessi einkenni nátt-
úrunnar sér í íslenskum dansi?
Það hefur verið sagt um dansana
mína úti í Hollandi og allt sem ég hef
gert þar, að það bæri sterk merki
uppruna míns, hvernig sem þeir
hafa skilið það... Ég held að uppruni
manns og menningareinkenni sjáist
alltaf í því sem hann gerif- Það er
annað sem ég tek eftir í íslensku
þjóðfélagi, það er þessi mikli hraði á
öllu. Það eru allir að flýta sér svo
mikið.
Finnst þér meiri hraði hér en í
Hollandi?
Miklu meiri. Þar er ekki þetta
stress.
Allir í hjólreiðatúr í þokul
Já, og þar getur þú verið stikkfrí
frá kapphlaupinu. Þú þarft ekki að
eiga hús, bíl og flott föt frekar en þú
vilt. Þjóðfélagið hérna setur svo
svakalega pressu á fólk. Þar við bæt-
ist hvað Islendingar eru kröfuharðir.
Þeir vilja hafa flott í kringum sig,
efnislega, og samkeppni um flott-
heitin mikil. Það er ansi grimmt.
SÁLRÆNA HLIÐIN Á
DANSINUM
Nú varst þú dansari í fjölmörg ár,
hvað gerist hjá dansara þegar ald-
urinn fœrist yfir og hann hœttir að
geta dansað? Ekki geta allir farið að
semja eða stjórna?
Nei. Þetta er mjög stórt mái. Þú
ferð út í dansinn svo ungur og hefur
enga aðra menntun. Síðan kemur sá
dagur í lífi þínu að þér er sagt upp
eða þú hættir að dansa, draumurinn
búinn. Þegar ég hætti vissi ég alveg
hvað ég ætlaði að gera. En það tók
mig þrjá mánuði að taka upp símtól-
ið og hafa samband við nýja aðila.
Þú ert svo verndaður innan dans-
flokksins, þú þarft nánast aldrei að
taka ákvörðun um neitt og þróar því
ekki með þér það að standa á eigin
fótum. Lífið hefur snúist um dansinn
frá barnsaldri og þú hefur ekkert
annað. Því lenda mjög margir dans-
arar í mikilli óhamingju og erfiðleik-
um þegar ferlinum lýkur. Óhamingj-
an getur varað í fjölmörg ár.
Er aldurinn þá ekki mikil grýla á
dönsurum?
Jú og líka í dansinum. Þú getur
þróast mikið og tekið framförum í
þroska sem dansari, en svo kemur
að því að Iíkaminn segir stopp,
skrokkurinn er ekki ungur iengur,
harður sannleikur það. Fæstir geta
unnið við dansinn áfram. Þú getur
verið góður dansari, en það þýðir
ekki að þú verðir góður danshöf-
undur eða hópstjórnandi eða hvað
annað.
Svo við komum að öðru, er það
nóg fyrir dansflokkinn að setja upp
eina sýningu á ári?
Þarftu að spyrja? Auðvitað ekki.
En þetta er spurning um það hvort
við fáum fólk á sýningar. Við þurf-
um að byggja upp tryggan áhorf-
endahóp. Svo getum við komið
miklu víðar við í okkar starfi. Við
gætum unnið fyrir bæði stóru leik-
húsin, komið fram í sjónvarpi og far-
ið í skóla. Það eru svo margir mögu-
leikar í sjónmáli.
Hvað sýnist þér þá um framtíð ís-
lenska listdansins, finnst þér þú
hafa svigrúm til að koma markmið-
um þínum í framkvœmd?
Þjóðleikhússtjóri er mjög jákvæð-
ur í garð dansflokksins, þetta er
hreinlega spurning um rými. Það er
ekkert pláss fyrir okkur í Þjóðleik-
húsinu. Leikarar þvælast fyrir okkur
og við fyrir þeim. Flokkurinn þarf
að fá sjálfstæða fjárveitingu, hann
þarf eigið húsnæði með góðum söl-
um. Og það hús er til og stendur
okkur til boða inni í Sigtúni þar sem
dansstúdíó Sóleyjar er núna. Það er
sérhannað fyrir dans. Þar gætum
við gert allt, þjálfað hópa og ein-
staklinga, haldið smærri sýningar
og við gætum byggt upp mjög góð-
an skóla. Þetta er draumurinn og
það væri synd og skömm ef þetta
hús færi undir skrifstofur. Það er
ekkert sem við þurfum að gera við
húsið. Við gætum flutt inn í dag og
byrjað á morgun. Við þurfum gott
rými sem þetta og öflugt starf og
uppbygging íslensks listdans er
tryggð. Okkur bráðvantar hús... það
stendur og bíður okkar... áttu 60
milljónir?
Er vegurinn háll?
Vertu því viðbúin/n að
vetrarlagi.
| UMFEROAR
Berðu ekki við
tímaleysi eða streitu
í umferðinni.
Það ert þú sem situr undir stýri.
mrfl&iiniuL'sr.
IUMFEROAR
RAÐ