Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 23

Helgarpósturinn - 18.02.1988, Side 23
„Þetta er einhver frumkraftur sem er að brjótast fram," segir Ólafur Lárusson, sem er fyrstur til að sýna í nýju húsnæði gallerísins. Gallerí Svart a hvítu opnað á nýjum stað * Reyni að losna undan skynseminni segir Olafur Lárusson, sem vígir húsakynnin Föstudagskvöldið 19. febrúar opnar Ólafur Lárusson sýningu í Gallerí Svörtu á hvítu og verður þá væntanlega mikið um dýrðir því um leið vígir galleríið nýtt húsnæði á horni Laufásvegar og Skálholtsstígs, en eins og menn muna eflaust var það áður til húsa við Óðinstorg. HP hitti Ólaf og ræddi við hann um myndirnar sem verða á sýn- ingunni um leið og við kynntum okkur ný húsakynni gallerísins. Ólafur sagði myndir sínar flestar málaðar á síðasta hausti en reyndar væru nokkrar frá þessu ári. Hann sýnir í það heila um fjörutíu myndir, bæði stórar myndir sem hann vinn- ur með blandaðri tækni, mest með túss, akrýl og pastel, og svo enn- fremur einþrykk. „Þetta eru fyrst og fremst ex- pressíónískar myndir sem eiga að sýna einhvers konar hugarástand, gos eða einhvern frumkraft sem er að brjótast upp á yfirborðið," sagði Ólafur. ,,Ég vinn myndirnar mjög hratt í upphafi og hvíli þær svo í nokkra daga áður en ég tek ákvörð- un um hvort ég ætla að halda áfram með þær.‘‘ — A sýningunni eru tvær andlits- myndir sem skera sig nokkuð úr... „Já, þetta eru draugar frá því sem ég var að fást við síðastiiðin ár. Kannski eru þetta sjálfsmyndir, hug- læg portrett, en eins og sjá má fer ég frjálslega með formin, enda eiga þær fyrst og fremst að sýna sálar- ástand frekar en ákveðin form, eins og allar mínar myndir í rauninni." — Þetta virkar dálítið eins og krass og tilviljunarkennt, verða myndirnar til sem einhvers konar „happening"? „Nei, það er ekki svo mikið svo- leiðis, ég sé nokkuð fyrir mér áður en ég byrja hvað ég ætla að gera. Ég byrja yfirleitt á grunninum með tússinum eða akrýl og kómpónera svo bara nokkrar línur áður en ég hvíli myndirnar. Þetta kemur eins og flass í hausinn á mér og ég veit hvað ég ætla mér, myndirnar eru alls ekki eins tilviljunarkenndar og þær líta kannski út fyrir að vera.“ — Vannstu sérstaklega fyrir sýn- inguna, myndirnar þarafleiðandi skyldar? „Já, það er töluverður skyldleiki með þeim, ég vinn þetta mikið í tvennum og þrennum og svo eiga þær þetta þema sameiginlegt sem ég var að nefna áðan, með gosið, frumkraftinn sem brýst fram. Það má kannski segja að ég sé að reyna að losna við skynsemina. Það má ekki vera of mikið af henni vegna þess að hún miðast við það sem þekkt er fyrir og getur verið dragbít- ur á framþróun og valdið því að menn komist ekkert úr sporunum." Eins og áður sagði verður Gallerí Svart á hvítu opnað í nýju húsnæði á föstudaginn, ólíkt rúmbetra en það fyrra, en uppgangur gallerísins hef- ur verið afar mikill síðan það tók til starfa fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári. Þeir gallerísmenn með Jón Þórisson í fararbroddi hafa sýnt mikinn metn- að í sýningarhaldi og margar af betri sýningum síðasta árs voru hjá þeim. Að auki eru þeir með um- boðssölu á listaverkum og má þar finna gott safn verka, einkum eftir unga listamenn. KK Skapar fegurðin hamingjuna? Don Giovanni í íslensku óperunni Á föstudaginn frumsýnir íslenska óperan í Gamla bíói óperuna Don Giovanni eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Þetta er ein frægasta ópera Mozarts og gjarna kölluð ópera óperanna. Alls tekur þátt í sýningunni á 7da tug listamanna, söngvarar og hljóðfæraleikarar. Enn eitt stórvirkið af hálfu óperunnar. Mozart sækir efnivið sinn til hinn- ar frægu sögu af kvennaflagaranum Don Juan, sem þótti ómótstæðileg- ur í eina tíð og þætti svo vafalítið enn. En þrátt fyrir ómótstæðilegan sjarma Don Giovannis, eins og hann heitir hjá Mozart, er líf hans ekki dans á rósum því skeytingarleysi hans leiðir hann að lokum til glöt- unar. Fegurðin er ekki allt, eins og nútíminn virðist stundum halda. Mozart samdi verkið árið 1787 og var það níunda ópera hans, en hann samdi alls tólf slíkar. Don Giovanni var frumsýndur í Prag sama ár og Mozart samdi óperuna og er af því löng saga og merkileg, m.a. er talið að Mozart hafi skrifað forleikinn nóttina fyrir aðalæfinguna. í verkinu eru óvenjumargir ein- söngvarar, alls sjö, og eru hlutverk þeirra allra stór og vandmeðfarin. Kristinn Sigmundsson syngur Don Giovanni sjálfan, Bergþór Pálsson syngur hlutverk þjóns hans, en þetta er fyrsta óperuhlutverk hans. Auk þeirra eru þarna Olöf Kolbrún Harðardóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Gröndal, Gunnar Guð- björnsson og Viðar Gunnarsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir og hljómsveitarstjóri Bretinn Anthony Hose. Hose hefur stjórnað hér áður, en er alla jafna aðalstjórn- andi The Welsh Chamber Órch- estra. Una Collins gerir búninga. KK „Passlega stórt hlutverk“ Gunnar Gudbjörnsson Gunnar Gudbjörnsson, tenórinn ungi, syngur í Don Giovanni sitt fyrsta óperuhlutverk og hann var spurdur hvernig þaö legdist í hann? „Mér líst bara vel á þetta en þetta er auðvitað erfitt í fyrsta skiptið, eins og allt er erfitt í fyrsta skipti, allt nýtt er erfitt. En þetta er langstærsta stökkið, því hér sameinast allt, bæði söngur og ieikur.“ — Hvernig stendurðu í leiklist- inni? „Ég hef alltof lítið lært, verið á einstaka námskeiðum, en þetta er í fyrsta sinn sem maður fær almenni- lega tilsögn í því hvernig maður á að vera á sviði. Þetta er fyrsta praktíska reynslan ef svo má segja." — Er leikurinn stór hluti af þessu, ekki nóg að syngja vel? „Ég myndi segja að þetta vægi jafnt, og ef maður hefur ekki nema annað á valdi sínu þá er maður ómögulegur." — Segðu mér frá hlutverkinu, er það stórt? „Það er nokkuð stórt, svona pass- lega held ég, það er ekki gott að byrja á of stóru hlutverki. Maður nær frekar árangri með því að taka skynsamlega stórt hlutverk. Svo er ég líka svo ungur enn." — Þú stefnir samt auðvitað hærra, belgja þig út eins og tenórar aðrir í gegnum tíðina? „Já, já, ég ætla að belgja mig út á alla kanta, líkamlega og í söng, tenórkomplexinn" — Einhverjar áætlanir fyrir fram- tíðina? „Já, ég fer út í sumar, til Sviss á námskeið, og svo er ég búinn að taka samningi í Bretlandi, lítið hlut- verk í Haydn-óperu á Buxton Festi- val hjá sama hljómsveitarstjóra og stjórnar hér hjá okkur núna. Svo er ég að reyna að finna mér kennara fyrir næsta vetur, ég ætla að reyna að komast eitthvað þar sem mikið er að gerast í óperulífi, mig langar að fara til Berlínar. Þetta er nú það sem er á döfinni." KK Don Giovanni í trylltum dansi ásamt einni lagskonu sinni. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.